Vísir - 02.10.1967, Blaðsíða 6

Vísir - 02.10.1967, Blaðsíða 6
18 V í SIR. Mánudagur 2. október 1967. ELDGOS í VÆMDUM? Nýju hverimir, sem mynduðust. — í baksýn sést Reykjanesvitinn. Á hverasvæðinu á Reykjanesi hafa orðið þaö miklar breyt ingar, að þær benda tvímæla- laust til að eldgos geti verið í aðsigi. Öll einkenni benda til þess að gos geti hafizt með stuttum fyrirvara. — „Ef breyt- ingamar haida áfram og hver- imir verða öflugri á svæðinu á næstu dögum má telja fuUvist að gos hefjist", sagöi Jðn Jðns-- son jarðfræðingur, sem mest hefur rannsakaö jarðfræði Reykjanessins. Guðmundur Kjart ansson jarðfræðingur, sagði í viötali við Vísi, að óneitanlega væri breytingar mjög Ukar und- anfari selnasta öskjugoss, og það staðfesti Jón Jónsson. Jón benti þó á þann grundvailarmls- mun á breytingunum á hvera- svæðinu og undanfara Öskju- gossins, að á hverasvæðinu hafa ekki myndazt nýjar spmngur, heldur hefur öll hreyfingin orð- ið eftir gömlum sprungum. ÖUu alvarlegra væri, ef nýjar sprung ur hefðu myndazt eins og gerð- ist i Öskju, þar sem landsig varð og riýjir hverir komu upp fjarri þeim, sem fyrir vom. — Tveir nýir hverir, sem hafa myndazt á hverasvæðinu á Reykjanesi, komu upp þar sem áður var svokallaður Reykja- nesgeysir, en hann varð óvirk- ur árið 1918, þegar nýr leir- hver myndaöist, sem var kallaö ur „1918“. - Hverinn „1918” hefur hins vegar orðið að mestu óvirkur eftir að breytingamar hófust aöfaranótt laugardagsins og er nú aðeins gufuhver. Þegar tíöindamenn Vísis gengu um hverasvæðið i gær i fylgd með Sigurjóni Ólafssyni vitaverði í Reykjanesvita, var greinilegt, að mlkil breyting hafði orðið á hverasvæðinu. — Sigurjón, sem hefur verið með annan fótinq á þessum slóð- um síðan 1931 ,sagðist aldrei hafa séð aðrar eins breyttngar, þó að allmiklir jarðskjálftar hafi oft orðið á þessum slóðum. Sprungur hofðu myndazt i jörð ina víða og rauk upp úr þeim viða um svæðið. — Hverimlr tveir, sem höfðu myndazt sunn anvert við veginn, sem liggur í gegnum - hverasvæðið, vom mjög virkir og Gunnuhver svo kallaður hafði sótt sig miklð I veðrið, en að þvf er vitavöröur- inn sagði, hefur sá hver sífellt verið að minnka hin seinni ár. Jón Jónsson jarðfræðingur sagði hins vegar, að hann hefðl búizt við breytlngum á þeim hver, þar sem jarðhitinn heföi I sí- fellu verið að aukast þar í sum- ar og verið f nokkurri sókn. — Jarðskjálftarnir nú fyrir helgina hafi Ifklega rekið smiðshöggið á breytinguna og mætti þvi bú- ast við að „Gunna“ yröl enn sterkari á næstunni. Hverinn ber nafn ódæls og erflðs draugs, sem séra Eirikur f Vogsósum kvað niður, en nú virðast jarð- skjálftamir hafa vaklð draug- inn upp aftur og óvist að klerk- ar samtímans séu Jafnhæfir til slikra vandaverka sem að kveða draug niður og „kollegar" þeirra frá fyrri öldum. Séra Eirfkur hafði þann háttinn á, þegar hann kvað Gunnu niður, aö hann fékk hana til að elta hnoða, sem valt niður f hver- irih og hefur hún fram á þenn- an dag ekki getaö unnið mönn- um mein, fyrir utan það, aö einstaka menn hafa brennt slg á fæti, þegar þeir hafa stlgið niður úr hveraskorpunnl. Einkenni þess, að gos geti verið í aðsigi þama á Reykja- nesinu vom auk þess, sem að ofan er talið, miklir jarðskjálft- ar, sem jafnan koma á undan eldgosum, landsig ,sem hefur orðið norðvestan megin við veg- inn. Jarðskjálftamir hófust um 10-leytið á föstudagsmorguninn og hafa staðið yfir sfðan. Mest- ir urðu jarðskjálftamir aðfara- nótt laugardagsins og var þá ekki svefnsamt i húsi vitavarð- arins, sem er í aðeins nokkur Fjöldi áhugamanna f jarðfræði og myndatöku kom til að vlrða fyr- ir sér náttúruhamfarimar. — Þama skoðar Gunnar Pétursson tyx- ir sér sprungumar, sem mynduðust aðfaranótt laugardagsins. himdmð metra frá hverasvæð- inu. Þá um nóttina komu spmng ur i vitann. Sprungumar mynd- uðust allan hringinn rétt fyrir neðan mlðjan vita, bæði aö utan og innan. Em þessar sprungur til marks um styrkleika jarð- skjálftanna, þvi nokkuð þarf á aö ganga, áður en slík smiö sem Reykjanesviti fer að haggast. Veggimir neðst eru 3>4 metri á þykkt. Það verður athyglisvert að fylgjast með hvaða framvindu málin taka á Reykjanesinu næstu daga. Haldi breytingam- ar áfram af sama krafti, má telja fullvist, að gos hefjlst, en það ættl að koma f ljós á næstu dögum eða vikum. Vitavörðurinn f Reykjanesvita, Sigurjón Ólafsson, fyrir framan vitann. — Spmnguna í vitanum ber rétt fyrir ofan barðið á hatti Sigurjóns. t \ \

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.