Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 9

Vísir - 23.06.1961, Blaðsíða 9
Föstudagur 23. júní 1961 VlSIR 9 I gær voru liðin 20 ár frá því að herskarar Hitlers ruddust inn í Rússland, og í dag 23. júní eru 149 ár frá því að Napoleon hóf innrás sína í sama land. Byltingarkenndar breyt- ingar höfðu orðið á allri tækni á þeim 129 árum, sem liðu milli innrásanna. Napó- leon beitti riddurum sínum, þegar mikið lá við, en Hitler tefldi fram skriðdrekum. Þegar vel miðaði, komust hersveitir Napóleons 5 km. á klukkustund, en bryn- drekar Hitlers fóru með 50 km. hraða og yfir þeim voru til verndar orustuflug- vélar, sem náðu næstum 500 km. hraða á klst. Þrátt fyrir þessar breyt- ingar, var eitt þó sameigin- legt með stjórnendum innrás anna — hin sálræna af^taða. Báðir vildu koma Bretum á kné, en treystu sér ekki til við þá, meðan Rússland var stórveldi á meginlandinu og gat lagt rýtingi í bak þeim. Þess vegna varð að sigrast fyrst á Rússum, áður en hægt var að koma Bretum á kné. Viðskipti við Breta bönnuð. Eftir marga glæsilega sigra 1805 og 1806 hafði Napóleón tekizt — með ýmsum ráðum og freisting- um — að fá Alexander Rússakeisara til að snúa baki við bandamönnum sín- um, Englendingum og Prúss- um, og taka þátt í „megin- landskerfinu“, sem hann, sigurvegarinn, var að koma á laggir. Prússar stóðu þá einir gegn Napóleon og réðu ekki við neitt, en Napóleon gat nokkurn veginn hindrað öll viðskipti Englendinga við meginlandsríkin. En þetta hafði í för með sér margvíslega efnahags- örðugleika fyrir Rússa, svo að Alexander ákvað að slaka á hömlunum gegn innflutn- ingi brezks varnings. Hann vildi standa með Napóleon til að neyða Breta til að semja frið, og girða þá fyrir sameiginlegt hrun, sem ella virtist óumflýjanlegt. Hann vildi ekki leggja efnahag þjóðarinnar í rústir með því að berjast til að knýja fram frið. Og hann var jafn tor- trygginn gagnvart einlæg- um friðarvonum Napóleons og Bretar. Þráði frið — naut stríðs. Annars er öldungis óvíst, að Napólon hafi sjálfur vit- að, hvað hann vildi. Eðli hans var svo klofið — eins og oft vill til um „menn for- laganna", sem alltaf hafa verið mestu bölvaldar mann- kyns. Hann þráði frið en naut þess að vera í stríði — og frið vildi hann ékki semja nema með sínum eigin skil- yrðum. Þegar Rússakeisari reyndi að létta hömlunum af þjóð sinni að nokkru, taldi Napó- leon það hið versta tilræði an tveggja mánaða verða Rússar farnir að biðja um frið.“ Rússar voru horfnir. Þegar Napóleon sótti frá Napóleon hafði ætlazt til þess, að hægri fylkingararm- ur undir stjórn Jeromes bróður hans héldi Rússum föstum við Grodno, meðan aðalherinn færi í stóran NAPOLEON’S-' russbw caMmigrí ISX2 SEfr 14 Frcnch cnler Moscow SEpr 7 A BattLe ■foaqht at Boroamo ADVANCE RHTREXt MOSCOWI BORÖDINO Folotík. KOVKO Malo Javoslawit; X-Stadianka ---- 1 \Orcha omwov p fM Vitna SMOLENSK. Min«k (Jrodno /UNE 23 French cross the Niemcn at Kovno • - * Uppdrátturinn sýnir leiðina, sem Napóleon sótti inn í Rússland (óbrotna lína- an), svo og und- anhaldið f r á Moskvu (depla- línan). við stefnu sína og fyrirætl- komust þeir á snoðir um það, að Rússar höfðu yfir- anir. Hann hafði að vísu Kovno um morguninn, varð hann bæði undrandi og von- svikinn, er hann komst að því, að her de Tollys hafði sveig um Vilna og kærrti fjandmanninum í opna skjöldu. En Jerome var seinn á sér og herbragðið veitt nokkrar tilslakanir, sem komu Frökkum vel, en honum kom ekki til hugar að leyfa bandamönnum sín- um hið sama. Hann afréð þess vegna að neyða Rússa til að láta að vilja sínum. Gerði hann það gegn ráðum helztu ráðgjafa sinna og trúnaðarmanna. Innrásin hafin. Um miðjan júní 1812 hafði Napóleon dregið að sér 450.000 manna her — risa- vaxinn her á þeirra tíma mælikvarða — við rúss- nesku landamærin milli Eystrasalts og Pripetfenja. Hann vissi fátt eitt um við- búnað Rússa, en þó var hon- um kunnugt, að framsveitir, um 40.000 menn, voru undir stjórn Barcley de Tollys nærri Vilna, og 33.000 manna her undir stjórn Bag- rations fyrir sunnan Grodno. Auðvelt hlaut að verða að gleypa slíkan smábita. Klukkan tíu að kvöldi 23. júní settu brúasmiðirnir í skyndi brýr yfir Njemen- fljót og innrásin var hafin. Napóleon lék við hvern sinn fingur, og einn nánasti ráðgjafi hans, Caulaincourt, sem fylgdi honum til Moskvu og síðan til Parísar, er hann hafði skilið við leifar hersins, kvað hann hafa sagt, er innrásin hófst: „Inn- látið undan síga. Hann neyddi hersveitir sínar til að ganga svo hratt og lengi, að margir dóu af sólstungu og þreytu. Þúsundir hesta drápust af magaveiki, þar sem þeim var gefinn óþrosk- aður jarðarávöxtur. var óframkvæmanlegt með stórum her, svo að Rússar voru allir á brott, þegar Napóleon kom til Vilna. Reiddist Napóleon þá mjög og álasaði þeim fyrir hug- leysi. Napoleon í Fontainebleau, þegar hann hefir fengið boðin um, að nú sé öllu lokið og hann verði, nauðugur viijugur að fara frá. (Eftir málverki Paul Delaroche). Hann þarfnaðist sigurs - en ffandmaft- urinn hvarf allftaf. Til Moskvu eða St. Pétursborgar. Hann hélt samt áfram að fullyrða, að þeir mundu biðja um frið innan tveggja mánaða, og þegar Napóleon var tilkynnt koma sendi- manns frá Rússakeisara, bjóst hann við, að þar færi friðarboði. En hann færði aðeins bréf, sem krafðist skýringar á framferði Frakka og innrásinni. Stakk hann upp á því, að Napó- leon færi aftur vestur fyrir Njemen, meðan þeir semdu um málin. En við það var auðvitað ekki komandi, og þegar Frakkar sóttu enn lengra, gefið víggirtar herbúðir við Drissa, sem undirbúnar höfðu verið um tveggja ára skeið, og höfðu hörfað um Polotsk til Vitebsk. Sögur herma, að fréttirnar hafi stigið Napólen til höfuðs, því að-hann þóttist sjá fram á, að hann gæti valið um leiðina til St. Pétursborgar eða Moskvu, ef ekki væri beðið um frið. Og enn eru Rússar á brott. Napóleon herti eftirförina, en aftur missti hann af Barclay de Tolly. Davout marskálki, sem tekið hafði við af Jerome, hafði hins- vegar tekizt með hraðgöngu að komast til Mohilev og rjúfa þar með sambandið milli herja Bagrations og Tollys. Napóleon var þá viss um, að hann mundi geta umkringt her Tollys við Vitebsk með því að sækja að honum úr tveim áttum. Allt var búið undir gereyðingar- ásás, en svo kom enn í ljós, að Rússar voru allir á brott — höfðu farið sína leið um nóttina. „Hvergi var nokkra sál að finna, sem sagt gat okk- ur, hvert fjandmaðurinn hefði farið .... Við vorum inni í miðju Rússlandi, og samt vorum við eins og átta- vitalaust skip á reginhafi, því að við vissum ekkert um það, sem gerðist umhverfis okkur,“ skrifaði Caulain- court' Rússneska stjórnin skipaði herjum sínum ekki að berjast til þrautar, held- ur hafði hún fyrirskipað „sviðna jörð“, flutt allt fólk af svæðum þeim, sem inn- rásarherinn fór um og brennt vitsir og byggingar. Frakk- ar náðu ekki einu sinni föng- um, sem gátu sagt þeim, hvert Rússar hefðu farið. Ofurkapp Napólcons hættulegt. Her de Tollys hafði fjög- urra daga forskot, þegar það varð ljóst, að hann hélt til Smolensk — þar sem Ba- gration kom til liðs við hann eftir að hafa tekið á sig krók. Napóleon vildi komast sem fyrst til Smolensk, en vegna Framh. á 10. síðu.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.