Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 15

Tölvumál - 01.06.1989, Blaðsíða 15
Tölvumál júní 1989 Hé r á eftir verður fjallað í stuttu máli um gagnasamskipti milli tölva, "EDI", og síðan verður því stuttlega lýst, hvemig gagnasamskipti era framkvæmd. Skoðuð er þróun þessara mála hér og erlendis og kostum og göllum þessarar tækni lýst. Skilgreining EDI er sending á ákveðnum (stöðluðum) viðskiptaupplýsingum á milli tölva viðskiptaaðila. Úttak frá tölvu eins aðila fer rakleiðis inn í tölvu hins, þ.e. notendaforrit talar við annað notendaforrit. Viðskipta- aðilar geta t.d. verið flutningsaðilar, bankar og opinberir aðilar. Þessi samskipti geta verið ígildi skriflegs samnings á pappír. Með EDI geta fyrirtæki fengið upp- lýsingar úr tölvum viðskiptaaðila síns eða opinberra aðila og sent þangað skilaboð og upplýsingar. Þessar upplýsingar gætu t.d. verið skylduskil á skýrslum til hins opin- bera, s.s. skil á söluskatti eða upplýsingar til h'feyrissjóða. Saga Uppruna EDI má rekja að nokkra leyti til vinnu sem framkvæmd var á árunum 1950-1960 við samræmingu á skjölum. Þegar tölvunet komu til sögunnar fóra menn að sjá möguleika á því að senda viðskiptaupplýsingar á milli tölva. Upp úr 1970 fóra fyrstu EDI verkefnin í gang. í dag era stærstu EDI kerfin innanhússkerfi stórra alþjóðafyrirtækja. Hér á landi eru Flugleiðir þátttakendur í EDI samstarfi erlendra flugfélaga (SITA) og bankamir áforma að taka upp SWIFT kerfíð, sem er alþjóðlegt net yfir 2000 bankastofnana. Hvernig er EDI notað? Þau fyrirtæki sem ætla að taka upp EDI samskipti þurfa að huga að eftirfarandi: • Gera þarf samning um lagaleg atriði framkvæmdarinnar • Fyrirtækið þarf að útvega sér viðeigandi hug- og vélbúnað • Gera þarf ráðstafanir til þess að EDI komist í vinnugang fyrir- tækisins. Hagræðing innanhúss á vinnugangi og öllum boðleiðum sem snerta þessi mál er mikilvæg. Hafa þarf samráð við alla starfsmenn og deildir í fyrirtækinu sem þessi mál snerta. Einnig er nauðsynlegt að utanhússaðilar, s.s. skatta- og toll- yfirvöld, endurskoðandi og lögfræð- ingur fyrirtækisins, séu hafðir með í ráðum, til þess að fá fulla nýtingu á þessari tækni og komast hjá hugsan- legum vandamálum. Vlnnugangur Mikilvægasta atriðið varðandi hag- nýtingu á EDI er kallað "að loka hringnum". Þar er átt við eftir- leikinn, þegar fyrirtæki hefur tekið upp EDI tækni og búið er að þjálfa starfsfólk, koma upp búnaði og ganga frá tengingum. Þá er nauðsynlegt að samið sé við sem flesta af þeim aðilum sem fyrirtækið hefur viðskipti við og að þeir taki einnig upp EDI. Með því móti gæti megnið af pappírsmeð- höndlun fyrirtækisins útávið verið afgreitt milli tölvukerfa, það er skjalalaus viðskipti við önnur fyrirtæki. Hægt væri t.d. að fá fyrirspumir inn til fyrirtækisins og svara þeim, senda út pantanir, fá reikninga vegna pantana, fá farmskjöl frá flutningsaðilum, senda farmupp- lýsingar til tolls ásamt tollskýrslum, fá tollskýrslur afgreiddar, greiða tollskýrslur og greiða reikninga. Hvað er EDI ? Holberg Másson, framkvæmdastjóri ísnets hf. Grein byggð á erindi sem flutt var á ráðstefnu Skýrslutæknifélags islands, Hótel Sögu 17.maí 1989. Viðskiptaaðilar geta t.d. verið flutningsaðilar, bankar og opinberir aðilar. Þessi samskipti geta verið ígildi skriflegs samnings á pappír. 15

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.