Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 8

Tölvumál - 01.01.1978, Blaðsíða 8
8 TÖLVUMÁL Elías Davíösson, kerfisfræöingur: NOKKUR HUGTÖK ER VARÐA SAMNINGAMÁL TÖLVUNOTENDA 1. SAMNINGSAÐILAR Hér á eftir veröur miöað viö þaö, aö aöilar að sölu- og þjón- ustusamningum séu tveir: Seljandi og kaupandi. Sala inni- felur hér bæði beina sölu og leigufyrirkomulag, hún á bæöi viö viðskipti á vélbúnaði svo og á hugbúnaði og þjónustu. 2. SAMNINGSAÐSTAÐA Samningsaöstaöa aöila getur verið misjöfn. Samningsaöstaöa annars aðilans fer m.a. eftir því, hve mikið hann veit um langtíma markmiö hins aðilans, hvé mikla innsýn hann hefur í sölu- eða/og samningstækni mótaöilans, hversu kunnugur hann er málinu sem samið er um, hvort hann hafi aöra raunhæfa kosti en aö samþykkja tillögur mótaöilans, hve mikils stuð- nings hann getur vænst í samningum sínum af hagsmunabræðrum ofl. Öll þessi atriði og fleiri til, ráða samningsaðstöðu aðila. 3. SKILGREININGARVALD Sá aðili, sem leggur fram umræðugrundvöll að samningum, t.d. sinn eigin samningsgrundvöll, hefur í sínum höndum skilgrein- ingarvaldið. Samningsaðstaða þess aðila er talsvert sterkari en aðstaða hins, sem aðeins getur gert athugasemdir við þegar þaulhugsað samningsuppkast. 1 öllum samningum hefur frum- kvöðullinn að samningsgrundvelli skapað sér betri aðstöðu með því einu að orða grundvöllinn, velja uppsetningu þess, úti- loka atriði sem myndu henta illa fyrir hann o.s.frv. 4. HAGSMUNIR í samskiptum seljanda og kaupanda er ætíð mikilvægt, að hags- munir beggja aðila séu réttilega skilgreindir og að hvor aðilinn skynji rétt hagsmuni sína og mótaðilans. Almennt séð, þegar rætt er um kaup og sölu, eru hagsmunir seljanda að selja sem mest magn og fyrir hæsta verð, þannig að hagnaður sé sem mestur. Eðli málsins samkvæmt, reynir seljandi að festa sem fæstar tryggingar í samningum, en kýs fremur að veita óformleg loforð. Kaupandi hins vegar myndi helst kjósa að greiða sem minnst fyrir vöruna og fá sem víðtækastar tryggingar í samningum fyrir vörugæðum, afgreiðslutíma, verði og þjónustu. 5. KOSTIR Sá aðili hefur sterka samningsaðstöðu, sem getur hafnað tillögum mótaðilans, sér að skaðlausu. Kaupandi, sem getur valið milli nokkurra jafnhagstæðra kosta án þess aö þurfa aö bera umtals- veröan skaÖa þótt ákveönum kosti sé hafnaö, hefur með því móti tryggt sér bætta samningsaðstöðu. 6. SAMSTAÐA Seljandi sem hefur yfirsýn yfir stöðu, markmið og fjárhagsmál kaupenda sinna, hefur talsvert sterkari samningsaðstöðu en

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.