Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 15

Dagur - 07.03.1998, Blaðsíða 15
X^HT LAUGARDAGUR 7. MARS 1998- 31 Tískustraumar og stefnurláta skíðafatnaðinn ekki vera. Hvortsem litið er til svigskíða, gönguskíða eða snjóbretta má sjá breytingar áfatnaðifrá ári til árs. Dagurskoðaði skíðatískunaþennan veturinn. „Á gönguskíðum skiptir miklu máli að vera í léttum fatnaði, helst fatnaði sem andar,“ segir Tómas Bjarnason hjá Utilífi. „Fólk er á stöðugri hreyfingu og þarf því ekki eins hlýjan fatnað og á svigskfðum. Mikið er um léttar vattbuxur og jakka eða úlpu og mér finnst t.d. betra að vera í tvískiptum fatnaði en heil- um galla, því það gefur færi á að fara úr að ofan og vera þá kannski í flíspeysu innan undir. í heilum galla er aftur á móti meiri hætta á að menn svitni og verði of heitt. I raun og veru er hægt að nota sama fatnað á gönguskíðum og fólk notar á gönguferðum þó gönguskíða- og meiri líkur séu til að fólk svitni.“ Sniðin eru þröng „Nú eru öll snið í almennum fatnaði þröng," segir Tómas, en skíða- og útivistarfatnaður enn víður. En ég á von á því að hann þrengist innan tíðar, til að fylgja tískunni. Þegar farið er á svigskíði, þá eru stretsbuxur að verða mjög vinsælar aftur. Þær voru í tísku hér fyrir nokkrum árum en hurfu nánast. Það er talsvert mikið um að fólk sé í heilum göllum á svigskíðum, en þó held ég að tvískiptu gallarnir séu að ná meiri vinsældum af fyrr nefndum orsökum," bætir hann heldur ekki gleyma hönskum og húfum rið er í snjó og þegar sólin skín er gott að nota sól- gleraugu, eða skíðagleraugu með lituðu gleri. Sokkar úr hlýj- um gerviefnum eru góðir, þeir eru ekki mjög þykkir, en hleypa í gegnum sig rakanum. Það er að mörgu Ieyti betra að klæða sig í mörg lög, fremur en að klæðast i mjög þykkar flíkur þegar farið er á skíði. Húfur, eyrnabönd og vettlinga er nauðsynlegt að hafa. Vindþétt flísefni er vinsælt til að nota í slíkt og hægt er að fá hanska og lúffur með Goretex vatnsvörn og góðri einangrun, mismikið eftir því hver notkunin er. Vítt og breitt á brettuniun Það er verslun í Göngugötunni á Akureyri, Holan, sem sérhæfir sig í sölu á brettafatnaði og öllu því sem 7— C3 vt« tengist snjóbrettum og hjóla- brettum. Þormóður Aðalbjörns- son, annar eigenda Holunnar, segir þennan fatnað ótrúlega vinsælan hjá ungu fólki og alls ekki notaðan eingöngu í þeim tilgangi að vera í honum þegar farið er á bretti. Tískan í brettunum og Jn'í sem þeim fylgir breytist töluvert á milli ára og segir Þormóður þar um eðlilega þróun að ræða þar sem fötin verði sífellt betri og þægilegri. Brettunum fylgi Iíka ákveðinn lífsstíll, ekki eingöngu í fatnaði heldur líka í tónlist, en það sé misskilningur að fötin sem keypt voru við brettið í fyrra séu hallærisleg í ár. Eðlilegast sé að endurnýja fötin reglulega og blanda saman því sem maður á og hefur keypt sér milli ára. Þeir sem á ann- að borð eru duglegir að stunda brettin, eiga brettafatnað, en það er ekki hann sem gengur fyrir. Fatnaðurinn er hins vegar ákaflega þægilegur og sér snið- inn íyrir þessa hreyfingu sem fylgir brettunum. Þau eru létt og þunn en þurfa samt að halda góðum hita. Það er Iíka nauð- synlegt að þau séu víð. Kostnað- urinn við að koma sér upp græj- um er töluverður en auðvelt er að kaupa sér t.d. notuð bretti og ódýrari fatnað. „En það er ekki nóg að vera flottur í Fjallinu en geta ekkert á bretti, þó eflaust séu einhverjir þannig. Það er bara úreltur hugsunarháttur," segir Þormóð- ur að lokum. hb/vs

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.