Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 1

Vísir - 15.08.1966, Blaðsíða 1
56. árg. — Mánudagur 15. ágúst 1966. — 183. tbl. ^*-*-^**- >*• _____V k/K SVIFFLUGSSLYS VIÐ HELLU Flugmaðurirm slasast, svifflugan gj'órónýt 1 gær hlekktist svifflugu á, þegar hún kom inn til Iendingar á flugvellinum á Hellu. Svifflugan gjöreyðilagðist, en flugmaðurinn var fluttur slasaður með sjúkraflug vél til Reykjavíkur. Talið var í fyrstu að hann væri alvarlega slas aður, en eftir rannsókn hefur kom ið í ljós að svo er ekki. Svifflugan var svo undin, að saga varð hana f sundur til að ná fluemanninum úr hnnni. Ekki liggur ljó.st fyrir hvernig tcndur á þessu slysi. Svifflugan •'ar að koma inn til lendingar en af . \hverjum orsökum tókst flug-1 manninum ekki að rétta fluguna af áður en hann lenti henni Stakkst hún því niður í flugvöllinn. — Áð ur en flugmaðurinn bjó sig undir lendinguna, hafði hann haft sam band við menn niðri á jörðu og sagt þeim, að stjómtæki svifflug unnar létu illa að stjóm. Við skyndiathugun á flakinu, sem gerð var í gær, fannst ekkert athugavert við tækin, en eftir er að rann- saka flakið betur og því ekki tíma bært að spá því, hvað valdið hafi slysinu. Slys vegna svifflugs hafa verið mjög fátíð hér á landi sem og ann ars staðar. Hefur alvarl. slys aldr- ei orðið hér á landi. Seinast varð slys fyrir 12 árum, en þá hlekktist svifflugu á við Sandskeið. Sigurbjörg OF 1 siglir út úr Akureyrarhöfn áleiðis til heimahafnarinnar í Ólafsftrði. Stærsta skip sem smíðað hefur veríð hér á lamfí Sigurbjörg OF 1 fullbúin Slippstöðin á Akureyri af- henti í fyrradag Magnúsi Gam- alíelssyni útgerðarmanni á Ól- afsfirði stærsta skip sem smið að hefur verið á íslandi, Sigur björgu OF 1. Er það fiskiskip, 346 lestir aö stærð og mun það halda til síidveiða einhvern næstu daga. Skipstjóri á Sigurbjörgu er Ólafur Jóakimsson frá Ólafs- firði. Smíði skipsins hófst í júní Framh. á bls. 6 STÓRFRAMKVÆMDIR VIÐ HÚSAVÍKURHÖFN — tvær vöruskemmur byggðar, áætlaður kostn- aður 10 millj. önnur hafnarmannvirki fyrir 4,5 millj. Stórframkvæmdir munu hefjast á næstunni við Húsavíkurhöfn, sem verður útflutningshöfn fyrir kísil- gúr eins og áður hefur komið fram í fréttum. Hefur nú endanlega ver- ið gengið frá samningum milli Húsa víkurbæjar og Sö.lufélags kísilgúr- verksmiðjunnar. Mun Sölufélag kísilgúrverksmiðj unnar byggja við höfnina tvær miklar vöruskemmur, en áætlaður kostnaður við þær er talinn munu nema 10 milljónum króna. Verður sú fyrri reist á næsta ári en sú síðari árið 1971. Tekur Hafnarsjóð ur Húsavíkur að sér að láta gera mikla hafnaruppfyllingu undir Húsavíkurhöfða og fær þar verk- smiðjan 11500 ferm. lóð, en þar munu vöruskemmurnar verða stað- settar. Ennfremur verður ráðizt í stór- felld hafnarmannvirki önnur við Húsavíkurhöfn og er áætlaður kostnaður við þær framkvæmdir talinn munu nerna 4.5 milljónum kr Framh á bls 6 Leitarflokkar ferjaðir yfir Seyðisá Víðtækar björguaaræfmgar á 70 slysavarnafélagar dvöldust þar um helgina Um helgina stóðu yfir æfingar I íslands. Björgunarsveitirnar hér i sveitir að nörðan og mættust þær ^bjírgunarsveita Slysavamafélags-| sunnanlands héldu til móts víö lá Seyðisárrétt á Kili. Þar reistu 1 Fyrir brottförina söfnuöust allir saman í tjaldbúðunum í Seyöisárrétt. Fremst standa félagar úr‘„Blöndu“ og „Skagfirðingasveit" að norðan og úr „Hjálpinnl“ á Akranesi aftar eru sunnanmenn úr Revkjavik og nágrenni.' þær tjöld sín og æfingarnar fóru fram í skínandi góðu veðri, laugar- dag ög sunnudag. Hér er brotið blað í sögu' björg- unarsveita Slvsavarnafélngsins því að sveitir að norðan og sunnan mættust þarna í fyrsta sinn uppi á öræfum tiil samæfinga. Liðlega 70 menn tóku þátt í æf ingunum og voru þeir frá 6 félög- um: Reykjavík, Hafnarfirði, Kópa- vogi, Akranesi Sauðárkróki og Blönduósi. Hannes Hafstein, eriiídreki Slysa varnafélagsins, stjórnaði æfingun- um, en hafði sér til fulltingis æf- ingaráð, sem var skipað formönn- um allra sveitanna. Mannskapnum var öllum skipt niður í 6 flokka og flokkstjórar settir fyrir hvern flokk Á laugardag gengu þessir flokkar á námskeið, þar sem ýmislegt var rifjað upp í sambandi við kompás og kort, slvsahjálp og fjarskipti. Eftir hádegi hófst formanna- og flokksstjóraráðstefna og radio- menn björgunarsveitanna- ræddust við og námskeið var haldið varö- andi sjúkraflutninga og loks verk- legar æfingar í framhaldi af þess- um námskeiðum. Um kvöldið var svo gengið til kvöldvöku þar sem hver björgun- arsveit lagði til sitt efni. Framh. á bls. 6. \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.