Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 13

Tölvumál - 01.03.1998, Blaðsíða 13
TOLVUMAL Árið 2000 KPMG Endurskoðun hf. efndi til ráðstefnu þann 12. febrúar s.l. um þann vanda sem ártalið 2000 skapar í tölvu- kerfum og annað er tengist örygg- ismálum tölvukerfa. Fram komu þrír erlendir fyrirlesarar, en auk þeirra flutti Jakob Sigurðsson er- indi ogfer það hér á eftir. Ég ætla hér aðeins í stuttu máli að ræða um það vandamál í upp- lýsingakerfum fyrirtækja sem ár- talið 2000 kemur til með að skapa. I ljósi þess hversu mjög tölvuvædd íslensk fyrirtæki eru orðin, og þá um leið orðin háð því að tölvukerfi þeirra vinni eins og til er ætlast, er þetta ekki aðeins vandamál tölvudeilda fyrirtækj- anna, heldur verða æðstu stjórn- endur að gera þær ráðstafanir sem þarf til þess að við þessum vanda verði brugðist í tíma, og öruggt sé að hann valdi ekki truflun á rekstri fyrirtækisins, og því verða þeir að fylgjast náið með hvernig lausn á þessurn vanda gengur. Erlendis hefur verið, og er ennþá, mikil umræða um þetta mál, og margar bækur hafa verið gefnar út sem fjalla um það, þar sem menn hafa gjarnan lýst þessu sem stærsta vandamáli sem upp- lýsingaiðnaðurinn hefur staðið frammi fyrir. Eins og mönnum er eflaust kunnugt kemur þetta vandamál til vegna þess að lengst af hafa dagsetningar í tölvukerfum verið skráðar sem sex stafa tala, þar sem ártalið er táknað með tveim- ur öftustu stöfunum. Árið 2000 yrði því skráð sem 00, og yrði því ýmist ekki talið sem gilt ártal eða, ef því yrði ekki hafnað, yrði það ekki nothæft til útreiknings tíma, samanburðar né röðunar í tíma- röð. Einnig koma til vandamál í útreikningi á vikudögum og hlaupárum. Lausn á þessum vanda getur kallað á breytingar á bæði skrám og forritum, og ég hef heyrt að hjá Skýrr hf. muni þurfa að taka nærri helminginn af þeim kerf- um, sem þar eru unnin fyrir ríkið, til meðferðar vegna ártalsins 2000, og kostnaðurinn sé á milli 60 og 70 milljónir króna, og sé miðað við það sem fram hefur komið í erlendum blöðum um kostnað, er þetta óvenju lágt. Ætla má að hjá þeim fyrirtækj- um sem hafa verið með tölvu- vinnslu í langan tíma, s.s. fjár- mála-, trygginga- og flutningafýr- irtækjum ásamt mörgum verslun- ar- og iðnaðarfyrirtækjum, sé hlutfallið vart minna. Þó að það sé að sjálfsögðu mis- jafnt á milli fyrirtækja getur það krafist rnjög mikillar vinnu að tryggja að ártalið 2000 skapi ekki rekstrarvanda, sama hverja af þeim leiðum sem til greina koma menn kjósa að fara. Vandinn er ekki sá að hér sé um mjög tækni- lega flókna vinnu að ræða, og með hinu hæfa tölvutæknifólki sem fyrirtæki hafa á að skipa, liggur vandinn ekki í því að þeim takist ekki að leysa hann, heldur er hann hjá ráðamönnum fyrirtækja og stofnana, sem þurfa að gera sér grein fyrir vandanum nú þegar, og sem verða að sjá til þess að tölvu- fólkið fái nægan tíma til þess að leysa hann, en því miður óttast ég að þar geti orðið misbrestur á, sem þá leiði til þess að þegar kornið er fram á árið 1999 verði unnið nánast dag og nótt við þetta, og ekki muni gefast tírni til nægra prófana, sem síðan getur haft þær afleiðingar að til vinnslu- og jafnvel rekstrartrufl- ana komi. Það er því mjög skiljanlegt, sem enskur vinur minn sagði við mig nýlega, að nú væri hann í óða önn að dusta rykið af Cobol kunn- áttu sinni, því nú væru aðeins fáir mánuðir í að góðir Cobol forritar- ar yrðu launahæstu forritarar í heimi, vegna þess hversu seint fyrirtæki hefðu almennt brugðist við ár 2000 vandanum, og mikið af kerfum upphaflega skrifuð í Cobol. Það er því ánægjulegt að ríkið skuli nú þegar hafa gert ráðstafan- ir til lausnar á þessum vanda í sínum kerfum, og raunar þykist ég viss um að fleiri séu farnir að huga að þessu, en það er ekki nóg að surnir sýni forsjálni á þessu sviði, það þurfa allir að gera. I þessu sambandi vil ég vekja athygli á ágætu riti sem Ríkisend- urskoðun gaf út í júlí 1997, og ber nafnið Ártalið 2000, Endurskoð- un upplýsingakerfa, og fjallar um MARS 1998 - 1 3

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.