Tölvumál


Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 28

Tölvumál - 01.12.1998, Blaðsíða 28
Kjallaragrein 30 mdnaða reglan Stefán Ingólfsson Af því leiðir að verk- tíma verður ekki komið niður fyrir ákveðin mörk Þegar óskipulega er unnið eru dæmi um að kostnaður hafi aukist enn meira, jafnvel 200-400% Mönnum hefur reynst mjög erfitt að Ijúka stórum verkum í hug- búnaðargerð innan þess ramrna sem þeirn er settur. Mörg dæmi eru þekkt um risastór upplýsingakerfi sem hafa hrunið þegar þau voru tekin í notkun, verið lögð til hliðar eða úrelst á hönnunar- tíma. Þetta á einnig við urn minni verkefni. Bandaríkskar kannanir sýna til dæmis að aðeins öðru hverju verkefni sem kostar innan við 50 milljón krónur lýkur á eðli- legum tíma og innan kostnaðarramma. Sörnu kannanir sýna að dýrari verk fara enn oftar úr böndunum. Þeim lýkur ekki á fyrirhuguðum tíma og fara fram úr settum kostnaðaráætlunum. Nefna má að vestan- hafs lýkur færri en 20% verka sem kosta 75-150 milljónir innan kostnaðar- og tírna- ramma. Reynslan af enn stærri verkurn er verri. Menn hafa mjög hliðstæða reynslu hér á landi. Reyndir ráðgjafar telja að þegar verktími í gerð upplýsingakerfa fer upp fyrir ákveðin mörk megi ganga að verulegum vandræðum sem vísum. Mörg verk í upp- lýsingatækni hafa farið úr böndum af þessum sökurn. Öll rök hníga að því að verktími upplýsingakerfa megi ekki vera lengri en 30 mánuðir, líklega þó enn skemmri. Hentugasti verktími I verkefnastjórnun þekkja menn að hvert verk hefur sinn hagkvæmasta verktíma. Sé því lokið á þeirn tíma verður kostnaðurinn minnstur. Algengt er að menn reyni að flýta verkum, ekki síst í byggingafram- kvæmdum og verklegum framkvæmdum. I þeim tilfellum verða menn fyrir flýti- kostnaði sem oft hækkar heildarkostnað um 10-30%. Þegar óskipulega er unnið eru dæmi urn að kostnaður hafi aukist enn meira, jafnvel 200-400%. Hliðstæð dæmi þekkjast úr upplýsingaiðnaði. Ekki er óalgengt að menn hyggist stytta sér leið með því að hlaupa yfir mikilvæga verk- þætti. Gerð kröfulýsingar er sleppt, próf- unum er sleppt eða vanrækt að samkeyra ný og gömul kerfi svo eitthvað sé nefnt. Niðurstaðan er undantekningalítið sú að kostnaður hækkar. Verktíminn verður auk þess lengri en ef verkið væri unnið á skipu- legan hátt. Verki má vissulega flýta á faglegan hátt án þess að stóráföll verði. Slíkt krefst faglegrar verstjórnar og hækkar alltaf kostnað. Of löngum fram- kvæmdatíma fylgir einnig alltaf aukinn kostnaður. Það á við um allar greinar, byggingariðnað jafnt og upplýsingatækni. Algengasti kostnaðarþáttur sem fylgir löngum verktíma er fjármagnskostnaður. Einnig verður kostnaður við að endur- vinna hluta verks þegar forsendur breytast á löngum verktíma. f byggingariðnaði má til dæmis reikna með að kostnaður vegna hvers árs sem húsbygging dregst aukist um 10-14%. í hugbúnaðargerð er allur dráttur enn dýrari. Við hvert ár sem verki seinkar að óþörfu hækkar kostnaður um minnsta kosti 20-25%. Skemmsti verktími Kerfisgerð er unnin í vel skilgreindum verkþáttum. Hver áfangi tekur við þegar öðrum lýkur. Þessu má á vissan hátt líkja við húsbyggingu. Fyrst þarf að hanna verkið. Þá þarf að leggja grunninn og síðan kemur hver hæð ofan á þá sem áður var byggð. Af því leiðir að verktíma verður ekki komið niður fyrir ákveðin mörk. Sama gildir um gerð upplýsingakerfa. Neðri ntörk verktíma eru breytileg eftir untfangi og eðli verkefna. Upplýsingakerfi sent framleidd eru fyrir almennan markað þurfa til dærnis að ganga í gegnum tíma- frekar prófanir í raunumhverfi, oft nefndar betaprófanir. Þess vegna er skemmsti tími sem tekur að framleiða markaðshæfan hug- búnað lengri en sá tími sem þarf til að sér- smíða hugbúnað fyrir einn aðila. Sjálf kerfisgerðin tekur þó ótrúlega svipaðan tíma og er háð umfangi verksins mældu í mannmánuðum eða mannárum. Mismun- urinn á tímalengd felst aðallega í forvinnu, undirbúningi, prófunum og gangsetningu. Nánast má að setja upp stærðfræðilega lík- ingu fyrir þann tíma sem tekur að greina, forrita og villuprófa hugbúnað. Reyndir verkefnastjórar geta við gerð verkáætlana 28 Tölvumál

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.