Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 10

Tölvumál - 01.11.1986, Blaðsíða 10
ATHYGLISVERÐ FYRIRTÆKI Tvö skandinavísk tölvufyrirtæki hafa vakið nokkra athygli á liðnu ári. Annað þessara fyrirtækja er sæmilega þekkt hér á landi þó að fáar tölvur frá þvi hafi verið seldar. Hér er átt við NorskDATA, sem eins og nafnið bendir til er norskt fyrir- tæki. Árið 1985 nam sala NorskDATA 8,7 miljörðum islenskra krónur. Ágóði fyrirtækisins var þá 1650 miljónir krónur. NorskDATA er talið eitt athyglisverðasta tölvufyrirtæki i Evrópu. Það veitir bæði IBM og Digital Equipment harða samkeppni i Vestur Evrópu. NorskDATA leggur enga áherslu á að ná fótfestu á tölvumarkaði i Bandarikjunum heldur einbeitir sér að þeim markaði sem nær liggur. Eftir að samkomulag náðist við franska fyrirtækið Metro, sem selur norsku tölvurnar undir eigin vörumerki er reiknað með að NorskData nái enn betri fótfestu á Evrópumarkaðinum. Til marks um mikla og örugga þenslu Norsk Data er nefnt að það ráði árlega til vinnu fleiri verkfræðinga en útskrifast úr norskum háskólum. Hitt fyrirtækið er sænskt og nefnist Datatronic. Fyrir hálfu öðru ári keypti sænska fyrirtækið Victor Tecnologies i Kaliforniu og komst þá á siður heimsblaðanna. Stjórnarformaður Datatronics Mats Gabrielsson lét allar hrakspár sem vind um eyru þj óta. Á siðasta ársfjórðungi 1985 seldi Datatronic 25 þúsund IBM-PC likar tölvur i Evrópu. Þessu fylgdi fyrirtækið eftir með markaðssókn fyrir seguldiska. Heildarvelta Datatronics 1985 var 3,6 miljarðar islenskra króna og hagnaður var 200 miljón krónur. Danielsson reiknar með að velta fyrirtækisins tvöfaldist á þessu ári. Bæði þessi norrænu fyrirtæki eru mjög stór á okkar mælikvarða. Á hinn bóginn er fjallað um þau og önnur fyrirtæki af svipaðri stærð, sem smáfyrirtæki i bandariska timaritinu Business Week, þaðan sem þessar upplýsingar eru fengnar. -si. 10

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.