Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. f i- í i f f l t t- t i l t i 1 > > > ■^g hef oft hagad ■ j mér glaimalega — seglr íixUi Gíslason niyndlislarinaður „Listamenn eru síöustu stéttleys- ingjarnir á Islandi. Þeir eru nánast gersamlega réttlausir. Og sennilega stafar þaö af því, aö íslenzkt samfé- lag er ungt og aö mörgu leyti grimmt.. .” Þaö er Gylfi Gíslason, myndlistar- maöur, sem svo fast kveður aö oröi. Og ég spyr: Bitur? „Nei, alls ekki,” segirhann, „bara raunsær. Þegarég var um þrítugt stóö ég frammi fyrir persónulegu uppgjöri. Þaö er aldrei sársaukalaust aö gera slíkt. Maöur veröur aö velja og hafna og oftast er ekki aftur snúiö. En, nei.. .” hann þagnar og starir hugsi út í loftið: „Nei, ég sé ekki eftir neinu.” Trésmiðurinn Gylfi Gislason. Ferill Gylfa er kannski svolitiö sér- stæöur. Ilann gerist ekki listamaöur í þeirri merkingu að hafa í sig og á sem slíkur, fyrr en hann er rúmlega þrítugur. ,,Ég er Reykvíkingur, en ættaður úr Þingvallasveitinni og sunnan með sjó. Eg fór í Iðnskólann og læröi tré- smíði og vann sem slíkur í mörg ár. Þegar ég stóð á þrítugu eða rúmlega þaö stóð ég á tímamótum. Ég var á þessum tíma giftur og nokkurra „Listamenn eru síöustu stéttley singjar á tslandi.” „Ég er ekkert hræddur viö að verða fyrir áhrifum.” barna faöir, átti mér hús, bíl og var í góðri vinnu. Já, ég haföi þetta allt. En allt í einu stóö ég uppi slyppur og snauður. Ég sagöi upp vinnunni, sagði skiliö við fjölskylduna, húsiö, bílinn. Allt gerðist þetta leiftur- snöggt, kannski of snöggt. En hvaö um þaö: ég var orðinn listamaður, sem helgaöi sig list sinni. Auövitað gerist svona ekki á einni nóttu. Þetta átti sér langan aödrag- anda. Ég hafði veriö í ein fimm, sex ár í kvöldskóla Handíða- og mynd- listaskólans undir handleiöslu Hrings Jóhannessonar og fleiri. Ég hafði líka kynnzt strákum í prógressífri list og sjálfum fannst mér ég ekkert standa þeim aö baki, hvaö varöaöi verklega tækni og í teróríunni. Ég haföi trésmíöina um- fram þá, aö minnsta kosti suma þeirra. Ég heföi aldrei getað gert svona hluti nema af því ég kann tré- smíði. Svo vann ég um tíma á arki- tektastofu. Þar lærði ég teikningu, sem hefur hjálpað mér mikiö. Ann- ars skal ég segja þér, aö ég ætlaöi mér alltaf að verða listamaður, þó mig hafi ekki órað fyrir því aö verða prófessjónal listamaöur fyrr en ég var þrítugur. Ég er sannfæröur um, að listamaöur milli tvítugs og þrí- tugs hann hefur ekki myndað sér „Ég er enginn sölumyndamaöur. „Þá sit ég kannski einhvers staöar og „smcla framan í heiminn.' sinn eigin stíl. Hann er ekki nógu þroskaður sjálfur til aö.. . já, til að faraeiginleiðir.” „1fond aðstaða fyrir myndlistarmenn á íslandi" — Hvemig er búiö aö íslenzkum myndlistarmönnum? „Aöstaðan hér fyrir okkur er væg- ast sagt vond. Þaö er ekkert húsnæöi til leigu fyrir myndlistarmenn, eins og tiökast alls staðar erlendis, aö þaö er gert ráö fyrir sérstökum vinnu- stofum listamanna í öllum hverfum. Hér er bókstaflega ekkert. Þetta er sambærilegt viö þaö, aö engin leik- hús væru til heldur færi öll leikstarf- semi fram í pakkhúsum. Heyröu, annars eru tímamir ógur- lega breyttir. Lítum á Kjarval. Þeg- ar hann er að alast upp, hvaö hefur hann þá í kringum sig? Lítið. Hann sér aldrei eöa sjaldan myndverk annarra, — en viö? Viö sitjum bara heima í stól meö bók í fanginu og sjá- um öll heimsins frægustu listaverk, gægjumst inn í listasöfnin. Þess vegna finnst mér, aö jaöarmenningu þurfi að skilgreina upp á nýtt. Viö höf- um hingaö til verið í jaðarmenningu vegna staðsetningar okkar lands, en er það ekki liðin tíð?” — Talandi um Kjarval, þú varst

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.