Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Síða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 06.08.1982, Síða 3
v \ C. ' : ’ ■ \. ■ <. ■ ■ ■; ■:■ :,. V. ' i ••■í: ■ '■■ ' Hátíð í Herjólfsdal Það er notalegt að sitja í brekkunni í Herjólísdal og fylgjast með því sem fram fer á þjóðhátíð. Og alltaf setja hvit tjöld heimamanna mikinn svip á hátíðina. Hefur þú verið á þjóöhátíð í Eyj- um? Ef svo er telja þeir Eyjamenn að þú hafir upplifað eina merkileg- ustu hátíð sem haldin er hér á landi og þótt víðar væri leitað. Helzt að Olafsvakan eða Karnivalið í Ríó jafnist á við þjóðhátíðina. Og enn kemstu á þjóðhátíð í Herjólfsdal því um þessa helgi ætla þeir Eyjamenn að skemmta sér í Dalnum. Hátíðin hefst klukkan tvö í dag með ávarpi Friöriks Karlssonar. for- manns Knattspyrnufélagsins Þórs. Síðan kemur hvert skemmtiatriöið á f ætur öðru f ram á sunnudagskvöld, en þá lýkur gleðskapnum. Dagskráin , er óvenju fjölbreytt að þessu sinni. Margir skemmtikraftar koma fram, bæði þekktir og óþekktir. Má þar nefna menn eins og Alfreð Washington Þóröarson, Ása í Bæ, Gísla Helgason, Hafstein Þórðarson, Dúdda múrara, Áma Johnsen og Guðmund Rúnar Lúðvíksson. Þeir Eyjamenn reisa þorp í Herjólfsdal á meðan á hátíöinni stendur. Flykkjast heimamenn með hvítu hústjöldin sin í Dalinn og setja þau mjög svip sinn á hátíðina. Þá er brekkusviöið, brúin, myllan, veitingabúðimar og brennan öllum að góðu kunn er farið hafa á þjóðhá- tíð. Og auðvitað er þetta allt á sínum stað núna um helgina. . Kvöldin á þjóðhátíð gleymast aldrei frekar en annað á hátíðinni. Og allir ættu að geta sveiflað sér í góöum takti því hljómsveitirnar Stuðmenn, Radíus og Stefán P. munu trakka tónlistina upp. Stefán P. verð- ur á litla sviðinu en Stuðmenn og Radiusá brekkusviðinu. Auðvelt er að komast til Eyja á há- tíöina. Flugleiðir verða með loftbrú og Herjólfur fer tvær ferðir á dag. Verðið ættu allir að geta ráðið við á þjóöhátíöina að þessu sinni, eða svo segja þeir Þórarar. Jú, gleöin kostar 500krónur. Ef þú ert í startholunum á leið til Eyja óskum við þér góðrar skemmt- unar. Dagskrá hátíðarinnar bendir alla vega til aö svo verði. JGH. Skemmtamr Utihátfð — Bækur — Tonleikar DV. FÖSTUDAGUR 6. ÁGUST1982 Handmenntir, mál- þing og myndlist Óskar Magnússon vefari er meðal þeirra sem eiga verk á sýningunni „Oft hefur ellin æskunnar not”. Þetta teppi bef nafnið I árdaga. DV-mynd: Bjara- leifur. Ljúfír tangó-tónar Richard Kora, Edda Erlendsdóttir og Oiivier Manoury ætla að leika tangó í Djúpinu í kvöld og á laugardagskvöld. Tangótónleikar verða haldnir í Djúpinu í dag og á morgun. Þar eru á ferðinni gamlir kunningjar tangó- unnenda frá síðastliðnu hausti, þau Edda Erlendsdóttir píanóleikari, Oli- vier Manoury sem leikur á bandón- eon og Richard Kom kontrabassa- leikari. Tangóinn var mjög vinsæl dans- tónlist í Evrópu á áranum 1930 til 1940. Þessi tegund danstónlistar hefur haldið áfram að þróast í Argentínu og er ekki iengur bundin — sýningunni „Oft hef ur ellin æskunnar not” lýkurum helgina Sýningunni ,,Oft hefur ellin æsk- unnar not”, sem nú stendur á Kjar- valsstöðum lýkur á sunnudagskvöld. Á sýningunni getur að líta listaverk alþýðulistamanna og handmennta- verk aldraðs fólks víðsvegar að af landinu. I tengslum við sýninguna hefur verið efnt til málþinga og verður hið síðasta haldið á sunnudaginn. Verður þá rætt um viðhorf manna til öldrunarmála að Vínarfundinum svonefnda afloknum. Fuiltrúar Islands á þessum fundi um öldrunarmál verða beðnir að lýsa skoðunum sínum. Siðan verða há- borðsumræöur þar sem rædd verður spurningin: ,pivað höfum við lært af sýningunni?” Kynnir og stjórnandi umræðu verður Eggert Ásgeirsson. Á sýningunni „Oft hefur ellin æskunnar not” gefst fólki kostur á að sjá myndbandasýningu með efni sem safnað var þegar leitað var gripa á sýninguna. Á myndböndun- Sýningar um eru viðtöl við aldraö fólk sem fæst við hand- eða myndmennt. Á „Oft hefur ellin æskunnar not” er nóg að sjá og heyra og ekki vert að láta þessa ágætu sýningu fram hjá sér fara. Hún er opin frá 14 til 22 dag hvem en lýkur eins og áður segir á sunnudagskvöldiö. -SKJ. við dansinn. Á síðustu áram hafa pólitiskir flóttamenn flutt þessa tón- list með sér til Evrópu og þar nýtur hún vaxandi vinsælda. I Djúpinu gefst nú tækifæri til að kynnast þessari suðuramerísku tónlist og mun tríóið leika tangó frá ýmsum tímum. Tónleikarnir í Djúpinu hefjast klukkan 21 bæði kvöldin. Djúpið er sem kunnugt er í kjallara veitingahússins Homsins. -SKJ. Tónleikar

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.