Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 26. tölublaš - Helgarblaš II 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						50
LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1987.
Þannlg var umhorfs í dæmigerðu braggahverfi.
a
D j öflaeyj urtni
Samtök herskálabúa líta á
það sem höfuðverkefhi
sitt að knýja á yfirvöld
Reykjavíkurbæjar um
byggingu mannsæmandi
íbúða fyrir það fólk sem býr í her-
mannaskálum og að braggahverf-
um verði útrýmt innan tveggja til
þriggja ára."
Þannig hljóðaði fyrsta ályktun-
un sem Samtök herskálabúa sendu
frá sér eftir fund í Camp Knox í
aðventubyrjun árið 1953. Samtök-
in hétu á „Leigjendafélagið,
Bandalag kvenna í Reykjavík,'
Fegrunarfélagið og verkalýðsfé-
lögin" að koma til liðs við þessa
kröfu og kom fyrir lítið því lengi
eftir þetta voru braggahverfin
áberandi í Reykjavík og enn stend-
ur stöku braggi.
Það er raunar eftirtekt-
arvert að það var fyrst
um þetta leyti sem orðin
„braggi" og „bragga-
hverfi" sáust í íslensk-
um blöðum. Það voru þó liðin tíu
ár síðan fyrstu íslendingarnir sett-
ust að í bröggunum. Lífið í bragga-
hverfunum var feimnismál og
menn kunnu vart við að nefna þau
sínu rétta nafni opinberlega fyrr
en leið að lokum braggatímabils-
ins.
Lengi vel þótti ekki við hæfi að
kveða fastar að orði en að kalla
braggana „bráðabirgðahúsnæði".
Fljótlega þótti þó skammlaust að
kalla þá herskála á prenti þótt í
munni almennings hafi þeir heitið
braggar og ekkert annað.
Þegar blöðin sögðu frá
því haustið 1943 að ís-
lendingar hefðu fengið
inni í bröggunum þá var
aldrei sagt frá því ber-
um orðum að um bragga væri að
ræða þótt ráða mætti af lýsingun-
um að þannig hlyti þetta húsnæði
að vera. Þetta var á þeim árum
þegar Reykvíkingum fjölgaði
meira en húsrúm var fyrir í bæn-
um. Fyrir „sjálfstætt fólk" var það
vitaskuld niðurlægjandi að verða
að setjast að í skálum útlendra
hermanna.
Raunar var ástæðulaust að forð-
ast að kalla þetta húsnæði bragga
þótt það væri lýsandi fyrir herset-
una á þeim tímum sem menn höfðu
þjóðarstoltið ekki í flimtingum.
Þetta orð var komið inn í málið
löngu áður en landið var hernumið
og er komið hingað úr rómönskum
í gegnum norsku.
Þegar stríðinu var lokið
og stríðsgróðinn horf-
inn í kaup á atvinnu-
tækjum þá þrengdi enn
að á húsnæðismarkaðn-
um í Reykjavík því fólki fjölgaði.
Ibúðum fjölgaði hins vegar ekki
því haftastefha stjórnvalda var
húsbyggjendum þung í skauti.
Með brottför hersins úr Reykjavík
opnaðist því mörgum möguleiki á
að fá þak yfir höfuðið þótt ekki
væri það reisulegt.
Fjölmennasta braggahverfið var
Camp Knox sem stóð vestur á
Melum. Borgin keypti það í heilu
lagi árið 1947 fyrir 415 þúsund
krónur af bandaríska flotanum. í
Camp Knox gátu á annað þúsund
manns búið auk þess sem þar var
fjöldi geymslubragga sem voru
leigðir ýmsum fyrirtækjum í bæn-
um. Þar á meðal tók Bæjarútgerð
Reykjavíkur bragga á leigu við
Meistarvelli. Þar hefur Leikfélag
Reykjavíkur nú sett á svið leikrit-
ið Djöflaeyjuna um lífið í bragga-
Wiliiam Franklin Knox, flotamálaráðherra Bandaríkjanna, lagði einu fræg-
asta braggahverfinu til nafn.
Tlmlnn
1946 BJUööu   'W,CI1 Keykvíkin^-xzi
um:
\952 BJU6GU
2400
í
krc ^" ^"
'Mannsæmandrib»ve||l^á
_- -*.. ia árura \ stað w% |. v
Mppknii neyðir jnjsiuidir k% % I
"    í3       <
PJUOOU                                        «4
Q3   Cr-
<5Í
Til nilnnls kjóscndum:
§  c* %
Dtrýming bragganna næ g ^ |
-5—«-*fe S
3*.
IhaldÍÖ hefír alVeg brU Tvö þúsund og.fiinm- hundrm|
í byggingamállim almeil Ma í hermannabröggum í ReyKjavflk
í dagblööum frá braggatímabilinu var dregin upp ófögur mynd af Iffinu í bröggunum.
hverfunum og frumsýnir á
morgun. Braggabúarnir eru því
komir heim aftur þótt Einar Kára-
son, höfundur sögunnar, neiti því
að hún gerist fremur í Camp Knox
en öðru braggahverfi.
Camp Knox var kenndur
við flotamálaráðherra
Bandaríkjanna á árun-
um 1940 til 1944. Sá hét
fullu nafhi William
Franklin Knox og var mikill mekt-
armaður í bandarísku þjóðlífi. Hér
á landi lifir nafn hans í horfnu
braggahverfi sem aldrei þótti til-
takanlega virðulegt. Knox þessi
þjónaði þjóð sinni í þremur styrj-
öldum en fékkst við ritstjórn og
blaðaútgáfu á friðartímum.
Öllum frásögnum ber saman um
að lífið í braggahyerfunum hafi
verið ömurlegt og íbúar þeirra
voru lægra metnir þjóðfélagsþegn-
ar en þeir sem bjuggu í „húsum".
Einkum varð þetta áberandi þegar
líða tók á braggatímabilið. Þá var
því trúað að íbúar braggahverf-
anna væru upp til hópa skríll.
Þessir fordómar hafa orðið mjög
lífseigir hér á landi en það er önn-
ur saga.
^ bröggunum var venjulegum
| ;  fjölskyldum úthlutað plássi
!   sem ekki var stærra en 20 til
í   30 fermetrar. Það veit hálfur
M  fbúðarbraggi. Oft þurftu 6
eða 8 manna fjölskyldur að láta
sér  þetta  húsnæði  nægja.  Við
þrengslin bættist síðan að yfirleitt
var  engin  hreinlætisaðstaða  í
bröggunum. Þeir voru ekki ein-
angraðir en haldið heitum eftir
föngum með kolaofnum. Þessum
ofnum fylgdi eldhætta enda voru
brunar tíðir.
Þrátt fyrir að lífið í
bröggunum ætti sér
skuggahliðar þá var
það ekki eintómur öm-
urleiki. Þar þreifst
fjölskrúðugt mannlíf við misjafnar
aðstæður eins og sjá má í Djöfla-
eyju þeirra Einars Kárasonar og
Kjartans Ragnarssonar. Þar eru
þau heiðurshjón Karólína spákona
og Tómas kaupmaður mætt ljóslif-
andi ásamt afkomendum sínum
þegar rokkið var að nema land og
braggarnir voru þéttsetnir.
GK
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62