Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 20
20'
DV. LAUGARDAGUR19. MARS1983.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 65., 69. og 73. tölublaði Lögbirtmgablaðsins 1982 á
Kársnesbraut 36-A, tal. eign Jóns G. Þorkelssonar, fer fram á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 23. mars 1983 kl. 14.45.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungiaruppboð
sem auglýst var í 95., 99. og 101. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
Reynigrund 1, þingl. eign Óðins Geirssonar, fer fram á eigninni sjálfri
miðvikudaginn 23. mars 1983 kl. 15.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 37., 39. og 43. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1981 á
Neðstutröð 2, þingl. eign Ara Jóhannessonar, fer fram á eigninni
sjálfri miövikudaginn 23. mars 1983 kl. 16.15.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 101., 105. og 108. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
Smiöjuvegi 16, þingl. eign Ingvars Herbertssonar, fer fram á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 23. mars 1983 kl. 14.00.
Bæjarfógetinn í Kópavogi.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 103., 106. og 110. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1980 á
eigninni Merkjateigi 4, e.h., Mosfellshreppi, þingl. eign Bjarna
Bæringssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni
sjálfri miðvikudaginn 23. mars 1983 kl. 16.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 66., 68. og 70. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Esjugrund 30, Kjalarneshreppi, þingl. eign Kristjáns Stein-
grímssonar, fer fram eftir kröfu innheimtu ríkissjóðs á eigninni sjálfri
þriðjudaginn 22. mars 1983 kl. 16.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var i 111., 118. og 121. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á,
eigninni Esjugrund 27, Kjalarneshreppi, þingl. eign Birgis Arnar
Harðarsonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands, Ás-
geirs Thoroddsen hdl., Arnmundar Backman hdl. og Iðnlánasjóðs á
eigninni sjálfri mánudaginn 21. mars 1983 kl. 16.30.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 111., 118. og 121. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1982 á
eigninni Brekkutanga 18, Mosfellshreppi, þingl. eign Ásgeirs Sigurðs- |
sonar, fer fram eftir kröfu Veðdeildar Landsbanka íslands og Árna ‘
Einarssonar hdl. á eigninni sjálfri mánudaginn 21. mars 1983 kl. 16.00.
Sýslumaðurinn í Kjósarsýslu.
Vonarland Egilsstöðum
Þroskaþjálfa vantar að Vonarlandi sem fyrst. Upplýsingar
gefnar í síma 97-1177 eða 97-1577.
U. Stofnfundur bygginga-
kí>rn samvinnufélags
——““ Bandalags háskólamanna
verður haldinn í fundasal bandalagsins Lágmúla 7 miöviku-
daginn 23. mars nk. kl. 17.00.
Dagskrá fundarins verður þessi:
1. Lögð fram tillaga um stofnun byggingasamvinnufélags.
2. Lögð fram tillaga um samþykktir félagsins.
3. Kosning stjórnar.
Þeir sem hafa áhuga á þátttöku í félagínu eru hvattir til pð
fjölmenna á fundinn.
BANDALAG HÁSKÖLAMANNA
Kirkjulist
Vidtal:
Franzisca
Gunnarsdóttir
„Elsti kirkjugripur, sem til
er á íslandi — og kannski
á Norðurlöndum. Það er
lítill bagalshúnn."
Liðsköimim meðal
starfandi listamanna
Mikil sýning á hvers konar
kirkjulist verður opnuö á Kjarvals-
stöðumídag.
„Tildrögin voru þau” — sagði
Bjöm Th. Bjömsson listfræðingur —
,,að haldin var ráðstefna í Skálholti,
myndlistarmanna og guöfræðinga,
og eftir hana var skipuð Kirk julistar-
nefnd þjóökirkjunnar, samkvæmt
tilnefningu þriggja félagasamíaka;
Prestafélags íslands, Arkitekta-
félags Islands og Félags íslenskra
myndlistarmanna — einn maður frá
hverju.
Við, sem erum í þeirri nefnd, höf-
um unniö ýmislegt, en meðal fyrstu
verka okkar er aö koma upp þessari
sýningu. Sýningin á að vera, kannski
fyrst og fremst, eins konar liðskönn-
un meðal starfandi listamanna um
þaö, hvaö þeir hafa fram aö færa og
hvort þeir vilja yfirleitt vinna fyrir
kirkjuna. -
Þetta em þó ekki aöeins kirkjuleg
verk, sem viö höfum beöið um,
heldur líka trúarleg í mjög víðri
merkingu. Eins og sést héma, er
sumt svona frekar árásarkennt,
sumt ljóörænt og annað meira í hefð-
bundnum stil. Og til þess aö gefa
þessari sýningu svolítið víöara sviö,
þá höfum viö safnað aö okkur, úr
kirkjum landsins, þó nokkmm,
gömlum hlutum — og líka úr
Þjóðminjasafninu — gömlum hlut-
um, sem ganga eins og rauöur þráö-
ur í gegnum þetta, til þess aö minna
ásöguþessafráfyrri tíö.
Nú er verið aö byggja geysilega
margar kirkjur. Til dæmis á Reykja-
víkursvæöinu einu eru níu kirkjur í
byggingu og hönnun og ekki vitað til
aö þaö sé búiö aö ákveöa verk í neina
þeirra. Þannig ætlum viö bæöi aö
reyna aö opna listamönnum þessi
sviö og viljum líka aö kirkjunnar
menn geti séö hvar viljinn og sam-
starfsmöguleikamir liggja hjá lista-
mönnunum s jálfum.
Margvíslegt efni
Þetta er geysilega margvislegt
efni. Það er auðvitað málverkiö, þaö
eru höggmyndir, gler, keramík,
saumur, vefnaöur, múrrista, járn-
virki. . . , sjálfsagt eiginlega allar
greinar þeirra myndlista sem til
greina koma í kirkjum. Síöan er
nokkuö af kirkjumódelum og kirkju-
teikningum líka frá arkitektum. Ég
vil einnig nefna hökla og altaris-
klæði.
Svo erum viö meö nokkra mjög
merkilega gripi, að því leytinu aö
vera dæmi um þaö, hvernig hægt er
aö skila kirkjum aftur hlutum, sem
eru horfnir úr þeim, þá á ég við
postularöö sem hér er: Tólf útskom
ir postular og Kristur hurfu úr
Þingeyrakirkju í Húnaþingi fyrir
næstum því öld. Nú er búiö aö skera
þá út upp á nýtt, mála þá meö þeim
litum, sem líklegastir hafa verið á
þeim, og þeir fara til sinnar upphí -
legukirkju.
Viö sýnum nokkra svona hluti, því
kirkjumar vom rúnar, eiginlega öllu
sem þær áttu, og þaö sett á söfn
hingað og þangað, bæöi erlendis og
hér, ekki síst í Kaupmannahöfn.
Þessa hluti er í rauninni alla hægt aö
endurheimta, með eftirgerð, og
þegar þeir eru komnir á sinn rétta
staö, þá eiginlega verða þeir ekta
upp á nýtt. Viö höfum séö þetta, til
dæmis á Bessastööum og víöar.
Nú, hér veröa mjög gamlir gripir,
svo sem elsti kirkjugripur, sem til er
-BjörnTh.
Björnsson
spjallar um
athyglisveröa
sýningu
á Islandi — og kannski á Noröurlönd-
um. Þaö er litill bagalshúnn sem
fannst á Þingvöllum árið 1957. Dr.
Kristján Eldjám skrifaði um hann
og taldi hann vera f rá rétt eftir miöja
elleftu öld, líklega af bagli einhvers
trúboðsbiskupanna, sem komu til
Þingvalla, til þess aö kristna lands-
lýöinn.
Hann taldi þetta ekki vera af
bagli fyrsta íslenska bískupsins, þvi
þeir baglar vom yfirleitt meö ööru
móti. Dr. Kristjáni fannst þetta vera
dæmigeröur bagall farandbiskupa.
Og einhvem tímann hefur hann veriö
í sínum kofa á Þingvöllum, þessi
erlendi biskup, og kannski var
geröur aðsúgur aö honum. Viö vitum
þaö ekki, en þaö er skrýtið að týna
svona grip. Hann fannst þarna rétt
hjá brúnni, þar sem farið er yfir í
Valhöll, þegar var veriö aö leggja
þar jaröstreng fyrir rafmagn. Þann-
ig að þetta var mjög óvæntur fundur.
Elsta kirkjuklukka
á íslandi
Hér veröur einnig elsta kirkju-
klukka sem viö vitum um aö til sé á
íslandi. Og hér veröa þessir gömlu
almúgalistamenn okkar; Ámundi.
smiöur, Jón Hallgrímsson, Ofeigur í
Heiðarbæ... Og svo endum viö þessa
gömlu hluti á fjómm mönnum, það
er að segja Jóhannesi Kjarval, meö
töflunni hans úr Bakkageröiskirkju í
Borgarfiröi eystra; Ásgrimi Jóns-
syni, það er frá Stóranúpi; Ríkaröi
Jónssyni, það er stór tréskuröur sem
héma er, úr Besstastaðakirkju — og
svo töflu, eftir Þórarin B. Þorláks-
son, f rá Þingmúla í Skriðdal.
Húsiö tekur þó ekki þaö mikiö aö
viö getum haft altaristöflur og annaö
slíkt frá síöari áratugum. Þessu er
því skipt þannig, aö annars vegar
eru þetta eldri hlutir, er enda á þess-
um fjómm listamönnum, og hins
vegar hlutir sem em unnir núna í ár
eöa í fyrra. Þeir eru allir sendir inn.
Þar koma listamennirnir sjálfir bara'
meöhlutinn.
Aö lokum vil ég segja aö þessi sýn-
ing veröur opnuö hér við hátíðlega
athöfn í dag klukkan tvö. Þá veröur'
aöeins boðiö listamönnunum, sem
hér eiga verk, og nokkrum fyrir-
mönnum stofnana og menningar-
samtaka; engum prívatmönnum.
Síöan veröur sýningin opnuö almenn-
ingi um fjögurleytiö og veröur opin í
þrjár vikur - til tíunda apríl - og
alla páskana aö meðtöldum föstu-
deginumlangaogpáskadegi.” -fg.