Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 3
DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984. 3 't^hnkr* Meira atvinnuleysi en undanfarin ár Yfirvinna kennara að nokkru ógreidd Happdrætti Krabbameinsfélags;ns: Bflar, tölvur og sólarlanda- ferðir Happdrætti Krabbameinsfélagsins er af óviöráöanlegum ástæðum seint á ferðinni aö þessu sinni en miðamir hafa nú verið sendir út. Dregið verður 24. desember svo að ekki er langur tími tilstefnu. Vinningamir eru nú fjörutiu talsins og heildarverðmæti þeirra um 3,7 milljónir króna. Þeir eru BMW 520 i ár- gerð 1985, Peugeot 205 GR árgerð 1985, 3 bifreiðar að eigin vali, 5 Apple //c tölvur og 30 sólarlandaferöir fyrir tvo meö ferðaskrifstofunum Orvali og Ot- sýn. Starfsemi Krabbameinsfélagsins er margþætt. Það rekur leitarstöö, frumurannsóknastofu og krabba- meinsskrá, gefur út tímaritið Heil- brigðismál og ýmis fræðslurit og ann- ast fræðslu í skólum og meðal almenn- ings. Nú hef ur öll starf semin sem var á Suðurgötu 22 og 24 í Reykjavik verið flutt í hið nýja hús Krabbameinsfélags- ins að Skógarhlíð 8 þar sem mjög góð aðstaða er til að efla starfið og færa út kvíamar. Mikið veltur því á að Happ- drætti Krabbameinsfélagsins verði áf ram vel tekið af landsmönnum. -óm Iðnnemar til þings 42. þing Iönnemasambands Islands verður haldið dagana 16. nóv.— 18. nóv. nk. að Hótel Esju í Reykjavík. A þinginu verða ræddir hinir hefð- bundnu málaflokkar Iðnnemasam- bandsþinga, kjaramál, iönfræðsla og félagsmál, einnig verður fjallað um samnorrænt verkefni í tilefni af al- þjóðaári æskunnar. Þingiö sækja um 100 fulltrúar iðn- nemafélaga víðs vegar af landinu með um 3.000 félaga. -óm — atvinnuleysisdagar á árinu 35% fleiri en í fyrra Atvinnuástandiö í siöastliönum mánuði var verra en verið hefur hér á landi um mörg undanfarin ár. I októ- bermánuöi vom skráðir rösklega 24 þúsund atvinnuleysisdagar á landinu öllu en þaö jafngildir að 1100 manns hafi verið á atvinnuleysisskrá allan mánuðinn eða um 1% af mannafla. I septembermánuöi voru hins vegar skráðir 11.600 atvinnuleysisdagar sem er minna en í nokkrum öðrum mánuöi ársins. Fjöldi atvinnuleysisdaga hefur því tvöfaldast mÚli mánaða. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru erfiðleikar í útgerð og fiskvinnslu, að því er segir í yfirliti semvinnumála- skrifstofa félagsmálaráöuneytisins hefur sent frá sér. Þar kemur fram að 75% af þessari aukningu milli mánaða má rekja til sjö staða á landinu, Hafn- arfjarðar, Akraness, Olafsfjarðar, Seyðisfjarðar, Eyrarbakka, Vest- Þurrkaðir mannaeyja og Keflavíkur. Þessir stað- ir voru hver um sig með 1000 til 3500 skráða atvinnuleysisdaga í október vegna lengri eða skemmri stöðvunar fiskvinnslunnar. Sem fyrr segir voru atvinnuleysis- dagar i október rösklega 24 þúsund eöa um 1% af mannafla. Þetta eru um 10 þúsund fleiri atvinnuleysisdagar en skráðir voru í október á siöasta ári. Þá voru skráðir 14.667 atvinnuleysisdagar sem jafngildir 0,6% af mannafla. 1 október 1982 voru skráðir atvinnuleys- isdagar 5.585 eða 0,2% af mannafla og í október 1981 4.497. Á fyrstu tiu mánuðum ársins hafa veriö skráðir 317 þúsund atvinnuleysis- dagar á landinu eöa aö meðaltali 32 þúsund dagar á mánuði. Þetta jafn- gildir því að tæplega 1500 manns hafi að jafnaði veriö á atvinnuleysisskrá eöa 1,2% af mannafla á vinnumarkaöi. Á sama tíma í fyrra voru skráðir 234 þúsund atvinnuleysisdagar og hefur þeim þvi fjölgaö um 35% milli ára. ÖEF Margir kennarar hafa enn ekki fengið greitt fyrir yfirvinnu í septem- ber og eru famir að ókyrrast vegna þess. Að sögn Indriða Þorlákssonar í launadeild f jármálaráöuneytisins er skýringin aðallega sú að greiðslu- gögn hafi ekki verið komin fyrir verkfallið og þegar því lauk hafi ver- ið búið aö safnast mikið upp af gögn- um sem nú væri verið að vinna úr. Sagðist hann vonast til aö mest af þessu kæmi til greiöslu á morgun, föstudag. Um siðustu mánaöamót hafi aöeins verið greidd yfirvinna þar sem úrvinnsla var einföldust. „Okkur finnst þaö heldur hart að þurfa að bíða þetta lengi eftir gjald- föllnum launum,” sagöi kennari einn í samtali við DV.” Sérstaklega þó eftir að ríkið hefur, að því er við telj- um, brotið á okkur samninga meö þvi að borga ekki föst laun eins og gerðist 1. október sl.” JBH/Akureyri LUXUSINN þarf ekki alltaf að vera dýr. System Z-300 frá þorskhausar Hafin er bygging verksmiðju, sem þurrka mun þorskhausa, í Krossholti sem er byggðarkjami í Barðastrand- arhreppi. Er gert ráð fyrir að þurrka 25 lestir af þorskhausum á viku og munu 10 manns vinna við verkið. Þá mun verksmiðjan einnig geta þurrkað loðnu og kolmunna. Þorskhausar eru þurrkaðir víða um land og fara allir í útflutning. -EIR. er gott dænii iim það Verð aðeíns kr. 36.900 • “ stgr. (með 24 banda tónjafnara kr. 44.700.-) JAPIS hf BRAUTARHOLTI 2, SÍMI 27133 • 2X35 sinus vatta magnarí (100 músík vött) • Hálfsjálfvírkur plötuspilari með 4TP tónhöfuðkerfinu. • Digital útvarp FM, MB og LB. 8 stöðva minni. • Tveggja mótora rafeíndastýrt kassettutæki með DOLBY B og C og því allra besta, DBX. • Tveir 3 way 50 sinus (100) vatta hátalarar. • Tvískiptur skápur með reyklítuðu glerí. Z-300 gæðin koma skemmtilega á óvart.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.