Dagur - 12.05.1998, Blaðsíða 4
20 -ÞRIDJUDAGUR 12. MAÍ 1998
ro^tr
LIFIÐ I LANDINU
„Kannanir sýna aö
almenningur eryf-
irieitt mátfallinn
flestu sem frá
þessari stjórn
kemur enda sitja í
henni landsbanka-
flokkarnir tveir,
sem gerðu réttast í
þvi að taka upp þá
hugmynd sem
Hannes Hólm-
stelnn fékk og var
góð: að sameinast
um grímulausa
hagsmunagæslu
sína.“
Samkvæmt skoðana-
könnun sem birtist í DV í
gær eru um 70 prósent
Iandsmanna andvíg tertu-
frumvarpi félagsmálaráð-
herra. Það er ekki að
undra. Kannanir sýna að
almenningur er yfirleitt
mótfallinn flestu sem frá
þessari stjórn kemur
enda sitja í henni lands-
bankaflokkarnir tveir,
sem gerðu réttast í því að
taka upp þá hugmynd
sem Hannes Hólmsteinn fékk og var góð:
að sameinast um grímulausa hagsmuna-
gæslu sína. Onnur nýleg skoðanakönnun
sýnir hins vegar yfirburðafylgi þessarar
ríkisstjórnar meðal almennings. Fólkið
styður stjórnina en ekki stefnumál henn-
ar. Fólk styður stjórnina til allra illra
verka.
Þversögn? Stúpid þjóð í vanda? Nei,
öðru nær. Fólkið veit sem er að það hefur
enn sem komið er engan valkost. Það lít-
ur enn á litlu flokkana eins og leiðinlegu
krakkana sem hafðir eru útundan í
bekknum. Það veit sem er að liðsoddar
þeirra harma það eitt að fá ekld að vera í
stjórn með Davíð. Davíð er í huga okkar
óhjákvæmilegur forsætisráðherra; hann
er eins og suðvestanáttin hér í bænum;
hann er hlutskipti okkar.
***
Utúrdúr: A dögunum komu fregnir af
áformum fólks í svokölluðum vinstri armi
Alþýðubandalagsins um að stofna nýtt
stjórnmálafélag, ef ekki flokk, til þess að
andæfa sameiningaráformum A-flokk-
anna. Þetta voru góðar fréttir. Nú fær
fólk sem andvígt er markaðshlutanum af
hinu blandaða hagkerfi Ioksins vettvang
sem því hæfir, og fari allt á besta veg
kann að koma út úr þessari þróun allri
flokkakerfið sem ég var að stinga upp á
fyrir nokkru við úfnar undirtektir Alla-
balla: breiður jafnaðarmannaflokkur og
svo aftur lítill sósíalistaflokkur til vinstri
sem veitir nauðsynlegt aðhald í velferðar-
og umhverfismálum án þess að bera of
mikla ábyrgð með setu í ríkisstjórnum.
Þessi áform sýna að fólkið sem tekið hef-
ur í arf að líta á kratana sem höfuðstoð
auðvaldsins, fólkið sem er andvígt kredit-
kortum, interneti, vídeói og litasjónvarpi
situr ekki lengur í miðju flokksins og
stjómar ferðinni heldur er það komið út í
horn.
***
70 prósent landsmanna eru andvíg tertu-
frumvarpinu. Við þekkjum nefnilega
stjórnarflokkana og hljótum að bregðast
við af alefli þegar sýnt þykir að nú standi
til að afhenda gæðingum öll gögn og
gæði á hálendinu án þess að hirða um al-
mannaheill, en það hugtak er stjómar-
flokkunum óskiljanlegt. Nú þegar tekist
er á um hálendið og skipulag þess í fram-
tíðinni og yfirráð yfir þvf er það þyngra en
tárum taki að ekki skuli vera starfandi í
landinu umhverfisráðuneyti. Talsmaður
grund-
aður
ótti
ríkisstjórnarinnar í þessum málaflokki
sem þar á bæ er flokkaður undir hryðju-
verk er Halldór Asgrímsson en eins og
þjóð veit hefur hann þá stefnu í umhverf-
ismálum að ganga í selskinnsjakka. Eftir
að Guðmundur Bjarnason sem ber titil-
inn umhverfisráðherra gerði sig sekan um
þá óhæfu að átta sig á tilgangi loftlags-
ráðstefnunnar í Kyoto fær hann ekki að
tjá sig um neitt sem umhverfí viðkemur -
ekki einu sinni sem Iandbúnaðarráð-
herra.
Það er full ástæða til að óttast þetta
frumvarp Páls Péturssonar. Þegar fólk vill
að farið sé hægt í að úthluta yfirráðum
yfir þessari auðlind þá er til dæmis um að
ræða velgrundaðan ótta við að reist verði
skringileg hús. Að í miðri tign öræfanna
rísi einhvers konar Hveragerði - ef ekki
hreinlega einhvers konar íslenskt Las
Vegas, eða hvað annað sem fjárþurfi
braskarar í litlum sveitafélögum með góð
tengsl inn í kvótaflokkana láta sér detta í
hug að taka upp á til að verða sér úti um
auðfenginn gróða.
Það er til dæmis um að ræða velgrund-
aðan ótta við að hálendið verði allt
gaddavír vaxið, þessu eftirlæti íslenskrar
bændastéttar sem ásamt hinu eftirlæti
bændastéttarinnar, skurðunum, hefur svo
víða gefið landinu okkar ásýnd sem minn-
ir einna helst á myndir úr fyrri heimstyrj-
öldinni.
Það er til dæmis um að ræða velgrund-
aðan ótta við að úthlutun á þeim gæðum
sem hálendið geymir verði ámóta réttlát
og þegar hafsins gæðum var deilt út til
útvalinna undir forystu Halldórs Asgríms-
sonar.
Það er til dæmis um að ræða velgrund-
aðan ótta við að verið sé að opna Lands-
virkjun Ieið til að róta og raska og eyði-
leggja og sökkva - og umturna viðkvæmu
vatnakerfí landsins með ófyrirsjáanlegum
afleiðingum undir því fororði að ef ekki
komi stóriðja bíði Islendinga miðalda-
myrkur, fátæktarhokur og sultarlíf.
***
Það er um að ræða velgrundaðan ótta.
Við þekkjum okkar stjórnarherra; landinu
er stjórnað ennþá af úthlutunar- og
skömmtunarstjórum af sauðarhúsi Sverr-
is Hermannssonar. En þetta snýst líka
um sýn. Pétur Gunnarsson rithöfundur
sagði nýlega í erindi um Daginn og veg-
inn í útvarpinu: „Oræfín eru dulvitund
Iandsins og það er í dulvitundinni sem
draumarnir búa og sköpunin, allt sem er
dýrast og upprunalegast." Þar mælir Pét-
ur manna heilastur að vanda. Gæði öræf-
anna felast f því að þau eru ósnortin.
Gildi þeirra er að gildi þeirra er ekkert.
Þetta er ómanngerð náttúra; og eftir því
sem árin líða og taktföst og eintóna og
grá og malbikuð menningin skríður með
sömu skiltum sínum yfír allar deildir jarð-
ar eykst sífellt gildi staða á borð við öræfí
Islands. Þau eru eitt af því fáa sem er eft-
ir í heiminum sem ekki er einnota. Þau
eru eitt af því fáa sem eftir er í heiminum
þar sem heyrist í Almættinu.
UMBÚDA-
LAUST
Á slóðum Njálu og NóMsskáldsins
Jón Karl Helgason á mikið hrós
skilið fyrir bók sína Hetjan og
höfundurinn, sem nýlega kom út
hjá Máli og menningu. Þetta er
skemmtileg og áhugaverð bók, og
reyndar býsna frumleg í efnistök-
um. Ein meginhugmynd Jóns
Karls í þessu verki er að höfund-
urinn hafi leyst hetjuna af hólmi
sem mest áberandi persónan í
menningarsögu landsmanna, og
Jón Karl skautar fyrirhafnarlítið
milli Njáls sögu og Nóbelsskálds-
ins meðan hann styður þessa
skoðun sína góðum rökum. Þetta er bók
sem allir aðdáendur Njáls sögu og Hall-
dórs Laxness ættu að fagna innilega, og
það er enginn smáhópur sem fyllir þann
flokk.
MEIMiMIIMGAR
VAKTIN
Kolbrún
Bergþórsdóttir
skrifar
Það er erfitt að lýsa þessari bók
í stuttu máli, svo víða kemur höf-
undur við. Einn kafli bókarinnar
Ijallar um viðhorf þjóðarinnar til
þeirrar Iánlausu og taugabiluðu
dekurrófu Hallgerðar langbrókar.
Annar, og sá kostulegasti, segir
frá sérkennilegum atburðum þar
sem lifendur fullyrða að þeir hafi
komist í dulrænt samband við
persónur Njálu. Málarekstur og
vafstur vegna umdeildrar útgáfu
Halldórs Laxness á fornsögum
með nútímastafsetningu fær mik-
ið vægi og úr því máli býr Jón Karl til
leikþátt. Að mínu mati heppnast sú til-
raun ekki fyllilega, gerir sig einfaldlega
ekki á prenti. En hvað um það, Jón Karl
hefur skrifað sérlega læsilega og eftir-
Jón Karl Helgason, rithöfundur, á hrós skilið fyrir nýútkomna
bók, Hetjan og höfundurinn. Bókin er áhugaverð og frumleg í
efnistökum.
tektarverða bók sem byggir á traustri
fræðimennsku án þess að úthýsa létt-
leikanum. Þetta er ákaflega skemmtilegt
verk um hið sterka og nána tilfinninga-
samband fólksins £ landinu við bók-
menntir sínar, höfunda þeirra og persón-
ur.
Að lokum verður að geta bréfs Ragn-
ars í Smára, skrifað í desembermánuði
1955, þar sem hann lýsir Nóbelsverð-
launahátíðinni og birt er í bókarlok.
Þetta er frábærlega skemmtilegt bréf,
fullt af húmor og tilfinningu. Þegar
maður les það þykir manni mikið mein
að Ragnar skyldi ekki hafa sett endur-
minningar sínar á blað. Þær hefðu orðið
dýrðleg lesning.