Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vķsir

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Vķsir

						V1SIR. Miðvikudagur 1. nóvember 1967.
|—Listir -Bækur -Menningarmá^
Eirikur Hreinn Finnbogason skrifar bókmenntagagnrýni:
ARNÓR SIGURJÓNSSON:
ASVERJASAGA
HELGAFELL 1967. -390 BLS. - NAFNASKRA
í sverjasaga fjaHar um eina af
merkttstu og auðugustu ætt-
um landsins á 15. og 16. öld.
Ættin átti höfuðbói aö Ási' i
Kelduhverfi og hefur af ættfræð
ingum veriö ncfnd Langsætt, en
höf. hafnar þvf nafni og telur
skorta rök fyrir því, að for-
faðir ættarinnar hafi verið Jón
nokkur langur, sem talað er um
í heimildum, og velur i staðinn
nafnið Ásverjaætt.
Ás f Kekhmverfi var, þegar
sagan gerist, eitt af mestu höf-
uðbólum landsins. Nú er hann
sjaidan nefndur, en þeim mun
oftar minnzt á Ásbyrgi, Hljóða-
ldetta, Hóimatungur og Detti-
foss, og era allir þessir staðir
í lamdareign Áss, sem auk þess
á land allt norður að hafi. Sést
af því, að þarna er ekki um
neitt smábýli að tala. Nú er
•mest þetta landrými gróðurlitl-
ar auðnir, og hefur Jökulsá séð
fyrir þvl. Einar Benediktsson
dreymdi um að hún græddi það
upp að nýju. Má vera að sá
draumur eigi eftir að rætast.
| Ásverjasaga hefst á Finnboga
Jónssyni hinum gamla, sem bjó
að Ási um og eftir 1400. Hann
var auðugur að löndum og börn
um. Dottir hans Þórunn fylgdi
séra Jóni Pálssyni. sem nefnd-
ur hefur verið Mariuskáld.
Hann var einn af voldugustu
klerkum landsins á sinni tíð og
átti I deilum við biskupa eink-
um Jón Vilhjátaisson hinn
enska. Sonur JÓns Pálssonar og
Þórunnar var Finnbogi lögmað-
ur norðan og vestan fram yfir
1500. Hann bjó alla sína tfð f
Ási, kunnur f járafla og veraldar
hyggjomaður, og var af sumum
nefndur hinn Marfuiausi. Jðk
hann auð sinn og barna sinna f
hvívetna með mægðum og öðru
sýsli og þðtti lögfróður mjög og
skarpvitsr.
Sonur Finnboga Iðgmanns
var Þorsteinn sýslumaður í
Reykjahlíð, sem var einráður
um brennisteinsvinnslu f Þing-
eyjaa*sýshi um sfna daga. Syn-
ir hans voru Nikulás og Vigffls.
Konungur lét þá selja sér
brennisteinsnámurnar     1563
gegn miklum frfðindum. Kallar
höf. þá sfðustu Ásverjana.
Meginhhiti Ásverjasögu ger-
ist á þeim tímum Islandssög-
unnar, sem einna fáskrúöugast-
ar heimildir eru um — ef frá
eru teknar fyrstu aldirnar —
og einna minnst hafa verið kann
aðir. Heimildirnar eru nær ein
göngu fornbréf, að vfsu all-
mörg, en fábreytt að efni — eink
um dómar, kaupmálar og aðrir
samningar. Mikið kemur þar fyr
ir af alls konar nöfnum dómenda
og votta, sem engin saga fylg-
ir. Er mikffl vandi við slíkar
heimiWir að fást. Þar sem efnið
er svo fáskrúðugt, verður að
nota það út í æsar, og þarf
hugkvæmni til, en falla þð
hvergi í freistni staðlausra full-
yrðinga, t. a. m. um mannanöfn
o. fl. Úr þessum samtíma heim-
ildum hefur höf. Ásverjasögu
unniö nær eingöngu, og er engr
inn vafi á því, að hann hefur
skflað hér bæði gagntegu og
merku verki. Er gagnsemin
fyrst og fremst fólgin í því, að
hann hefur dregið saman úr
Fornbréfasafninu það efni, sem
fundið verður um sögupersón-
ur hans og gert marga hluti
.ljósari en þeir voru áður.
Hitt væri með ólíkindum, þar
sem svo margt getur orkað tví
mælis í heimildunum, að hann
hitti alltaf á hið rétta f álykt-
unum sínum. Mikilsverðast er,
að hann tekur engum eldri
skoðunum gagnrýnislaust og ve-
fengir,  ef honum finnast for-
Arnór Sigurjónsson
sendur bresta. Veitir sannarlega
ekki af því í íslenzkri sagn-
fræði, bæði að því er varðar
þetta tímabil sem og önnur,
enda er ósleitileg gagnrýni skil-
yrði þess, að einhverju þoki úr
stað. Hér mun verða risið upp til
andsvára við hinu og þessu, ekki
sízt nýjum ættfræðiskýringum,
og myndar bókin þannig um-
ræðugrundvöll, sem hefur ekki
annað en jákvætt í för með sér.
Af ættfræðiskýringum, sem
brjóta í bág við eldra álit,
mætti t. d. nefna það, að höf.
færir rök að þvf, að Brandur
Jónsson lögmaður á Hofi á
Höfðaströnd hafi verið sonur
Jóns Pálssonar, Maríuskálds.
Einnig rökstyður hann, að Ingi-
björg Pálsdóttir, kona Lofts
ríka, hafi ekki getað verið syst
ir Jóns Maríuskálds, en þvf mun
hafa verið haldið fram til þessa.
Rökin sem hann færir fyrir
hinu síðara viröast mér a. m. k.
sannfærandi, og er það mikil-
vægt atriði. Ættfræði hinnar
veraldlegu stéttar á þessum
myrku tímum er sfður en svo
gagnslaus fróðleikur, þvf að
hún skýrir oft bæði hegðun
manna og atburði sögunnar.
Mjög eru mik'ilsverðar rann-
sóknir og ályktanir höfundar
um brennisteinsverzlun íslend-
inga og áhrif hennar. Er varla
að efa, að þar er hann á réttri
leið, en samkvæmt kenningum
hans hefur brennisteinninn ver-
ið áhrifameiri um gang íslands-
mála en almennt hefur verið tal
ið.  '
En þó að margt sé sannfær-
andi í Ásverjasögu, mætti ef-
laust tína fram ýmis tortryggi-
leg atriði einnig. Það virðist
t. d. einkennilegt, að þegar séra
Jón Pálsson er kominn um átt-
rætt skv. áiiti hofundar um fæð
ingarár hans, þá ruskar hann
Húsavikurklerki svo á hlaðinu
á Grenjaðarstað, að sá síðar
nefndi verður frá að hverfa
og hefur þó vart verið meira
en miðaldra. Hafa einhvern
tíma verið töggur í Maríuskáld-
inu, ef þetta er satt um aldur-
inn, en svo virðist mér þö helzt
þurfa að vera, ef skáldið er
faðir Brands lögmanns.
Vitaskuld hlýtur bók sem
þessi að bera merki heimilda
sinna, Meginhluti hennar verð-
ur um málas^tapp, kaup og samn
inga, en að því er mannlýsingar
varðar er óhægt um vik. Enda
sinnir höfundur þeim ekki að
ráði, ef frá er skilin stutt saga,
sem hann skýtur inn, um Jón
Maríuskáld og Þórunni konu
hans. Er hún helzt til róman-
tísk til þess að vera mjög sann
færandi. Einnig fáum við
nokkra mynd af Finnboga lög-
manni, og þó væri ef til vill
ekki loku fyrir það skotið, að
hægt væri að komast nær þeim
manni. Hann fékk orð fyrir
lagaklæki og ásælni,  en  höf.
vill leggja meiri áherzlu á aðra
eiginleika hans. Eftir þennan
mann er til fjöldi dóma, og
minnist ég í því sambandi, aö
Páll Vídalín þóttist einu sinni
ná sér niðri á honum í Skýr-
ingum sínum við fornyrði lög-
bókar. Færði hann rök fyrir því,
að Finnbogi hefði vísvitandi
lagt ranga merkingu í orðiö
gagngjald- sjálfum sér f hag,
þegar hann gerði kaupmála dótt
ur sinnar og Sigurðar Þorleifs-
sonar. Segir slfkt vissulega
nokkra sögu um manninn, ef
rétt er. Mannlýsing er og fólg-
in í dómi þeim, sem hann kvað
upp yfir Torfa syni sínum, og
sýnir hún andstæðan þátt í fari
hans. Mætti ekki finna fleira
frá hendi hans, sem færði okk-
ur nær manninum?
Höfundurinn lætur prenta i
bókarauka þau Marfukvæði sem
eignuð hafa verið Jóni Pálssyni.
Engar óyggjandi sannanir eru
fyrir því, að Jón Pálsson hafi
ort neitt þessara kvæða, en
sjálf bera þau með sér, að hæp
iö er, að þau séu eftir sama
skáldið. Viröast þau því naum-
ast eiga heima hér í sagnfræði-
riti, þar eð enga mannlýsingu
er Ieyfileg^ af þeim að draga,
meðan ekki er fullvíst um fað-
ernið. I þvf efni mundi t. a. m.
eigi skipta litlu hvort Jðn Páls-
son væri höfundur Marfulykils
eða Sankti María, móðir mild,
en þessi kvæði eru svo ólík að
efni og formi, að þau geta
naumast verið eftir sama mann.
En hvað sem slíkum smáatr-
iöum liður er óhætt að fullyrða,
að Ásverjasaga er merkt rit,
sem mikill fengur er að fá, og
eiga þeir menn, sem framtak
hafa og dugnaö til að leggja á
sig slfka söguritun f tómstund-
um sínum, eigi litlar þakkir
skildar.
E. H. F.
Fó n 1 i s t
Halldói Haraldsson skrifar tónlistargagnrýni.
Sinfóríiulrljömsveit Islands:
3. tónleikar
TTljómsveitin hóf tónleika að
þessu sinni á hinum gamal-
kunna Oberon-forleik Webers
undir stjórn finnska hljómsveit
arstjórans, Jussi Jalas. Flutn-
ingur verksins kom yfirleitt vel
út, svo að tónleikagestir kom-
ust strax f konsert-stemningu.
Ekki verður sú stemning langlif,
því að i næsta verki, fiðlukons-
ert Síbeliusar, tóku að berast
dularfull högg að ofan niður
gegnum hinn dýrlega plast-
himin. Olli þetta því, að bæði
tónleikagestir og hljórnsveitar-
menn tóku að horfa upp í loft,
rétt eins og von væri á — eng-
inn vissi hverju! Orsök þessara
högga var langt í frá dular-
full, ósköp raunveruleg og von-
andi endurtekur slfkt sig ekki.
Truflaði þetta eðlilega áheyrn
alla, þótt sumir hérlendir fari
nú orðið að verða því vanir að
hlýða á tónleika með undirleik
hurðarbanks o. fl. Samt tókst
að halda uppi nokkurri athygli,
þar sem hér var mjög góður
einleikari á ferð, Ruben Varga
frá Bandaríkjunum. Það er furðu
legt, hvaða hömlur mannsand-
inn getur yfirstigið, þegar óbil-
andi viljastyrkur og áhugi er
annars vegar. Eins og getið var
um í blöðum, missti Varga sjón
11 — 12 ára. Það er vissulega að
dáunarvert og uppörvandi að
sjá og heyra, hve vel yéinn mað-
ur getur yfirstigið slikar höml-
ur. Allur leikur hans einkenn-
ist af músikalskri innlifun i
verkið, „intónasjón" mjög hrein
og örugg.
Tök     hljómsveitarstjórans
nutu sín bezt í „Eldfuglinum"
eftir Stravinsky (eða „Eldflaug-
\
inni" eins og misritaðist í Morg
unblaðinu)! Svítu þessa úr upp-
runalega verkinu frá 1910, mun
Stravinsky hafa gert 1945 —
og var hér notuð, að þvf er
mér skilst. Til er enn nýrri
og endurbætt útgáfa, sem mér
persónulega þykir betri, sérstak
Iega síðari þátturinn. 1 þeirri
útgáfu, sem hér var leikin, er
hin áhrifamikla stígandi loka-
þáttar mjög stutt og snubbött
miðað við nýrri útgáfuna. Ým-
islegt var hér vel gert, en of
langt yrði þaö upp að telja.
Inngangur hefði mátt vera dul-
arfyllri (í cellðum og kontra-
bössum), synkópan í stefinu í
dansi Kasjtsjeis meö meiri á-
herzlu, — annars varð þetta
nokkuð góður flutningur í heild.
Hvernig skyldi heyrðar-mál-
inu ganga? í þessum greinum
vár f fyrra oft vikið að hinni
slæmu heyrð, sem í Háskóla-
bíói er og hvaö unnt væri að
gera til úrbóta.. Væri.mjög vel
þegið og fróðlegt, ef einhver
grein yrði fyrir þessu gerð t.
d. f rabbgrein efnisskrár.
VANIR MENN
NÝTÆKI
TRAKTORSGRÖFUR
TRAKTORSPRESSUR
LOFTPRESSUR
VELALEIGA
simon simonar
SÍMI 33544
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16