Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 10

Vísir - 24.10.1962, Blaðsíða 10
w V í SIR . Miðvikudagur 24. október 1962. ' Fjórlogaræðan — Frh. at bls. 7. slegið fastri reglu um það, hvern- ig reikna skul i greiðslujöfnuð, greiðsluafgang eða halla ríkis- sjóðs. Sú regla verði lögfest og þar með tryggt samræmi milli ára svo um þetta þurfi ekki að deila. Drög að slíku frumvarpi og ýtarleg greinargerð hafa verið samin og eru nú til athugunar hjá ýmsum sérfræðingum um þessi efni. En hér er um að ræða mjög nauðsynlega umbót í ríkis- rekstrinum, sem þarf að koma í framkvæmd sem fyrst, en jafn- framt verður að vanda mjög all- an undirbúning þeirrar umbótar. Skuldir lækka Skuldir ríkissjóðs eru í árslok 1961 taldar 994.7 milljónir króna. Þær hafa lækkað um 348 millj. á árinu. Sú skuldalækkun liggur fyrst og fremst í því, að Seðla- br«nkinn hefur með samningi við fjármálaráðuneytið tekið að sér skuldir við Alþjóðabankann og gjaldeyrissjóðinn. Það er nýmæli í skuldamálum ríkissjóðs, að tekjuafgangi ársins var fyrst og fremst ráðstafað til þess að greiða upp lausaskuldir ríkis- sjóðs. Þær voru í ársbyrjun 1961 42.8 milljónir króna, en voru greiddir að fullu upp á árinu. í lok ársins 1961 voru engar lausa- skuldir hjá ríkissjóði. ' Lausaskuldir ríkissjóðs hafa undanfarin ár verið sem hér seg- ir, rniðað við árslok: 1950 91.9 millj. 1951 84.4 — 1952 80.5 — 1953 72.8 — 1954 69.2 — 1955 105.0 — 1956 91.5 — 1957 89.5 — 1958 60.8 — 1959 28.1 — 1960 42.8 — 1961 engar Eignir ríkisins umfram skuldir eru nú taldar 1292.3 milljónir króna og höfðu aukizt um 144 milljónir á árinu. Varðandi horfur um afkomu ríkissjóðs á árinu 1962 er þess að geta, að rekstrartekjur ríkissjóðs voru áætlaðar í fjárlögum 1748.8 niillj. kr. og rekstraútgjöld 1637.7 millj. kr. Hinn 30. sept. s. 1. voru rekstr- artekjur orðnar 1347.0 millj. kr. og rekstrarútgjöld 1293.8 millj. kr. Tekjur af innflutningi munu reynast nokkru meiri en ráðgert var, bæði sökum vaxandi magns innfluttra vara, svo og þess, að samsetningur innflutningsins virð ist færast í það horf, að tolltekj- ur af hverri krónu verði meiri. Ennfremur má búast við, að tekju- og eignarskattur verði hærri en fjárlög gera ráð fyrir. Á hinn bóginn munu verða um- framgreiðslur á liðnum til niður- greiðslu á vöruverði innanlands og til. uppbóta á útfluttar land- búnaðarafurðir. Ennfremur munu launabætur þær, er veittar hafa verið, óhjákvæmilega valda um- framgreiðslu. — Eins og nú horf- ir er rétt að gera ráð fyrir greiðsluafgangi hjá ríkissjóði á yfirstandandi ári, en ógerlegt er að svo komnu að nefna tölur um það efni. Ástæður hærri útgjalda. Heildarútgjöld fjárlaga fyrir yfirstandandi ár voru áætlað 1748.7 milljónir króna. Heildar- útgjöld fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár eru áætluð 2.113.4 millj- ónir, og er það hækkun um 364.7 milljónir króna. Sú upphæð skipt ist þannig, að áætlun um rekst- ursútgjöld hækka um 347.5 millj., en útgjöld vegna eignahreyfinga á 20. grein um 17.2 milljónir. í frumv. er gert ráð fyrir greiðslu- afg. á næsta ári sem nemur um 12.8 millj. króna. Ástæður til þess ara hækkana er einkum þær sem nú skal greina: I. Vegna fólksfjölgunar í landinu hækka ýmsir Iiðir óhjákvæmilega frá ári til árs. Má þar nefna kostnað við kennslumál, vegna fjölgunar barna og unglinga við nám. Á rekstursreikningi hækka skólamálin um 18.4 milljónir, og á 20. grein hækka framlög til byggingar menntaskóla og kenn- araskóla um 2 milljónir. Kostn- aður við kennslumálin hækkar þannig um rúmar 20 milljónir. II. Framlög til félagsmála hækka um 85.9 milljónir. Framlag til atvinnuleysistrygginga er að upp hæð 32.9 milljónir á næsta ári. f gildandi fjárlögum var gert ráð fyrir, að framlagið fyrir þetta ár yrði greitt á nokkrum árum. Hef- ur nú verið ákveðið, að það greið ist á næstu fjórum árum og er fyrsta fjárveitingin vegna fram- Iagsins fyrir 1962 tekin upp í fjár lagafrumvarpið nú, en það eru 6.875.000.00 krónur. Þá má vænta breytinga á lögum um almanna- tryggingar, en heildarendurskoð- un á þeim lögum stendur nú yfir. Má gera ráð fyrir nokkrum breytingum er hafi í för með sér aukin útgjöld, m. a. þeirri, að allt landið verði nú gert að einu verðlagssvæði. Er hér áætl- að í frumvarpinu framlag vegna væntanlegra breytinga á lögum um almannatryggingar 20 milljón ir króna. Þá hækka einnig fram- lög til Byggingarsjóðs verka- manna, til sjúkratrygginga og kostnaður við ríkisframfærslu. sjúkra manna og örkumla. III. Vegna endurreisnar á stofnlána málum landbúnaðarins með lög- um frá síðasta þingi hækka fram- lög ríkissjóðs um 9 milljónir króna. IV. Vegna laga um Aflatryggingar- sjóð hækka framlög ríkissjóðs um 9 milljónir króna. V. Niðurgreiðslur á vöruverði og uppbætur á útfluttar landbúnaðar afurðir hækka um 130 milljónir króna frá núgildandi fjárlögum. Þegar áætlun var gerð um þenn- an lið í fjárlögum þessa árs, stóð yfir athugun og endurskoðun á niðurgreiðslukerfinu i heild, með það yrir augum. að draga mætt> úr þessum kostnaði. Niðurstaðar af þeirri athugun var sú, að hætt var niðurgreiðslu á kartöflum. en aðrar breytingar reyndist ekki unnt að gera. í þessu sambandi er rétt að benda á þá staðreynd, að neyzla hinna niðurgreiddu vara vex mjög ört. Neyzla lands- manna á kjöti, mjólk, smjöri og fleiri landbúnaðarvörum eykst um 10%, á ári, á sama tíma sem fólkinu í landinu fjölgar að- eins um 2 af hundraði. Ástæður þessarar miklu aukningar, að neyzlan eykst fimmfalt á við fólksfjölgunina, eru væntanlega einkum tvær, önnur er batnandi afkoma Iandsmanna yfirleitt, hin að hið niðurgreidda verð er Iægra hlutfallslega en annað verðlag í landinu, og þessar ástæður kalla á aukna neyzlu. Þessa staðreynd er rétt að hafa 1 huga í sambandi við niðurgreiðslur í framtíðinni á nauðsynjavörum. Heildarfjárhæð til niðurgreiðslu á vöruverði og til uppbóta á útfluttar Iandbún- aðarafurðir er áætlað 430 milljón ir, í stað 300 milljóna í gildandi fjárlögum. Á grundvelli þess magns af landbúnaðarvörum sem seldist innanlands 1961, eru út- gjöld til niðurgreiðslu áætluð 352 milljónir, en til uppbóta á út- fluttar afurðir 60 millj. Sam- kvæmt fenginni reynslu þótti svo rétt að hækka þessa áætlun um ca. 5 af hundraði vegna meiri söluaukningar en gert er ráð fyr- ir í þessum áætlunartölum. VI. í september síðastliðnum var samkvæmt hinum nýju lögum um kjarasamninga opinberra starfs- manna samið um 7% Iaunahækk- un til handa rjkisfitðrfspiönnum. Undirbúningi fjárlaga iVar þá;á¥o. langt komið að ekki þótti gerlegt að endurreikna launaliði í frum varpinu vegna þessarar uppbótar. Þess vegna er uppbótin áætluð í einu lagi á 19. grein. Á síðast- liðnu vori var ákveðið að greiða kennurum sérstaka kaupuppbót vegna aukastarfa, sem ekki er önnur ákvæði um, hvernig greiða skuli, og samsvarar þóknunin greiðslu fyrir fjórar stundir á viku þann tíma sem skóli starfar. Hefur þótt rétt að fá fjárveitingu fyrir þessari Iaunauppbót fyrir bæði árin 1962 og 1963. Framan- greindar Iaunauppbætur eru á- ætlaðar 65 milljónir króna. VII. Framlög til ýmissa verklegra framkvæmda eru hækkuð. Þann- ig hækka framlög til flugvallar- gerðar úr 10.7 upp í 12.7 millj. eða um 2 millj. Til viðhalds vega hækkar úr 78 millj. í 83, eða um 5 millj. Til hafnarmannvirkja og Iendingarbóta hækkar um 3.2 millj. úr 13.8 upp í 17 millj. Til aukningar landhelgisgæzlu er fjárveiting hækkuð um 3.4 millj. upp í 8.4 og er það bæði vegna greiðslu afborgana og vaxta af kaupverði varðskipsins stærstu liðanna, sem valda hækk un á gjaldahlið fjárlaganna og sést af þeim í hverju meginhluti hækkunar fjárlagafrumvarpsins er fólgin. Ég vil leyfa mér að vísa hátt- virtum alþingismönnum um fyllri upplýsingar til greinargerðar um hverja einstaka grein frumvarps- ins. CONSUL 315 #62 2ja dyra, hvítur, rauður inn- an, gullfallegur. Skipti mögul. Aðal BÍLASALAN Ingólfstræti og Aðalstræti Sími 19-18-1 og 15-0-14 Skipstjóra- og stýrimannafélagið ALDAN heldur félagsfund að Bárugötu 11 í dag miðvikudaginn 24. þ. m. kl. 20,00. DAGSKRÁ: 1. Kjarasamningar. 2. Hafnarmál Reykjavíkurhafnar. Stjórnin. SÓLHEIMABÚÐIN auglýsir, nýkomið: Hudson sokkarnir margeftirspurðu komnir aftur. Nýir litir (fella ekki lykkju). Mislitt damask 140 cm breitt kr. 77,50 pr meter. Smáköflótt, finnskt buxnaefni hleypt, fjórir litir kr. 60,50 pr. meter. Terylene efni í pils og buxur. Verð frá kr. 222,00 pr. meter. Mik- ið úrval af ullarefnum einlitu og köflótt frá kr. 104,00 pr. meter. Skútugarn og Sönder- borg garn í miklu litaúrvali. Ennfremur ný- komið mikið úrval af snyrtivörum Max Factor. Póstsendum um land allt. SÓLHEIMABÚÐIN Sólheimum 33 Sími 34479 Samband veitinga- og gistihúsaeigenda Félagsmenn eru minntir á fundinn í Leik- húskjallaranum kl. 8,30 í kvöld. Stjórnin. BfLA OG BILPARTASALAN Höfum til sölu m. a.: Dogde '55 einkabíl, skipti æskileg á góðum 4 manna bfl '58 -60 Ford '55 station skipti æskileg á fólksbfl - 20 tommu ford felgur með dekkjum. skipti- drifs hausing og góðar sturtur af 4 tonna bíl. Hellisgötu 20, Hafnarfirði, simi 50271. .T*„sfit Benzin- og bílosolan Vitatorgi ur, 3.5 millj. til smíði tveggja nýrra flóabáta, Djúpbáts og Stykkishólmsbáts. Áætlaður byggingarkostnaður hvors báts er 7 millj. og mun ríkissjóður greiða helming smíðakostnaðar. Gert er ráð fyrir að greiða þurfi 1 millj. af framlagi ríkissjóðs til hvors báts við undirritun smíða- samnings og 750 þús. t.I hvors þeirra árið 1963. Þess vegna nemur fjárlagaliðurinn nú 3,5 millj. Síðan er gert ráð fyrir 250 bús. kr árlegri Tjárveitingu til greiðslu hluta ’kissjóðs unz 'rreiddur hefur veri? helmingur bygingarkostnaðar. Hér y hefur nú verið getið Höfum kaupendur að Volkswagen '55—'62. Opel Record og Caravan '55 — 60 Taunus '56—’60. Nýum og nýlegum jepp- um. Seljum Chervolet '58 lítið ekinn, Fíat 1800 '60 Pontiac 56’ selst fyrir skuldabréf allt að 6 ára fasteignatryggð. Renau Dauphin '62 skipti á Landrover, Skoda '56 fæst fyrir fasteignabréf Opel Capitan ’56 og '59 glæsilegir bílar. Volksagen ’62 útborgun 70—80 þús, Ford 47, Vörubíll mjög góðir. Hringið í síma 23900 og 14917, Hjolbarðaverkstæðið Millan Opin ill? daga frá kl 8 að morgni til kl 11 að kvöldi. Viðgerðn á alls ironai njólbörðum - Seljum einnig allar stærðn njólbarða V i.iauð vmna — Hagstætt ve.’ð. — MILLAN, Þverholti 5.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.