Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 4

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 4
4 V í S I R . MiSvikudagur 24. október 1962. X- ./ Fyrir nokkrum dögum komu út á plötum og nót- um tvö ný lög eftir Sig- fús Halldórsson, hinn fjö! hæfa listamann. Er ann- að í kvikmyndinni „79 af stöðinni“ og heitir Vegir til allra átta, við samnefnt Ijóð Indriða G. Þorsteins- sonar, en hitt er Lítill fugl við ljóð Arnar Arnar- sonar. Tíðindamaður VIsis hitti Sigfús á förnum vegi fyrir skemmstu og leiddi hann á eintal, því að hann er alltaf hress og kátur. „Ég sá, að Vísir var að rugla þér saman við hann Skúla Hall- dórsson í sambandi við lagið þitt í „79 af stöðinni" — hann var sagður höfundur þess en ekki þú. „Já, það er nokkuð algengt, að okkur sé ruglað saman, en ég held satt að segja, að hvorugur móðgist af því, enda erum við bræður I listinni, eins og þú veizt“. Meinleg prentvilla. Sigfús var að handleika nýjustu lagaútgáfuna, þegar ljósmyndari Vísis smellti mynd af honum. en ferillinn á þessu sviði varð ekki svo langur, að það tæki því að minnast hans, þegar 25 ár voru liðin frá upphafi hans“. „Litla flugan“ hæfði í mark. „Segðu mér nú, hvaða lag þitt hefur orðið vinsælast“. „Því er fljótsvarað, því að Litla flugan er I fyrsta sæti þar, og kemst ekkert annað lag mitt í námunda yið hana að þessu leyti. Vinsældir hennar urðu svo fljót- ar og miklar, að hún er eina lag- ið, sem Bandaríkjamenn mundu kalla „hit“ — hún hæfði í mark samstundis, var eiginlega orðin almannaeign daginn eftir að hún heyrðist fyrst opinberlega". „Já, og hún hefur orðið vinsæl víðar en hér“. „Já, lagið barst fljótega til Norðurlanda, og varð mjög vin- sælt þar hvarvetna — þó hef ég ekki haft spurnir af því, hvort það hafi komizt til Finnlands, en í hinum var það mikið Ieikið. Urti einn mann veit ég, sem fékk sjúss út á Fluguna. Það var Birg- ir Halldórsson söngvari, sem var þá staddur í Hollandi. Hann kom á skemmtistað, þar sem lagið var leikið og sungið, og á eftir hitti hann manninn, sem stjórnaði 'sks meira að segja sjúss út á Flug- una í Atlantic Palace í Kaup- mannahöfn. Þar lék kona nokkur Fluguna, þegar ég var þar stadd- ur, og á eftir var henni sagt, að höfundurinn væri meðal áheyr- enda. Hún bauð mér bak við sviðið, og þar kom hún með hressingu“. „Hvar og hvernig varð Flugan til?“ „Þannig vildi til, að ég var á Reykhólum í Barðastrandarsýslu um tíma árið 1953, bjó þar hjá vini mínum, séra Þórarni Þór, sem er enn prestur þar og pró- fastur. Þarna var lítið hægt að hafa fyrir stafni, en svo gerði ég uppgötvun, sem mér þótti harla skemmtileg og góð. Ég varð þess áskynja, að á staðnum var til píanó, eign Sigurðar Eliassonar, tilraunastjóra þar á Reykhólum. Þú ferð nærri um, að ég kom oft við píanóið það, þegar maður var ekki að rabba um heima og geima. Og einu sinni, þegar við vorum einmitt í sem heimspeki- legustum hugleiðingum, ræddum við um það, hvernig hægt væri að sigrast á leiða, er vill Ieita á menn á afskekktum stöðum, sem verða að búa við lélegar og stop ular samgöngur að vetrarlagi — eins og til dæmis Reykhólar. „Rétt er það, en segðu mér, áð ur en lengra er haldið — eru bæði þessi nýju lög þin i kvik- myndinni?" „Nei, og það var ágætt, að þú skyldir spyrja um þetta. Ég hef nefnilega orðið þess var, að sum- ir halda einmitt, að þau séu þar Það lyftir sálinni jsiiöiioiii isjiuaa vöijísi að syngja við hljóðfærið44 bæði. Sannleikurinn er sá, að Litli fuglinn var settur á plötuna með Vegir liggja til allra átta, til þess að platan yrði ekki auð öðrum megin. Þú skilur, að það verður að vera jafnvægi víðar en í byggð landsins, sem svo margir tala um. En það urðu dálitið leiðinleg mistök í sambandi við Litla fugl- inn. Það stendur nefnilega á plöt- unni, að það ljóð sé eftir Indriða eins og hitt ljóðið, en það er auðvitað misskilningur — ! -ð er eftir Örn Arnarson, hinn látna snilling. Þetta er mjög leiðinleg prentvilla, sem ekki varð vart fyrr en um seinan — en ég þarf víst ekki að skýra slíkt fyrirbæri fyrir blaðamanni. Engir þekkja prentvillurnar betur en þið ... En meðal annarra orða — gjarnan máttu segja frá þvi, að Vegir liggja til allra átta er upp- haflega samið sem tango, en leik- stjórinn danski vildi fá það í rokkstíl, og þvl er það þannig á plötunni, en nóturnar eru með tangótakt. Og þú verður líka að geta þess, að Jón Sigurðsson út- færði þetta lag með miklum á- gætum“. „Ég var annars að lesa í Vísi í gær, að tónlistin 1 „79 af stöð- inni“ væri eftir Jón Sigurðsson. Hvað segir þú um það?“ „Ég veit ekki betur en að uppistaða tónlistarinnar í mynd- inni sé margnefnt lag eftir mig, Vegir liggja til allra átta, og ég fæ ekki séð, að neinn maður geti eignað sér það í alvöru. En þetta er of Iítilfjörlegt mál til að fjarg- viðrast út af því.“ Fyrsta lag fyrir 25 árum. „Jæja, sleppum þessu, Skúla líka og öllum ruglingi á ykkur. Hvenær kom þitt fyrsta lag út?“ „Það er nú bara hvorki meira né minna en 25 ár, lagsmaður, því að árið 1937 kom út eftir mig tango, sem heitir „Við eig- um samleið", og hann varð bara vinsæll — og var þó ekki um hljómplötuframleiðslu að ræða í þann tíð, til að auka hróður manns. En ég var búinn að gera ýmis lög áður, og þau lék ég oft í samkvæmum og á skemmtun- um, þar sem ég var fenginn til að leika á píanó og syngja með, ef svo bar undir. Þannig kom ég i rauninni fyrst fram á- skemmtanasviðinu". „Nú, hvað er þetta, maður, þarna er stórafmæli, sem þú hef ur haldið leyndu fyrir aðdáend- um þinum?“ „Já, og heyrðu, ég held, að við ættum að halda því leyndu áfram, því að þótt fyrsta lagið kæmi þá út, var það bara eins og varða við veginn, að vísu mikilvæg varða, en — nei ,við skulum biða, þar til ég verð fimmtugur, með að tala um af- mæli!“ Hljóp í skarðið í leiklistinni. „Annars var einhver að hvísla því að mér um daginn, að þú hefðir um tíma lagt lagt þitt við gyðju leikalistarinnar eins og málaralistar og tónlistar?" „Já, satt er það, ég kom fram í leikriti árið 1934 eða 1935. Það var „Æska og ástir", sem Soffía heitin Guðlaugsdóttir setti á svið og þar söng ég I fyrsta skipti opinberlega. Þá söng ég lag, sem byrjaði svona: Sæt er ástin, satt er það, sérstaklega fyrst í stað ... Nei, nafn höfundar man ég ekki, og vona ég, að hann móðg- ist ekki, ef hann skyldi sjá þetta haft eftir mér. Jú, vissulega var maður dálítið taugaóstyrkur, en allt fór vel um síðir, og það var vitanlega fyrir mestu“. „Og þá hefur þú vafalaust komizt i blöðin í fyrsta sinn?“ „Já, og ég man einkum eftir því, að Nýja dagblaðið átti við- tal við frú Soffiu, áður en leikn- um var hleypt af stokkunum, og þar sagði hún frá litla drengnum, sem mundi leika með. Ég var fjórtán eða fimmtán ára þá, og þetta var víst stærsta barnahlut- verk, sem þá hafði verið leikið hér. En það hafði alls ekki verið ætlunin, að ég léki þama með. Ég hljóp í skarðið fyrir þann, sem átti að hafa hlutverkið á hendi — hann varð veikur. Ó-já, hljómsveitinni. Þegar Birgir sagði honum, að hann þekkti sjálft tón skáldið, varð maðurinn svo hrif- inn, að hann vildi endilega gefa Birgi sjúss fyrir“. Og sjálfur fékk hann líka sjúss. „En þú, sjálfur höfundurinn — ★ Rabbað v/ð ★ Sigfús Hall- ★ dórsson, tón ★ skáld m.m. hefur þú aldrei fengið deigan dropa út á þetta lag þitt?“ „Jú, ef vandlega er rifjað upp, þá kemur víst fyrir tár og tár í því sambandi — en allt i hófi, vitanlega. Einu sinni fékk ég Þar vestra fæddist Flugan. Vitanlega höfðu menn ýmis ráð á takteinum, og Sigurður sagði þá frá því, að einu sínni hefði hann verið daufur í dálk- inn, og hann hefði þá farið upp i fjall fyrir ofan Reykhóla, og þar orti hann Fluguna. Og svo brá við, þegar hann hafði lokið því, að honum hafði létt, hann hafði hrundið af sér öllum leið- indum. Ég spurði hann svo, hvort ég mætti ekki eiga vísurnar til að reyna að setja saman lag utan um þær, og hann kvað það velkomið. Og Iagið kom eigin- lega á stundinni". „Flagan hefur þá væntanlega verið sungin fyrst þarna fyrir vestan — á fæðingarstaðnum?“ „Já, því máttu trúa — hún var sungin fram og aftur og út á hlið, liggur mér við að segja, og ég vænti þess, að hún hafi svipt einhverjum skammdegis- drunga á brott. Aðeins einu mun hafa verið sleppt — að færa fteð inguna í kirkjubækurnar hjá vini mínum, en það verður að hafa það!“ Og hvernig varð nafnið til? „Og nafngiftin hefur heldur ekki valdið neinum örðugleik- Framhald á bls. 13.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.