Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 23.02.1985, Blaðsíða 4
64 DV. LAUGARDAGUR 23. FEBROAR1985. Skíðaaðstaða orðin mjög góð á Sigluf irði: „Okkar draumaskíðaland er í Siglufjarðarskarðr Fiskamerkiö -eðii þess og einkenni ,,t»vfifkur harmur..." össur Skarp héöinsson í Vikuviðtali 8. tl>l. <17. áry. 21. 27. folmiar 198S. V»;rð 90 kr — sagt fra bókinní og vídeómyndinni Ómissandi galli undir útifötin Kona við stýrið - og hvað þá? Af bunustokkum 3 baðströndum — staldrað viðá sólarströnd Á ÖLLUM BLAÐSÖLUSTÖÐUM — segirKristján Möller íþróttafulltrúi Skíðamót Islands fer fram í Siglu- firði nú um páskana og er búist við að f jölmennt verði í bænum af því tilefni. I Siglufirði er komin mjög góð aðstaða til skíðaiðkana og hefur hún að mestu byggst upp á undanförnum árum. Þó var það áriö 1968, á afmæli Siglu- fjarðarbæjar, sem íþróttahreyfingin fékk gefins frá bænum öll mannvirki aö Hóli. Áður hafði þar verið starfrækt kúabú bæjarins. „Þetta voru miklar eignir,” sagði Kristján Möller, íþróttafulltrúi Siglu- fjarðar, i samtali við DV, „nýbyggt íbúöarhús og annaö gamalt hús, auk fjóss og hlöðu sem því miður var ónýt. Þá fylgdi einnig meö i gjöf þessari mikiö landsvæði. Fyrst var veitingasalur fyrir 80—90 manns innréttaður á Hóli, þá eldhús og veitingasala. Síðan var hafist handa við aö innrétta gistiherbergi með rúm- um fyrir 40 manns og setustofu. Nú síð- ast hefur komið hér upp búnings- og baöaöstaöa auk sánu. Þar sem áður var áhaldageymsla kúabúsins,” sagði Kristján, „er nú geymsla fyrir snjótroðara. Hins vegar er geymsla fyrir íþróttatæki þar sem hænurnar vöppuðu um áður.” Góð lýsing á kvöldin Skíðafélag Siglufjarðar, Skíðaborg, verður 65 ára á þessu ári. Félagiö hefur byggt upp aðstöðu sína í ná- grenni við íþróttamiðstöðina. Þar er 600 m löng togbraut en einnig tvær aör- ar færanlegar togbrautir. Heildar- lengd þeirra er 12—1300 metrar. „Við höfum mjög góða lýsingu við stærstu lyftuna og getum þess vegna haft opið fram eftir kvöldum. Stökk- brautir eru einnig í næsta nágrenni. Rétt ofan við íþróttamiðstöðina er 45 m stökkbraut sem er upplýst og meö skíöalyftu við hliðina. Aöeins lengra frá er stærri braut sem byrjað var á 1980. Sú braut verður 70 m þegar hún verður fullgerö,” sagði Kristján enn- fremur. — Þið hafiö snjótroðara líka? „Já, Siglufjarðarkaupstaður festi kaup á honum árið 1981 og með tilkomu hans hefur orðið gjörbylting á aöstöðu fyrir skíðamenn hér,” svaraöi Kristján. „1 raun nýtist hann við margt annað. Til dæmis hafa veiturnar hér getað nýtt sér hann við ýmis störf. Þannig hefur snjótroðarinn reynst gífurlegt öryggistæki hér. Hann hefur verið notaður við eftirlit með borholum og dælum hitaveitunnar í Skútudai. ’ ’ — Hvað með ferðamannastraum til ykkaráveturna? „Hin síðari ár og í góöu skíöaárferði er mikið um heimsóknir hingað. Það færist alltaf í vöxt aö heilu hóparnir komi hingað. Hér eru einnig mót um flestar helgar. Mót flutt í Skarðið Fuliorðiö fólk er mikið á gönguskíð- um hér og hafa verið lagðar göngu- brautir jafnt fyrir keppendur og almenning. Hér er til dæmis 4 km lang- ur upplýsturhringur." — Hvaö með Siglufjarðarskarð? „Siglufjaröarskarð er alveg stór- kostlegt skíðaland og okkar drauma- og framtíðarland," svaraði Kristján. „I fyrra, þegar snjólaust var i bænum, var nægur skíðasnjór í Skarðinu. Þá þurftum við að flytja unglinga- meistaramótið þangað en keppendur voru um tvö hundruð. Ýmsar athugan- ir hafa farið fram ó Skarðinu og eru skíöaforustumenn byrjaðir að mæla og fylgjast meö snjóalögum á ýmsum svæðum. Hins vegar veit ég ekki hvenær framkvæmdir geta hafist við uppsetningu lyfta. Þaö er mjög mikið um aö fólk fari í Skarðið aö sumri til og taki þá meö sér skiöin, sérstaklega gönguskíöi,” sagöi Kristján. „Tll gamans mætti geta um þaö aö í Skaröinu eru viss svæði þar sem óskrif- uð lög segja að enginn megi koma nema konur. Þegar gott er veður á sumrin og vorin eiga þær til að fækka fötum þarna upp fró og njóta veður- bliöunnar enn frekar. Einnig eru til sögur um það að sumar hafi ekki fund- iö flikumar sínar aftur. Þær hafa þó dvalið þarna upp fró þar til farið var að skyggja og laumast þá heldur létt- klæddar út fjallið og heim til sín,” sagði Kristján Möller á Siglufirði.-ELA

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.