Dagblaðið Vísir - DV - 12.08.1985, Blaðsíða 15
DV. MÁNUDAGUR12. ÁGUST1985.
15
Menning Menning Menning Menning
í deiglunni
1 1 ..f ■■■■■' ■"11 1
Um „lceland Crueible”
Gamail málsháttur meöal
amerískra indíána segir, aö ekki sé
til siös aö skoða upp í hest sem mað-
ur fær aö gjöf. Þaö er e.t.v. ekki sér-
lega mikil háttvísi heldur að agnúast
út í þá miklu lofgjörð til íslenskra
lista, „Iceland Crucible”, sem ágæt-
ur Islandsvinur og fataútflytjandi,
Tómas Holton, átti frumkvæði aö og
kostaði, þar eö hún var augljóslega
samin í fuilri einlægni og af hlýhug.
Engu aö síöur vekur þessi uppá-
koma ýmsar spurningar og efasemd-
ir sem óheiöarlegt væri aö stinga
undir stól.
Eins og lesendur eflaust vita var
„Iceland Crucible” þríþætt fyrir-
tæki. Þekktur rússneskur ljósmynd-
ari, Vladimir Sichov, var fenginn til
aö mynda fjölda íslenskra lista-
manna eftir ábendingum Siguröar A.
Magnússonar rithöfundar.
íslensk
endurreisn
Urval þessara ljósmynda Sichovs,
ásamt meö sögulegu yfirliti Siguröar
um þróun í sex listgreinum á Islandi,
var síöan gefið út á bók í samráöi viö
bókaforlagið Vöku. I annan stað var
haldin sýning á ljósmyndum Sichovs
aö Kjarvalsstöðum, bæöi myndum
sem notaöar voru í bókinni, og öörum
myndum af íslensku listafólki. Á
þessari sýningu var loks sýnd stutt
kvikmynd um gróskuna í íslenskum
listum, eftir tvo þekkta bandaríska
sérfræöinga í gerö heimildakvik-
mynda.
Allt var þetta byggt á þeim for-
sendum aö hér uppi á Islandi ætti sér
nú staö „Modern Artistic Renaiss-
ance”, hvorki meira né minna, en sá
er undirtitill bókar þeirra Sichovs og
Sigurðar.
Nú dettur mér ekki í hug aö mót-
mæla því að á Islandi sé mikið skrif-
að, leikið, málaö, músiserað, filmað
og þar fram eftir götunum. Þó get ég
ekki aö því gert, aö ég fór hjá mér viö
aö heyra konu lýsa því fjálglega yfir
í kvikmyndinni, að allir Islendingar
væru listamenn. Nei, f jandakorniö.
Hótinu
merkilegri
Eg get vel skiliö myndlistarmann-
iiin, vin minn, sem sagöi við mig
biturri röddu aö kvikmyndinni lok-
inni: Hví finnst fólki sjálfsagt og eðli-
legt að slá um sig með nafnbótinni
„listamaöur”? Hvers vegna fer þaö
ekki eins frjálslega meö nafnbótina
„læknir” eöa „lögmaöur”? Þaö er
nefnilega ekkert auövelt að vera
listamaöur . ..
Og þó svo aö allir leigubílstjórar á
Islandi væru aö skrifa ljóö og sögur á
milli túra? Sú staðreynd væri því að-
eins merkileg, ef þessir bílstjórar
væru aö skrifa góö ljóð og góöar sög-
ur. Einhvers staðar virðast aðstand-
endur „Iceland Crucible” hafa rugl-
ast á magni og gæðum.
Síöan má spyrja sjálfan sig, hvort
listsköpun á Islandi sé hótinu merki-
legri en listsköpun í mörgum ná-
grannalöndum okkar. Ef viö berum
menningarlíf hér á landi saman viö
menningarstarfsemi í útlendum
Menning
Aðalsteinn Ingólfsson
borgum, með sömu höfðatölu og Is-
land, þá er enginn vafi á því að Is-
land hefur vinninginn.
Listir sem
spegilmynd
En þjóö og borg eru ekki sambæri-
leg fyrirbæri. Þótt fáir séu, eiga Is-
lendingar sér sérstaka menningar-
lega vitund, sem borgarbúar í South-
hamton eöa Oöinsvéum hafa ekki, og
sú vitund er jafnan hvati til afreka í
listum. En ætti þaö aö koma útlend-
ingum á óvart aö á Islandi sé að
finna fólk sem skrifar, leikur, filmar
o.s.frv.? Væri þaö ekki fremur saga
til næsta bæjar ef menn geröu ekkert
af þessuálslandi?
Aö einu leyti eru aöstandendur
„Iceland Crucible” þó á réttri leið.
Listir eru spegilmynd þjóöar og mál
til komið að kynna útlendingum þá
hliö á Islendingum. Þá flökrar aö
mér aö skynsamlegar heföi mátt
standa aö slíkri kynningu. I kvik-
myndinni er mikið talað um grósk-
una í íslenskum listum en litiö gert af
því aö sýna hvernig hún lítur út. I
bókinni segir Sigurður skýrt og skil-
merkilega frá ótal islenskum lista-
mönnum, en lesandinn getur hvergi
sannprófað niöurstööur hans ekki
einu sinni í þeim köflum þar sem
fjallað er um myndlist, leiklist og
ljósmyndun.
Stundum heppinn
Ég er hræddur um aö erfitt veröi
aö selja útlendingum íslenska inenn-
ingu út á andlitin á 170 íslenskum
listamönnum, þótt geröarlegir séu.
Tækifæri til alvöru kynningar, í fjöl-
breyttu riti meö litmyndum af
liststarfsemi og listaverkum, viröist
hafa verið fórnaö fyrir fyrirfram
ákeöna heild, listrænar portrettljós-
myndir” í svart/hvítu. Gallinn er sá
aö hinar „listrænu ljósmyndir”
Sichovs eru því miður alls ekki nógu
góöar, ef á heildina er litið. Hvernig
er viö ööru aö búast, þegar 10—20
manns voru myndaðir á degi hverj-
um? En eins og aörir ljósmyndarar
er Sichov stundum heppinn. Um þaö
votta myndir hans af Vilborgu Dag-
bjartsdóttur, Halldóri Laxness, Ind-
riða G. Þorsteinssyni (meö riffil fyr-
ir ofan höfuöiö...), Jakobínu
Sigurðardóttur, Bríeti Héðinsdóttur,
Asdísi Magnúsdóttur, Kristjáni
Jóhannssyni og Jóni Gunnari Árna-
syni & Rúrí. Langflestar ljósmyndir
Sichovs eru svona la-la eins og sagt
er, og þeir sem stækkuðu þær til sýn-
ingar, og gengu frá þeim til prentun-
ar í bókinni, hafa ekki gert ljós-
myndaranum neinn greiöa.
Mat á mati
I báöum tilfellum, og þá sérstak-
lega í bókinni, renna eölilegir
kontrastar út í gráma, auk þess sern
skurður á mörgum myndanna orkar
tvímælis. Ljósmyndirnar fá heldur
ekki þann stuöning sem þær þarfnast
frá útlitsteiknara, Torfa Jónssyni, og
er því fremur iítiö spennandi að
fletta bókinni. Um val Sigurðar á
listamönnum til ljósmyndunar, og
ritgeröir hans um listirnar, ætla ég
ekki aö fjöiyrða. Þótt menn fái ekki
af sér mynd, ættu þeir ekki aö
örvænta, því Siguröur getur allra
sem einhverju hafa komiö í verk í rit-
gerðunum, og reynir þannig aö gæta
ýtrustu sanngimi. Þó saknaði ég
Kristjáns Karlssonar. Raunar er
Sigurður yfirleitt svo sanngjarn á
þessum vettvangi, að hann veröur
allt aö því leiöinlegur. Stöku sinnum
saknar maður vel útilátinna fordóma
eða afdráttarlausra skoöana. . .
Vitanlega geta menn svo haft eigin
skoðanir á mati Siguröar og
heimildamanna hans á einstökum
verkum eöa atburðum, en þar meö er
mat hans ekki afskrifaö. Listamaður
hér í bæ hefur t.d. deilt á bók Sigurö-
ar fyrir það aö honum finnst sér ekki
gert nógu hátt undir höföi í henni.
Hann verður bara aö taka því karl-
mannlega.
Hins vegar má deila á þá ákvörðun
höfundar að sleppa alveg íslenskum
arkitektúr. Auk þess fannst mér
margir listamannanna á myndunum
einum of gamlir til aö vera enn í
deiglunni.
Vilji útlendingur búa sig undir Is-
landsdvöl hefur hann saint gagn af
þessari bók svo fremi sem hann gæt-
ir þess aö bragöbæta hana meö lif-
andi list meðan hann er hérna.
Al
‘ ■
AUSTURSTRÆTIÍO