Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 07.11.1986, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 7. NÓVEMBER 1986. Menning Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson stórmyndinni „Hnjúkaþeyr" (nr. 4), verður úr mikils háttar voð þar sem allur ílöturinn er virkur. En til að hafa hemil á þessari hrif- miklu og oft ærslafullu túlkun hefur Björgvin komið sér upp réttskeið, níu- tíu gráða homum, reglustikuðum línum og hringjum. Raunar minnir hann mig eilítið á Snorra Svein Frið- riksson að því leyti. Þetta er auðvitað gott og blessað þar sem þessi aðkomni strúktúr, segjum hringurinn, kemur heim og saman við frumlag myndanna, ég tala nú ekki um þar sem hann getur um leið virkað sem tákn fyrir himintunglin, kannski almættið, eins og hann vissulega gerir í nokkrum myndum. En allt of oft verður þessi strúktúr eins og hvert annað aðskotadýr sem ekki gerir annað en að draga kraft úr myndunum, færa náttúrulega tján- ingu í spennitreyju. Hringir og strik I mörgum myndum sér maður Björg- vin fara af stað með miklum bravúr og fá sveiflu út úr litunum. En svo bremsar hann sjálfan sig af með hring- um og strikum sem komið er fyrir tvist og bast á fletinum. Hrynjandin fiýs í miðju kafi, sem gefur mörgum myndunum yfirbragð listrænnar ófullnægju. Einhvem veginn þarf listamaðurinn að samræma hið rökræna og skyn- ræna, hug og hjarta. Takist honum það er hann til alls vís. Þessi sýning Björgvins sýnir annars mikla framfór frá því 1975, þegar hann sýndi í Norræna húsinu, sérstaklega í beitingu lita. En svo mikill er áhersluþunginn á köflum að listamaðurinn verður bein- línis harðhentur, sjá „Gnýfara" (nr. 1), sem er allt að því samansúrruð mynd. Þrátt fyrir annmarka sína er framlag Björgvins samt einlægara og metnað- arfyllra en flest af því sem nú er til sýnis að Kjarvalsstöðum. -ai Sýning Björgvins Sigurgeirs að Kjarvalsstödum Björgvin Sigurgeir Haraldsson - í geimnum, pastelmálverk, 1985. Björgvin Sigurgeir Haraldsson er einn af mörgum hæfileikaríkum ís- lenskum listamönnum sem ekki ber hæfhi sína á torg nema einu sinni á áratug. Hann hefur lagt fyrir sig skúlptúrgerð, sjá mikinn skúlptúr við Háaleitisbraut, málaralist, auk þess sem hann skrifar eins og engill. Hvunndagslega kennir hann fagurlist- ir við Myndlista- og handíðaskólann. /I K/ U I FERSK - HRESS VIKA - VIKULEGA Nú heldur hann þriðju einkasýningu sína að Kjarvalsstöðum og er hún sér- stök fyrir það að á henni' eru ein- vörðungu pastelverk, eða pastelmál- verk, eins og höfundur kýs að nefna þau, 64 talsins. Þetta er þriðja stórsýningin á pastel- verkum með tiltölulega stuttu milli- bili, sem gæti bent til þess að þessi listmiðill sé nú í uppsveiflu hér á landi. Það er fremur tvílráður listamaður sem birtist í þessum myndum. Ekki fer á milli mála að í Björgvini er góð og gild rómantísk æð sem kemur fram í innilegri viðræðu hans við náttúruöfl- in, síendurtekinni sundurgreiningu hans á því sem hann bæði sér, skynjar og geymir í minni: gróðursælli hvilft, fuglasöng og blænum í laufi. Sjá myndheiti eins og „Þeyr“, „Hvirfill", „Klósigar", „Hafblik" og „Flæsa“. „Sagan heitir Lifandi lík," -segir Gunnar Gunnarsson, rithöfundurog blaöamaöur, í skemmtilegu spjalli um nýju framhaldssöguna sem hann skrifaði fyrir Vikuna. . .aðalpersónan er blaðamaður, sem reyndar er hættur að vinna. Sem slíkur í sögunni kemur hann fram í fyrstu per- sónu. Konur gegna líka stóru hlutverki í sögunni.“ Róman tísk æð „Ég þekki gagnrýnina og kvíði henni ekki," segir Jón Hákon Magnússon í Vikuviðtalinu. Hann ræöir um uppstokkun í fjöl- miðlunum hér í landi, nýafstaðinn leiðtogafund og eigin tilveru. Rómantík í Svartaskógi Sigurlaug Rósinkranz sópransöngkona heimsótt í Los Angeles Hótel á islandi. Mikils háttarvoð Listræn viðbrögð listamannsins birt- ast í björtum litaflekkjum sem kembdir eru saman eða greindir sund- ur með taktföstum hætti, og þar sem Björgvini tekst best upp, til dæmis í Vil - vil ekki. Ný bók eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur í bókakynningarþætti Vikunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.