Skólablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 8

Skólablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 8
8 SKÓLABLAÐIÐ Kenslueftirlit. Ekkert land eöa ríki þykist geta veriö án þess að eiga sér eftirlitsmenn meö barnafræöslunni. Þær þjóöir, sem mest og best vanda til kennaramentunarinnar, mætti, ef til vill, ætla, að helst gætu veriö án þess; en þaö er þvert á móti. Þær hafa fullkomnast kenslueftirlit. Þar sem ströngum reglum er fylgt í veitingum kennaraembættanna, og þess vandlega gætt, að enginn komist í þá vandastööu að vera barnakennari, sem ekki hefur meö því aö standast allerfitt bóklegt og verklegt próf, sýnt að hann hafi aflað sér nauösynlegrar þekkingar, bæði almennrar og sérfræðilegrar, — þ a r sýnist svo sem trúa mætti kennurunum fyrir barnafræðslunni, eftirlitslaust; en það er nú samt sem áður ekki gert. Misjafnlega hefur gengiö með þetta kenslueftirlit, og mis- jafnir hafa dómar, einkum kennaranna, verið um það. Og er ekki furða. Víða hefur þeim verið falið eftirlitið, sem sjálfir hafa ekki numiö kenslufræði, né lagt stund á kenslu. Til slíkra eftirlitsmanna hefur kennurunum lítt fundist, eink- um þeim, sem fengið höfðu góða kennaramentun sjálfir, og þóttust því eins bærir um að dæma um kenslumál og ómentaðir menn í þeirri grein. En væri um lítt mentaðan kennara að gera, leiddi blindur blindan, og eftirlitið þótti koma aö litlu gagni. Aðal gagnið aö kenslueftirlitinu ætti að vera það, að eftir- litsmaðurinn 1 e i ö þ e i n d i kennurunum, og því eru nú allir á það sáttir, að eftirlitsmenn verði að vera þaulæfðir og vel mentaðir kennarar, sem vegna lærdóms og langrar reynslu í kennarastöðu eru líklegir til að geta verið góðir ráðgjafar yngri kennara. En slíkir menn eru ekki á hverju strái, og þó að þeir séu til, þykir dýrt að launa þeim. Þaö ráð hefui* því verið tekið að hafa til eftirlitsins menn, sem lifa af annari atvinnu, til þess að þurfa ekki að borga starfið, nema þá að einhverju litlu leyti. S v í a r standa í mörgu framarlega. Að þessu leyti fremst- ir. Frá þessum áramótum hafa þeir aöeins duglega sérfræð- inga fyrir eftirlitsmenn, og launa þeim svo að þeir geta lifað gómasamlega, 5000 kr. árslaun. En þeim er líka bannað að

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.