Vísir - 05.05.1962, Blaðsíða 8

Vísir - 05.05.1962, Blaðsíða 8
8 VlSIR Laugardagur 5. maí 1962. 1 Útgefandi Blaðaútgáfan VI'SIR Ritstjórar: Hersteinn Pálsson. Gunnar G. Schram. Aðstoðarritstjóri Axel Thorsteinsson. Fréttastjóri Þorsteinn Ó. Thorarensen Ritstjórnarskrifstofur Laugavegi 178. Auglýsingar og afgreiðsla Ingólfsstræti 3. Áskriftargjald er 45 krónur á mánuði. í iausasölu 3 kr. eint. — Sími 11660 (5 línur). Prentsmiðja Vísis. — Edda h.f. Kaþólskari en páfinn Margir héldu, að formannaskiptin í Framsóknar- flokknum táknuðu nokkra stefnubreytingu hjá hon- um. Það er á allra vitorði, að mikill fjöldi flokksmanna er sárgramur yfir þeirri takmarkalausu þjónkun við kommúnista, sem hefir einkennt allt starf og stefnu flokksins á undanfömum árum eða næstum undan- farinn áratug. Þessir óánægðu Framsóknarmenn munu hafa gert sér nokkrar vonir um, að fráför Hermanns Jónassonar mundi tákna, að flokkurinn mundi reyna að gerast öllu þjóðlegri í starfi sínu - foringjunum væri farið að skiljast, að þeir gætu ekki haldið áfram, að reka erindi Moskvumanna í íslenzkum þjóðmálum. Nú um mánaðamótin kom það hinsvegar svo greinilega í ljós, sem verða má, að foringjar Fram- sóknarflokksins hafa ekkert lært og engu gleymt. Nú er svo komið, að Tíminn er orðinn rauðari í skoðunum en sjálfur Þjóðviljinn, og hefir þess þó ekki orðið vart, að Moskvumálgagnið væri nokkuð að slá af stuðn- ingi sínum við húsbændurna austur í Kreml. Þann fyrsta maí þótti ekkert annað koma að gagni hjá Tím- anum en að hann væri með alrauða forsíðu, og þar voru prentuð upp helztu slagorð kommúnista í baráttu þeirra gegn viðreisnarstefnu ríkisstjórnarinnar. En það var þó ekki nóg, því að jafnskjótt og Tíminn kom út aftur eftir hátíðisdag verkalýðsins, var hann látinn birta áróðursræður kommúnista, sem fluttar höfðu verið á útifundi þeirra á þriðjudaginn. En Tímanum fannst ekki nóg að gert með þessu. Hann taldi ekki, að hann hefði fært' kommúnistum nægar sönnur á vilja sinn til undirgefni og þjónustu, þótt hann hefði staðið sig vel í sambandi við 1. maí. Meira varð að koma til, og ekki stóð á, að Tíminn fyndi tilvalið efni. Hann varð þess áskynja, að Titov, geimfarinn rússneski, hafði ekki komið við hér á landi á leiðinni vestur um haf. Blaðið er stórhneykslað á þessu, en Þjóðviljinn nefndi þetta ekki einu orði. Sann- leikurinn er vitanlega sá, að flugvél Titovs hefði feng- ið að lenda hér, ef þess hefði verið óskað — og líklega vissi Tíminn það. Það er ósennilegt, að óbreyttir Framsóknarmenn fagni því, er ritstjórar Tímans gerast kaþólskari en páfinn, en kommúnistar kunna þeim mun betur að meta þessa viðleitni. Hættulegt í kosningum Ritstjórar Tímans virðast hafa gleymt því, að kosn- ingar fara fram eftir þrjár vikur, og munu þá ýmsir hugsa sig um tvisvar, er hefðu ella kosið Framsókn, að kasta atkvæði sínu á þenna kommúnistalista. En andstæðingar Framsóknar þakka kærlega fyrir, að Tíminn skuli hafa óvart komið svo rækilega upp um hinn sanna anda Framsóknarflokksins. ÍSLENZKI RÚNA Um rúnasteininn frá Norður- setu hefur verið meira skráð og skrafað en um nokkurn annan rúnafund fyrr eða síðar. Og alltaf er hann mönnum ráðgáta. Mörg hundruð ritgerða, blaða- greina og bæklinga hafa æxlast af hans uppruna, skráðar á mörgum tungumálum, en þó einna minnst á íslenzku. Það munar því ekki miklu, þótt enn- þá einu sinni sé á hann minnst og það á íslenzku máli af ís- lendingi, því fslenzk er áletrun- in á steininum — það verður aldrei af honum skafið. Grænland byggðist af íslandi (Vestfirðingafjórðungi), sem ný- lenda, á síc ,tu árum 10. aldar, löngu eftir að heimalandið sjálft var fullnumið og fullbyggt. Og það var af allri nauðsyn að ÍG'rænland byggðist af íslandi. Þá hafði um nær tvo áratugi gengið yfir landið fádæma hörk ur og hallæri, er fornir annálar nefna: „óöld í heiðni“ Þá gekk meira hallæri yfir ísland en nokkru sinni síðar og hefur þó oft syrt í álinn. Kom þá til mála í fyllstu alvöru, að minnsta kosti í sumum landshlutum, að fækka af fóðrum þurfafólki og gamalmennum í svipuðu sjón- armiði og búfé þegar of margt er á sett. í RÚSTUM VÖRÐU Rúnasteinn sá, er hér ræðir um, fannst í rústum hruninnar vörðu í 350 metra hæð yfir sjó á efsta tindi lítillar óbyggilegr- ar hrjóstureyjar er Kingigtor- suaq nefnist á máli eskimóa. Eyja þessi rís upp úr Bafflnsflóa norðantil, nálægt 73. gráðu norðurbreiddar, röskum þrem dönskum mílum (22,3 km.) norðan við eyna Upernivik í „óbyggðum” norð-vestur Græn- lands. Fyrir 138 árum, sumarið 1824, um mánaðamótin júní og júlí, um það er ísa var að leysa af Baffínsflóa, var eskimói nokk ur, Pelinut að nafni, á húðkeip sínum þarna á flóanum og var að svipast um eftir hvalveiða- skipi, sem hann átti von á að komið væri á flóann um þetta leyti árs, með þvi hann var vit- laus orðinn af tóbaksleysi. Þótti honum því ráðlegast að lenda við þessa háu ey og klifra upp á hana til að hafa betri útsýn yfir sæinn til að sjá skipið. Hann lét sig þvl hafa það að kjaga upp snarbrattar skriðurnar allt til efstu eggja, sennilega klof- stuttur og latur líka, en hann er harður sá sem eftir rekur, ef tóbak og brennivín er annars- vegar. HANN SÉR TVENNT SAMTÍMIS Og þ;, sem eskimóinn Pelinut stóð á efstu gnýpu þessarar eyar og naut hins ákjósanleg- asta útsýnis til hafs og lands, um eyjar og sker, ísrek og strauma, sló hann tvær flugur í einu höggi: Leit hið langþráða hvalveiða - tóbaks - björgunar- skip í fjarska og fann Kingig- torsuaq rúnasteininn — fræg- asta rúnastein veraldarinnar — við fætur sér. Steinninn sjálfur er smár, um 10 cm. á lengd og 4 cm. á breidd, má því fremur kallast helluflaga en steinn. Á honum eru þessar rúnalínur (sjá mynd): Pelinut hirti steininn og hugði gott til að skipta á honum sem góðum gjaldeyri fyrir tóbak. Eskimóinn skellti nú á skeið að komast sem fyrst í hvalfang- arann. Þar falbauð hann steininn til kaups gegi. tóbaki, en hval- veiðimenn hlógu bara og hædd- ust að honum og vildu ekkert með steininn hafa, eða fyrir hann gefa — ekki svo mikið sem eitt tóbaksblað. Líklega hafa þó hvalveiði- menn eitthvað liðsinnt eskimó- anum með tóbak. En Pelinut varðveitti rúnasteininn og gætti hans vel og kom honum síðar á framfæri. Er það honum til ævarandi sóma. EINOKUNIN ÞOKAST NORÐUR Konunglega danska Græn- landsstjórnin var um þessar mundir að færa útibú einokun- arverzlunar sinnar norður á bóginn. Og þetta sama sumar kom með siglingunni þangað norður danskur trúboði, lautin- ant Kragh ásamt tóbaki og brennivíni og annari nauðsynja- vöru. Stóðst það alveg á end- um, að um leið og Kragh trú- boði opnaði munn sinn til að boða heiðingjum fagnaðarer- indið, var Pelinut eskimói þang- að kominn með rúnasteininn, er hann afhenti trúboðanum gegn einhverri umbun síðar. Þekkti Kragh strax, að hér var um nor- rænar rúnir að ræða, varðveitti steininn vandlega og fór með hann til Kaupmannahafnar um haustið. Rúnasteinninn fannst. eins og áður er sagt, sumarið 1824 og strax næsta sumar er Kragh trú- boði sendur af dönsku stjórninni á nýjan leik til Grænlands í „trúboðs“-erindum. Var hon- um meðal annars falið að rann- saka rúnasteinsmálið nánar, einkum þó fundarstaðinn sjálf- an og nágrenni hans, þv£ mál- fræðingurinn mikli Rasmus Kristján Rask, hafði þá ráðið aðalefni rúnanna ásamt Finni Magnússyni, leyndarskjalaverði konungs, en Finnur var einnig mikill fræðimaður og rúnakönn- uður. RÆTT A NÝ VIÐ PELINUT Skal hér tilfærð eiginfrásögn Kraghs trúboða 1 Islenzkri þýð- ingu: „Við innsiglinguna til Uperni- vik 5ta ágúst 1825, eftir að nokkrir kajakar voru komnir þangað fram til móts við okkur, sá ég meðal þeirra eskimóann Pelinut, sem í fyrra fann rúna- steininn á Kingigtorsuaqeynni, sem er í meira en þriggja mílna fjarlægð norður frá Upernivik. Finnandi rúnasteinsins, eski- móinn Pelinut lýsti þessari eyju, Kingigtorsuaq, á þann veg, að hún væri nakin og ber, án jarð- vegs og gróðurs, en mjög brött og há, svo varla hafa þeir gömlu norðmenn haft þar aðsetur lengi Þar efst upp á hæsta kolli eyj- arinnar eru þrjár hrundar vörð- ur eða grjótþústir. 1 útjaðri þeirrar stærstu kvaðst Pelinut hafa fundið rúnasteininn. — — Þann 11. ágúst var stillt og bjart veður, samdi ég þá við áðurnefndan finnanda rúna- steinsins, að fylgja mér á fund- arstaðinn, norður til Kingigtor- suaq-eyjar. Auk hans leigði ég þrjá aðra innfædda sem róðrar- menn þangað norður og kostaði ferðin mig samtals 3 ríkisdali og 15 skildinga. „ÍSLENDINGUR“ í FERÐINNI Klukkan 10 árdegis lögðum vér af stað. íslendingurinn hr. Stephensen verzlunarstjóri slóst með í förina, því hann fýsti mjög að líta minjar eða vegsum- mrki eftir sína fornu og horfnu landa“. — — — (Ég vil skjóta því hér inn, að þessi „Islendingur", sem Kragh trúboði nefnir, hét að fomafni Claudius Andreas og getur vart óíslenzkari nöfn. Aðeins Step- hansens nafnið eitt bendir til að hann geti hafa verið af íslenzk- um ættum. Hans er getið við Grænlandsverzlunna á þessum árum, er hvergi minnst á ætt hans eða uppruna, fyrst sem „assistent" við Ritenbenk 1821 Grein eftir Jochum Eggertsson Kveðjan frá Kingigtorsuaq

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.