Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagur

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagur

						16-  ÞRIÐJUDAGUR  21.  NÓVEMBER  2000
mviHn
Di
'zwmr
Englarnir sigurvegarar
Englar alheimsins sópaði til
sín verðlaunum á Edduhátíð-
inni sl. sunnudagskvöldþar
sem hin íslensku kvikmynda-
ogsjónvarpsverðlaun voru
afhent. Englarnirvoru líka
valdirsemframlag íslands til
Óskarsverðlaunanna á næsta
ári.
„Ég er mjög ánægður með hátíðina í heild
og þótti hún takast enn betur en í fyrra.
Auðvitað erum við að stíga okkar fyrstu
skref í þessu og alltaf er eitthvað sem má
bæta." segir Ásgrímur Sverrisson sem var
meðal þeirra sem skipulagði Edduhátíð-
ina. Hann kveðst mjög ánægður með um-
gjörð verðlaunaafhendingarinnar nú og
stemmninguna í salnum.
Um niðurstöður atkvæðagreiðslna
kveðst Ásgrímur lítið vilja tjá sig opinber-
lega enda sé hann of nátengdur hátíðinni
til að taka afstöðu með ákveðnum verkum.
„Það var svo mikið stress að koma þessu á
koppinn að ég hafði engan tima til að
hugsa um hvernig þetta mundi fara. En
þetta var dómur kjósenda og úrslitin voru
ágæt."
- Telur þú Edduverðlaunin hafa mikið
gildi erlendis fyrir íslenska kvikmyndun?
Aðallega að því leyti sem snýr að
Óskarnum. En það er alltaf gott fyrir
framleiðendur að hafa einhver verðlaun,
tengd myndunum. Þau eru samt einkum
hugsuð sem hvatning til framleiðenda til
að gera enn betur og ekki síður til að sýna
þjóðinni framá hversu öflugt starf fer fram
í þessari grein. Það er ágætt að fá það svo-
h'tið „súmerað upp" á einu kvöldi. Það er
nefnilega mikill hasar í þessum bísniss."
Ásgrímur kveðst ekki búinn að kynna
sér nógu vel hvaða myndir Englarnir komi
til með að keppa við í flokki kvikmynda á
Friðrik Þór með verðlaunagripina.
Óskarsverðlaunahátíðinni með annað
tungumál en ensku til að geta metið
möguleikana á verðlaunum þar en hann
telur Björk sigurstranglega sem bestu
leikkonuna fyrir hlutverk sitt í Dansað í
myrkri. En býst hann við áframhaldandi
grósku í íslenskri kvikmyndagerð?
„Já, ég veit af að minnsta kosti sjö ís-
lenskum bíómyndum á næsta „Edduári"
sem stendur frá 1. nóv. 2000 til 31. okt.
2001 svo það er ekkert lát á þeim krafti
sem einkennir íslenska kvikmyndun."
GUN.
Ásgrímur Sverrisson er ánægður með hátíðina.
Edduverðlaunin
í ár hlutu:
• Englar alheimsins sem
mynd ársins.
» Friðrik Þ. Friðriksson fyrir
leikstjórn í Englum alheims-
ins.
• Ingvar E. Sigurðsson sem
leikari ársins í aðalhlutverki
í Englum alheimsins.
• Björk Guðmundsdóttir var
valin leikkona ársins í aðal-
hlutverki fyrir leik sinn í
Myrkradansaranum.
• Björn Jörundur sem leikari
í aukahlutverki í Englum al-
heims.
• Margrét Helga Jóhannsdótt-
ir sem leikkona í aukahlut-
verki í Englum alheimsins.
• Baltasar Kormákur fagverð-
laun fyrir handrit að mynd-
inni 101 Reykjavík.
• Hilmar Örn Hilmarsson og
hljómsveitin Sigurrós fag-
verðlaun fyrir tónlistina í
Englum alheimsins
• Kjartan Rjartansson fag-
verðlaun fyrir hljóðblöndun
í Englum alheimsins,
Myrkrahöfðingjanum og
101 Reykjavík.
• Silfur Egils fékk verðlaun
sem besti sjónvarpsþáttur-
inn.
• Erpur Eyvindsson sem besti
sjónvarpsmaður ársins.
• Fóstbræður fyrir besta
leikna sjónvarpsefnið.
• Síðasti valsinn sem besta
heimildarmyndin.
• Heiðursverðlaun akademí-
unnar féllu Þorgeiri Þor-
geirsyni í skaut og var það
Björk Guðmundsdóttir sem
afhenti honum þau.
• Tilnefning til Óskarsverð-
launa á næsta ári: Englar
alheimsins.
Dýrt er hennar réttlæti
Giiosteinn
Bjarnason
sknfar
Leikfélagið
Fljúgandi fisk-
ar: Medea eftir
Evrípídes í þýð-
ingu Helga
Hálfdanarsonar.
Leikgerð: Inga
Iisa Middleton,
Þórey Sigþórs-
dóttir og Hilmar
Oddsson.
Leikstjóri:
Hilmar Odds-
son.
Leikmynd og búningar: Sonný
Þorbjörnsdóttir.
Tónlist: Jonathan Cooper.
Lýsing: Alfreð Sturla Böðvars-
son.
Frumsýnt í Iðnó föstudaginn 17.
nóvember.
Medea er sjálfsagt einhver
magnaðasti harmleikur sögunn-
ar. Fljúgandi fiskar fara þá leið-
ina í uppfærslu sinni, sem eðli-
legt verður að teljast, að leggja
áherslu á tímaleysi atburðanna.
Um er að ræða hjónadeilur og
uppgjör vegna framhjáhalds og
skilnaðar. Hversdagslegt efni nú
á dögum, og jafnvel þótt upp-
gjörið sé hrikalegra og skelii-
legra en flestir þekkja, þá eru
samt sífellt að berast fréttir af
ástríðuglæpum og voðaverkum á
borð við þá sem sagt er frá í hinu
forna leikriti Evrípídesar.
Jason hefur sem sagt haldið
fram hjá henni Medeu, og er
þegar leikritið hefst nýkvæntur
annarri konu. Medea situr eftir í
sárum og telur sig órétti beitta,
enda hafði hún fórnað miklu fyr-
ir Jason, þar á meðal myrt bróð-
ur sinn og svikið föður sinn. Eina
leiðin sem hún sér til að rétta
sinn hlut er hins vegar ógæfuleg,
nefnilega að fremja ennþá verri
glæp en Jason.
Hún lætur sér ekki nægja að
myrða bæði hina nýju eiginkonu
Jasonar og föður hennar, Kreon
konung, heldur tekur hún einnig
h'f barna sinna tveggja, og skilur
Jason eftir einan með þjáningu
sinni og sorg. Þótt Jason hafi
vissulega rofið heitorð sitt og þar
með brotið gegn réttum lögum
og siðum, er réttlæti Medeu engu
Jason og Medea: Skilnaður þeirra
endar með blóði drifinni hefnd.
að síður svo dýru verði keypt að
það snýst upp í skelfinguna eina.
Það er Þórey Sigþórsdóttir
sem leikur Medeu og Valdimar
Örn Flygenring fer með hlutverk
Jasonar, ásamt því að koma
fram í styttri hlutverkum tveggja
konunga, Kreons og Egeifs, sem
báðir eru örlagavaldar í sögunni.
Leikurinn sjálfur sætir
kannski ekki neitt gífurlegum
tíðindum. Þórey leikur Medeu af
krafti og sannfæringu, og gerir
það óneitanlega glæsilega, en
flutningur textans er samt frekar
upphafinn og eintóna, sem gerði
það að verkum að undirritaður
þurfti a.m.k. að hafa nokkuð fyr-
ir því að halda athyglinni á köfl-
um.
Valdimar Örn Flygenring fer
hins vegar létt með að gæða
þennan forna texta h'fi og tilfinn-
ingum, og þótt Jason sé kannski
svoh'tið tætingslegur og hvers-
dagslegur í meðförum Valdimars
þá hentar það vel til þess að
færa söguna nær nútímanum.
Valdimar er einnig flottur í hlut-
verki Kreóns konungs.
Leikur að ljósi og skuggum
Það er hins vegar öll umgjörð
sýningarinnar, sem hvað mest-
um tíðindum sætir. Stundum var
alveg á mörkunum hvort Iðnó
gæti  heldur talist leikhús eða
kvikmyndahús meðan sýningin
stóð yfir. Lifandi myndum er
varpað á þrjá hvíta veggi svið-
myndarinnar, og samspil leiks og
mynda er greinilega bæði þaul-
hugsað og ákaflega vel heppnað.
Inn í þetta fléttast svo tónlist
eftir Jonathan Cooper, sem er
falleg, seiðandi og grípandi, og
magnast eftir því sem dramatík-
in í sýningunni gerist hrikalegri.
Leikur að ljósi og skugga er
einnig áberandi, oft með greini-
legri tilvísun í blómatíma þýskra
kvikmynda á þriðja áratug ald-
arinnar, til dæmis þegar Kreon
konungur stígur fram á sviðið
ásamt voldugri skuggamynd
sinni. Fleiri tilvísanir eru í kvik-
myndasöguna, eins og þegar
Egeifur konungur birtist Medeu í
bláu ljósi eins og vera utan í
geimnum, sem passar vel við
óvænta og furðulega innkomu
hans í atburðarásina. Beiting lit-
aðra ljósa er annars öll hin
glæsilegasta, og stundum ótrú-
legt að sjá hvernig einfaldri leik-
myndinni er gerbreytt með ljósa-
notkuninni einni.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24