Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 2

Vísir - 07.09.1968, Blaðsíða 2
|2 V í SIR . Laugardagur 7. september 1968. MINNING: Hannes Jónsson bóndi að Núpsstað ' Tjað var áður en ég kynntist þeim merka manni, Hannesi Jónssyni, pósti og bónda að Núps- staö 1 Fljótshverfi, að ég spurði kunningja minn, Gísla bónda að Melhól í Meðallandi, eitthvað á þessa leið: „Hvað segirðu mér um Hannes póst á Núpsstað?" Hann svaraði á sinn snaggaralega hátt og brosti í kampinn: „Móðir hans var bara 15 ára, þegar hún ól hann, — en það ber ekki á öðru en hann hafi dugað vel, þó að móðirin væri eiginlega gimbur, þegar hann gafst henni.“ Það er víst bezt að koma strax með það, að Hannes var fæddur að Núpsstað 13. janúar 1880 og bjó þar alla sína tíð þar til hann lézt þann 29. ágúst síðastl. Kvæntur var hann Þórönnu Þórarinsdóttur úr Meðallandi, og eignuðust þau hjón tíu börn. Faðir Hannesar var Jón Jónsson póstur og móðir hans Margrét Eyjólfsdóttir. Hún eignaöist Hannes aðeins 15 ára og mun vafalítið hafa verið ein af yngstu mæðrum Islands sinnar tíð- ar. Foreldrar hans vildu giftast, en fengu því ekki framgengt gegn vilja Eyjólfs, föður Margrét- ar, sem hafði fyrirhugað henni ann að mannsefni, en ekkert varð held ur úr þeim ráðahag, því að hún lézt úr mislingum, aðeins tveim árum eftir fæðingu Hannesar. Við erum á leiö að Núpsstað og eigum skamman spöl eftir. Ég staldra þá við til þess aö tveir af samferðamönnum mínum, sem ekki þafa áður komið svo langt austur, gætu virt fyrir sér álengd- ar bæjarstæðið að Núpsstað. Núpsstaður er austasti bærinn i Vestur-Skaftafellssýslu. Hann stendur fallega í stóru sléttu en hallandi túni. Bærinn snýr til suð- ur. Bæjarhúsin eru sum fom, eink- um munu smíðjan og skemman vera gömul. íbúðarhúsið er miklu yngra. Langelzta byggingin á staðnum er trúlega gamla bænhúsið, sem stend- ur austanvert við bæjarhúsin í miðjum kirkjugarði. Til forna hét Núpsstaöur ,,at Lómagnúp", og er þaö ofur auðskilið, því að fjallið mikla, sem rís mót himni einum þrem kílómetrum austan við bæ- inn, snarbratt og tignarlegt, setur svip sinn á allt þetta hérað, svo langt sem séð veröur, hvort heldur er að au§tan eða vestan. Þó er þarna ærin glæst og reisnarleg fjallsýn. Þessi einstæði fjallrisi, sem rís þverhníptur upp af Skeiðarár- sandi er eitt frægasta fjall á íslandi. — Núpsstaður stendur í skjóli hans og skugga. — Allt frá því á söguöld leikur goðsagnaljómi um þetta fjall, enda áttu þeir margir leið hjá honum, sem til Al- þingis riðu af Austurlandi og munu þá vafalaust oft hafa staldr- að við og virt þetta kynjabjarg fyrir sér jafn forvitnilega og við niðjar þeirra gerum enn í dag. — Má þessa áhrifamagns gnúpsins á hetjur sögualdar bezt marka af frá- sögn Njálu af draumi Flosa eftir Njálsbrennu. Flosi segir Katli úr Mörk draum sinn og mælir svo: „Mik dreymdi þar, at ek þótt- umsk vera at Lómagnúpi ok ganga út ok sjá upp til gnúpsins. Ok opnaðisk hann, ok gekk maðr út ór gnúpinum ok var I geitheðni ok hafði járnstaf ( hendi. Hann fór kallandi ok kallaði á menn mína, suma fyrr, en suma síðar, ok nefndi á nafn.“ Flosi spuröi Lómagnúps- búann meðal annars nafns, en „hann nefndisk Jámgrímur.“ Réði Ketill draum þennan, á þann veg að allir myndu þeir feigir vera, sem Jámgrímur baföi kallað, og varð sú og raunin á. Þegar við komum í hlað á Núps- staö, var þar fyrir Eyjólfur, sonur Hannesar, og var hann að kljúfa rekavið í girðingarstaura, en Hannes kom strax til móts við okkur. Hann er lágur á velli, en furðu beinvaxinn, þrátt fyrir þá átta áratugi, sem hann hefur að baki. Hann er mjög grannholda, rjóðleitur í andliti, skeggið grátt og fellur niður á bringuna. Háriö er þykkt og steingrátt; lubbinn þétt- ur, rétt eins og á fermingardreng, enda er maðurinn álíka léttstígur. Hendur hans eru stórar, miðað við líkamsstærð. Þetta eru vinnuhend- ur, _ hagar hendur, eins og ég á eftir að komast að raun um. Hann er í bláum nankinsfötum með der- húfu og hefur þann ávana að taka hana við og við ofan og nudda derinu í kollinn. Hann leiðir okkur í bæinn. Held- ur er lágt til lofts í stofunni, fer þó vel, er við hæfi hjónanna, sem bæöi eru smávaxin. Einhver þokki hvílir yfir heimjlinu, það ber á sér blæ frá liðinni tíð. Þarna stendur til dæmis gamall legubekkur með sveigðum örmum, og með fótum gerðum úr rekavið á staðnum. Lít- ið orgel, er þama, smíðað á Eyrar- bakka árið 1880, keypt að Núps- stað 1906. Á veggnum er fallega ofið íslenzkt veggteppi og útsaum- ur og bróderingar em á veggjum og borði. Þóranna húsfreyja ber okkur nú kaffið, og þá gefst tækifæri til þess að inna Hannes eftir einu og öðru forvitnilegu. Hann er fús til að leysa úr mörgum spurningum varðandi hérað og íbúa og eitt og annað um starf sitt sem landpóst- ur, en það starf hóf hann árið 1917 og gegndi þvi um marga ára- tugi. Því og annarri leiðsögu voru samfara mikil ferðalög og oftast lágu lejðirnar yfir þau erfiðu vatna- svæði, sem liggja milli Núpsstaðar og Öræfa, en á þeirri leiö eru hin miklu vatnsföll Núpsvötn og Skeiðará og á milli er hinn um það bil 25 kílómetra langi Skeiöar- ársandur. Hannes segir mér frá hellinum, sem hann fann í fjallinu skammt frá bænum. Þar voru tvö flet — og var líkast því, sem þar hefði veriö mannabústaður um lengri eða skemmri tíma. Nú er hrunið fyrir þennan helli. — Ég inni hann eftir Kötlu, líkum fyrir gosi, en hann telur Kötlu gömlu ekki á sínu svæði. — Honum nægja Gríms- vötn og Skeiðarárhlaupin. Erfiðari er Hannes viðfangs, þegar maður vill fá að heyra eitt- hvað um afrek hans og lífsháska- leiðangra á jökli og í vatnsföllum, því að hann er meö afbrigðum yf- irlætislaus og hógvær. Má það bezt af því marka, að hann kvað ein- hverju sinni hafa sagt um sjálfan sig: „Og það vita allir, sem mér hafa kynnzt, aö maðurinn er ekki lík- legur til stórræða ... og myndi helzt líkjast Bimi, fylgdarmanni Kára Sölmundarsonar, ef farið væri að geta einhverra afreksverka og stórræða ... Og hafi ég lent í einhverju misjöfnu, sem að sönnu hefur komið nokkrum sinnum fyr- ir, þá hef ég líka verið svo hepp- inn, að jafnan hefur allt farið vel, þótt hálfilla liti út: „En það hefur annar staðið við stýrið, og stjórnin hans gefizt svo vel, og þá var ég öruggur ætíð, — oft einmana á lítilli skel.“ Það tekst þó að fá hann til þess að viðurkenna, að hann hafi bæði lent í lífsháska við að ríða Jökulsá Hannes bóndi á Núpsstaö. Bænhúsið í baksýn. Ljósm. Páll Jónsson. á Breiðamerkursandi og í Skeiðará, og sömuleiðis, að lánlega hafi til tekizt, þegar hann slapp undan Skeiðarárhlaupinu árið 1922. Svo tínist það upp úr honum að lokum, að hann hafi líka eitt sinn verið kominn í sandbleytu, þessa ægilegu sandbolla, sem verða til undan jök- ulmolum, sem hafa sokkið í sand og bráðnað, en skiliö eftir þakta fallgryfju, sem getur auðveldlega gleypt bæði mann og hest og skil- að hvorugum til baka. Þegar talið snýst að villta fénu í Núpsstaðaskógi, þá er hann fús til að segja mér frá: „Jú,“ segir hann. „Upphafið var, að einhver prestur flutti úr I Öræfum í Meðalland og var fé hans rekið, sem leið liggur, en úr I þeim rekstri misstu þeir af tveim ám. Já, þetta var upphafið. Svo fer hann aö segja mér frá I fornmannaveginum, sem hann tel- I ur sig hafa fundið, og hann fer j með okkur út til þess að sýna ; okkur vegarstæðið. Þetta er spotta- kornsgangur, og ég spyr: „Þreytistu ekki af göngu?“ Svarið er stutt og laggott: „Get gengið ennþá.“ Það sjást þarna vissulega einhver einkennileg — að því er virðist — mannaverk. Það sér greinilega, að steinum hefur verið kastað úr slóð 1 og raðað með nokkurri reglu í j brúnir, sem víst eru einir sex metrar á milli. — Svo segi ég þá: „Hvers vegna höfðu þeir veginn svona breiðan?" Hann svarar: „Jú, þeir vildu ríða samsíða og höfðu oft marga hesta til reiöar." Ég bið hann nú um að sýna mér gamla bænhúsið, og hann gerir það fúslega. Það stendur eins og áður getur, í miðjum kirkjugarðinum, sem er girtur hlöðnu grjóti og tyrft að ofan. Hlið er á garðinum. Sjálft er húsið mjög lítið. Það er hlaðið úr torfi, grasigrónir veggir og þak, en gaflar úr timbri. Á vesturgaflinum er hurð með kop- arhring í og gamalli læsingu. Fyrir ofan dyrnar er lltill gluggi með tveimur rúðum i. Á austurgaflin- um er hins vegar dálítið stærri gluggi með fjórum rúðum í. — Hannes lýkur bænhúsinu upp og segir: „Til skamms tíma var þetta notað sem skemma, en þó alltaf kallað bænhús. Nú hafa þeir hjá fornmenjasafninu gert þetta allt í stand." Við Hannes tyllum okkur á bekk- ina. Þótt guðshúsið sé lltið, er þarna forkirkja og kór og loft yfir. Þar uppi er fornleg kirkju- klukka, og lafir strengurinn niður um gat I loftinu. — Þetta er ákaf- lega fallegt lítið bænhús, og yfir því gamall helgiblær. Gæti ég vel búizt við, að þar gætu.menn fullt eins vel fundið hvfld og komizt í trúarlegar hugleiðingar eins og í stórum, sjaldan smekklegum, köld- um og hálftómum, steinkumböld- um. Gísli Gestsson hefur ritað fróð- lega grein um sögu þessa litla guðshúss í Árbók Hins íslenzka fornleifafélags 1961, og leiðir hann rök að því, að upphaflega muni hús þetta hafa verið byggt árið 1657 af Einari nokkrum Jónssyni. Bænhús muni það hafa verið 1765 —1800, eftir að það hafi verið af- lagt sem kirkja. Síöan hafi það verið skemma, þar til Þjóðminja- safniö tók þaö nýverið í sína um- sjá og lét eftir ábendingum Gísla færa það til fyrra horfs. — Er það sánnarlega þakkarvert. Eftir að við höfum skrafað sam- an drjúglanga stund i bænhúsinu, rís öldungurinn á fætur, því að vinnutíma hans er enn ekki lokið. — Hann er oft langur vinnutíminn á afskekktum sveitabæ um hábjarg- ræðistímann. Þegar við göngum um hlaðið, lýkur Hannes upp gömlu smiðjunni. Ég geng inn og sé, að skeifa liggur á steðjanum, og svo spyr ég: „Ert þú að smíða þessa?“ „Svo á þaö víst aö heita,“ er svarið. Áður en við göngum úr smiðju, tekur hann ofan af vegg mjög gamla og nokkuð ryðgaða, en vel stóra jöklamannsbrodda, sem hann hefur sjálfur smiöað og gengið á um harða jökla. Þeir hafa verið honum hald og traust i heljarferö- um, en nú gefur hann mér þá til minja, og minnist ég þá lýsingar þeirra Pálma rektors Hannessonar og dr. Niels Nielsens í bókinni Vatnajökull á æðruleysi og áræði Hannesar i jökulgöngum. Sló ég þeim kafla upp, þegar heim kom, og er þar sagt frá því, þegar gosiö varð í Grímsvötnum 1934 og jökul- hlaupið mikla. Þá brá Hannes sér bara yfir skriðjökulinn þveran, var í Öræfum, en vildi heim. Frásögn þeirra er þannig: „Þessi för var farin á þeim tíma, þegar mestar voru hamfarirn- ar í jökulhlaupinu. Undir jöklinum svall ægilegt vatnsflóð, og sandur- inn fyrir neðan var orðinn að risa- vaxinni :.ióðu. Þennan sama dag hófust gosin í Grímsvötnum. Eld- brestir og reiðarslög dundu yfir jöklinum, og 13 kílómetra hár öskumökkur, ristur leifturlogum. reis við himin yfir höfðum þeirra félaga. En ekki Iét Hannes aðra eins smámuni aftra ferðum sínum, þv£ að hann þurfti að komast heim fyrir páskana". — Svo mörg voru þau orð. Gamli landpósturinn fylgir okk- ur út að hliði og segir: „Ef þig langar til þess að vita eitthvað nákvæmar um þetta, sem þú varst að spyrja, ég meina villta féð og forna mannaveginn, þá skrifaðu mér, og ég skal þá kannski reyna aö svara þér einhverju til“. Við kveðjum Hannes póst og bónda að Núpsstað, og ég er enn einni minningunni ríkari um sér- stæöan og merkan mann, fulltrúa atvinnustéttar, — landpóstanna, afreksmenn, sem nú heyra sögunni til. — Hanrv er vissulega brot úr fornu bergi. Við höldum heim á leiö, og senn hverfur Lómagnúp- urinn líka i fjarska .... TVTokkur ár eru liðin frá því þetta var rítað. Síðan hefi ég oftar en einu sinni heimsótt bóndann að Núpsstað. Hann var jafnan höfð- ingi heim að sækja og öðrum frem- ur voru þau hjón híbýlaprúð og elskuleg gestum, sem að garði bar, þótt Hannes kunni i fyrstu að virðast ókunnugum fáskiptinn. 1 eðli var hann glaðlyndur og æðru- láus maður og sérlega skilmerki- legur í frásögn. þegar maður gat fengið hann til þess að leysa frá fróðleiksskjóðu sinni. Mjög var hann hógvær um eigin svaðilfarir og margan háskann, sem varð á vegi hans á úfnum jökli og f belj- andi vatnsföllum. Hannes var traustur maður og naut lika trausts manna, bæöi þeirra, sem hann fylgdi um torleiði og þeirra, sem hann átti samleið meö í lífinu. — Við andlát hans er einn síðasti landpósturinn fallinn í valinn. Er þar lokið í senn merkum og erf- iðum kapítula i íslenzkri sam- göngusögu. Bóndinn að Núpsstað hefur kvatt okkur, en Lómagnúpur mun enn standa um ókomna tfð og minna á bóndann. sem bjó á bænum í skugga fjallsins, og hljóð- um orðum segja okkur afrekssögu íslenzku landpóstanna. Ættingjum og vinum Hannesar Jónssonar, bónda að Núpsstað, sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Birgir Kjaran. TEKUR ALLS KONAR KLÆÐNlNGAR FLJÓT OG VÖNDUÐ VINNA ÚRVAL AF AKLÆÐUM IAUQAVEO 62 - SlMI 10625 HEIMASIMI 63654 BOLSTRUN SvefnbekKir l nr aii á * erkstæðisverðl. -r-» 30435 Tökuro að oKkur nvers konar múrbr. .■ og sprengivinnu i húsgrunnuro og ræs um. Leigjuro út loftpressur og víbn sleða Vélaleiga Steindórs Sigbvats sonai ÁlfaorekkL viö Suðurlands brauL simi 30435

x

Vísir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.