Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 6

Tölvumál - 01.12.1985, Blaðsíða 6
6 TÖLVUVffiDD FRAMLEIÐSLUSTJÓRNUN með frystihús sem dæmi Tölvunotkun við framleiðslueftirlit og -stjðrnun er á byrjunarstigi hér á landi. Þekktustu dæmin eru líklega vogakerfin frá Marel og Polnum, þar sem tölvuvogir safna upplýsingum til safnstöðva um gang framleiðsl- unnar (afköst, nýtingu o.fl.) frá öllum stigum framleiðsluferlisins. Ennfremur eru nokkur iðnfyrirtæki nýlega byrjuð að nota svonefnd MRP (Material Requirements Planning) kerfi, en þau byggja á því að gerð er framleiðsluáætlun og efnislistar notaðir til að finna hráefnaþarfir. Með hjálp birgðaskrár er svo hægt að reikna öt hvort og hvenær þarf að panta hráefni. MRP-kerfin henta víða þar sem framleiðsluferlið erl "samleitið" (margir mismunandi hlutir verða að einni afurð). Hér verður hins vegar fjallað um "sundurleitið" framleiðsluferli (eitt hráefni getur orðið að mörgum mismunandi afurðum). REIKNILÍKÖN Hér verður gerður greinarmunur á tölvunotkun við framleiðslueftirlit og framleiðslustjórnun. Hið fyrrnefnda felur fyrst og fremst I sér skráningu, söfnun og framsetningu gagna, sem nota má svo m.a. til stjórnunar. Með tölvunotkun við framleiðslustjórnun er (auk þessa) átt við að ákveðin urvinnsla gagna eigi sér stað til að framkalla samandregnar upplýsingar og ákvörðunargrundvöll fyrir stjðrnandann. Þar koma reiknilíkön og aðrar aðferðir aðgerðarannsókna víða við sögu. Nefna má nokkur dæmi: - Spálíkön fyrir söluáætlanir í - Otreikningar við birgðastýringu (hagkvæmasta innkaupa- magn, lotustærðir, öryggisbirgðir o.fl.). - Verkáætlanagerð, niðurröðun verka o.þ.h. - Skipulag flutninga og vörudreifingar - Hermilíkön af framleiðsluferlum - Biðraðavandamál af ýmsu tagi Þá er ónefnd sö aðferð, sem mest hefur verið notuð (erlendis) við skipulagningu framleiðslu, en það er línuleg bestun. Meðal viðfangsefna, sem oft eru leyst með henni, eru:

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.