Vísir - 04.04.1961, Blaðsíða 7

Vísir - 04.04.1961, Blaðsíða 7
Ví SIR Þriðjudaginn 4. apríl 1961 1 desembermánuði s.l. var Emil H. Eyjclfssyni, lektor í islcnzku mr.li oir bókmcnntum við Parísarháskóla, boðið að balda fyrirlestur um íslenzkt efni við háskólann í Caen í Normandí. Ákveðið var, að fyrirlestur- inn skyldi fara fram að kvöldi hins 28. febrúar, og að efni hans yrði „ísland, sagnalandið“ (Islande, terre des sagas). — Stjórn háskólans í Caen bauð og íslenzkijn Parísarstúdent- um að koma þennan dag í heirn sókn til borgarinnar. Ferðin var farin á settum degi. Tóku þátt, auk Emils: Catherine K'unstlich, unnusta hans, og úr íslenzku náms- mannanýlendúrim': Andri ísaks son, Elín Norðdahl, Jes Einar Þorsteinsson og Vilhjálmur Bergsson. Með hópnum var í för Cérard Mantion, aðstoðar- kennari í norrænum fræðum við háskólann í Caen. Við komum til Caen um fjög- urleytið seinni part dagsins og notuðum birtuna til að skoða borgina ofurlítið. Caen ger- eyddist nær í innrás Banda- manna 1944, en liefur nú veriö reist úr rústum. Borgin er því ,,unglegri“ en títt er um fransk- ar borgir. Hið merkasta af gomlum húsum eru nokkrar kirkjur og ævaforn kastali. — Ymiss þessara húsa skemmdust þó i loftárásum, en hafa verið reist á ný eftir gömlu fyrir- myndinni. Að lokinni göngu um bæinn var haldið í stúdentamötuneyt- íð, þar sem okkur hafði verið boðið að borða. Snæddum við prýðisgóðan mat „fyrir innan“ í skemmtilegum hópi franskra og skandinavískra stúdenta. Klukkan níu var gengið nið- ur í háskóla til að hlýða á Emil. Og hafi eithvert okkar kviðið því, að í Caen vildu menn ekki heyra talað um ísland, þá kom það nú í Ijós, að óttinn var á- stæðulaus. Fyrirlestrarsalurinn, æðistór, var svo troðfullur, að þar var ekki nokkurt sæti laust, þeg'ar við komurn. Hr. Frédéric Durand, pró- fessor í Norðurlandamálum og bókmenntum, setti samkomuna, kynnti Emil, og gaf honum síð- an orðið. Emil þakkaði fvrst boðið í eigin nafni og' f. h. ís- lenzku „sendinefndarinnar“, og hóf síðan mál sitt. Ræddi hann aðallega um Þjóðveldi íslend- inga, um íslendingasögur og um tilurð sagnanna. Ernil tal- aði í rúma klukkustund og' fékk langt og hjartanlegt klapp að lokum. Að fyrirlestrinum loknum voru sýndar tvær stuttar kvik- myndir um ísland, og síðan slei-t Fr. Durand samkomunni. Eftir stutt „íslandshóf“ hélt hvert okkar til síns heima, en þessa nótt gistum við hjá „kan- verskum" fjölskyldum og ein- staklingum. Morguninn eftir hittumst við í félagsheimili stúdenta. Það- an fórum við að skoða nunnu- í klaustur í borginni, og síðan í háskólann, sem M. Colin, há- skólaritari, fylgdi okkur um. Húsakynni háskólans í Caen eyðilögðust í stríðinu, en síðan hafa stofnuninni verið reist ný hús, og er liún nú í aíbragðs- húsakynnum norðarlega í borg- inni. í nánd við háskólann hafa verið reistir stúdentagarðar. Vinnuskilyrði virðast vera afar góð, bókasafn g'ott. Þarna cr nóg plássa til allra hluta, og eru það óneitanlega viðbrigði frá París. | Um hádegi var stutt kveðju- hóí hjá rektor. Lýsti hann á- nægju sinni yfir komu okkar, en við þökkuðum hinar inni- legu viðtökur. Síðan var kvaðzt og héldum við heim til Parísar skömmu síðar. | Það vakti athygli okkar í Ca- en, hversu mikill áhugi ríkir á norrænum fræðum — og L;- landi. Stúdentar í norrænum fræðum eru á annað hundrað, þ. e. allmiklu fleiri en í sjálfri París. I-Iáskólinn í Caen er að verða miðstöð franskra mennta- stofnana að því er varðarkenslu og rannsóknir í ensku og Norð- urlandamálum og bókmennt- Matthías Svcinsson, frá ísafirði, sigraði i bæði 15 og 30 km. göngu. Hér sést liann koma í mark, og eins og myndin ber með sér, ísfirðinga í boðgöngunni. bá v'or-u áliorfendur margir. Skíðalandsmótið Matthías gekk auk þess í sveit (Ljósm. Pétur Þorleifsson)» 2. Svanberg Þórðarson, Rvík. 3. Einar Valur Kristjánss., ísaf. Framh. af 1. síðu. Stökk: 1. Sveinn Sveinsson, Siglufirði. 2. Valdimar Örnólfsson, Rvík 3. Svanberg Þórðarson, Rvik Svig karla: fl. Kristinn Benediktsson, ísaf. 2. Svanberg Þórðarson, Rvík. 3. Einar Valur Kris'tjánss., Rvk. Flckkasvig: 1. ísfirðingar. I .' Norræn tvíkeppni: 1. Sveinn Sveinsson, Sfglufirði Svig kvenna: 1. Jakobína Jakobsdóttir, ísaf, 2. Marta B. Guðmundsd., Rvík 3. Krisiín Þorgeirsd., Sigluf. Stórsvig kvenna: 1. Kristín Þorgeirsd., Sigluf. 2. Jakobína Jakobsdóttir, ísaf. 3. Marta B. Guðmundsd., Rvík. Alpatvíkeppni kvenna: 1. Jakobína Jakobsdóttir, Rvík. 2. Kristín Þorgeirsd., Sigluf. 3. Marta B. Guðmundsd., Rvík. Stórsvig karla: '1. Kristinn Benediktsson. ísaf. 2. Jóhann Vilbergsson, Sigluf. 3. —4. Svanberg Þórðars., ísaf. Árni Sigurðsson, ísaf. Alpatvíkeppni karla: 1. Kristinn Benediktsson, Stórsvig unglinga: 1. Davíð Guðmundsson, sem einnig' varð nr. 1 í Alpa- keppni unglinga. 4 Svig unglinga: 11. Hafsteinn Sigurðsson, ísaf. ísaf. Nr. 2 í Alpakeppninni. í „íslandshófinu“ eftir fyrirlesturinn við Caen-háskóla. Fremst á myndinni ræðast þeir við Ernil H. Eyjólfsson, lcktor við Parísarliáskóla, og Andri ísaksson, scm stundar nám við sama skóla, en á milli þeirra sér í Elínu Norðdahl. Aftarlega, næst- yztir til hægri, sjást þeir Vilhjáhnur Bergsson og Jes Einar Þorstcinsson. (Ljósm. Jcan Vaumoron). um. Við háskólann starfa lekt- !orar í norsku, sænsku og dönsku, en ekki í íslenzku. — Stjórn háskólans, og einkum hr. Durand, prófessor, hafa afar mikinn áhuga á að fá að skól- anum íslenzkan lektor, og telja það orðið bráðnauðsynlegt, þar sem stúdentar eru svo margir Væri sannarlega skemmtilegt, ef íslenzk stjórnarvöld tækju sig til og byðu franska mennta málráðuneytinu að senda lekt- or til Caen, og greiða hluta af launum hans. Þessum línum viljum við Ijúka með því að þakka enn hin ar hjartanlegu viðtökur, sem við fengum í Caen. Einkum þökkum við Daure, rektor, Dur- and, .prófessor og Mantion, að- stoðarkennara í norrænum fræð um, Larsen, danska lektornum, Vaumoron, eðlisfræðingi og kvikmyndasmið, Journaux, þró- fessor í landafræði, — og bret- ónsku stúdínunni, sem fylgdi okkur um borgina. Jakobína Jakobsdóttir frá ísafirði sigraði í önnur í Stórsviginu og hlaut fyrsta sætið (Ljósm. svigi kvcnna, varð' í alpatvíkeppninni. Pctur Þorleifsson). KristUin Benediktsson, frá ísafirði, sigraði í svigi og stórsvigi karlu. Hann stóð sg nijög vel, og er nú sennilega bczti svig- niaður landsins. Ilann hefur dvalið við keppni og æfingar í Austurríki að undanförnu. Kristinn hlaut því ltka fyrsta sætið í alpatvíkcppni karla. (Ljósnt. Pétur Þorleifsson)^, f'rahh lan ds bróf: :a.£í'. fræðast um Island. Islenzki lektorinn við Parísarháskóla flutti fyrirlestur.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.