Dagblaðið Vísir - DV - 13.09.1983, Qupperneq 10
10
DV. ÞRIÐJUDAGUR13. SEPTEMBER1983.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
eins og efnahagsframfarimar á ár-
unum 1976 til 1981 hafi sýnt. En efna-
hagsstefnan hafi fariö úrskeiðis
vegna þess aö hún var framkvæmd
af ósveigjanlegum harðlínumönnum
og hugmyndafræðingum.
Aðrir eru mun ákveönari í gagn-
rýni sinni á framkvæmd peninga-
magnskenningarinnar undir stjórn
Chicago-drengjanna. Þeir benda á
að módelið sjálft hljótí að vera mís-
heppnað úr því ekki var hægt að láta
þaö virka án þess að til kæmi truflun
frá lýðræðislegum stjórnstofnunum
og þar sem verkalýðshreyfingin er
tvístruð og undir járnhæl einræðis-
stjómar. „Þetta módel hlaut að leiða
til afturkipps,” segir Patricio Meller
hagfræðingur hjá óháðri rannsókn-
arstofnun sem sér um hagrannsóknir
í Suður-Ameríku. „Afturkippurinn
hlaut líka að verða harðari fyrir þær
sakir að efnahagsstefnan var í þágu
þeirra sem betur máttu sín.”
Eitt meginatriðið í peningamagns-
kenningunni er að draga úr hlutverki
rikisins í hagkerfinu, bæði ríkis-
rekstrinum og stjórnunarþætti ríkis-
ins auk þess sem afnema á allar
hömlur á viðskiptum viö útlönd.
Þessari stefnu var fylgt í Chile. Af
þeim sökum voru öll verölagsákvæði
numin úr gildi enda hafði sýnt sig að
þau höföu engin áhrif í þá átt að
halda verðbólgunni í skefjum.
Dregið var úr umsvifum ríkisins og
ríkisfyrirtæki seld aö því undan-
skildu að kopariðnaðurinn sem ný-
lega hafði verið þjóðnýttur var enn í
ríkiseign. Tollmúrar vom afnumdir
og hæstu tollar voru færðir niður í
10% en höfðu verið yfir 100% áður.
Gjaldeyrisviðskipti vom gefin frjáls.
Caceres fjármálaráðherra segir
að efnahagsbatinn sem þessar
aðgerðir hafi haft í för með sér hafi
verið dým veröi keyptur. „Það var
flæði af erlendum gjaldeyri sem stóð
undir efnahagsbatnanum,” viður-
kennirhann.
Erlendar lántökur
í neysluvörur
Innflutningur á neysluvörum náði
hámarki sínu á árinu 1981 eða á
sama tíma og heimsmarkaðsverð á
kopar hrapaði niður. Eriendir lánar-
drottnar komust að því að Chile not-
aði erlendar lántökur í of ríkum mæli
til aö fjármagna innflutning á
neysluvörum og stöðvuðu því fram-
lengingu á lánunum. Verðmæti vöm-
framleiðslu og þjónustu í landinu féll
um 14,3% á síðasta ári og að lokum
var gengi pesosins fellt.
Caceres er þó bjartsýnn. Hann
telur aö þjóðarframleiðsla muni
aukst á ný þótt ef til vill verði ekki
miklar breytingar á þessu ári. En á
næsta ári gæti hún aukist um 4 til 5%.
„Við erum undir miklum þrýst-
ingi,” segir hann. „Ailir vilja sjá ör-
ari framfarir en þær ráðast af
ástandi efnahagsmála i heiminum,
ekki sist vöxtum á alþjóðlegum lána-
markaði og heimsmarkaösverði á
kopar.”
En þaö er ljóst að efnahagsstefna
Chicago-drengjanna hefur fært her-
foringjastjóminni í Chile erfið verk-
efni, ekki aðeins erfiða samninga-
fundi með erlendum lánardrottnum
um greiðslufrest heldur einnig
óánægju almennings sem hefur stig-
magnast á undanförnum mánuöum.
Efnahagsstefna
Chicago-drengjanna
Afleiðingar þessa hafa verið ólga
innan verkalýðsstéttanna og óeirðir í
mörgum hverfum Santiago. I síðasta
mánuði urðu fjórum sinnum óeirðir
sem kostuðu fjölda manns lífið. Til
þeirra var stefnt vegna þeirra sam-
dráttaraðgerða sem Pinochet hers-
höföingi var neyddur til að gera og
voru skilyrði fyrir 875 milljón dala
láni frá Alþjóðag jaldeyrissjóðnum.
Efnahagsstefna hins óhefta mark-
aðsbúskapar var innleidd í Chile af
hagfræöingum frá Chicago-háskóla
sem aðhylltust kenningar nóbels-
verðlaunahafans Milton Friedman.
Hópur þessi gengur undir nafninu
„The Chicago Boys”. Eftir að efna-
hagsstefnan fór í handaskolum hafa
meðal annars af mikilli verðlækkun á kopar á heimsmarkaði.
Erlendar lántökur eru
að sliga efnahag Chile
hans síðan herforingjastjórnin tók völdin fyrir áratug. Óánægja almennings vex nú hröðum skrefum
vegna efnahagsþrenginganna.
Var stjórn
Allendes verri?
Carlos Caceres, fjármálaráðherra
herforingjastjómarinnar, sem er
fjórði maðurinn sem hefur það emb-
ætti á höndum á 16 mánaða tímabili,
er ekki sammála þessum röksemd-
— efnahagsstefna „Chicago-drengjanna” sýnir nu á sér ranghverfuna
Þepar Allende var stmypt af stóH var varðbólgan i Chile um 500% á ári.
Nu eru afborganir af eriendum lánum að verða jafnóviðráðanlegt
vandamál fyrir Pinochet. Myndtn er afplakati á höfuðstöðvum komm-
únistaflokksins í Chile i stjórnartið Allendes.
hagfræðingarnir borið því við að
ástandið sé því aö kenna að þeir hafi
fengið óreiðuástandið frá tíö Salva-
dor Ailendes, fyrrum forseta Chile,
og hinni marxísku rikisstjóm hans, í
arf. Auk þess telja þeir að utanað-
komandi þættir hafi spillt efnahags-
batanum, heimskreppan, skulda-
söfnun Suður-Amerikuríkja og hratt
verðfall á mikilvægustu útflutnings-
afurð Chile, koparnum.
Hinir mildari gagnrýnendur
ástandsins í landinu segja að efna-
hagsmódelið hafi sjálft verið nothæft
Sú var tíðin að efnahagsstefna
Chile var talin til fyrirmyndar fyrir
önnur þróunarríki. Þeir dagar em nú
liönir, afturkippur er kominn í efna-
hagsframfarirnar og nú er hart deilt
um þá efnahagsstefnu sem fram-
kvæmd hefur verið af herforingja-
stjóminni á undanförnum áratug.
A árunum 1976 til 1981 virðist sem
draumur allra Chilebúa hafi ræst er
þjóöartekjur jukust um 7% aömeðal-
tali á ári og innfluttar neysluvömr,
bíiar og litsjónvörp streymdu inn í
landið. ,,Fyrir 1973 var viskí besta
gjöfin sem hægt var að gefa, en
skyndilega gátu allir keypt sér það
sjálfir,” segir einn Chilebúi.
Augusto Pinochet, hershöfðingi og
forseti Chile, fékk til liðs við sig
gengi hagfræöinga sem aðhylltust
peningamagnskenninguna og kepptu
að því að ná stjórn á peningamagni í
umferð. Niðurgreiðslur voru af-
numdar og ríkisrekin fyrirtæki seld.
Á átta árum, frá 1973 til 1981, tókst að
ná verðbólgunni úr 500% á ári niður í
9,5%. En fyrir tveimur árum fór
gagnrýni á þessa stefnu að gera vart
viö sig.
Velmegunarárin hafa skilið landið
eftir með erlendar skuldir að upphæð
17 milljarða Bandaríkjadala og veru-
legan greiðsluhalla við útlönd. Á
síðasta ári minnkaði þjóöarfram-
leiðsla, gjaldþrot fyrirtækja varð tíð-
ara en nokkm sinni áður og atvinnu-
leysi komst upp í 30%.
ím. Hann bendir á aö efnahagsleg
velmegun almennings hafi aukist
risavöxnum skrefum á undanförnum
étta árum. Að hans mati er ástandið
nú ekki nærri eins slæmt og óðaverð-
bólgan og fæðuskorturir.n sem þjak-
aði landsmenn í stjómartíð Allendes.
En hann viðurkennir aö Chilebúar
hafi verið famir aö trúa aö það vel-
megunarstig sem komið var á myndi
endast tU eUiföar.