Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						14
DV. MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER1983.
Menning
Menning
Menning
Menning
Góö bók um góóan Islendíng
Ölafur Egilsson (ritstj.):
Bjami Benediktsson.
Almenna bókafélaglo, Reykjavik 1983.
Til eru tvær heföir í íslenskri sögu-
ritun. Aðra má kenna við Gunnlaug
munk Leifsson á Þingeyrum, er
samdi helgisögur af mönnum, hina
við Snorra Sturluson, er lýsti Agli
Skallagrimssyni, Olaf i konungi digra
og öðrum eins og lifandi mönnum
með öllum þeirra kostum og göllum..
Ég hélt satt að segja, þegar ég fékk í
hendurnar bókina um Bjarna Bene-
diktsson, sem sextán samtiðarmenn
hans skrifa, að hér væri á ferðúini
enn ein helgisagan. En svo er ekki.
Bókin er rituð í anda Snorra fremur
en Gunnlaugs, sagt er hófsamlega og
skynsamlega frá þessum þjóðskör-
ungi, dregin er upp mynd af manni
enekkidýrlingi.
Vel hefur tekist til um þetta verk,
sem Ölafur Egilsson sendiherra sá
um, en Almenna bókafélagið gaf þaö
út í tilefni þess, að Bjarni hefði orðið
75 ára hinn 30. apríl 1983. Höfundar
eru þau Olöf Benediktsdóttir, Baldur
Mölier, Birgir Isl. Gunnarsson,
Agnar Kl. Jónsson, Ásgeir Péturs-
son, Jónas H. Haralz, Matthías A.
Mathiesen. Árni Grétar Finnsson,
Eyjólfur Konráð Jónsson, Davíö
Ölafsson, Magnús Jónsson, Pétur
Olafsson, Gylfi Þ. Gíslason, Sir
Andrew G. Gilchrist, Matthías
Johannessen og Geir Hallgrímsson.
Einstaklingurinn
Fyrstu greúiina færir Olöf Bene-
diktsdóttir menntaskólakennari í
letur, en hún er um æskuheimili
Bjarna bróður hennar og uppvöxt.
Þessi grein er hin fróðlegasta og
samin   af   svipuöu   æöruleysi   og
Bjarni Benediktsson.
Bókmenntir
Kannes H. Gissurarson
Islendingasögur. Flestir aðrir
höfundar bókarinnar draga einnig
drætti í mynd af einstaklingnum
Bjarna Benediktssyni. Við sjáum
hann fyrir okkur: lágvaxinn og stór-
skorinn, heldur kýttan, með miklar
brúnir og þungar, en falleg augu,
nefmæltan mjög. Við heyrum í
honum, er hann beitir stálminni sinu
gegn andstæðingum, er hann flytur
langar ræður án þess að nota nein
blöð og er hann gerist gamansamur
á Alþingi og svarar framsóknar-
manni, sem segir, að prentvillu-
púkinn sé á móti hónum: „Já, það'
eruflestirpúkar!"
Við skynjum og skiljum, hversu
þungur og traustur þessi maður er,
samviskusamur og vinnusamur,
skjótur aö greina kjarna frá hismi í
hverju máli, harður í horn að taka,
en þó viokvæmur, glöggskyggn, var-
færinn. — Og við tökum eftir sumum
þeim göllum, sem hann hefur, því að
hann er mannlegur eins og aðrir:
hann er skapstyggur, getur veriö
ónotalegur í orðum, á það til að Iáta
aðra finna fyrir valdi sínu.
Stjómmálamaðurinn
Aðrar fróölegustu greinar bókar-
innar eru um lagakennslu Bjarna og
dómsmálaráðherrastörf eftir Baldur
Möller ráðuneytisstjóra, um for-
sætisráðherradóm hans eftir Jónas
H. Haralz bankastjóra og um vináttu
hans eftir Pétur Olafsson, fyrrver-
andi forstjóra, og Matthías
Johannessen skáld. Bjarni Bene-
diktsson var mikill stjórnmála-
maöur eins og ráða má af þessum
greinum bókarinar og öðrum en ég
er ekki viss um aö ég sé höfundunum
sammála um allt. Baldur Möller
segir að rótleysiö með þjóðinni frá
1970 megi rekja til skyndilegs láts
Bjarna. Mér varö hugsaö til orða
leikskáldsins Bertolts Brechts,
þegar ég las þetta: ,,Sú þjóð er
heppin, sem þarf engar hetjur! Þarf
íslenska þjóðin alltaf einhverja
mikla stjórnmálamenn til að leiða
sig? Við hljótum að vona aö svo sé
ekki. „Sjálfur leið þú sjálfan þig,"
segir í Grógaldri.
Jónas Haralz telur að samvinna
ríkis og verkalýðshreyfingar á síöari
hluta viðreisnaráranna, er Bjarni
var forsætisráöherra, hafi verið
heilladrjúg. En margir eru þeirrar
skoðunar að fyrri hluti viðreisnarár-
anna hafi verið miklu betri en hinn
síðari. Á fyrri hluta þeirra var tekin
afdráttarlaus frjálsræðisstefna —
markaðsöflin komu jafnvægi á með
verðbreytingum fremur en misvitrir
menn með valdboði — en á síðari
hluta þeirra var horfið frá þessari
stefnu að nokkru marki. Sú hugmynd
er heldur ógeðfelld, sem var allt að
þvi viötekin á síðari hluta
viöreisnaráranna, að leysa eigi allan
vanda mannlegs samlifs með ein-
hverjum samningum valdsmanna,
fulltrúa atvinnurekendasamtaka,
verkalýðsfélaga og stjórnmála-
flokka. Hvað eru slíkir samningar
annað en hrossakaup á kostnaö al-
mennings?Hitt er heppilegra að taka
valdið frá þessari óhelgu þrenningu
— Big Business, Big Labour og Big
Govemment, eins og enskumælandi
þjóöir segja — og dreifa því til
einstaklinganna, færa meö öðrum
oröum ákvarðanir frá ríkinu til
markaðarins.
Pétur Olafsson upplýsir okkur
síðan um það aö Bjarni hafi haft
miklar mætur á Bismarck járnkansl-
ara. En sannleikurinn er sá, þótt Bis-
marck hafi veriö slyngur stjórn-
málamaður, að flest hans verk hafa
haft slæmar afleiðingar. Hann tók
verndarstefnu 1879, þannig að úr
alþjóðlegu viöskiptafrelsi dró og
stofnaði velferðarríki í landi sínu
1881, en þetta fyrirbæri ætlar okkur
lif andi að drepa hundrað árum síðar.
Ekki má gleyma því að þýska ríkið,
sem var umfram allt verk hans,
hefur verið vágestur í Norðurálfu á
tuttugustuöld.
íslendingurinn
Eg er í rauninni ekki aö gera
þessar athugasemdir við Bjarna
Benediktsson, heldur tilteknar
skoðanir á stjórnmálamönnum, eðli
þeirra og hlutverki. Bjarni var
frjálslyndur íhaldsmaður, að því er
mér virðist. Hann var ihaldsmaður,
því að hann aðhylltist engar
sérstakar kenningar um verkaskipt-
ingu rikis og markaðar og var i
mörgu fremur maður valdsins en
frelsisins. En hann var þrátt fyrir
það frjálslyndur, þvi að reynslan
kenndi honum að valdið er engum
hollt — síst þeim, sem hefur það —
nema það sé takmarkað. Hann lærði
það á haftaárunum að betra er að
koma jafnvægi á i atvinnulifinu með
eðlilegum verðbreytingum en með
valdboði, og það var mjög að skapi
hans, þegar stigin voru spor í frjáls-
ræðisátt á árunum 1950 og 1960.
Bjarni var slyngur stjórnmála-
maður eins og Bismarck, en munur-
inn á honum og járnkanslaranum er
sá aö flest hans verk hafa haft góöar
afleiöingar, einkum innganga Islend-
inga í Atlantshafsbandalagið og
varnarsamvinnan við Bandaríkja-
menn. Mér finnst einkum til um það,
hversu góður Islendingur Bjarni var.
Hann skildi það betur en flestir aðrir,
hvað við getum leyft okkur og hvað
ekki, lítil þjóð í stórum heimi og
hörðum. Hann var stoltur af þjóð
sinni, unni sögu hennar, tungu og
bókmenntum, en var þó laus við þá
þjóörembu og það útlendingahatur,
sem hefur lýtt margan landann. Við
komumst að því við lestur hinnar
ágætu afmælisútgáfu um hann, að
hann var það, sem Snorri kallaði
„drengur" — vaskur maöur og vax-
andi.
Máifríöur Einarsdóttir:
TÖTRAÍGLETTINGI.
Ljoðhús, Rvik. 1983.140 bls.
Málfríður Einarsdóttir dó í haust,
84 ára að aldri. Hún var sískrifandi
fram í andlátið og hafði kannski
aldrei verið djarfari og léttari í
skrifum sínum en hin allra seinustu
ár, frumleg, með fagran stíl sem
engu líktist. Það var eins og líf sneist-
inn hefði blundað lengi og blossaö
upp þegar hann fékk súrefnið, þ.e.
viðurkenningu útgefenda (Ljóöhúss
og AB), viðurkenningu „bókmennta-
stofnunarinnar" (heiðruð á gamlárs-
kvöld 1981 af Rithöfundasjóði Ríkis-
útvarpsins) og viðurkenningu les-
endasinna.
Málfríður var 78 ára þegar fyrsta
bók hennar kom út, Samastaður í til-
verunni (1977), og getur það talist
einsdæmi. En að síðan skyldi koma
frá hennar hendi fjórar bækur í
viðbót: Or sálarkirnunni (1978),
Auðnuleysingi og tötrughypja (1979),
Bréf tU Steinunnar (1981), þýðing á
Dvergnum eftir Pár Lagerkvist
(1982) — það er næstum yfirnáttúr-
legt, enda átti Málfríður galdrastaf
sem var hennar penni.
Og nú er komin út sjötta bók
hennar á sjö árum, Tötra í glettingi,
sem fjallar um Auöna og Tötru og
hún hefur skrifað um áður. Þetta er
skáldsaga, skrifuð á árunum 1980—
82 og gerist í Reykjavík og uppi í
sveit þar sem sést til Snæf ellsjökuls í
vestri. Það mun ekki langt frá
bernskustöövum höfundar í Borgar-
firði.
Sagan gerist á tuttugustu öldinni
og allt bendir til þess að hún hefjist
rétt fyrir seinna stríö, því Tötra
fæðir son sinn í sárri fátækt og
þiggur hjálp frá kvenfélagi
Frikirkjusafnaðarins. I stríðinu
komast þau hjón í álnir og búa í
„Auðlegðarhúsi" og húsbóndinn
vinnur ónefnd störf fyrir „Mann á
Vellinum". I Auðlegðarhúsi leiö
engum vel nema til að byrja meö.
Ekki heldur litla drengnum með
mörgu nöfnin, Gólaranum, Ylfingi
Tý, Yrmlingi, Yljara o.fl., því að
honum  leiddist   Matta   fóstra   og
MALFRKHJR MEÐ
TÖTRU í GLETTINGI
mamma hafði svo mikiö að gera við
að halda veislur aö hún mátti sjálf
ekki vera að því að segja honum
sögur nema stundum. En svo varð
breyting.
Sinnaskipti komu yfir Auðna og
hann fór burtu. Hér verða árekstrar
sem leysast fyrir tilstilli Ylfings Ylj-
ara. Síöar flytur fjölskyldan með
hjálp ömmu og mömmu Auðna upp í
sveit að Glettingi og hefja þar bú-
skap.
Þá fer nú að færast fjör í frá-
sögnina. Langamma var aðaluppal-
andi Yljara, því hún kunni lag á
litlum börnum. „Fyrst lempaði hún
af honum flík og flík, þvoði honum
síðan upp úr vaskafati með ilmgóðri
sápu, og hann f ór að syf ja af þessum
lipru gamalmennis handatiltekt-
um..." (62). Ábænum var líka Jónsi,
sextán ára þegar þau komu þangað,
og áttí eftir að gegna margföldu hlut-
verki áður en yfir lauk. 011 verk fóru
honum vel úr hendi. Hann var líka
sá sem tók við uppeldi Yljara eða
Ylfings: „Það var á einum sunnu-
degi að þeir fundust. Loftið var upp-
fullt af ýmislegu gamni, allt upp
fyrirfjallatinda..."(83).
Á bænum urðu miklar breytingar
meö tíð og tíma, það var byggt upp
með rausnarbrag og segir Málfríður
þá sögu með mörgum útúrdúrum og
skemmtilegum eins og henni er
lagið. Hi'ui segir frá veiðiferðum
Jónsa meö Yljara og langömmu þar
sem lögð voru net f yrir lax og silung.
Hún segir líka frá veislum miklum.
Hin fyrri var haldin sem eins konar
reisugilli útihúsa og borinn fram
nýveiddur lax og silungur og gamalt
Málf ríður Elnarsdú ttír.
Bókmenntir
RannveigG.
Ágústsdottir
vín. Hin síðari var mikil hátíð vegna
byggingar nýja hússins eöa turnsins,
og er báðum þessum veislum lýst af
mikilli listfengi, borðbúnaði, fram-
bornum réttum, ræðum og
áhrifunum sem þær höfðu á fólk. Víst
er um það að lesandi lendir líka í
veislu.
Þegar hér er komið fer höfundur
nokkuö aftur í tímann og tekur til við
að segja ýmislegt úr lífi þessa fólks
og starfi, t.d. þegar brunngrafan
kom og hvernig hún vann krafta-
verk, einnig um þaö hvernig hugs-
unarháttur „óiukku pakksins" var
til kúa, og svo er góöur kafli um ketti
og menn, þá um Agústu móður
Auðna, hvernig hún fór að því aö elda
matinn ofan í ellef u manns og bera á
borð þrisvar á dag auk kaffis,
hvernig hún var fastheldin á gamlar
matarvenjur þótt húsakynni
breyttust og aðstæður til geymslu á
mat. Margt, margt fellir Málfríður
inn í sína sögu og allt er á sínum stað.
Þegar búið er að byggja húsið
leggst Tötra í bækur og vill reyna að
ráða heimsgátuna. Og höfundur
segir orðrétt: „En mikið var nú
gaman að þessu óðagoti hennar út
um allar veraldir, hún stillti sig ekki,
þaut úr einu í annað, týndi niður, svo
úrvarðenginheild." (128). Aðlokum
verður Tötra leið á lestrinum og
leitinni því annaö mjög aðakallandi
bar að: „Það var klappað með litilli
hendi á hjartað í henni..." (128)
Fínt er sagt frá upphafi lífs hjá Mál-
fríði og hef ég ekki heyrt það betra.
Jæja, svo eignast Tötra fimm krakka
í röð og „sást á þeim að þeir höfðu
veriö í fínum Bláhelli, svo prútt var
alltþeirraæöi. .."(129).
En faðirinn, hver var hann? Var
það Auðni sem nú var orðinn ein-
setumaður og hjartveikur? Eða var
þaö Jónsi, Jón, síðar doktor?
Eiginlega er því stungið að lesanda
en ekkert gert úr því máli meir og
eins og vindurinn hafi hvíslað því að
það hafi verið Jónsi.
Tötra er íslenska konan á tuttug-
ustu öldinni, mótuð af framfarahug-
myndum fyrstu áratuga aldarinnar
og gengur í gegnum hin ýmsu skeið
þjóöfélagsbreytinganna. Verkið er
kannski mótað af óskhyggju um far-
sælan búskap í sveit með þúsund kúa
f jósi þar sem engin kýr er bundin á
bás en fær að valsa um frjáls með
sinn undaneldiskálf og fær af þessu
frelsisblik í augu. Svei mér ef Mál-
fríður hefur ekki þarna gefið okkur
dæmisögu um frelsun kvenna enda
gerist þetta á búinu Glettingi.
Sjáum líka hana Tötru hvernig hún
eignast krakkana. Eigi allfáum
orðum er að því vikið hve vel af guði
gerður fjósamaðurinn sé — bæði til
munns og handa — og undur er hann
skotinn í húsmóður sinni.
Sagan er full af sprelli og göldrum
og að því er varöar meðhöndlun
raunveruleikans þá getur hér allt
gerst. Hið yfirnáttúrlega verður
náttúrlegt (eins og í suðuramer-
ískum sögum). Tíminn verður af-
stæður. Hið vanalega er gert óvana-
legt og hið sjaldgæfa gert að hvers-
dagsreynslu. Samkvæmt hefð-
bundnu sagnamunstri er bygging
sögunnar losaraleg, t.d. veislurnar
tvær eru of nálægt hvor annarri og
lýsingarnar sem koma á persónum í
siðari hluta sögunnar ættu heima
fyrr í sögunni. Stundum kemur EG
allt í einu í ljós og hverfur svo. En er
þettaekkidálítiðsjarmerandi? Þarf
alltaf að gera eins? Þetta sýnir líka
að Málfriður lætur venjur ekki aftra
sér (sbr. að hún notar oft upphafs-
staf aðalpersóna í stað alls nafns-
ins).
Orðfæri hennar og stíll er töfrandi.
Og ekki spillir kimnin. I þessari sögu
finnst mér Málfriði takast best upp,
hún er frjáls, hún baðar sig í dirfsku
og frumleika sem stundum getur
verkað barnslega einfaldur en hefur
þennan skáldlega þokka sem ein-
kennir aöeins hin bestu verk, þau
verk sem borin hafa verið í fínum
Bláhelli áður en þau litu dagsins ljós.
Rannveig G. Ágústsdóttir.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
22-23
22-23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44