Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.07.1965, Blaðsíða 7
Séra Minningarorð: Jakob Kristinsson fyrrverandi fræðslumálastjóri I DAG er kvaddur hinztu kveðju séra Jakob Kristinsson fyrrvl fræSslumálastjóri- Hann andaðist að Landakotsspítala að mörgni hins 11. þ.m. 83 ára að aldri, og fer útför hans fram frá Dómkirkj unni i dag- Þar með er einn svip mesti persónuleiki samtíðarinn ar á brott, maður mikillar gerð ar, þekktur fyrir gáfur og göfug lyndi. Séra Jakob Kristinsson fædd ist að Syðri-Dalsgerðum í Eyja firði 13. maí 1881, sonur hjón anna Kristins Ketilssonar og Hólmfríðar Pálsdóttur er þar< SÉRA JAKOB KRISTINSSON bjuggu. Syni áttu þau fjóra sem allir urðu kunnir menn: Hall grímur forstjóri Sambands ísl. samvinnufélaga var elztur, næst ur var Sigurður er einnig varð forstjórí SÍS, Jakob var sá þriðji bræðranna, en yngstur var Aðalsteinn deildarstjóri í SÍS. Bræður Jakobs voru allir látnir á undan honum- Jakob ólst upp í föðurgarði Hugur hans stóð til hárra mennta og gekk hann fyrst í Gagnfræðaskólann á Akureyri og síðar í Menntaskólann í Reykj:a v;k. En í náminu varð hann fyr ir miklum og alvarlegum töf um vegna veikinda. Hann miss|i heilan vetur sakir taugaveiki, og síðar lá hann heima í Syðri- Dajsgerðum í heilt ár í brjóst veiki sem mun hafa verið aðkenn ing að berklum. Stúdentsprófi lauk hann því ekki fyrr en 1911, þá 29 ára gamall- Eftir stúdents próf stundaði hann guðfræði nám og lauk kandidatsprófi 1914. Sama ár vígðist hapn til íslenzkra safnaða í Vesturheimi og var þar prestur um 5 ára skeið. Hann kom aftur til íslnds 1919. Frá því á námsárum sínum hafði hann haft mikinn áhuga á guðspekilegum fræðum. Fyrstu jguðsp^kisinnBrniir' hérlen(fis voru á Akureyri þótt ekki stofn uðu þeir formlega guðspekifé lag fyn- en 1913. Þar komst hann í kynni við guðspekihreyfing una- Fyrsta guðspekistúkan var . stofnuð í Rekjavik 1912 og var. Jakob þá guðfræðinemi við há sRóla^in. Hann gerðdist félagi þegar á fyrsta fundi eftir stofn fund, og er sá íslendingur sem lengst hefur verið félagi í Guðspekifélaginu. Er hann kom svo til baka frá Ameríku 1919 hóf hann fyrir alvöru að starfa að málefnum Guðspekifélagsins og var kjörinn forseti íslands- deildar Guðspekifélagsins er hún var stofnuð 1920. Því starfi gegndi hann í 8 ár- Á þessum árum gat hann sér mikið orð fyrir einstaklega snjalla opin bera fyrirlestra, og þótti það alltaf mikill viðburður er Jak ob kvaddi sér hljóðs. Hann var orðsnjall og sómdi sér einkar vel í ræðustóli, sameinaði mik inn innileika og tilþrif. Ár|I 1926 stofnaðj hann tímaritið Ganglera og gaf það ut á eig in kostnað um sinn. Árið 1928 hófst nýr kafli í ævi Jakobs. Þá gerðirt h? \n skóla stjórj Alþýðuskólans á Eiðum, en því starfi gegndi hann í 10 ár. Hann var vinsæll af nemend um sínum, aflaði sér virðingar þeirra með þeirri prýðmenmku og einlægni í framkomu sem hon um var alltaf gersamlega ósjálf ráð. Árið 1938 tók hann svo við embætti fræðslumálastjóra. Hvort sem það hefur stafað af heilsuleysi hinna fyrri ára eða ekki, þá tók Jakob snemma að kenna höfuðveiki nokkurrar og síðar fór að bera á heyrnar deyfu er ágerðist mjög þau árin sem hann var fræðslumálastjóri í því starfi var hann ágæta vel látinn af samstarfsmönnum, en fyrir sakir þessa heilsubrests sótti hann um lausn frá em bætti 1944, þá 62 ára að aldri. Og nú hófst siðasti hiutinn af ævi hans: öldungsárin, en það kalla ég þau ár er maður hef Ur látið af starfi og er setztur í helgan stein. Á þessum árum kynptist ég Jakobi- Oft mun það Vera| sva að þegar menn eru hættir störfum kemur bezt í ijós hyað þeir eru, því að þá skyggir það ekki leng ur á hvað þeir gera. Menn geta bæði stækkað og minnkað í augum fólks fyrir það hvaða störfum þeir sinna, og' sumir mjög þekktir menn eru ekki sér lega miklir menn þegar búið er að reyta fjaðraskrautið utan af þeim. Jakob var alger andstæða þess ara manna. Hann var fyrst og fremst merkilegur maður fyrir það sem hann var, en ekki það sem hann gerði. Hann var að v:su virðulegur embættismaður og gáfaður frumkvöðuli pýrra Ufs viðhorfa, og skorti ekki hug og dug til átaka ef með þurfti, En þeir mannkosfir einkenndu hann þó mest sem njóta sín jafn yel hvað sem menn velja sér að gera- Kynni mín af dakobi urðu ærið náin, .ekki sízt fyrir það að ég sat stundum heima hjá honum á kyrrum kvöldum og ræddi við hann um daginn og vegjnn, og einhvern vegtnn varð það honum nokkur dægrastytt- ing í einveru heyrnardeyfunnar þar eð eyru hans virtust greina betur minn málróm en margra annarra.. Fyrir tveimur árum lét Jakob þau orð falla 'að sér stæði al veg á sama hvort hann lifði lengur eða skemur úr þessu. Það værj allt í lagi að lifa lengi enn en hitt væri líka ágætt að fara að kveðja- Hver dagur hafði til gang i sjálfum sér, fortíð og fram t;ð skiptu litlu máli. Þegar ménn eru komnir á þetta stig eru þeir hættir að látast. Ég held raunar að Jakob hafi aldrei kunnað að látast, og manna sízt viljað læra það, en ég ségi þetta aðeins til að renna stoðum undir þá skoðun mína að sú mynd sem ég fékk af Jakobi á elliárum hans hafi verið sönn mynd af manninum: maðurinn eins og hann var. Jakob átti innra með sér mikla hlýju sem gat brotizt út í blæ brigðum raddarinnar, handtaki eða nokkrum hversdagslegum orðum sem voru þá sögð af ein stökum innileik og dýpt. Hann gat ekki ósatt orð talað. Ekk ert hefur mér fundizt einkenna hann meira en einlægni og sann leikshollusta. Orð sem voru sögð urðu ekki aðeins að vera sönn þau urðu líka að vera gagn leg og máttu engan særa- Ég hef áður getið þess en vil end urtaka það hér að Jakob var svo nálkvæmur um orðvendni og heiðarleika að hann gerði sér eitt sinn ferð heiman að frá sér niður - bæ til að leið rétta auraskekkju í skattaskýrsl unni sinni. Annað er það sem mér fannst einkenna Jakob hve fjarri hon- um var að hugsa um það hvort hann sjálfur væri merkur eða ómerkur. Allur samanburður við aðra var honum fjarri skapi. Hann mátti ekki vera að slíku hann þurfti að keppast við að vera sannur sjálfur. Annað gat hann ekki sjálfs sín vegna. Þess vegna var hann líka einstaklega umtalsgóður um menn. Með þessum aðferðum gat ein staklingurinn bætt heiminn, að á liti Jakobs. Hann gat ekkert bætt ef hann leitaðist ekki við að bæta sjálfan sig, en ef han.i gerCS það þá dreiíbx nann í kringum. sig þeim anda sem einn dugar til að örva menn til að fegrat þennan heim. Þetta er kjarni. málsins um Jakob: Viljinn til að verða betri, og örva aðra til að ieitast við að verða betri—• ekki að sýnast, heldur að vera- Það má skoða allt líf hans i þessn Ijósi- Jakob var í engu hversd'agb maður. Hann var prúðmenni 5 framgöngu og snyrtimenni i klæðaburði og háttum, vann allt af alúð og nostursamri gaurn gæfni. Engum sem leit hann gat heldur dulizt að þar fór óvenju legur maður. Andlitcfallið var svipsterkt, en þó augun mest áberandi, alvörugefln og djúpt í þeim vottaði fyrir hryggð, einst og endurskini af mikilli lífa reynslu- Meira sagði þó fasið og röddin, hvort tveggja þrungið af einhverjum hrollkenndum inni lejka og hluttekningu. Það var eitthvað hreint og göfugmann legt við allan manninn. Jakob eyddi tíma sínum hi/i síðari ár mikið við lestur og íhug un. Að undanskilinni heyrnar deyfunni var- heilsan góð, en þó er nokkuð síðan hann fór að kvarta yfir, að sig væri fariö að bresta minni. Lengi var hana Framh. á 15. síðu. Myndin er tekin af aðalgötunni á heimssýningunni í New York kl. 11,30 aff morgni. Varla nokk. ur kráka á ferii. ERU HEIMSSÝNINGAR ÚR SÖGUNNI? SVO er að sjá sem það sé orð- ið algjörlega vonlaust, að heims sýningin í New York geti borið sig. í stað aukinnar aðsóknar, spm vonazt var eftir í ár, hefur í-eyndin orðið þveröfug: aðsókn in hefur farið minnkandi í ár frá því, sem var í fyrra. Ganga sumir jafnvel svo langt að halda því fram, að tapið á sýningunni verði allt að 50 milljónum doll- ara, þegar hliðum sýningarsvæð isins verður lokað endanlega 17. október n. k. í tölum lítur Franah. á 14. síSu ALÞÝÐUBLAÐIÐ - 20. júlí 1965 J

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.