Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						26
MÁNUDAGUR 23. FEBRÚAR 1987.
Iþróttir_________
Eftii-
legasti
blak-
maðurinn
Vignir Hlöðversson lír HK var
kjörinn efnilegasti blakmaður
landsins af loikmönnum 1. deildar
karla. Sú niðurstaða var kunn-
gjörð á árshátíð Blaksambandsins
í fyrrakvöld.
Kvennaliðin kusu einnig efhileg-
asta leikmanninn úr sínum röðum.
Fyrir valinu varð Elín Guðmunds-
dóttir úr Breiðabliki.
Ekki kom á óvart að Leifur
Harðarson, Þrótti, skyldi hafa ver-
ið kosinn besti blakmaðurinn. Hjé
konunum var kosin Sigurborg
Gunnarsdóttir, Breiðabliki.
' Besti dómarinn var kj örinn Skúli
Unnar Sveinsson.       -KMU
Fram
hafnaði
Í3. sætí
Fram hafnaði í þriðja sæti í
deildarkeppninni á íslandsmótinu
í blaki karla. Fram, ÍS og HK hlutu
öll 16 stig en Fram hafði besta
hrinuhlutfallið.
í lokaumferðinni tapaði Fram
gegn KA, 2-3, í leik sem engu gat
breytt um röð liðanna. Meistar-
arnir, Reykjavfkur-Þróttarar,
sigruðu nafna sína úr Neskaupstað
örugglega, 3-0. Og á Laugarvatni
sigraði KA HSK, 3-1, í gærkvoldi.
Lokastaðan í deildarkeppninni
varð þessi.:
Þróttur R. 14  13  1  41-12  26
Víkingur   14  9  5  31-19  18
Fram.......  14  8  6  31-25  16
ÍS..............  14  8 6  31-28  16
HK............  14  8  6  28-26 16
KA...........  14  6  8  27-30  10
Þróttur N. 14  3 11   19-39  6
HSK........  14  1 13  12-41  2
-KMU
I>V
HK glutraði
úrslitasæti
HK glutraði niður möguleikanum á
að komast í fjögurra íiða úrslit ís-
landsmótsins í blaki karla á föstudags-
kvöld. Kópavogsliðið tapaði þá gegn
Víkingi, sem með 3-1 sigri í leiknum
tryggði sér annað sæti í deildarkeppn-
inni.
Leikurinn hófst með hörkuspenn-
andi hrinu. Víkingur náði 10-7 for-
skoti. Síðan var jafnt, 11-11, 12-12 og
lengi var staðan 13-13. Eftir 25 mín-
útna barning lauk hrinunni með 16-14
sigri HK.
Önnur hrina virtist einnig ætla að
verða jöfn. Staðan var 4-3 fyrir Víking
þegar Bjarni Þórhallssn fór í uppgjaf-
ir. Gaf Bjarni upp næstu tíu stig, hætti
ekki fyrr en í 14-3 en hrinan fór 15-3.
HK-menn komust í 12-6 í þriðju
hrinu. Víkingar söxuðu á forskotið.
HK náði þó 14-13 stöðu og var hárs-
breidd frá hrinusigri. Víkingar skor-
uðu hins vegar næstu þrjú stig og
höfðu þá unnið 16-14.
Vonsviknir HK-menn létu svo Vík-
ingana valtra yfir sig í fjórðu og
síðustu hrinu sem lauk 15-8.
-KMU
Deildarmeistari
á einni hrinu
íþróttafélag stúdenta varð deild-
armeistari á íslandsmótinu í blaki
kvenna með aðeins einnar hrinu
betri árangur en næsta lið, Víking-
ur. Með þessum tveimur liðum leika
Breiðablik og Þróttur í úrslitakeppni
um meistaratitilinn.
Það voru einmitt IS og Víkingur
sem mættust í lokaleik deildar-
keppninnar. Víkingsstúlkurnar
hefðu þurft að sigra 3-0 til að kom-
ast upp fyrir ÍS.
Víkingsdómurnar tóku fyrstu
hrinu 16-14, aðra 15-9 en í þeirri
þriðju sigraði ÍS 15-5 og tryggði sér
þar því deildarsigurinn. Fjórða hrin-
an varð sú síðasta en í henni sigraði
Víkingur 15-2 og leikinn því 3-1.
Lokastaðan í deildarkeppninni í
blaki kvenna varð þessi:
ÍS         10  8  2  25-9  16
Víkingur    10   8  2  24-9   16
Breiðablik 10 7 3 25-11 14
Þróttur     10  5  5  19-17  10
KA        10   1  9  6-27   2
HK        10  1  9  3-29  2
-KMU
i    Skipting verðlauna
íi   Á heimsmeistaramótinu í norræn-
Ium  skíðagreinum  í  Oberstdorf
skiptust verðlaun með þessum hætti:
I Svíþjóð:.......3 gull, 2 silfur og 3 brons.
' Noregur:.....2 gull, 4 silfur og 4 brons.
| Finnland:...................2 gull og 3 silfur.
ítalía:.............................................2 gull.
Sovétríkin:..l gull, 3 silfur og 3 brons. I
Austurríki:................1 gull og 2 brons. ¦
Tékkóslóvakía:...........................1 gull. I
V-Þýskaland:...............................1 gull. I
Bandaríkin:...............................1 silfur. ¦
Sviss:..........................................1 brons. I
LT„- -—- _ _______-Zl
ORÐSENDING TIL FYRIR-
TÆKJA OG STOFNAIMA
SEM FÆRATÖLVU-
SKRÁR MEÐ NAFNNÚM-
ERUM EINSTAKLINGA
OGFYRIRTÆKJA
Vegna upptöku kennitalna ístað nafnnúmera sem auðkennistalna Þjóð-
skrárog fyrirtækjaskrár, hefur Hagstofan látið gera tölvuskrá með
nafnnúmerum og samsvarandi kennitölum einstaklinga, fyrirtækja, fé-
laga og stofnana.
Aðilar, sem færa tölvuskrár með nafnnúmerum geta fengið þessa skrá
á segulbandi til eigin nota.
Ef þeir afhenda á nafnnúmer úr eigin tölvuskrám á disklingi eða segul-
bandi geta þeir jafnframt fengið á sams konar miðli skrá með kennitölum
og samsvarandi nafnnúmerum.
Athugið, að þegar er farið að nota kennitölur í nokkrum mæli og frá
1. janúar 1988 munu opinberir aðilar beita kennitölum að fullu í stað
nafnnúmera. Þvíer brýnt að allir aðilar geri sem fyrst viðeigandi ráðstaf-
anirvegna þessara breytinga.
Eftirtaldir aðilar annast ofangreinda þjónustu og veita frekari upplýsing-
ar: Skýrsluvélarríkisinsog Reykjavíkurborga.r, sími 695100, Reiknistofn-
un Háskólans, sími 25088, Reiknistofa Hafnaríjarðar, sími 54344 og
Tölvuþjónustan í Reykjavík hf., sími 31 520.
Hagstofa íslands
•Framarinn Jón Grétar Traustason treður knettinum niður Vikingsmegin í
leik liðanna í síðustu viku. Fram og Víkingur mætast í fyrsta leik úrslitakeppn-
innar á miðvikudag.
ÍS skreið í úrslitin
íþróttafélag stúdenta skreið með
naumindum inn í fjögurra liða úrsli-
takeppnina á íslandsmótinu í blaki
karla er liðið sigraði Þrótt frá Nes-
kaupstað, 3-1, í Hagaskóla í
gærmorgun,
Svo mjótt var á mununum milli 1S
og HK í keppninni um fjórða sætið
að hefðu Stúdentar ágrað Norðfirð-
inga, 3-2, hefðu Kópavogsbúarnir
komist afram.
Stúdentar voru, eins og búast
máttí við, óstyrkir, er þeir hófu leik-
inn gegn Norðfirðingum. Fyrstu
hrinu tóku þeir þó 15-10 en töpuðu
svo þeirri næstu með sama mun.
Hristu síðan af sér slenið í þriðju
og fjórðu hrinu, sem lauk 15-6 og
15-5.
Það verða því gömlu blakrisamir
Þróttur og ÍS sera lenda saman í
fyrstu umferð úrslitakeppninnar.
Liðin í öðru og þriðja sæti, Víkingur
og Fram, keppa einnig þangað til
annað liðið hefur sigrað í tveimur
leikjum. Sigurliðin úr þessum upp-
gjörum keppa svo um Islandsmeist- j
aratitilinn.
-KMU
Knattspyrnupunktar:
„Sonur minn pissaði
- segir Zico um lyfjaprófanir
• kk
I
Kristján Bembuig, DV, Bélgíu:
Fyrir stuttu kom brasilíski knatt-
spyrnumaðurinn Zico fram í þætti
hjá brasilíska sjónvarpinu og sagði
hin fyrrverandi stjarna frá Udinese
á ítalíu frá því hvemig leikmenn
plötuðu þá sem áttu að sjá um lyfja-
prófanir.
„Sonur minn Bruno, hjálpaði oft í
þeim efnum, því að ég lét hann allt-
af koma strax eftir leikina og pissa
fyrir mig. Hér í Brasilíu er sama upp
á teningnum, ef það er einhver sem
getur eða vill ekki pissa, þá kemur
einn úr liðinu og pissar fyrir hann.
Stundum gengur það svo larigt að
leikmenn úr liði andstæðingsins,
hafa verið fengnir til að hjálpa."
Kappinn sagði einnig að eftir
heimsmeistarakeppnina á Italíu
1990, ætlaði hann að leggja skóna á
hilluna. Hann er nú orðinn 33 ára,
og er hanri búinn að ná sér fullkom-
lega eftir langvarandi hnémeiðsli.
Kennedy með parkinson
Gamla kempan, Ray Kennedy sem
lék hér á árum áður með. Arsenal
og Liverpool, sem er orðinn 35 ára
gamall, hefur fengið hina ilhæmdu
parkinsonveiki.
Hann er búinn að missa bjórstofu
sem hann hefur rekið um skeið og
lifir nú á atvinnuleysisbótum - sorg-
legur endir það.
Keeling lýsir vetrarhörkum í
Noregi
Hinn nýi þjálfari Keflvíkinga í
knattspyrnu, Peter Keeling, og fyrr-
verandi þjálfari hjá Tromsö í Noregi,
sagði í viðtali fyrir stuttu: „Er ég
fyrir sex árum kom til Noregs í fe-
brúar og hélt mína fyrstu æfingu,
I
en þá var Tromsö í 2. deild, rak ég ¦
upp stór augu þegar ég sá að leik- ¦
mennirnir höfðu mannbrodda undir I
skónum sínum í stað takka.
Útivar20stigafrostogallursnjór- |
inn á vellinum og í stúkunni minnti .
mig á Gullæðið með Chaplin. En |
eitt get ég fullyrt að eftir því sem ¦
norðar dregur í Noregi, þeim mun I
þrjóskari eru Norðmenn."        i
Borgarstjóri Verona beðinn |
um hjálp                 .
Forráðamenn ætla að gera allt sem |
í þeirra valdi stendur, til að halda
sínum toppmanni, Dananum Preben
Elkjer Larsen. Þeir vilja að minnsta I
kosti hafa í sínum herbúðum eitt ár '
enn. En greinilegt er á öllu að það I
verður ekki auðvelt. Forseti félags-
ins hefur leitað til borgarstjórans í |
Verona og beðið hann um fjárhags- .
aðstoð, til að halda í stjörnuna. Talið |
er að árslaun hans séu um 15 millj- i
ónir.
Spakmæli frá Maradona
„Ég hef aldrei keypt dagblöð og I
með þeim peningum sem ég hef spar- .
að með því get ég nú keypt mér|
Ferrari."                    ¦
„í mesta lagi tær leikmanna" i
Celtic hafði fyrir skömmu mikinn ¦
áhuga á að kaupa tvær aðalstjörnur I
Chelsea, þá Pat Nevin og McLaug-
hlin. Og buðu forráðmenn Celtic 30 |
milljónir íslenskar í kappana. En >
svarið sem kom frá yfirmönnum I
Chelsea var að fyrir þetta verð sem |
þeir buðu, fengju þeir tær leik- '
manna. Ekki fara sögur af viðbrögð- I
um Celtic-manna eftir þetta ákveðna
svar frá Chelsea.
-JKSj
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30