Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 5

Dagur - 08.04.2000, Blaðsíða 5
 LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2000 - 21 E NN í NGARLÍFÐ Walter Benjamin: fræðimaður áflótta Bandaríski listamaðurinn Matthew Barney í kvikmynd sinni Creamaster 4: Benja- min sá fyrir að kvikmyndir myndu breyta bæði skynjun okkar og afstöðu til mynd- listar. Hugsuðurinn Walter Benjamin hefur af sum- um verið kallaður faðir menningarfræðanna. Hann var þýskur gyð- ingur, sem átti erfitt uppdráttar bæði í Þýskalandi og París á millistríðsárunum. Hann lést á flótta yfir Pýrena- fjöllin árið 1940. Við sögðum frá því í sfðustu viku að út væru komnar þrjár bækur í njjum bókaflokki sem kallast At- vik. Ein þessara bóka, Listaverk- ið á límum fjöldajramleiðslu sinnar, hefur að geyma sam- nefnda ritgerð þýska hugsuðar- ins Walters Benjamin auk tveggja annarra. Benjamin skrif- aði Listaverkið árið 1936 á með- an hann bjó í París og hafði hálfpartinn vonast til að ritgerð- in myndi vekja athygli, sem hann þurfti nauðsynlega á að halda sökum stöðu sinnar sem flóttamaður í borginni. Ymsir rithöfundar og fræðimenn Iásu hana, en viðtökurnar voru dræmar og höfðu engin jákvæð eftirköst. Þegar Benjamin skrifaði Lista- verkið voru þrjú ár Iiðin frá því að hann flúði frá Berlín. Þar fæddist hann árið 1892 og bjó fram á fullorðinsárin. Benjamin var gyðingur af millistétt og hafði, eins og margir mennta- menn í hans stöðu, ferðast nokkuð um Evrópu. Hann kom fyrst til Parísar árið 1913 og féll strax fyrir borginni. A árum fyrri heimsstyrjaldarinnar var hann mest í Munchen og Sviss, en þegar henni lauk hellti hann sér af fullum krafti út í að skrifa doktorsritgerð. Féll á doktorsprófi Walter Benjamin dreymdi um að fá stöðu við háskóla, helst í Lrankfurt, til að geta stundað rannsóknir í bókmenntum og fé- lagsvísindum. Hann lauk við dokotrsritgerðina árið 1925, en dómnefndin hafnaði henni. Þar með voru dyr háskólans honum endanlega lokaðar og úti um að hann fengi nokkurn tíma að stunda þar rannsóknir og kennslu. Þetta kom sér illa fyrir þennan áhugasama grúskara, sem vissi ekkert skemmtilegra en liggja yfir bókum. Sjálfur var hann mikill bókasafnari og hefði getað farið út í viðskipti með þær þegar hann neyddist til að gefa framtíðaráform sín upp á bátinn. En Benjamin gat ekki hugsað sér versla með bækur og ákvað að hæta frekar upp lágan framfærslustyrk f'oreldra sinna með tekjum af greinaskrilum fyrir hlöð og af þýðingum. Benjamin hafði alla tíð mikinn áhuga á franskri menningu og bókmenntum, kannski vcgna þess að hann lét frönsku bók- menntatímaritin ekki fara eins mikið í taugarnar á sér og þau þýsku. Hann hellti sér út í þýð- ingar eftir áfallið með doktorinn og átti stóran þátt í því að koma frönskum nútímabókmenntum á framfæri í Þýskalandi. Hann varð fyrstur til að þýða Giraudoux, Gide og Julien Green á þýsku, réðst síðan til at- lögu við Proust og gerði ákveðn- ar endurbætur á þýðingu Stefan George á ljóðaflokki Baudelaire, Fleur de mal. Fastur án réttinda í París Walter Benjamin hafði því ákveðin sambönd í Frakklandi þegar hann flúði Þýskaland nas- ismans. En staða hans í fræða- heiminum var ekkert góð fyrir og rithöfundarnir voru lítið ákaf- ari. Þetta var ekki eingöngu fall- inu að kenna heldur einnig skapgerð og viðhorfum Benja- min sjálfs. Hann einfaldlega vildi lifa og starfa í skjóli nafn- leyndar og fannst það rétt af sér sem fræðimanni. Og þar sem siðferðileg viðhorf hans voru jafn óhagganleg og hann var víð- sýnn í fræðunum komu þau honum í koll. París Ijórða áratugarins var full af þýskum gyðingum á flótta og Benjamin var ekki öðruvísi en fjöldinn. Hann var á stöðug- um hrakhólum með húsnæði, hafði enga fasta vinnu og var þar af leiðandi með bæði óreglu- legar og rýrar tekjur. Hann átti því ekki mikla möguleika þegar hann reyndi ítrekað að sækja um franskan ríkisborgararétt. Sambönd hans við franska rit- höfunda og fræðimenn, sem komið höfðu Iöndum hans til hjálpar, nýttust honum aldrei al- mennilega. Honum tókst vissu- lega að fá nokkra þeirra til að undirrita meðmælahréf með umsókninni, en það dugði ekki til. Þeir hefðu getað talað máli hans á æðstu stöðum, en virtust ekki sjá ástæðu til þess. Umsókn Benjamins um ríkisborgararétt leit illa út og var hafnað. Bandaríkjamenn voru sömu skoðunar og neituðu honum um innflytjendaleyfi. Hann sat fast- ur. Misheppnuð flóttatilraun Á milli þess sem Benjamin reyndi í örvæntingu að gerast löglegur íbúi Frakklands, og síð- ar að komast úr landi, sat hann löngum stundum í frönsku Þjóðarbókhlöðunni og grúfði sig yfir rannsóknir sínar. Hann hafði áformað að skrifa stóra og mikla bók um París á 19. öld og skildi eftir sig mikið safn tilvitn- ana hana varðandi sem hafa ver- ið gefnar út. Hann taldi París 19. aldarinnar bera merki ákveð- innar hnignunar, sem væru merki mikilla þjóðfélagsbreyt- inga. Máli sínu til stuðnings benti hann á allt það smáa í mannlífinu er hafði tekið breyt- ingum á tímum nýrrar tækni. Hann grandskoðaði götulíf, flóa- markaði og tívolf en hafði sér- stakan áhuga á Les Passages á hægri bakkanum, verslunarmið- stöðvum þess tíma. Walter Benjamin hélt flóttan- um áfram til Suður-Frakklands þegar Þjóðverjar hertóku París í byrjun árs 1940. Hann fór fyrst til Marseille, þar sem hann reyndi í örvæntingu sem minnti á sjálfsmorðstilraun, að komast á skip. Þegar það tókst ekki reyndi hann að komast fótgang- andi yfir Pýrenafjöllin til Spán- ar, en varð að gefast upp á miðri leið. Benjamin var hjartveikur og þoldi ekki gönguna. Hann framdi sjálfsmorð skömmu síðar. MEÓ. ðð LEIKFELAG « ®^REYKJAVÍKUR_5® BORGARLEIKHÚSIÐ ATHUGIÐ BREYTTAN SÝNINGARTÍMA UM HELGAR Stóra svið: Kysstu mig Kata Söngleikur eftir Gole Porter, Sam og Bellu Spewack. 6. sýn 8/4 kl 19:00 græn kort, uppselt, 7. sýn 13/4 kl 20:00 hvít kort, uppselt, 8. sýn 14/4 kl 19:00 uppselt, 9. sýn 15/4 kl 19:00 uppselt, sun 16/4 kl 19:00 uppselt, fim 27/4 kl 20:00, örfá sæti laus, fös 28/4 kl 19:00 uppselt, lau 29/4 kl 19:00 uppselt, sun 30/4 kl 19:00 örfá sæti laus, fim 4/5 kl 20:00 nokkur sæti laus. SALA ER HAFIN í MAÍ Afaspil Höf. og leikstj.: Örn Árnason Sun 9/4 kl 14:00 örfá sæti laus, Sun 16/4 kl 14:00 nokkur sæti laus. Sýningum fer fækkandi Litla sviðið Fegurðadrottningin frá Línakri eftir Martin McDonagh Sun 9/4 kl 19:00 nokkur sæti laus ATH ALLRA SÍÐUSTU SÝNINGAR Leitin að vísbendingu um vitsmunalíf í alheiminum Eftir Jane Wagner Lau 15/4 kl 19:00 nokkur sæti laus, Lau 29/4 kl 19:00 ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Diaghiev: Goðsagnirnar eftir Jochen Ulrich Tónlist eftir Bryars, Górecki, Vine, Kancheli. Lifandi tónlist: Gusgus. Sun 9/4 kl 19:00 Takmarkaður sýningafjöldi Miðasalan er opin virka daga frá kl. 12-18, frá kl. 13 laugardaga og sunnudaga og fram að sýningu sýningardaga Símapantanir virka daga frá kl. 10 Greiðslukortaþjónusta Sími 568 8000 Fax 568 0383 ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ sími 551-1200 Stóra sviðið kl. 20:00 KOMDU NÆR - Patrick Marber 12. sýn. í kvöld lau. 8/4 örfá sæti laus. Síðasta sýning fyrir páska. Sýningin er hvorki við hæfi barna né viðkvæmra. GLANNI GLÆPUR í LATABÆ - Magnús Scheving og Sigurður Sigurjónsson. Sun. 9/4 kl. 14:00 uppselt, sun. 16/4 kl. 14:00 uppselt og kl. 17:00 nokkur sæti laus, sun. 30/4 kl. 14:00 nokkur sæti laus, sun. 7/5 kl. 14:00 örfá sæti laus. ABEL SNORKO BÝR EINN - Eric-Emmanuel Schmitt Sun. 9/4 örfá sæti laus, sun. 30/4. Takmarkaður sýningafjöldi. LANDKRABBINN - Ragnar Arnalds 7. sýn. lau. 15/4 uppselt, 8. sýn. mið. 26/4 örfá sæti laus, 9. sýn. fim. 27/4 örfá sæti laus, 10. sýn. fös. 5/5 nokkur sæti laus, 11. sýn. lau. 6/5 nokkur sæti laus. Litla sviðið kl. 20:30: HÆGAN, ELEKTRA - Hrafnhildur Hagalín Guðmundsdóttir I kvöld lau. 8/4 örfá sæti laus, lau. 15/4, sun. 16/4. Smíðaverkstæðið kl. 20:00 VÉR MORÐINGJAR - Guðmundur Kamban ( kvöld lau. 8/4, fös. 14/4, lau. 15/4 USTAKLÚBBUR LEIKHÚSKJALLARANS 17. apríl kl. 20:30 Gullkistan. í tilefni af 50 ára afmæli Þjóðleikhússins verður fjallað um leikskáldið Guðmund Steinsson. Umsjón hefur Jón Viðar Jónsson. Miðasalan er opin mánud.- þriðjud. kl. 13-18, miðvikud.- sunnud. kl. 13-20. Símapantanir frá kl. 10 virka daga. Sími 551-1200. thorey@theatre.is

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.