Skólablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 12

Skólablaðið - 01.01.1915, Blaðsíða 12
12 SKÓLABLAÐIÐ liprum kennara, en hann fæst ekki til lengdar nema hann hafi viðunanlega kosti viS aö búa. Eg hef stundum ætlaö að skrifa nokkur orö um þetta í Skólablaöiö, en ekki orðið úr. Menn kvarta undan að lögin sé mörg, óþörf og ill, og kann eitthvað að vera til i því, en mjög oft veröa þau það, af þvi að þeir sem eiga að fram- kvæma þau, gera sér ekkert far um að ná aðaltilgangi þeirra, Og sérstklega hygg eg svo sé um fræðslulögin. Vaka hér fyrir mér fræðslunefndirnar og stjórnin heima í sveitunum, en alls ekki yfirstjórn fræðslumálanna, þó eg verði að halda því fram aö hún með vali prófdómara stundum gefi ofan- nefndri stefnu ,vind í seglin' óvart.“ Barnakenslan 1913 14. Svipað hefur verið um barnakenslu liðiö ár eins og árið þar á undan. Það má segja, að hún sé komin i nokkurnveginn fastar skorður; en margt, margt þarf enn að laga og bæta. Skólabl. flutti i janúarblaöinu í fyrra dálitið yfirlit úr skýrsl- unum árið 1912—13; hér skulu nefnd nokkur atriSi úr skýrsl- um liðins skólaárs, 1913—14. Tala þeirra b a r n a, sem opin'berrar kenslu n u t u, er samkvæmt skýrslunum þessi: í kaupstaðaskólum............................ 1584 - skólum utan kaupstaða ..................... 1690 - farskólum ................................. 3446 og haft var eftirlit með heimafræSslu ........... 312 barna. Samtals .... 7032 Þessar tölur voru í fyrra: 1592, 1624, 3427 og 444, eSa samtals 7087; það er 55 börnum færra en í fyrra; fækkunin í „eftir- litinu“, svo kallaöa. „Eftirlitskensla“ (eSa kenslueftirlit) var í 8 hreppum umrætt ár, en í 14 hreppum árið á undan. Virðist af því mega ráSa, að mönnum sé að skiljast, að það svari ekki kostnaði. Og áreiðanlega verða þeir færri aS ári en í ár,

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.