Vísir - 21.12.1960, Blaðsíða 6

Vísir - 21.12.1960, Blaðsíða 6
V í S IR Miðvikudaginn 21. desember 196jO wÉmim D A G B L A Ð (Jtgefandi: BLAÐ/ TTTGÁFAN VÍSIR H.F. Tí*lr kemur út 300 daga a a'i <’ >úst 8 eða 12 blaðsíSui Rítstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Ritstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar ' skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Hltatjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00 Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30,00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. Auk!6 spsrifé landsmanna. Enn hefir bað verið til umræðu á Alþingi, hvort sparifé landsmanna hal’i farið í vöxt á þessu ári eða, öllu heldur, hvort aukningin hafi orðið hlutfallslega me'ri að undanförnu en til dæmis á síðastu tveim árum. Það var Skúli Guðmundsson, seni oft tekur til máls um fjármál, ]>ótt jafnvel framsóknarmenn telji hann engan veginn eins slyngan fjánnálavitring og Eystcin Jónsson, sem upptökin átti að umræðum um þetta. Hann tók að sér að upplýsa þingheim um það um miðja síðustu viku, að svo væri stjórnarstefnunni fyrir að þakka, að aukning spariljár væri mun minni en lnin hefði oft verið áður og gerði þó fvrst og fremst samanhurð við tvö síðustu árin. Nel'ndi hann tölur til að færa sönnur á mál sitt og þóttist hafa komið hættulega lagi á stjórnina. En skamma stund verður hönd höggi fegin, stend- ur þar, og hað kom nú í ljós sem oft áður. Fjármála- ráðherra upplýsti nefnilega strax næsta dag, hvað hæft væri í fullyrðingum Skúla og benti á, hvernig hann hefði hagað blekkinguni sínum. Skúli hafði nefnilega ekki aðeins talað um sparifé i venjulegum skilningi, hcl<lur liafði hann slengt saman við ]>að fé í hlaupareikningi. Þá hafði hann ekki treyst sér tii að efna sparifjáraukninguna cins og hún hefir orðið frá gengishreytingunni einungis, heldur tók einnig með þróun- ina i þessum efnum nokkra mánuði á undan. Þarf ekki nema sérþekkingu á þessum málum til að sjá, að Skiili hefir gert sig sekan um óskammfeilnar hlckkingar, og má vera að' þaö komi mönnum ekki á óvart. Svo ol't hefir það sannazt, að franisóknarmenn, umgangast sannleikann mjög gálauslega. Raunveruleikinn er nefnilega sá, að sparifjáraukn- ingin hefir verið um það bil hálfu meiri á þessu ári en hún var áður, þegar miðað er við tímabilið frá því að gengisbreytingin var framkvæmd og' síðan sama tímabil á tveim fyrri árum. Fjármálaráðherra gai ]>ær upplýsingar, að á tímahilinu frá 1. marz lil októherloka á þessu ári hefði sparifjáraukn- ingin numið rösklega 225 milljónum króna, og hefði það samsvarað um 11,5%. A sama tímahili á síðasta ári heiði spai’ifjáraukningin nuitiið 183,7 milljónir króna eða 10,5% og loks hefði aukningin verið 110,6 millj. la\ eða 7,7 al' hundraði árið 1058. Er hér um harla óhagstæðan samau- luirð að ræða l'yrir vinstri stjórnina, þar sem spar'fjár- imkningin i ár er næstum tvöfalt meiri í krónum en á síð- ara ári hennar, og um 50 af hundraði meiri í hlutfallstölum. Þeír hafa ailtaf tapað. Sparifjáreigendur hafa alltaf verið að tapa á und- anförnum árum og áratugum, þegar dýrtíðin hefir magnazt jafnt og bétt. Þótt krónum beirra kunni að haí'a fjölgað eitthvað í bankanum, hefir verðgildi þeirra farið örar minnkandi, svo að krónutalan hefir ekkert sagt um haginn. Þetta hefir lengi verið viðurkennl - alli) flokkar hafa gert það cn enginn flokkur og engin stjórn hefir gert tilraun til að rétta hlut sparifjáreigenda fyrri en stjórn Ölafs Thors gerir það með öðru lil að hjarga við efnahag okkar. Þelta hel'ir stjórnin gert með því að Iiækka vcxtina til niuna. Slíkt mega andstöðuflokkar ríkisstjórnarinnar ekki heyra á minnzt. Það ér hið versta gerræði í þeirraj augum. Þeir liafa þó ekki skýrt, hvcrnig hæta eigi hlut sþarifjáreigenda með öðrum hætti. Vaxtahækkun sú, sem rennur til sparifjáreigenda,1 er arður af fyrirtækjum sem beir fá greiddan fyrir að lána heim fé sitt. Eru kommúnistar og vinir þeirra andvígir bví, að almenningur fái eitthvað í sinn hlut ■* af hagnaði fyrirtækja með þessu móti? Bók, sern eftir hjá Suður-Afríkumaðurinn Alan Paton er þekktur höfundur hér á landi eins og í flestum löndum, þar sem menn hafa í senn á- huga fyrir góðum bókmenntum og fréttum af helztu þjóðfélags- hræringum úti um heim. Alan Paton er nefnilega fremstur í hópi þeix-ra höfunda í Suðui’- Afríku, sem telja að stjórnai'- völd Búa hafi gert sig sek um stórglæp með framferði sínu gagnvai’t svertingjum og öðr- um þeldökkum íbúum landsins. Þekktur varð Paton fyi’ir bók sína „Grát, ástkæra fóstur- mold“, sem hér kom út fyrir nokkrum árum. Sú bók hlaut , hvarvetna mikið lof og vakti j meiri athygli á vandamálum S.-Afríku en flest annað prent- að mál, sem þaðan barst. Síðan I hefir Paton vei'ið talinn einn helzti talsmaður umbui’ðarlynd- is og skynsemi í kynþáttamál- um í Afríku allri. Hefir hann með því bakað sér mikla óvild yfirvalda þar, og er hann kom fyrir nokkru heim úr för til j Bandaríkjanna, þar sem hann þá „frelsisverðlaunin“ (Free- dom Award) fyrir baráttu sína, lét stjórn Verwoerds taka svo á móti honum, að hann vai' sviftur vegabréfi sínu, svo að j hann er nú raunverulega fangi hennar, þótt hann sé frjáls fei’ða sinna innan endimarka S,- Afríku. Það má deila um það, hvort 'sú saga, sem ísafoldarprent- smiðja hefir gefið út eftir Paton nú í haust „Of seint óðinshani" (á frummálinu „Too Late the Phalarope“) er betri en hin fyrri, sem getið er hér að ofan. Astæðulaust er að vera með miklar vangaveltur eða bolla- leggingar um það, því að þó hin síðari sé e. t. v. ekki frémri er hún naumast síðri. Paton segir í stuttu máli frá ungum lögregluforingja, sem hefir verið afbragð annarra manna í bæ sínum, en hrasar svo, gerist bi’otlegur við lögin hörðu, sem fjalla um aðskilnað eitthvað öllum. kynþáttanna og leggja þungar refsingar við mökum hvítra manna og svai’tra. Höfundur lýsir sálarstríði söguhetjunnar og hann gerir það á svo næman hátt, að lesandinn hefir stein-j hjarta, ef hann hrífs ekki með og fyllist samúð. Kvalir hans eru svo átakanlegar, að þær skilja áreiðanlega eitthvað eftir í huga hvers manns. Andrés Björnsson, skrifstofu- stjóri útvarpsráðs, hefir þýtt bókina af sinni alkunnu smekk- vísi. J. Kvcöja Albert Að einum vini er ég fátæk- ari. Albert Klahn er dáinn. Eld- legur áhugi, dugnaður og sam- vizkusemþ sem einkenndi þenn- an vin minn, gleymist ekki og sjálfur vei’ður hann mér minn- isstæður um allan aldur. Músikkin var hans líf. Upp í henni gekk hann svo unun var að. Gegnum músikkina urðu okkar kynni, Þegar við stofn- uðum lúðrasveitina hér í Stykk ishólmi 1944 varð hann strax okkar aðalhjálpai’hella. Hann taldi ekki eftir sér þjónustuna og um vinnulaunin spui’ði hann ekki. Að geta þokað sínum hugðarefnum áfram; geta ferð- ast og bætt umhvefið var hans aðalll. Hvar sem hann fór var gleði í för með honum. Er því von að maður sakni hans. En samfylgdinni gleymi ég ekki og' hana þakka ég. Blessuð sé minning hans, hins góða di’engs. Arní Helgason. Nýtt EífsvíBhsrí nsu&syn í AEsír. Lítiö intt í ræftu De <>aulle. Lítið nýtt þykir hafa komið fram í ræðu þeirri, sem De Gaulle flutti í gærkvöldi um Alsír, en hún var hin fyrsta af þremur, sem hann flytur fyrir hinaníandsfSyg — Framh. af 1. siðu. Reykjavíkurvelli. Millilandavélin Sólfaxi fór í gær til Kulusuk á Grænlandi og venjan er að hún haldi það- an svo áfram til Syðri Straum- fjarðar. En í Kulusuk voru sv'O margir farþegar sem komast þurfa til Danmerkur fyrir jól, að Sólfaxi sneri þar við og kom með farþegana hingað í gær- kvöldi til að þeir gætu náð í Hrímfaxa, sem flaug í morgun síðustu fei’ð fyi’ir jól til Khafn- ar og Glosgow. Sólfaxi flaug svo aftur til Gi’ænlands í nótt og þá beint til Syði’.i Straum- fjai’ðar. Fullt hiís gesta í Hvera- döluon um fólin. Boðið upp á margskonar þægindi og skemmtanir með kvöldvökusniði. þjóðaratkvæðið í næsta mán- uði. Hann kvað enga heilbrigða skynsemi í öðru en að Alsír yi’ði áfram í tengslum við Frakkland og hvatti til stuðn- ings við áætlun sína. Hann kvaðst jafnan reiðubúinn að í’æða um frið við alla, einnig' ,.þá, sem við berjumst við. Hann kvað nýtt fvrirkomulag í Alsír verða að koma í stað þess gamla sem úrelt, nýtt lifs- viðhorf i tengslum við Frakk- land Þrennt kæmi að vísu til gi'eina, Alsír sem hluti fi’anska ríkisins, algerlega óháð. Alsír og Alsír í tengslum við Fi’akk- land — og að hans áliti kæmi ekki annað til greina. Skíðaskálinn i Hveradölum hefur svipaðan hátt á nú um jólin og í fyrra, býður gestum upp á vikudvöld með fullkomn um veitingupi og skemmtiat- riði, með kvöldvökusniði, sem mælist svo vel fyrir, að margir þeirra, sem dvöldust þar um síðustu jól, hafa sóít um að dveljast þar einnig komandi jólaviku, cg eru rúm fle.it upp pöntuð. Að því er gestgjafinn í Sldða skálanum sagði Vísi í morgun, skiptist í tvö horn með þæg- indi og kostnað bar efra. Þeir geta tekið á móti 25 gestum í herbergi með rúmum e.ins og á hverju öðru ágætu gistihúsi, en hinsvegar er hægt að taka á móti 70 gestum í aukaskála, þar sem hægt er að liggja við í svefnpokum. j Dvölin í Skíðaskálanum í 8 daga kostar frá 900 og upp í 1200 krónur, eftir því hvort gist er í svefnpokaskálanum eða hinum nýtízkulegu hei’- bei’gjum með rúmi og öðru til- heyrandi. Skíðaráð Reykjavík- ur annast skí'ðakennslu í Hvei’a dölum yf’.r jólin, og verður Stef án Kristjánsson skíðakappi kennari og leiðbeinandi bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Skíðaskálinn leggur til næturvöi’ð eða umsjónarmann við skíðabrekkux-nar gestum til þæginda og aðstoðar. Verða skíðabrekkumar upplýstar og skíðalyftan í gangi. Bréf og bögglar. Bréfapóstur. í dag er síðasti skiladagur á bréfapósti, sem boi’inn verður út fyrir jól í Reykjavík og ná- grenni og í Hafnai’fjörð. Afgreiðslan vei’ður opin til kl. 12 á miðnætti. og verður allur bréfapóstur sem þangað bei’st og í póstkassa bæjarins, fyrir bann tíma, tekinn í útburð. Innlendur og erlendur böggiapóstur. Til þess að auðvelda af- greiðslu á jólabögglum utan af 'andi frá útlöndum vei’ður Bögglapóststofan í Hafnar- hvoli og Tollpóststofan í Hafn- arhúsinu opnar sem hér segir: Miðvikud. 21. des. frá kl. 9—19 Fimmtud. 22. des. frá kl. 9—19 Þorláksmessu 23. des. frá kl. 9—20. Sir Winston Churchill hef- ir verið gerður heiðursfélagi í sambandi sjálfboðaslökkvi- liðsmanna { Virginíufylki. Sambandið var stofnað árið 1774.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.