Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1983, Blaðsíða 4
4
DV. LAUGARDAGUR19. MARS 1983
Dulatirathna hefur búiö og starfað í þremur heimsálfum um ævina, en hyggst nú
verða íslenskur ríkisborgari. Hann kveðst ekki vita um neina aðra Sri Lanka-búa
hér á landi.
„Frelsið á
tsUmdi er mér
miUilvægast”
— seglr Dulatirathna Munasinghe frá Sri Lanka,
verkf r ædingur hjá Rafmagnsveitum ríkisins
,,Ég hef veriö búsettur á íslandi í
f jögur og hálft ár samanlagt. Ég sendi
inn umsókn um íslenskan ríkisborg-
ararétt síöastliöiö haust og vona að ég
fái hann í vor.” Þaö er rafmagnsverk-
fræðingurinn Dulatirathna Muna-
singhe frá Sri Lanka sem segir svo frá,
en dags daglega er hann kallaður
Rathna. Hann vinnur hjá Rafmagns-
veitum ríkisins, í rekstrardeild, og sér
þar um viðhald og liöavemd há-
spennukerfa.
Rathna tók því ljúfmannlega er við
báöum hann um smáviðtal. Hann tal-
ar góða íslensku, en við kusum þó að
ræða saman á ensku í þetta sinn. Og þá
lá beinast við að spyrja hvemig það
bæri til að hann væri hingaö kominn úr
svo fjarlægum heimshluta? ”
„Ég er fæddur 24. júlí 1940 og lauk
mínu menntaskólanámi heima á Sri
Lanka. Síöan hélt ég í verkfræðinám til
Moskvu og var þar næstu sex ár, eöa
frá 1960—66. Að námi loknu hélt ég aft-
ur heim og vann þar í nokkur ár en fór
svo aftur til Moskvu 1974 í framhalds-
nám í verkfræöi.
Ég haföi í hyggju að fá mér vinnu í
Kanada árið 1974 en á leiðinni hafði ég
viðdvöl á íslandi. Mér leist strax vel á
landið og svo fór að ég varð hér eftir. 1
janúar 1974 fékk ég vinnu hjá Raf-
magnsveitum ríkisins og ári seinna
kynntist ég konunni minni, Eddu
Snorradóttur.
Við fórum til Noregs 1975 og þar var
ég við nám í Norges Tekniske Höjskole
í einn vetur. Þar þurfti ég að kosta
nám mitt sjálfur og við höfðum ekki
efni á aö vera lengur.
Aftur héldum við til útlanda áriö
1977 og þá til Zambíu. Þar starfaði ég
hjá rafstöö Viktoríufossa, rétt við
landamæri Ródesíu, fram til ársins
1980. Heim komum við það ár og þá fór
ég afturtil Rafmagnsveitna ríkisins.”
Og hvernig líst þér á land og þjóö? Á
ekki kuldinn illa viö þig?
„Nei, nei, ég er vanur kuldanum frá
þvíégvar íSovétríkjunum.Égkomtil
flestra E vrópulanda á námsárum mín-
um og mér finnst friðsældin hvergi
meiri en hér.
Það er erfitt að kynnast fslending-
um en þegar maöur hefur einu sinni
náð til þeirra eru þeir vinir manns. Ég
vil frekar búa hér en í Skandinavíu eða
Evrópu, sérstaklega vegna þess hve
maöur er frjáls á íslandi. Það er mér
mikilvægast. Svo má náttúrlega geta
þess hvað loftslagið er gott og loftiö
hreint.”
Þú hefur ekki komið til heimalands
þínsítólfár?
„Nei, því miður ekki. Þar á ég for-
eldra og systkini sem ég sakna auövit-
aö. Einhvern tíma í nánustu framtíð
ætla ég þangað í heimsókn.”
Og þá berst talið að sígildu efni,
hvernig honum finnist íslenskan og í
framhaldi af því förum viö að ræöa
móöurmál hans sjálfs, singhalesísku.
„Islenskan er náttúrlega mjög
erfið,” segir Rathna. ,,Ég hef nú ekki
lært hana eins vel og ég helst vildi,
kannski vegna þess að við konan mín
tölum oftast saman á ensku. En ég
sótti tíma hér í Háskólanum í hitti-
fyrra og líka í Mími. Það er vitað mál
að það er mun erfiðara að læra tungu-
mál þegar maður er orðinn fullorðinn,
ekki síst flókið mál eins og íslensku.
Annars er móðurmál mitt, singhale-
síska, líka flókin, þar eru t.d. átta föll.
Máliö er komið af Palí, indó-evrópsku
máli, sem lifir nú aðeins í textum búdd-
ista. Pali er ævafornt og elstu textar
þess erueldri en Sanskrít.”
Þá lék mér hugur á að vita hvort
nafnið hans heföi ekki einhverja sér-
staka merkingu. Og þaðkom skemmti-
lega á óvart: „Rathna þýðir gimsteinn
og Dulatirathna þýðir eiginlega óska-
gimsteinn. Ættamafnið, Munasinghe,
er svo samsett úr singhe sem merkir
ljón er skylt heitinu á máli okkar, sing-
hala og svo muna sem þýðir munnur.”
Við ræddum sitthvað fleira svo
sem Sri Lanka þar sem búa nær 13
milljónir manna, starf Rathna hér hjá
Rafmagnsveitunum, sem felst að hluta
í ferðalögum vítt og breitt um landið og
tungumál af ólíku tagi, Rathna kvaðst
vona að honum yrði veittur ríkis-
borgararétturinn: hér ætlar hann að
búa. -pá
Þorrabakki með sviðnm,
sórum hval, hriitspimgnm...
— rætt við Davíð Janls um það að vera íslendtngur
„Eg spilaði körfubolta meö
unglingalandsliði Indónesíu og fékk
aðstoð frá þjálfara mínum til að
komast í nám i Bandaríkjunum,”
segir Davíð Janis sem er fæddur í
Indónesíu. Davíð hét upphaflega
bara Anis og ekkert annað. 1 hans
þjóðflokki var ekki tíðkað aö menn
bæni tvö nöfn. Af þvi að hann er elst-
ur systkina sinna kölluðu þau hann
ekki annað en Abang sem mun þýða
stóri bróðir. Þegar Davíð fór að
keppa í körfubolta tók hann sér nafn-
ið David Janis. Hann er því orðinn
ýmsu vanur h vaö snertir nöfnin.
„Ég fór til Tuscon í Arizona í
Bandaríkjunum og lærði viðskipta-
fræði. Þar kynntist ég Dóru Pálsdótt-
ur konu minni. Hún var að læra að
verða heyrnleysingjakennari. Við
vorum saman úti í eitt ár og komum
heim til Islands og giftum okkur hér.
Þegar við höfðum búið hér í þrjú ár
sótti ég um íslenskan ríkisborgara-
rétt. Af því aö ég hét David þá þurfti
ég bara að breyta nafni mínu í
Davíð. Ég er búinn að vera íslenskur
ríkisborgari í tíu ár.”
t — Hvernig er að búa á íslandi?
„Mér finnst þaö fínt. Ég hef líka
reynslu af að búa í Bandarikjunum
og ég hefði ekki viljað búa þar til ævi-
loka. Island er góður staöur til að ala
upp börn á. Krakkarnir eru frjálsir
hér og fólk hefur meira sjálfstæði.
Þá þarf hvorki ég né börn mín aö
hafa áhyggjur af því að þurfa að
gegna herþjónustu. — Við erummeð
þrjá stráka,” skýtur hann inn í og
hlær.
Davíð er mjög léttlyndur maður og
hlær óspart. Hann talar mjög skýra
íslensku. Beygingamar eru ekki
alveg nákvæmar og kynin eru stund-
um röng en framburðurinn er á köfl-
um lýtalaus.
— Saknaröu Indónesíu?
„Já, ég sakna fólksins, bræðra
minna og systra, en i Indónesíu var
engin framtíð fyrir núg. Hér á Is-
landi vil ég vera. Hér er fjölskylda
mín og allt sem ég á, þannig að ég
velti ekki fyrir mér öðrum möguleik-
um.
— Hvemig finnst þér fólkið hér.
Eru einhverjir fordómar hér gagn-
vart fólki af erlendu bergi?
,JVIér finnst fólkiö hér opið. Mér
finnst fólkiö hér hugsa meira um
mann sem einn af því þegar maður
er kominn til landsins.”
Tala íslensku heima
— Hverniglærðirðuíslensku.
„Ég stundaði nám í íslensku hér við
háskólann og svo lærði ég líka í mála-
skólanum Míni. Þá var ég á togara í
þrjá mánuði eitt sumarið og lærði
geysilega mikið í málinu þá. Það er
líklega vegna þess að afi konunnar
minnar var skipstjóri og hann lagði
blátt bann við því að þaö væri talað
við mig annað tungumál en islenska.
Það er dálítið um að það menn vilji
tala ensku. Ég get tjáð mig betur á
ensku. Þó kemur það oft fyrir þegar
ég er að tala ensku að þá vantar mig
orð og upp i hugann kemur íslenskt
orð. Hérna í vinnunni notum við til
dæmis íslensk orð yfir ákveðna hluti
og þau geta verið ofar i huganum en
ensku oröin þegar ég er aö tala
hana,”
— Hvemig ertu í indónesísku?
„Ég var orðinn fremur lélegur en
hef batnað aftur. Ég kynntist tveim-
ur mönnum frá Indónesíu sem voru
að læra hjá Orkustofnun um jaröhita
meðal annars. Ég hitti þá og talaði
við þá og þjálfaðist við það. Sem
stendur erum við tveir hér á landi af
indónesískum uppruna. Hinn er við
nám í Stýrimannaskólanum. Það eru
líka tveir að koma til Orkustofnunar
í stað þeirra sem eru farnir, sem ég
hef ekki hitt, þannig að við förum
kannski að yfirtaka,” segir Davíð og
hlær dátt.
— Hvaða mál er talað á heimilinu ?
„Strákamir læra ekkert í indó-
nesísku. Við tölum íslensku á heim-
iiinu nema um sé að ræða eitthvert
leyndarmál sem viö þurfum að fela
fyrir krökkunum,” segir Davíð hlæj-
andi.
— Hvemig fellur þér íslenski
maturinn?
„Mér finnst lambakjötiö og
íslenski fiskurinn góður. En ég kom á
sínum tíma til Islands í janúarmán-
uði. Við bjuggumhjá tengdamömmu
fyrstu tvær til þrjár vikumar. Hún
spurði mig meðal annars hvort ég
vildi einhvem sérstakan mat. Ég
vildi auðvitaö vera kurteis og spurði
hvort hún ætti ekki einhvem sérstak-
an íslenskan mat. Eitt kvöldið kom
hún svo með þorrabakka með svið-
um, súrum hval og hvaö heitir þaö
nú aftur, hrútspungum og fleira góð-
gæti.
Síðan hef ég ekki stungið upp á
þessu.”
SGV
J