Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 135. Tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						VtSIR
Laugardaginn 10. júní 1961
^^ít^M^^S^^^^M^Mí	¦¦¦¦-¦¦¦¦¦.   "'	'JHÉ
Í^JÍvr' ' '"^f'éiÁ/. \lT\		• ¦  111;
	E'sí- t	• 3í
fe*'   iíÍ	K.) K ¦  ¦.:¦;-:¦¦¦;	^ -
ÚTGEFAND	: BIAÐAÚTGÁFAN	VÍSIR
Ritstjórar: Herste	nn Pólsson, Gunnar	G  Schram.
Ritstjórnarskrifstofur: Laugavegi 27		Auglýsingar
og afgreiðsla: Ir	gólfsstrœtl 3.  A«kri	ftargjald er
*    krónur 30,00 ó	mónuSi   -  f  lausasölu  krónur	
3,00 eintakið  -	Siml HÓ60 (5 línur). - Félag*	
prentsmiðjan h.f.	Steindórsprent h.l	., Eddc h.t. j
JÚN SIGURDSSON.
Einkis dags á árinu minnast Islendingar á sama
hátt og 17. júní. Að sjálfsögðu eru jólin mikil hátíð
hér, eins og með öðrum kristnum þjóðum, en yfir
þeim er önnur helgi en þjóðhátíðardeginum. Jólin eru
bundin trú á forsjón kristindómsins, en 17. júní er tákn
annarrar trúar, sem Islendingar hafa einnig haft um
aldir — trúarinnar á mátt og megin, að þeir se ekki
síðri en aðrir menn þrátt fyrir alda langa kúgun.
Og þegar hann rennur upp að þessu sinni, gefur
hann tilefni til meiri fagnaðar en jafnan endranær. Is-
lendingar minnast þess, að Jón Sigurðsson var fæddur
þenna dag fyrir 150 árum, og þeir minnast þess einnig,
að sama dag fyrir fimmtíu árum var Háskóli Islands
stofnaður. Vart var hægt að minnast aldarafmælis for-
setans betur en með því að stofna þessa æðstu mennta-
stofnun þjóðarinnar, því að svo margt hafði hann ein-
mitt skrifað um nauðsyn menntunar þjóðarinnar, svo
að hún gæti sótt rétt sinn í hendur yfirþjóðarinnar og
væri fær um að sjá málum sínum borgið, er frelsið hefði
verið endurheimt.
Enn má minnast \>ess, að lýðveldið var stofnað á
Þingvelli við öxará þenna sama dag fyrir 17 árum, og
má segja, þar þar hafi verið náð þeim áfanga, sem Jón
Sigurðsson mundi helzt hafa kosið að sjá þjóð sína ná.
Á þessum degi er jafnan' mikið talað um Jón Sig-
urðsson og er það mjög að vonum. Sem umræðuefni
getur hann líka enzt Islendingum allar aldir, sem þeir
kunna og muna sögu sína og þann mikla og glæsilega
þátt, sem hann átti í skÖpun hennar, þótt mestu sigr-
arnir væru unnir að honum látnum.
Ástæðulaust er að hafa mörg orð um Jón Sigurðs-
son, störf hans fyrir Islendinga og þá miklu skuld, sem
þjóðin mun alltaf standa í við hann. Orð geta heldur
ekki lýst tilfinningum þjóðarinnar eða ást hennar á
Jóni og starfi hans nema að litlu leyti. Orð verða alltaf
lítilfjörleg og fátækleg, þegar nauðyn er að túlka
helgustu tilfinningar á stórum stundum í lífi einstaklinga
og þjóða.
Ást sína á Jóni Sigurðssyni og virðingu fyrir störf-
um hans sýnir þjóðin betur með verkum en orðum.
Hún á að temja sér dyggðir hans og mannkosti —
sannleiksást, einurð, drengskap, elju, baráttugleði.
Þjóð, sem það gerír, verða allir vegir færir, þótt á móti
blási.
Með þeirri von, að þessir kostir verði ríkastir í fari
íslenzkrar þjóðar á komandi tímum, óskar Vísir öllum
landsmönnum
ateaiiea
learar háttoar.
Eiríkur Hreinn Finnbogason:
í dag eru Hðin 150 ár frá
því hinn mikli forvörður í
frelsisbaráttu þessa lands,
Jón Sigurðsson, fæddist. Vér
minnumst luuis með þakk-
læti og virðingu, en þó sjálf-
sagt ekki eins vel og vert er,
því að ómæld eru þau góðu
áhrif, sem hann hefur haft
lífs og liðinn með ævistarfi
sínu og fordæmi á líf ís-
lenzkrar þjóðar, hugsunar-
hátt hennar og skoðanir. Eg
mun hér í fáum orðum
freista þess að rifja upp
nokkur atriði úr ævi hans og
starfi.
Gamall Arnfirðingur, Gísli
G. Ásgeirsson, skrifaði árið
1904 um foreldra og upp-
vaxtarár Jóns Sigurðssonar:
„Foreldrar Jóns forseta
Sigurðssonar voru heiðurs-
hjónin síra Sigurður Jónsson
prófastur  á  Rafnseyri  og
Östervold nr. 8, heimili Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn.
kona hans, maddama Þórdís
Jónsdóttir. Síra Sigurður var
talinn klerkur góður, erfiðis-
maður mikill, og sló hann
jafnan sjálfur á sumrin og
batt heim hey, var sjálfur
formaður fyrir sexræðing, er
hann gjörði út að vorinu,
reri hann oftast á svokölluð-
um Hamri, yztu veiðistöð
norðan fram Arnarfjarðar,
og fór hann þá heim á landi
á laugardögum og messaði
heima hjá sér á Rafnseyri á
sunnudögum.
Síra Sigurður Jónsson
kenndi piltum í heimaskóla
að Rafnseyri á vetrum, sum-
um algjörlega nema þeir
fóru suður til vígslu. Madd-
ama Þórdís var kennari
sjálf fullt eins mikið og pró-
fastur, enda var hún al-
mennt talin betri og færari
kennari en prófastur, og
hafi þó prófastur verið góð-
ur-----Enda hafa allir, sem
þekktu hana talið hana
framúrskarandi gáfu- og
hæfileikakonu ....
Þau síra Sigurður og Þór-
dís er sagt að hafi verið bú-
in að vera í hjónabandi
lengi, frá 8—10 árum þá Jón
fæddist og hafi haldið sig
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16