Tölvumál - 01.03.1999, Blaðsíða 17

Tölvumál - 01.03.1999, Blaðsíða 17
Ártal 2000 Ártalið 2000 hjá Skýrr hf. Sigríður B. Vilhjálmsdóttir Niðurstöður frumkannana voru, að breyta þyrfti einhverju í 43 kerfum sem er um helmingur allra notendakerfa hjá Skýrr í febrúar 1998 var verkefnishópurinn endurvakinn. Hann hefur nú umsjón með framkvæmd breytinga og prófana hugbúnaðarkerfa Flest kerfin verða lagfærð með því að nota svokallaða gluggaaðferð Umræða um þau vandamál sem upp geta kornið vegna ártalsins 2000 hefur lengi verið í gangi hjá Skýrr. Vinna til að leysa þennan vanda hófst formlega í lok ársins 1996 en þá var stofnaður verkefnishópur sem átti að annast undirbúning og hafa yfirumsjón með framkvæmd þeirra breytinga sem gera þurfti á notendakerfum. A þessurn tíma var umræðan um ártalið 2000 ekki mikil og vinna hjá fyrirtækjum hér á landi víðast hvar ekki hafm. Fyrsta verkefni hópsins fólst í því að leggja mat á urnfang breytinga og gera áætlanir fyrir einstök notendakerfi. Niðurstöður frumkannana voru að breyta þyrfti einhverju í 43 kerfurn sem er urn helmingur allra notendakerfa hjá Skýrr. Utbúin var lýsing á þeirn leiðum sem helst komu til greina við breytingar á kerfunum og helstu kostir og gallar þeiiTa voru útlistaðir. Umsjónarmönnum kerfanna var síðan falið að meta hvaða leiðir hentuðu best til breytinga á hverju kerfi og hversu mikið umfang þessara breytinga yrði. Eftir að verkefnishópurinn skilaði niðurstöðum þessara áætlana tók við tími sem notaður var fyrir samningaviðræður við eigendur kerfanna og var þá meðal annars samið við ríkissjóð um breytingu á 17 af notendakerfunum. A meðan lá vinna verkefnishópsins niðri. í febrúar 1998 var verkefnishópurinn endurvakinn. Hann hefur nú umsjón með framkvæmd breytinga og prófana hugbúnaðarkerfa. Hópurinn skipuleggur og samræmir vinnubrögð. Einnig á hann að taka á öllum þeim vandamálum sem upp kunna að koma vegna ártalsins 2000. Verkefnihópurinn er þveifaglegur og í honum eru 6 starfsmenn úr þjónustudeild og hugbúnaðardeild. Forstjóri Skýrr er ábyrgðamaður verkefnisins en auk hans sitja í stýrinefnd verkefnisins forstöðumenn hugbúnaðar- og þjónustudeildar og formaður verkefnishópsins. 2000 verkefnið er hinsvegar ekki bara verkefni hóps eða nefndar. Mikilvægt er að allir starfsmenn séu meðvitaðir um mikilvægi málsins. 2000 Úttekt á Skýrr hf í samvinnu við Ár 2000- ráðgjafa- þjónustu Skýrr var byrjað var á því að gera úttekt á stöðu fyrirtækisins með tilliti til ártalsins 2000. Áhersla var lögð á að gefa heildarmynd af stöðu fyrirtækisins, en ekki að fara út í nákvæma greiningu á einstökum þáttum. Bent var á þá þætti sem þurfti að athuga til að æskilegum mark- miðum yrði náð. Notendakerfin Búið er að gera samninga um breytingar á flestum notendakerfunum. Verið er að smíða nýjar lausnir fyrir einhver þeirra, en þó eru enn nokkur kerfi, þar sem eigend- umir hafa ekki tekið ákvörðun um framtíðina. Þetta er áhyggjuefni því vegna tímaskorts er óvisst hvort takist að breyta þeim, verði þess óskað. Breyting á notendakerfunum er unnin samkvæmt gæðakerii Skýrr, en hugbúnaðardeildin fékk ISO 9001 gæðavottun árið 1996. Til að auðvelda og samræma vinnuna voru útbúnar vinnulýsingar og gátlistar. Auk þess að lýsa vinnuferlinu eru skráð öll þekkt vandamál sem upp kunna að korna vegna ártalsins 2000 og hvað gera þurfi til að leysa þau. Einnig hefur verið útbúinn mikill fjöldi hjárása sem nota rná til lausnar á vandanum. Flest kerfin verða lagfærð með því að nota svokallaða gluggaaðferð. Með þessari leið er gögnunum ekki breytt. Með glugganum er valið 100 ára tímabil sem stjórnar því hvernig túlka á ártalið. Glugginn sem notaður er hjá SkýiT hefur árabilið 1940 til 2039. Þetta þýðir að tveggja stafa ártölin 40 til 99 eru túlkuð sem 1940 til 1999 og ártölin 00 til 39 eru túlkuð sem 2000 til 2039. Þessari túlkun er bætt inn í forritin þar sem þess er þörf. Einnig hel'ur verið gefin út yfirlýsing um að öll skil á rnilli kerfa bæði til og frá Tölvumál 17

x

Tölvumál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tölvumál
https://timarit.is/publication/239

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.