Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 5

Vísir - 14.11.1962, Blaðsíða 5
VÍSIR . Miðvikudagur 14. nóvember 1962, 5 Vassall — Framhald af bls. 16 málið kom til sögunnar, hefði hann haft vitneskju um annan njósnara innan vébanda flota- málaráðuneytisins. Hugh Gaitskell leiðtogi jafnað- armanna á þingi lýsti ánægju sinni yfir ákvörðun stjórnarinn- ar um skipun rannsóknardóm- stóls, en leiðtogar flokksins hafa lagt áherzlu á það að undan- förnu, að sú leið yrði farin, að skipa sérstakan dómstól, er tæki við störfum embættismannanefnd arinnar, sem skipuð var þremur mönnum. Ekkert lát hefur orðið á skrifum um þessi mál og öll helztu blöðin hafa birt meira og minna um það daglega. Eitt blað anna sagði fyrir nokkru, að það væri svo komið, að Bandaríkja- menn þyrðu ekki að láta Bretum í té fullar upplýsingar um margt, sem þeir ella hefði fengið, og stafaði þetta af þvi, að þeir ótt- uðust að Ieyndarmálin myndu komast í hendur Rússa um hend- ur brezkra njósnara. Vassall sá, sem málið er við kennt, var dæmdur í 18 ára fang- elsi fyrir njósnir í þágu Rússa, svo sem getið var síðast hér í blaðinu í greinaflokknum „Að ut- an“. Þar var minnzt £ það, að sannazt hefði að sovézkir erind- rekar hefðu vitað, að Vassall var kynvillingur, og notað sér það, og hefur gengið um það orðróm ur fjöllunum hærra f London, að fleiri slikir kunni að vera við málið riðnir, og þess krafizt að hreinsað verði til — sh'kum mönn um sé aldrei að treysta. Það kom fram í gær, í orða- hnippingum, að svo gæti farið, að George Brown, talsmaður brezkra jafnaðarmanna um utan- ríkismál, yrði kvaddur sem vitni, en hann kvartaði yfir því, eins og getið var í Vísi á dögunum, að Macmillan hefði skotið sér undan að ræða málið við hann. Macmillan sjálfur vék að þessu í gær, og létu jafnaðarmenn þess þá getið, að forsætisráðherrann sjálfur gæti verið kvaddur sem vitni ekki síður en Brown. l.í.v^ FranJiald aí bls. 1. sér Lagasafnsins og fletta upp á þessum lagaákvæðum. Þeir virðast aldrei hafa heyrt þau nefnd. Það mun ekki reynast komm- únistum til halds að ætla að tefja inngöngu L. í. V. í sam- bandið. Dóminn er einungis unnt að túlka á þann hátt að sú ( inntaka verði að fara fram á i þinginu eftir næstu helgi. Drátt- ur á inntöku verzlunarmanna þýðir sama og neitun. Þá eru réttindi L. í. V., sem undirstrik- uð voru skilyrðislaust í dómn- um, að eng gerð. Því verður ekki trúað að ó- reyndu, að stjórn A. S. í. treysti sér að*!hundsa skýlausar niður- stöður dómstóla landsins. Slasast — Framhald af bls 1 Sveinsson Réttarholtsvegi 87, renndi sér fram með hlið kyrr- stæðrar bifreiðar sem beið eftir grænu ljósi götuvitans. En í sömu andrá sem I.íarfus kom fram með bifreiðinni, opnaði maður, sem sat í henni bílhurð, varð Maríus fyrir henni og kastaðist í götuna. Hann var fluttúr í Slysavarðstofuna, en meiðsli hans reyndust óveruleg. Alvarlegra varð hitt slysið, sem skeði á sjöunda tímanum f gær- kvöldi á mótum Kársnesbrautar og Urðarstígs. Fjórtán ára gamall drengur, Ólafur Sigmundsson, til eimilis að Borgarholtsbraut 44. datt þar af reiðhjóli sökum hálku og brotnaði á hægra fæti. | !| |M§Él : ,vM illi vy. '' ‘" WÉÍ /////?''%■ [;■ ■' -VÍ Kjötver — stærsta mat- vöruverzlun Akureyrar Eins og áður hefur verið skýrt frá í Vísi, var s. 1. laugardag ný verzlun opnuð £ hinum nýju og glæsilegu húíakynnum Sjálfstæðis- hússins á Akureyri. Allan laugardagsmorguninn var látlaus straumur húsmæðra með Læknar — Framh. af bls. 1. handa skuli reiknast frá 1. ágúst þessa árs. Stjóm Bandalags starfsmanna ríkis og bæja hefir lýst yfir, að hún muni ekki gera sams kon- ar kröfur fyrir hönd annarra starfshópa þótt ríkisstjórnin hafi samþykkt að greiða íjúkra- húslæknum launabætur aftur í tfmann, samkvæmt væntanleg- um kjarasamningi eða dómi. Læknarnir hófu allir störf að nýju í sjúkrahúsunum í morg- un samkvæmt hinu nýja sam- komulagi. Eftir er að ganga frá því, hvort málið verður fellt niður fyrir Félagsdómi, og færi það þá fram með þeim hætti, að lög- maður læknanna afturkallaði kæru þeirra til Hæstaréttar og lögmaður ríkisstjórnarinnar felldi málið niður fyrir Félags- dómi. Það sem hér hefir gerzt í kjaradeilumáli læknanna er í raun og veru það að þeir fella sig, sem aðrir opinberir starfs- menn, við meðferð laganna frá sfðasta þingi um samningsrétt opinberra starfsmanna og eitt gengur yfir þá og aðra starfs- menn að öðru leyti en því, að læknar fá væntanlegar kjara- bætur greiddar aftur í tímann, eða aftur að 1. ágúst þessa árs, en aðrir opinberir starfs- menn aðeins frá þeim tíma er þeir semja við fjármálaráðuneyt ið, eða úrskurður kjaradóms fellur, ef samningar takast ekki og til hans kasta kemur. Geta má þess að lokum, að gert er ráð fyrir að nýir samningar eða kjaradómur verði fyrir hendi eigi síðar en 1. júlí næsta ár. innkaupatöskur og mjólkurbrúsa á ferð um Glerárgötu, sem fram að þessu hefur verið í röð kyrrlát- ustu og fáfömustu gatna Akureyr- ar. En nú er þarna komin stærsta mat- og nýlenduvöruverzlun bæj- arins — kjörver. Eigandi Kjörver^ er h. f. Norð- urver, en félagið var stofnað á Akureyri í júlímánuði s. I. Helztu hluthafar eru þeir Baldur Ágústs- son, Akureyri og núverandi fram- kvæmdastjóri Norðurvers, Guð- mundur Halldórsson forstjóri, Reykjavík, Kristján Jónsson for- stjóri, Akureyri, Sigurður Sigurðs- son fyrrv. hótelstjóri, Akureyri og Skúli Steinsson fulltrúi í Reykja- vík. Norðurver h. f. hefur tekið á eigu allt Sjáfstæðishúsið á Akur- eyri og vonast til að geta opnað veitingasali þess seinni hluta vetr- ar eða í síðasti lagi á komandi vori. Byggingarfélagið Hagi skipulagði verzlunina eftir sænskri fyrir- mynd, en allar innréttingar eru smíðaðar af húsgagnaverzlun Ólafs Ágústssonar. Tæknilegur ráðunaut ur var Rolf Árnason iðnfræðingur, en deildarstjóri verzlunarinnar er Óli D. Friðbjörnsson. Jónas Rafnar, alþm., flytur ræðu við opnun verzlunarinnar. Stjórn fyrirtækisins. Dómur — Framhald af bls. 9. ness að sökum þess skyldi hann sjálfur víkja sæti sem dómari í málinu. Skipaði dómsmálaráðuneytið þá Stefán Sigurðsson hdl., sem setu- dómara. Hann komst ’að þeirri nið urstöðu að hjónin bæri að taka inn á kjörskrá á Akranesi. Um- boðsmaður hjónanna var bæjar- fógetinn, Þórhallur Sæmundsson, en kaupstaðarins, Jósep Þorgeirs- son stud. jur. Kusu hjónin síðan í bæjarstjórn arkosningunum. En bgejarstjómin vildi ekki við það una að vera sakfelld í málinu og hélt því fram til Hæstaréttar sem fyrr segir. Rak Páll S. Pálsson hrl. málið þar fyrir hönd hennar. Niðurstaða Hæstaréttar varð sú að dómur setudómara var felldur úr gildi á þeirri forsendu að Haildór hefði ekki verið heimilifastur á Akra- nesi á umræddum tíma og því ekki rétt að taka hann inn á kjörskrá þar fyrir bæjarstjórnarkosningarn ar. Var hann ’æmdur til að greiða bæjarstjórn Akraness kr. 5 þús. í málskostnað, þar sem bæjarstjórn var sýknuð í Hæstaréttarmálinu. Drukkinn, drepur föður sinn Á borðinu hjá mér liggja tvö eintök af norsku blaði. Þar eru þessar fyrirsagnir: „Þrjú ölvunar- afbrot við akstur sama kvöldið,, — Sextán ára unglingur ekur ölvað- ur vélhjóli" — „Dæmdur í 10 mánaða fangelsi fyrir það að aka ölvaður á ungling og drepa hann“ — „Kynsjúkdómar aukast með aukinni áfengisneyzlu, segir lækn- irinn“ —- Sautján ára unglingur settur inn ölvaður, deyr í fangels- inu“. Hann hafði drukkið mikið öi kvöldið áður. „Ölvaður maður drepur föður sinn.“ Maðurinn var fertugur, en faðir hans 74 ára. Þeim lenti saman í áflogum og afleiðingarnar urðu bessar. Hinn seki maður hljóp til hlöðu í nágrenni sínu og faldi sig þar, 'en sporhundar lögreglunnar fundu hann fljótt. Hann var þá svo ölvaður, að hann mundi ekkert, hvað hafði gerzt. Eitt hið furðu- legasta við frásögnina er það, að sagt er að lögreglan hafi yfirheyrt nokkra sjónarvotta að manndráp- inu, þar á meðal bróður hins seka, en engir þessara virðast hafa reynt að skilja mennina. Væri safnað víða um lönd, þó ekki væri nema hinum hryggileg- ustu afleiðingum áfengisneyzlunn- ar, þá myndi slík skýrsla taka fram flestu öðru raunalegu, jafn- vel manndrápum styrjaldanna, en þessum fregnum er miðlað þjóðun um daglega í smáskömmtum og þess vegna ber minna á þeim, og fólkið venst þeim og umber þess- ar sjálfsköpuðu hörmungar. Hefur einhver hjartakuldi „hel- tekið sky’dunnar þor“, svo að menn nenna ekld að aðhafast hið nauð.'ynlega náunganum til bjarg- ar? Þá er mál að sá „hjartans ís“ þiðni. Pétur Sigurðsson. Sjónvurpið 17,00 What’s my line? 17.30 Sea hunt 18,00 Afrts news 18,15Welcome aboard 18.30 Accent 19,00 Desilu playhouse 20,00 Bonanza 21.00 The Texan 21.30 I’ve got a secret 22,00 Fight of the week 22.45 Northern lights play- house. The Millionaire. Final Edition news. FÉLAGSLÍF i Víkingur, knattspyrnudeild. — Munið aðalfund knattspyrnudeild arinnar laugardaginn 17. nóv. í Félagsheimilinu kl. 4. Þeir félags- menn, sem enn eiga ógreidd féiags gjöld fyrir 1962 eru beðnir að greiða þau á fundinum. Stjórnin.

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.