Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 35

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1984, Blaðsíða 35
DV. FIMMTUD AGUR15. NOVEMBER1984. 35 Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tíðarandinn Tiðarandinn Þorsteinn Hauksson tónskáld. Þorsteinn hefur lagt stund á tölvutónlist, rannsóknir og almennar tón- smíflar i hljómveri Pompidousafnsins og vifl Stanfordháskólann í Kalifomíu. Svo skemmtilega vill til afl ( kvöld mun Sinfóníuhljómsveit Íslands flytja verk Þorsteins, Ad Astra, samið með aðstofl tölvu, þótt ekkl geti þafl talist til tölvutónlistar. Ljósm. Rúnar Gunnarsson. TÖLVUR OG TÓNLIST — eftir Þorstein Hauksson tónskáld Baldur Hermannsson skráði Stærsti kostur tölvutónlistarinnar er ef til vill sá að hún leysir nýja krafta úr læðingi, hún veitir tónskáldinu óhemjumikið frelsi til sköpunar, miklu meira en hann hefur áður notið. Hann er til dæmis ekki lengur ofurseldur tak- mörkunum hljóðfæra og hljóðfæraleik- ara og þessi staðreynd hefur mikil áhrif, ekki síst sálræn. Nú þarf tón- skáld ekki lengur að bíða von úr viti eftir hljómflutningssölum, hljómsveit- arstjórum og hljóðfæraleikurum til þess að heyra verk sitt flutt — skyndi- lega, fyrir tilstilli hinnar dásamlegu tölvutækni tuttugustu aldarinnar, nýt- ur hann þeirrar aðstöðu sem fyrrum var fríðindi listmálarans, að geta þeg- ar að verki loknu hlýtt á tónaraðimar bylgjast um eyrun, hann getur skoðað, hlustað, gagnrýnt, lagfært og endur- skapað eftir lyst og þörfum en þarf ekki að bíða fullur óþols mánuðum og kannski árum saman eftir því að heyra verkið óma í lofti. Já, slíkur er máttur tölvutækninnar — hún gagnast ekki aðeins visinda- mönnum, verkfræðingum og kaupa- héðnum, heldur einnig hinum ötulu verkamönnum í víngarði tónlistarinn- ar! Tölvan býður tónskáldinu upp á næstum ótakmarkaða hljóðmyndun og stjórn á hljóðinu og frelsi hans til sköp- unar er því meira en nokkru sinni áður. Tölvan — vinur í raun Tónlist er röð af hljóðbylgjum eins og allir vita. Þær eru búnar til meö sér- stökum áhöldum, svonefndum hljóð- færum, en nú er tónskáldum nútímans í lófa lagið að láta tölvurnar reikna út fýrir sig hvers kyns hljóðbylgjur sem ekki er hægt að framleiða á hefðbund- inn máta, og tölvurnar geta einnig séö til þess að viðeigandi tækjabúnaður býr til þessar hljóðbylgjur og sendir þær út í loftið þegar þeirra er óskað. En tölvan er líka vel til þess fallin að spara tónskáldinu gífurlega handa- vinnu við skrásetningu verksins. Ég held aö fæstir áhugamenn um tónlist geri sér fulla grein fyrir því, hversu tímafrekt og blátt áfram leiðinlegt það er að skrifa hartnær endalausar nótna- raðir við tónsmíðar, en hjá því verður þó tæplega komist. En á þessu sviði er tölvan tónskáldinu vinur í raun! Hún er honum innan handar á sama hátt og ritvinnsluforritin eru hjálparhellur blaðamanna, rithöfunda og annarra sem hafa sitt viðurværi af því að skrifa. Hún er reiðubúin að skrá fyrir hann allar þær nótur sem hann vill hafa með í verki sínu og hún er allsend- is ólöt aö útfæra þær hugmyndir sem húsbóndi hennar felur henni aö rann- saka. Ekki síst er þetta augljós leið og næsta sjálfsögð ef menn eru að fikta við seríalisma, tólftónsmúsík, eða aðra tónlist sem byggir á strangri aðferða- fræði. Ný tækni — nýjar leiðir Tölvan er tónskáldinu stundum þægur þjónn, vinnusamur og hlýöinn. Hann hefur í sjálfu sér engin völd og sækist ekki eftir völdum, en hann er ávallt til þénustu reiðubúinn og gerir hvort tveggja af jafnmikilli alúð: spar- ar tónskáldinu ómælda handavinnu við nótnaskriftir, opnar nýjar gáttir fyrir sköpunargáfuna og útfærir hugmyndir sem ekki voru viðráðanlegar áður. Nú eru auövitað til fjölmörg tón- skáld sem eru fyllilega sæl meö hin heföbundnu hljóðfæri úr málmi, viði og húðum — þau æskja sér einskis frekar, og um það er ekki nema gott eitt aö segja. Það verður liklega enginn maður betra tónskáld af þvi einu aö fá 16—32 bita einkatölvu sér til aðstoðar við yrk- ingarnar, en tölvan er til þess fallin að opna honum nýjar leiðir — ekki endi- lega betri leiðir, en nýjar og hún gerir honum ef til vill kleift að skoða gamlar hugmyndir í nýrra og betra ljósi. Þaö er alkunna að ný tækni verður oft til þess að greiða götu nýrra hug- mynda, nýrra viðhorfa, nýrra aöferða og nýrrar stefnu. Þannig var um elek- trónisku tónlistina á sinum tima og þannig verður um tölvutónlistina. Elektróníska tónlistin opnaði mörg- um tónskáldum nýja heima, og meðal annars komst sjálfur Penderecki þannig að orði að hún hefði haft á hann mikil áhrif; tónskáldið setur sig ósjálf- rátt i nýjar stellingar andspænis nýrri tækni og þannig nýtur hann góðs af hinni heillandi víxlverkun nýrra og ferskra aöferöa og svo þeirra sem hann gjörþekkir af gamalli reynslu. Forverar tölvutónlistar Eflaust mun mörgum þykja tölvan hálfgerð aðskotaskepna i riki tónlistar- innar og við því er í s jálfu sér ekkert að segja. I þeim efnum verður hver og einn að hafa þaö sem honum er hug- stæðast, en þess er samt vert að geta að tölvutónlistin á sér ævagamla og virta fyrirrennara. Fjölmörg tónskáld fyrri alda leiddu hugann að þvi hvort unnt væri aö láta vélar semja tónlist. Ekki smærri menn en Mozart og Haydn sömdu lítil tón- verk fyrir sjálfvirkar tónvélar og klukkuspil, og Haydn fékkst meira að segja við tilraunastarfsemi sem var í því fólgin, að fyrst samdi hann ákveð- inn fjölda frasa, en eins konar teninga- spil var siöan látið ráða röð frasann^^ Að siðustu skal þess getið, sem ýms- um lesendum þessarar greinar mun þykja heldur súrt í brotið að heyra, að tölvan er vissulega ómetanleg hjálpar- hella nútímatónskáldum, en hún leysir ekki skáldiö sjálft af hólmi og leysir hann þaöan af síöur undan þeirri kvöð að leggja árum og áratugum saman hart aö sér við æfingar og þrotlausa tónlistariðkun. Æfingin skapar meistarann og þeirri staðreynd haggar tölvan ekki þótt henni sé annars ýmislegt til lista lagt í bókstaflegum skilningi!

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.