Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 19.06.1982, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ & VISIR. LAUGARDAGUR19. JUNI1982. 15 ur, myndlistarmaöur, sem ekki átti til hnífs og skeiðar. Hann sagði ein- hvern tíma við mig aö það væri ekki hann sem ætti í þrengingum og við fátækt að stríða, heldur lúxuspakkið. Hann ætti ánægjuna og hamingjuna, sem fæst út úr myndlistinni, akkúrat þaö sem ekki fæst fyrir peninga. Eg held að það sé mikið til í þessu.” — Er hægt að lesa út úr verkum þínum þitt lífshlaup? „Eg býst við því, já. Ef ég er ein- lægur í því, sem ég er að gera, þá hlýtur það að vera hægt. En framtið- in verður að skera úr um það.” — Heldurðu að einhvern tíma verði sett upp um þig álíka myndröð og þú varst að setja upp um Kjarval? „Eg er enginn framtíðarspekúlant en það má vel vera. Og þá sit ég kannski einhvers staðar og „smæla framan í heiminn”. ” — Ef unglingur kæmi til þín og segði: Ég ætla að gerast myndlistar- maður. Hvað ráðleggurðu mér? Hverju myndir þú svara? „Eg myndi hugsa með mér: aum- ingja maðurinn! Annars er erfitt að ráðleggja öðrum. Þetta er fyrst og fremst spurning um karakter og út- hald: aö halda þá pressu út sem list- ræn sköpun krefst af manni. ’ ’ -KÞ „Ég er ánægður með afköstin — Þú hefur komið víða við sem myndlistarmaður. Ertu afkasta- mikill? „Það er ekki mitt að meta það. Hins vegar er ég tiltölulega ánægður með mín afköst. Ég hef teiknað í bækur, tekið þátt í leikritauppfærsl- um, sett upp sýningar, bæði fyrir mig og aðra. Eg hef verið með þætti í útvarpi og sjónvarpi og fleira og fleira.” — Hvaðertuaðgeranúna? „Eg ætla að fara að vinna fyrir mig. Eg fer í haust til Sveaborgar, sem er samnorræn vinnustofa í Finn- landi. Svo gæti ég vel hugsað mér að fara aö ferðast, kynnast heiminum, jafnvel setjast að einhvers staðar er- lendis. Ég get unniö viö eitt og ann- að. Ef myndlistin og það sem að Endapunkturinn á llstaferli Kjarvals. Þessi mynd er talin sú síðasta sem listamaðurinn málaði. henni lýtur, bregzt, get ég alltaf gerzt húsasmiöur. Manni leggst allt- af eitthvaðtil.” ,,Aumingja maðurinn " Hefur þér tekizt allt, sem þú hefurætlaðþér? „Nei, ekki alveg. Ég spila „fair play” og þá er fátt, sem getur stopp- aðmann.” — Ef þú værir aftur oröinn 16 ára. Myndir þú leggja á sömu brautir með þá reynslu, sem þú hefur í dag? „Já, ég hugsa það, reyndar hand- viss. Ég yrði óhjákvæmilega mynd- listarmaður, þetta er svo ríkt í mér. Ef til vill myndi ég þó óska þess að það myndi gerast árekstraminna. Ég hef oft hagað mér glannalega en einhvem veginn hef ég komizt fram- úr þessu. Eg get ekki hugsað mér neitt skemmtilegra en að vera mynd- listarmaður. Það var einu sinni mað- að setja upp sýningu um hann. Hvers vegnaþú? „Ja, hvers vegna ég? Eg er viss um að margir undrast það og segja sem svo, hvað er Gylfi Gíslason aö raða upp myndum eftir Kjarval. Af hverju er ekki fenginn til þess list- fræðingur. En lítum til dæmis til Dana. Þeirra frægasti maður í skil- greiningu listar, Broby Johanson, er ekki einu sinni stúdent. En við erum að tala um þessa sýningu. Þannig var að Þóra Kristjánsdóttir hringdi til mín og bað mig um þetta. Eg sló til og sýningin varð að veruleika. Þetta var unnið á mettíma, ekki nema mánuði, aö vísu lögöum við nótt viö dag. En þetta tókst og betur en ég þorði aö vona.” Á trönum K/arvals Á trönum Kjarvals heitir hún Kjar- valssýningin. Þar er sögð saga hans í máli og myndum. Sýningin hefuryfir sér annaö yfirbragö en fyrri sýning- ar og líka annan tilgang. Reynt er að gefa hugmynd um Kjarvalssafn borgarinnar. Þar getur að líta ljós- myndir af öllum 122 myndum borg- arinnar, jafnt þeim sem veggina prýða oghinum.I annan stað er gerö tilraun til að lýsa listferli Kjarvals með myndaröö. „Kjarval var afburðamaöur. Hann var einstakur í sinni röð. Maður eins og hann fæðist ekki á hverjum degi. Fyrir mér er hann ámóta stærð og Pieasso. Hann er af því tagi að hann þarf ekki annaö en hrista eitthvað úr pensli og um leið er komið eitthvað sérstætt og persónulegt. Kjarval var frábær teiknari. Hann var skapandi og alltaf að gera eitthvaö nýtt. Mér sjálfum hefur aldrei fundizt Kjarval rétt metinn. Eg reyni því í þessari uppsetningu að segja listasögu Kjar- vals, eins og hún lítur út í mínum augum. Mér finnst mér hafa tekizt það. Reyndar er það ævintýri að komast í svona verkefni.” „Kjarvaler minn maður" — ÞúerthrifinnafKjarval? „ Já, þaö er ég, hann var mikill per- sónuleiki. En það er líka hollt að minnast þess að á tímabili trúði fólk því að ekki væri til neitt uppátæki svo vitlaust, að Kjarval gæti ekki gert það. En hann hafði ætíð á bak við sig ákveðinn kjarna, sem trúði á hann. Þessir menn styrktu hann á yngri ár- um, þegará móti blés.” — Hefur þú á bak við þig slíkan hóp? „Það eru ákveðnir menn í kringum mig sem trúa því að þaö sem ég er að geraségott.” — Heldur þú að Kjarval, ef hann væri uppi nú, myndi setja upp sams- konar sýningu um þig og þú um hann? „Nei, áreiðanlega ekki. Kjarval var þannig, að hann kærði sig ekki um að skiigreina aðra listamenn, nema bara fyrir sjálfan sig.” — HefurKjarvalhaftáhrifá þig? „Já, tvímælalaust. Annars skal ég segja þér, að á öllum Norðurlöndum eru tveir listamenn sem einhverju máli skipta. Annar þeirra er Munk og hinn er Kjarval. Sá fyrrnefndi málar tilfinningalífið á strigann, hinn málar náttúrumyndir, gróand- ann, lífið sjálft. Af einhverjum ástæðum, sem ég kann ekki að skýra, er í heimalandi Munks og reyndar víðar fullt af litlum „munk- um”. Áhrif Kjarvals eru hins vegar lítt merkjanleg, kannski vegna þess hversu fjölhæfur listamaður hann var, hann var sí og æ að breyta um stíl, alltaf var hann að reyna eitthvað nýtt.” — Þykir neikvætt meðal lista- manna að játa það, að þeir séu undir áhrifumfrá þessumeða hinum? „Nei, alls ekki. Ég er ekkert hræddur við að verða fyrir áhrifum, en maður veröur að vinna á sinn persónulega hátt úr þeim. Maður er ekkert annaö en niðurstaða af áhrif- um. Listamaður sprettur ekki fram allt í einu. Hann er lengi að gerjast og sjaldnast hefur hann neitt per- sónulegt f ram að f æra f yrr en í fy rsta lagiumþrítugt.” „Það er töff að vera myndlistarmaður" „Það er töff aö vera myndlistar- maöur á Islandi í dag. Enda eru ótrú- lega fáir sem lifa á því. Myndlistar- menn standa illa aö vígi til dæmis miðað við rithöfunda, leikara, tón- listarmenn og þá menn alla. Hér áður fyrr voru alltaf til ein- hverjir menn, sem héldu utan um hlutina, en þetta er liöin tíö. Ein- hvern veginn er alveg sama hvaö maöur gerir, það er varla aö merkja að neinn taki eftir því. I þessu sam- bandi hefur mér oft dottið í hug sag- an úr Víetnamstríðinu, þegar banda- ríska flugmóðurskipið gerði atlögðu að einu skipa heimamanna. Þeir skutu og skutu en ekkert gerðist. Þegar betur var að gáð kom í ljós að dallur heimamanna var svo lélegur, að skotin fóru í gegn án þess að „Myndlister ekki söiuvara" — Þú hefur haldiö margar sýning- ar á verkum þínum. Hvemig hafa viðbrögðin verið? „Ég hef yfirleitt fengiö þunna krítík. Oft hef ég haldið sýningu án þess að einu oröi væri um hana farið í blöðum. En það er kannski ekki aðal- atriðiö. Hér er grimm samkeppni og menn troða óspart niður skóinn hver af öðrum. Ef þú meinar, hvort ég selji mikið, þá er ég enginn sölu- myndamaður, enda er ég þeirrar skoðunar, að myndlist eigi ekkert endilega að vera söluvara.” — Hver eru góö vinnubrögð að þínumati? „Ef maöur á eitthvert erindi, að eigin mati og annarra, til fólksins og sýnir úthald þá hlýtur viðkomandi listamaður að eiga aö geta lifað „Kjarval mólaði fyrsta flokks portrett. Hann var náttúmkraftur sem stritaði. springa. Þetta er eins og hér: maður reynir að gera atlögu, vera krítískur en fær ekkert svar. Þrátt fyrir þetta er íslenzk myndlist mjög sterk og víð. mannsæmandi lífi á list sinni, það er lágmarkið. — Hvar stendur þú í þessari bar- áttu? „Hver og einn veröur að trúa því að hann sé góöur, jafnvel beztur. öðmvisi er ekki hægt aö komast í gegnum þetta.” 'l'exti: Krislín Þorsteinsdóttir Myndir: Gnnnar V. Andjcesson „Þessi sýning er sett upp fyrir venjulegt fólk, hún flokkast ekki beint undir listfræði. Þetta er tilraun til að rekja feril Kjarvals.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.