Vísir - 11.01.1961, Blaðsíða 6

Vísir - 11.01.1961, Blaðsíða 6
VISIR Miðvikudaginn 11. janúar.1961 VISXXC. D A G B L A Ð Útgefandi: BLAÐ.A ÚTGÁFAN VÍSIR H.F. Tliir kemur út 300 daga a a'i. v-nist 8 eða 12 blaðsíður. Rltstjóri og ábyrgðarmaður: Hersteinn Pálsson. Bitstjórnarskrifstofur eru að Laugavegi 27, en aðrar skrifstofur að Ingólfsstræti 3. Ritatjórnarskrifstofurnar eru opnar frá kl. 8,30—18,00. Aðrar skrifstofur frá kl. 9,00—18,00. Afgreiðsla: Ingólfsstræti 3, opin frá kl. 9,00—19,00. Sími: 11660 (fimm línur). Vísir kostar kr. 30.00 í áskrift á mánuði. Félagsprentsmiðjan h.f. söngmálastjóri. J fram á listamannabrautinni,' i barðis^.,. hapn ótrau^ur fyrir ' framgangí iiáns af ekki minni áhúga en nemahdinn sjálfur, og lét þá ekkert tii sparað, að greiða götu hans af fremsta Það rnunar um minna. ú 1 áramótaávarpi sínu skýrði Ólafur Thors forsætis- ráðherra meðal annars svo frá, að íslendingar hefðu tapað 500 milljónum króna í erlendum leltjum á síðasta ári vegna verðhruns á fiskmjöli, svo og vegna afla- brests hjá togurum og síldveiðum. Síðan hefir það verið helzta kappsmál Tímans að færa sönnur á, nö þetta væri alrangt. Islendingar hefðu alls eng- um tekjum tapað, og til þess að sannl'æra almennmg um þetta, hefir blaðið tckið upp tölur, sem fengnar eru úr hag- skýrslum. En á þeim er hara sá galli, að þær scgja alls ekki sönnur á, aö þetla væri alrangt, Islendingar hefðu alls eng- fvrir þeim Iiirgðum al'urða, sem voru í landinu um ára- mótin 1959- 60, en þá jukusl hirgðir nefnilega verulega, en síðan hefir gengið á þær vio útflutning, svo að minni hirgðir voru í landinu um síðustu áramót en þar á undan. Það kemur vitanlega engum á óvart, þótt Tíminn sé óvandaður í málflutningi sínum varðandi þetta atriði. Þetta er hans venjulega baráttuaðferð. Hitt vekur meiri furðu, að hann skuli hætta sér út á þenna hála ís cg sýnir betur en flest annað, að hjá honurn er flest hey í harðindum og að hann reynir að nota hvaðeina, seni býðst. Almenningur veit nefnilega mætavel, að ýmiskonar trfiðleikar gerðu vart við sig á síðasta ári Hvort sem Timinn, hið sannorða l'réttalilað með hið víðfeðma frétta- net, hel'ir sagt frá því eða ekki, þá Jicfir það komið s\ o ol l l'ram i fréttum annarra blaa og útvarpsins, að verðhrun hafi orðið á fiskimjöli, að ekki þarf að gegja neinum frá því. Þá vita allir, hversu aíiabrögðin hjá togurunum hafa vcrið hörmuleg. Jafnvel nýju togararnir, sem ættu að vera fisknari skip en hinir smærri og aflminni, hai'a ekki fengið hótinu betri afla og þetta veit almenningur um alll land. Þá er það heldur ckki neitt leyndarmál, hversu fór á sildveiðunum fyrir norðan í sumar, og þær gengu litlu betur hér svðra í haust og vetur. Fyrir nokkrum mánuðum var um 36,000 lesta munur á afla togaranna á árinu 1960 og sama tímabili árið áður. Það samsvarar um það bil 200 togaraförm- um, sem hver væri 180 lestir. Jafnvel góðgjarnir Framsóknarmenn ættu að skilja, að bað munar um minna. Síðan helir enn sigið á ógæfuhlið í þessu efni. Þegar á allt er litið, er ekki fjarri lagi að ætla, að tékju- missir þjóðarinnar sé jafnvel meiri en 500 millj. kr. á síð- asta ári, enda þótt hans muni ekki verða vart fyrri en á þessu ári. Framsóknarmenn geta svo sem haldið áfram að berja hausnum við steininn í þessu efui, en því miður er þetta staðreynd, sem ekki verður hjá komizt að taka nokk- urt tillit til. Framsóknarflokkurinn heldur vafalaust áfram að kenna ríkisstjórninni um þetta, en hann ætti að gæta jæss að ganga ekki of langt. Hann má ekki mishjóða skyn- semi almennings, sem veit betur cn Tíminn gerir sér ef lil vill grein fyrir og dæmir málin yfirleitt at' sanngirni. Santi seinagangurinn. Það ætlar bersýnilega að reynast næsta erfitt — ef ekki óvinnandi verk — að kenna landhelgisgæzlunni nútíma vinnubrögð í fréttaflutningi. Á því heimili virðist ríkja fullkominn sofandaháttur að því er þetta mikilvæga atriði snertir. Landsmenn, sem standa straum af landhelgisgæzlunni, eiga auðvitað heimtingu á að fá að vita um starfsem Iieim- ar------og ekki eftir dúk og disk. Þjónustan ætti einnig að sjá sér hag í að láta fréttir sem greiðast í té til þess að skapa sér þá samúð og góðvild, sem getur ráðið miklu um allan aðbúnað hennar. En síðast en ekki sízt verður hún að forðast það. sem hún hefir jjrál'aldlega gei't áður - hvort sem það Iiefir verið vilandi vits eða ekki og jjað er að gera fréttariturum erlendra aðila gersamlega ókleifl að' koma málslað Islands á framfæri, þegar deila getur risið út af töku togara. LandhelgisgæzLm nær að þvi leyli óralangt út fyrir 12 milurnar. Það þóttu ekki lítil tíðindi, þegar sú fregn barst út í Reykjavík, á námsárum mínum fyrir 33 árum síðan, að ungur söngvari, með glæsilegan náms- l feril erlendis að baki, væri kominn heim og hefði í hyggju | að setjast að hér heima og veita : tilsögn í einsöng og raddþjálf- un. Þó mun fáa hafa rennt grun í það þá, hve mikil tíðindi þetta voru og hvað þessi ákvörðun hins unga söngvara markaði stór tímamót í tónlistarsögu þjóðarinnar. En nú er þetta orðið lýðum ljóst, Sigurður Birkis var fyrsti ís- lendingurinn, er gaf sig allan að kennslu í einsöng, og það varð aðalstarf hans hátt á annan tug ára. Fram að þeim tíma var vart um annað að ræða fyr- ir þá, er vildu leggja stund á söngnám en að fara utan til náms, en fæstir áttu þess kost, þótt hugur og' hæfileikar væru fyrir hendi. Nú varð hér mikil breyting á, enda leið ekki á löng'u, unz nemendahópur Sigurður Birkis var orðinn það fjölmennur, að oft varð vinnudagur hans ’óslit- inn að kalla frá því árla dags og fram undir miðnætti. En þó að vinnudagur hans yrði þann- ig bæði langur og strangur, varð það aldi'ei á honum séð, svo brennandi var áhugi hans og svo lifandi var hann í kennslustarfi sínu. Sigurður Birkis var frábær kennari, því bæði var hann ágætum tónlistargáfum gæddur og hafði sjálfur stundað nám sitt af mikilli kostgæfni hjá úr- vals kennurum í Kaupmanna- höfn og í Mílanó. En ekki var minnst um það vert, hve gott lag hann hafði á bví, að efla á- huga nemenda sinna og glæða hjá þeim skilning á því, að iðk- un tónlistar væri veglegt og göfugt hlutverk, er krefðist mikillar alúðar og vandvirkni, kostgæfni og sjálfsaga, en væri mannbætandi og göfgandi flestu öðru fremur og væri lykill að einhverjum dýrustu fjársjóðum hfsins. Þetta var reynsla hans sjálfs, og af þeirri reynslu sinni vildi hann öðrum miðla. Svo samvizkusamur og' vand- látur kennari var Sigurður Birkis, að ekkert var honum fjær, en að sleppa nemendum sínum með hálfleysta þraut. Eg man það enn, hve lengi eg varð að stríða við fyrstu við- fangsefni mín hjá honum, þar til hann loks taldi mig hafa gjört þeim full skil. En svo ljúfur var hann í öllu viðmóti við nemendur, að aðfinnslur hans og eftirgangssemi olli aldrei neinum sársauka og um- vönduninni fylgdi ætið sú hvetjandi og hressandi uppörf- un, er varð nemandanum ó- sjálfrátt hvöt til þess að reyna aftur og gera betur. Það er engin tilviljun, að margir þeir, sem einna lengst hafa náð af íslenzkum söngv- urum, hófu nám sitt hjá Sig- urði Birkis, og' fuhkunnugt er jnér urh það, að sjálfir þakka þeir honum það ekki hve minnst, hve vel þeim hefir vegnað og hve frami þeirra hef- ir orðið. Og telja þeir þá fleira til en söngkennsluna eina, svo mikilvæg'ur grundvöllur, sem hún þó varð þeim. En þegar eg minnist söng- kennarans Sigurðar Birkis, minnist eg ekki síður mann- kostamannsins og hins trygg- lynda hollvinar utan kennslu- tímanna. Eg man glaðværð hans og hláturmildi, gamansemi hans, sem ævinlega var græzku- laus. Eg minnist óvenjulegrar háttprýði hans í öllu dagfari, og eg man hve vandur hann var að virðingu sinni og hve annt honum var um það, að aldrei félli skuggi eða blettur á sæmd hans fyrir ógætilegt orð eða skort á háttprýði. Og minnis- stætt er mér það, hve viðkvæm- ur hann var. Það þurfti ekki alltaf mikið til, að honum sárn- aði í svip, en langrækinn var hann ekki og aldrei vissi eg til þess, að hann bæri kala nokk- urs manns. En bezt af öllu man eg þó góðhug hans og hjartahlýju. Og fyrir þá mannkosti varð hann nemendum sínum ekki einasta ástsæll og mikilhæfur kennari heldur einnig hjart- fólginn vinur. Svo nákvæmur sem hann var að eðlisfari í flestum hlutum, brást honum þó ekki ósjaldan nákvæmnin, þegar greiða skyldi fyrir kennslutímana. Greiðsla fyrir kennslustundir var honum oft :og tíðum hreint aukaatriði, eg tala nú ekki um ef fátækir nem- endur áttu í hlut, og hefði á- hugasamur og efnilegur nem- andi hug á því að sækja lengra' megni. I þessum minningarorðum mínum hefi eg dvalið við fyrsta þáttinn í lífsstarfi Sigurðar Birkis, því að hann er mér efst í huga nú, þegar hann er allur. Síðari þættirnir tveir voru þó vissulega ekki ómerkari, og hafði eg persónuleg kynni af þeim þáttum báðum, en eg geri- ráð fyrir því, að aðrir muni meira við þá dvelja, enda þeir kunnari alþjóð, og því verð eg' um þá stuttorður. Á annan tug ára var Sigurð- ur Birkis fastráðinn söngkenn- ari hjá Samb. ísl. karlakóra, eða þar til hann var skipaður söngmálastjóri Þjóðkirkjunnar. Bæði þessi hlutverk leysti hann svo vel af hendi, að lengi verður þess minnst og seint fullþakkað. í einkalífi sínu naut Sigurð- ur Birkis mikillar hamingju. Árið 1936, hinn 11. júlí kvæht- ist hann eftirlifandi eiginkonu sinni frú Auðbjörgu Jónasdótt- ur. Veit eg að þann dag taldi hann jafnan síðan mesta ham- ingjudaginn í lífi sínu. Enda varð hún honum svo samhentur lífsförunautur, sem bezt verður á kosið. Fagurt varð heimili þeirra að öllum ytri búnað., eu heimilislífið varð þar ekki síður fagurt, bjart og hlýtt. Hér skal staðar numíð í þökk og hljóðri fyrirbæn. Vík er orðin milli vina, en minning- arnar lifa áfram í þakklátum hugum gamalla nemenda og' vina, . unz leiðir liggja aftur saman. Guð blessi góðan vin. — Guð styrki alla honum kæra. Garðar Þorsteinsson. j Togarinn — i Framh. af 1. síðu. strandsvæðið en það hefði lítið dugað ef björgunarmenn hefðu ekki haft not af hinni skæru birtu frá geisisterkum ljóskast ara, sem í sumar var komið fyr ir á sjódælustöðinni og kastar birtu yfir innsiglinguna. Ljós- kastarinn var settur þarna fyr- ir atbeina Slysavarnafélagsins i Eyjum og hefur hann nú sann- að ágæti sitt. Björgunarsveitin hafi einnig meðferðis talstöðvar og gátu þvi verið í stöðugu samband’ við bæinn og látið vita hvernig björgunin gekk. Gekk vel að skjóta línu frá vitanum út í skipið og vorv Belgir fljótii- að festa hana ' bnina og voru þeir svo allir se: dregnir upp á garðinn. Meðan á björgun stóð herti vindinn stöðugt og var varla orðið stætt á garðinum. Björg- unarmenn voru í stökkum með sjóhatta og í háum stígvélum, en á þeim var ekki þurr þráð- ur eftir stutta stund á garðin- um sem oft var hulinn særoki. Allir hlupu af fundi. Fjöldi rnanns safnaðist nið- ur á Skans lii að horfa' á stranriið. Þar vor.u flestir út- gerðarmenn í Eyjum saman- komnir. Höfðu beir setið á fundi og rætt af kappi og hita fiskverð og annað, en þegar fré+tist af strandinu þustu þeir á fætur og hlupu út. Vélarhilun. Skipstjórinn sagði mér að or- sökin fyrir strandinu hefði ver - ið sú að skömmu eftir að hafn- sögumaðurinn yfirgaf skipið hefði skipið allt í einu misst ferð cg hefði vélarmaður þá komið upp að vélin væri biluð. Var skipið svo skammt undan að ekki voru tök á að bjarga því frá strandi. Það er mál manna hér að réttast væri að láta refsingu skipstjórans niður falla, sakir ógæfu hans að missa skipið. Öðrum hafa áður verið gefnar upp sakir. Eiga sök á dauða 117 manns. Innan skamms mun hópur (ékkneskra járnbrautarstarfs- manna koma fyrir rétt vegna járnbrautarslyss mikils. Slys þetta varð 15. nóvember, en þá rákust á tvær lestir með þeim afleiðingum, að 117 menn biðu bana. Hefur rannsókn leitt í ljós, að hirðuleysi nokkurra manna var um að kenna, og' verða þeir ákærðir fyrir mann- dráp.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.