Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 11

Skólablaðið - 01.10.1920, Blaðsíða 11
SKÓLABLAÐIÐ 139 ára aldurs, er nú aö miklu leyti kastaS á glæ, og aS þau fara oft aS nokkru leyti til þess a'ö stofna þær venjur, er skólinn veröur síðar a‘S stríöa viö aö uppræta, þvi aö alt af er barnið aö mynda venjur, ef ekki góðar, þá illar. Heilsa manna er mikið komin undir aðbúðinni á þessum árum. Þá er barnið viðkvæmt fyrir áhrifum; væri því þá holt að losna úr göturykinu og götulífinu og vera undir eftirliti þeirra, er hefðu vit, tima og tækifæri til að vaka yfir heil- brigði þess, andlegri og líkamlegri, svo að haldi kæmi. Einn kostur er enn ótalinn, sem sumarskólinn hefir fram yfir aðra skóla, sem sje, að hvorki útheimtir hann ljósmat nje eldivið, en eftir núgildandi verði er það ekki svo lítill hluti skólakostnaðarins. Ráðlegt mundi, að heimila katipstöðum að gera öll börn skólaskyld á 6—10 ára aldri, því að án skólaskyldu mundi þetta alt verða kák eitt, og þau börnin, sem mest riði á kensl- urini, mundu oft sitja heima. Auðvitað yrði að veita undanþágu öllum þeim börnum, sem fara vildu i sveit að sumrinu, því að enginn skóli jafnast á við sveitalífið, að minu áliti. Rjettindi og þrælsótti. Skólablaðið hefir getið að nokkru ágreinings þess, sem orð- ið hefir milli stjórnarráðsins og kennara út af skýringm stjórn- arinnar á launaákvæðum kennaralaganna. Frægust eru við- skifti stjórnarinnar við kennarana í Hafnarfirði, og er sú við- ureign lítt vegleg frásagnar af stjórnarinnar hálfu. Fyrst lengi neitaði fjármálaráðherrann með öllu, að greiða þessum kenri- urum nokkuð úr ríkissjóði fyrir veturinn 1919—20, með þvi að þeir hefðu ekki kent tilskilinn stundafjölda, og gætu því ekki fallið undir kennaralaunalögin. En kennararnir báru auð- vitað fyrir sig bráðabirgðaákvæði laganna. En þau orð eru svo mörg: „Þeir kennarar, sem ráðnir eru af skólanefnd eða

x

Skólablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/236

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.