Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						DV. FIMMTUDAGUR15. NOVEMBER1984.
17
Minningargjöf:
Guöhrands-
biblíagefin
Reykhoitskirkju
Frá Þórunni Þ. Reykdal, Borgarfirði:
Sunnudaginn 11. nóv. gáfu systkinin
Edda Alexandersdóttir og ölaf ur Alex-
andersson Reykholtskirkju í Borgar-
firði Guðbrandsbiblíu, liósprentun frá
'56—'57, til minningar um foreldra
sína, Alexander Jóhannesson, fæddan
aðSkáney, Reykholtsdal, 17. mars 1884
og d. 8 sept. '74, og Halldóru Olafsdótt-
ur, f. 13. des. 1895 og d. 28. des. 1982.
Sr. Geir Waage sóknarprestur og
Aöalsteinn G. Arnason sóknarnefndar-
f ormaður veittu gjöf inni viðtöku.
Kvað sr. Geir þetta mjög höfðing-
lega gjöf og væri söfnuðurinn afar
þakklátur fyrir gjöfina og þann hlýhug
sem hún sýndi. Reykholtskirkja mun
hafa átt eintak af Guðbrandsbibliu
fyrr á öldum en er það nú löngu glatað.
Merkust þeirra bóka sem kirkjan átti
fyrir var fallegt og vel með farið eintak
af aldamótasálmabókinni Leirgerði
sem Magnús Stephensen gaf út i Leir-
árgörðum, Leirársveit, árið 1801.
Kirkja sú sem nú stendur í Reyk-
holti var vígð á jólum árið 1887. Uttekt
var gerð á henni á sl. ári, að tilhlutan
Þjóðminiasafnsins, og sá Hjörleifur
Stefánsson arkitekt um verkið en hús-
friðunarnefnd kostaði það. Skýrsla
Hjörleifs var lögð fyrir safnaðarfund á
sl. ári og á þeim fundi var ákveðið að
reisa nýja kirkju. Helstu rök fyrir því
eru þau að umsmíða þarf alla kirkjuna
en hún er orðin illa f arin og hefur henni
verið spillt frá upphaflegri gerð. Auk
þess er kirkjan of lítil og þjónar illa því
hlutverki sem staðurinn gerir til henn-
ar.
Húsameistari rikisins vinnur nú að
tillögum að nýrri kirkju og er vonast til
að þær liggi frammi í desemberbyrjun.
I tengslum við hina nýju kirkjubygg-
ingu er einnig fyrirhuguð aðstaða fyrir
söfnuðinn og ferðamenn, þ.e. minning-
arstof a um Snorra Sturluson.
Siðastliðin ár hefur verið unnið að
endurbótum á kirkjugaröi Reykholts-
kirkju, þ.e. merkingu leiða, og lokið
hefur verið við sléttun hans. Jafnframt
hefur prestsetrið verið endurbyggt á
sl. 3 árum og er nú Reykholtsstað til
mikils sóma en þar voru bll upphafleg
einkenni hussins látin halda sér og
njóta sín vel.
Að lokum er vert að geta þess að
Reykholtskirkju barst vegleg peninga-
gjöf til byggingar nýrrar kirkju þann
17. júní sl. frá hjónunum Jóni Hannes-
syni frá Brekkukoti Reykholtsdal og
konu hans, Elísu Jónsdóttur.
-EH
Sr. Gair Waage og Aöalsteinn G. Ámason sóknarnefndarformaöur með
biblíuna.
Tónmenntakennarafélag íslands:
Allar námsgrein-
ar verði virtar
„Aðalfundur Tónmenntakennarfé-
lags lslands, haldinn í Reykjavfk 1984,
vill beina þeim ákveðnu tilmælum til
forráðamanna skóla og menntamála
að allar námsgreinar séu virtar.
Fundurinn hvatti til þess að mark-
visst yrði stefnt að eflingu tónmenntar
innan skólakerfisins og að lög sem Al-
þingi setti yrðu virt.
Helstu mál fundarins voru eftirfar-
andi: Skýrsla formanns sem m.a. fjall-
aði um undirbúning fræðsluf undar sem
haldinn var i samvinnu við Kennara-
háskóla Islands og skólarannsókna-
deild menntamálaráðuneytisins.
Guðm. Omar Oskarsson var endur-
kjörinn formaður. Rætt var um undir-
búning að næsta landsmóti islenskra
barnakóra sem haldið verður á „ári
tónlistarinnar" 1985.
Einnig lýsti fundurinn áhyggjum
sinum vegna þess að í nýrri viðnúðun-
arstundaskrá fyrir grunnskóla virðist
þrengt að tónmenntakennslu og lítið
breyst til batnaðar i þeim efnum.
íslenska skáksveitín sem fara mun á ólympíuskákmótið i Þessalóniku í Grikklandi, ekki langt frá taflborðinu að
venjn. Sveitinmunhaldautanámorgunenmótiðsjálfthefst álaugardaginn.                DV-mynd: GVA.
Formaður kvennadeildar Slysavarnafélags Islands afhenti i gær Björgunarsveitinni Ingólfi i Reykjavík hljóð-
merkjatæki (bíbtæki) aðgjöf. Hér sést Engilhart Björnsson,formaður b]örgunarsveitarinnar, taka viðgjöflnni.
DV-mynd: GVA.
VIKAN ALLA VIKUNA
MEÐAL EFIMIS I
ÞESSARI VIKU:
GREÍNAR OG VIÐTOL:
6  Meö listaverk & litlafingri — sagt f rá örmyndamálara.
12  Nei, ég verðekki milljónari á einni nóttu — og reyndaraldrei.
Viötal við Valdimar Harftarson húsgagnahönnuö.
22  Bílbjófnaour er verri en moro. Visindi fyrir almenning.
34  Til hans Júlla jeppageja: Varaftu þig á veltigrindinni . ..
efta svoleiöis.
SOGUR:
1B  Varistskrimslin.Smásaga.
30  Astarfundur. Spennusaga.
40  Slappaðu af, herra Moore. Witly Breinholst.
42  Astir Gmmu. Kimmti hluti framhaldssogu.
bS  ÆvintýriftumMatgoggrisa. Barna-Vikan.
ANNAD:
4  Breikað af bestu list.
16  Suöramt vetranitlit.
17  Bnska knattspyrnan.
24  Kyrafyrireyra.
26  Fiskftök og krcklingapönnukökur í eldhiisi Vikunnar.
32  Teatro-bar — leiksviö mannlifsins.
36  Jólakjóll á agnarminnstu konumar i handavinnubxti.
38  Vioog rimlarnir — Vikan og tilveran.
48  Póstur.
60  Popp: Princeogfélagar.

Auglýsingamáttur Vikunnar er augljós.
Vikan auglýsingadeild, sími 91-68*53*20
ÁIMÆSTA BLAÐSÖLUSTAÐ.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40