Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 6

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 6
V1SIR . Miðvikudagur 24. október 1962. VINNA UPP VERÐIDMED SA UMASKAPÁ HEIMILID Þann 25. þessa mánað- ar verður dregið í áskrif- endahappdrætti Vísis. Er vinningurinn að þessu sinni Elna Supermatic saumavél. Vélar þessar eru hinir mestu kostagrip ir, enda hafa þær selzt í þúsundatali hér á landi, á undanförnum árum. Nú síðast seldust þúsund vél ar á rúmu ári, eftir að inn flutningur á þeim var gef- inn frjáls. Það er ekki lítið happ að hreppa slíka vél í ókeypis uppbót á áskrift ina, þar sem vélin kostar 9500 krónur og er hægt að nota hana til ótrúlega margra hluta. Við hittum að máli Birgi Magnússon, sem sér um sölu og kynningu á Elna vélunum fyrir Heildverzlun Árna Jónssonar, sem hefur umboð fyrir þessar vélar. Við spyrjum hann fyrst hvaða hluti sé hægt að gera með þessum vélum. Stoppa í göt og festa á tölur. — Þessar vélar geta að sjálf- sögðu gert allan venjulegan saum. Þá geta þær einnig stoppað í göt, fest á tölur, búið til hnappagöt, bæði venjuleg og svokölluð automatisk hnappagöt. Þær hafa svokallaða automatiska færslu fyrir efnið, þegar verið er að sauma skrautstopp, og gerir þeim meðal annars fært að sauma þrenns konar húllsaum. — Hvernig er farið að því að sauma skrautsaum? — Þegar saumaður er skraut- saumur, eru notaðar sérstakar skífur. Þarf ekki nema eitt hand- bragð til að setja skífuna á vélina og þá er munstrið komið í hana. Það er hægt að búa til skífur fyrir öll munstur, sem hægt er að hugsa upp. Við fáum alltaf á hverju ári nýjar skífur. Þetta er ólíkt þeim vélum, sem hafa inn- byggð munstur. Það er ekki hægt að bæta munstrum við, þegar þau eru innbyggð. Einfaldar og öruggar. — Er ekki flókið að nota þess- ar vélar? — Það er eins einfalt og það getur verið. Til að sauma skrautsaum eru aðeins tveir stillar, fyrir spor breidd og sporlengd. — Er mikið um bilanir? — Það er mjög lítið um það. Raunar má segja að það komi varla fyrir að véi bili. Það sem helzt er að, er það að fólk notar þær ekki alltaf rétt. Sérstaklega ber á þessu hjá þeim sem ekki hafa fengið kennslu í byrjun. Ann 100 þús. skipulagðir ný-nazistar starfa Vel skipulögð nazistahreyfing nær nú um allan heim, að því er fullyrt var i s. 1. viku á heimsþingi Gyðinga, sem haldið var I New York. Gyðingar hafa aflað upplýsinga um starfsemi nazista í 64 löndun- í öllum álfum heims, og það eru niðurstöður þeirra rannsókna, sem látnar voru uppi á ofangreindu þingi. Ennfremur var því slegið föstu, að hreyfing nazista efni til tveggja eða' þriggja alþjóðaþinga á ári hverju og hafi hið síðasta verið haldið I marzmánuði á þessu ári í Feneyjum, en þátttakendur voru meðal annars frá Bretlandi, Itallu, Vestur-Þýzkalandi og Belgíu. Eitt helzta verk þingsins var að koma á samvinnu eða skrifstofu fyrir alla nazistaflokka Evrópu. Samkvæmt upplýsingum Gyðinga eru um 100,000 manns I samtökum nazista, sem gefa út um 50 tfmarit af ýmsu tagi, en fyrst og fremst er um æsingarit að ræða. Loks þótt- ust Gyðingar hafa sannanir fyrir því, að samvinna væri á komin með nazistum í Argentínu, Ástralíu Austurríki, Bandaríkjunum, Belgíu, Danmörku, Finnlandi, Frakklandi, Hollandi, írlandi, Italíu, Noregi, Portúgal, Spáni, Stóra-Bretlandi, Sviss, Suður-Afríku, Sýrlandi, Tyrk landi og Vestur-Þýzkalandi. ars eru allir varahlutir til f vélarn ar, ef eitthvað bilar. Borgar sig að læra. — Kennið þið fólki á vélarnar? — Við veitum þeim kennslu sem kæra sig um það. Það er mjög áberandi hvað fólk hefur meiri not af vélunum, sem hlotið hefur kennslu. Það borgar sig tví- mælalaust, þar sem það tekur ekki nema 4 — 5 tíma. — Kostar kennslan eitthvað aukalega? — Hjá okkur kostar hún 200 krónur. Samkvæmt verðlags- ákvæðum er leyfilegt að taka 300 krónur fyrir kennsluna. Þar sem hún er veitt annars staðar, er hún innifalin í verðinu. Við höf- um kosið að hafa hana sér og tökum 100 krónum minna fyrir en það verð sem mest má hafa, samkvæmt verðlagsákvæðum. Fullsjálfvirk vél. — Eru til margar gerðir af Elna vélum? — Þær eru þrjár. Ódyrust er svokölluð Zig Zag vél, næst er Automatic og svo er það Elna Supermatic, sem er lang fullkomn ust og selst mest hér. Með henni er hægt að gera allt það sem hægt er með hinum tveimur, auk margs annars. — Hvenær komu'þéssar vélar á markaðinn? — Það var fyrir 11—12 árum og var þá fyrsta fullsjálfvirka vél- in sem gerð var. Hún er framleidd í Sviss af Tavaro verksmiðjunum. Supermatic vélin hefur ekki breytzt mikið á þessum tíma enda var hún langt á undan öllum öðr- Birgir Magnússon að kenna á vélina. um fullsjálfvirkum vélum á mark- aðinn. Borgar sig á stuttum tíma. — Eru þessar vélar byggðar f borð? — Þær eru yfirleitt svokallaðar töskuvélar. Það er því hægt að pakka þeim saman og stinga þeim inn í skáp. Helmingurinn af tösk- unni er notaður sem vinnuftórð, sem gerir það mjög stórt. — Hefur fólk ýfirleitt mikil not af vélunum? — Ég álít að saumavél sé nauð synlegt tæki á hvert heimili. Saumavél eins og þessi getur margborgað sig á stuttum tíma. Margar konur hafa sagt mér að þær séu búnar að vinna upp verð- ið margfalt, á saumaskap fyrir heimilið. FLUGVALLAGERÐ í SUMAR Nýja Vestmannaeyjabrautin kostar fullgerð um 17.000.000 króna Unnið íefur verið að flugvalla- gerð vfðs , egar á landinu f sumar bœði að viðhaldi, endurbótum og nýbyggi.igu flugvalla. Vísir fékk upplýsingar um þess- ar framkvæmdir hiá Hauk Claess en fulltrúa flugmálastjórnar og fara þær upplýsingar hér á eftir: Á Patreksfirði hefur verið gerð 600 metra löng flugbraut fyrir litl- ar vélar, en auk þess var búið að ýta upp framlengingu við bessa SL YSA TÍD Á AKUREYRI Á föstudaginn féll maður af hjóli á Akureyri, er hann var á leið sinni um bæinn. Var maðurinn fluttur á sjúkrahús eftir byltuna. "kkl kom þó neitt alvarlegt í ljós, og var maðurinn því iinn fara aftur. Grunur leikur á, að hann hafl verið undir áhrifum áfengis. Það bar einnig til á föstudag á Akureyri, að barn datt í kirkju- tröppunum miklu og missti með- vitund af fallinu. Ekki var þó um alvarleg meiðsl að ræða, og var barniö því flutt heim til sín. Frá þvf var sagt fyrir nokkru, að unglingar hefðu haft sig óvenju- lega mikið í frammi á Akureyri að undanförnu og það á heldur hvim- leiðan hátt. Ekki eru þessar ung- lingaróstur enn úr sögunni, því á aðfaranótt fimmtudags bar enn á óspektum þeirra. Voru þá brotin umferðarmerki 03 settar vega- tálmanir á götur í miðbænum. Lög- reglan handtók nokkra unglinga, og voru þeir sektaðir. Ekki r vitað til þess, að unglingar á Akureyri hafi nokkurn tíma fyrr tekið upp á slíku hátL.Iagi, og er vonandi að þessari uppivöðslu þeirra sé nú lokið. braut, þannig að fullgerð verður hún 1000 metra löng sem nægir m. a. fyrir Douglasvélar til lend- ingar. Gert hafði verið ráð fyrir því að bera ofan f þessa framleng- ingu í haust, en varð að hætta við sökum ótíðar. Tekið verður til við þessar framkvæmdir næsta vor og flugbrautin fullgerð þá. Á Isafirði hefur ekkert verið unnið f sumar, en þar er eftir að ganga endanlega frá flugbrautinni, sem er 1400 metra löng. Það verð ur að bíða betri tíma, enda ekk- ert til fyrirstöðu fyrir flugvélar að lenda þar. Á Hólmavík hefur flugbrautin verið lagfærð til þess að léttar Douglasvélar geti lent þar. Sú braut er þó ekki nema 800 metra löng. Á Siglufirði standa miklar flug- vailarframkvæmdir fyrir dyrum. Þar er hugmyndin að dæla flug- braut upp úr leirunum austanvert við fjarðarbotninn, frá Ráeyri og inn í botn. Átti að byrja á þessum framkvæmdum f sumar, en dælan sem dæla átti upp úr leirunum fór í gagngera viðgerð svo að dæling- in dróst úr hömlu. En væntanlega verður byrjað á henni strax næsta vor. Á Siglufirði á að vera hægt að gera allt að 1300 metra flug- braut. Á Norðfirði er um þessar mund- ir unnið að því að aka yfirlagi á 1000 metra langa flugbraut sem sanddælan hefur dælt upp á und- anförnum árum. Ætlunin er að ljúka því verki í haust og verður þá jafnframt hægt að taka braut- ina í notkun í byrjun vetrarins. Á þessari flugbraut eiga Douglas- vélar að geta lent. Þá er núna í þann veginn verið að byrja á þvf að setja nýtt yfir- lag yfir suðurenda flugbrautarinn- ar á Egilsstöðum. Það var hug- myndin að hefja þessar fram- kvæmdir nokkru fyrr f sumar, en það var ekki hægt vegna hinnar miklu umferðar um l.ann í sumar, einkum með stórum flugvélum. Þessar aðgerðir eru til að auka burðarþol flugbrautarinnar og það var eftir að ganga frá suðurenda h.nnar hlutfallslega jafn traust og öðrum hlutum hennar. Flugvöllur fyrir litlar flugvélar, og þá fyrst og fremst fyrir sjúkra- vélar, verður gerður í landi Árna- ness í Hornafirði. Þarna er seinna meir hugsaður framtfðarflugvöllur fyrir Hornafjörðinn, en eftir er ennþá að ganga frá ýmsum at- Frh. á bls. 13

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.