Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um DV um helgina 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						FÖSTUDAGUR 13. MARS 1987.
27 •
Kjarvalsstaðir:
ringur og mun væntanlega ganga undir því nafni
lingFÍM
töðum
víæringur FlM og mun væntanlega ganga undir
í náinni framtíð.
lenskra myndlistarmanna eru liðlega eitt hundr-
n úr flestum greinum myndlistar. Félagið hefur
á undanförnum árum og bætast stóðugt nýir og
ópinn.
Gudrún og Hansína sýna
Þær Guðrún Tryggvadóttir og
Hansína Jensdóttir opna báðar
sýningu að Kjarvalsstöðum á
morgun, laugardag.
Guðrún hefur numið hér heima,
í París og i Múnchen þar sem hún
vann til æðstu verðlauna skólans
fyrir lokaverkefni sitt árið 1983.
En síðastliðin tvö ár hefur hún
verið á íslandi. Árið 1965 hlaut hún
starfslaun ríkisins í eitt ár. Þakkar
hún fyrir sig með þessari sýningu
sem er 6. einkasýning hennar og
sú stærsta til þessa. Verkin á sýn-
ingunni eru unnin á undanförnum
fjórum árum.
Hansína Jensdóttir sýnir skúlpt-
úr að Kjarvalsstöðum. Hún er
gullsmiður að mennt og starfar hjá
Jens Guðjónssyni gullsmið.
Hansína nam við Myndlista- og
handíðaskóla Islands og við Mynd-
listaskólann í Reykjavík. Hún var
einnig við skúlptúrdeild SAIT í
Galgary i Kanada. Hansína hefur
tekið þátt í fjölda samsýninga.
Sýning þeirra er opin daglega til
29. mars frá klukkan 14.00 til 22.00.
		
¦  1 *< m	"'• W'	
>* fií	'¦ iÆm W"	
¦L^  *Íl\	wMWml	
[.-•¦¦.:; Htj'"	.K- • i	1|   1 1      VIII v;A9HHtflflL.. JBi i1 t
Guðrún Tryggvadóttir vill þakka fyrir starfslaun ríkisins, er hún hlaut 1965, meö þessari sýningu sinni á Kjarv-
alsstöðum en þar sýnir hún ásamt Hansínu Jensdóttur.
Sjávar-
landslag og
sænskar
bókmenntir
í Norræna
húsinu
Opnuð verður sýning í Norræna
húsinu á sunnudaginn kl 15.00 og
ber hún yfirskriftina „Sjávarlands-
lag".
Hér eru á ferðinni málverk eftir
tvo norska málara. Olav Stromme.
sem er viðurkenndur brautryðjandi
nútímamálaralistar þar í landi. og
Björn Tufta. einn af yngri kynslóð
málaranna. og skúlptúr eftir Islend-
inginn Sigurð Guðmundsson sem
óþarft er að kynna mörgum orðum.
Hann er einn fárra manna sem gert
hefur garðinn frægan úti i hinum
stóra heimi.
Auk þessa verða í Norræna húsinu
kl. 17 á laugardag kynntar sænskar
bókmenntir sem gefhar voru út á
síðasta ári. Dagskráin hefst með því
að sænski sendikennarinn Hakan
Jansson ræðir um bækur sem komu
út á síðastliðnu ári í Svíþjóð en þvi
næst les Kristin Ekman rithöfundur
úr verkum sínum.
Þáttakendur i Gaman leikhúsinu eru 20 talsins og er þetta þeirra þriðja
uppfærsla.
Gaman leikhúsið, Hafnarstræti:
Brauðsteikin og tertan
..Gaman leikhúsið". sem nú er á öðru starfsári. er að setja upp 4. verk
sitt. Það heitir „Brauðsteikin og tertan" og er eftir Hugh Chesterman.
Leikritið gerist fyrir framan bakarí Gaultevs á 15. öld í París. Við fylg.i-
umst með flækingunum Pierre og Jean og hvernig þeir stela brauðsteik
með ýmsum ótrúlegum brögðum. Gaulter bakari verður ævareiður og
reynir hvað hann getur að ná flækingunum og honum tekst það jú að
lokum. En Pierre er svo klókur að hann nær að ljúga Gaulter fullan.
Gaulter launar flækingunum ríkmannlega fyrir það sem þeir hafa í raun-
inni aldrei gert fyrir harin. Þetta leikrit er fyndið. fjörugt og bráðskemmti-
legt og er fyrir alla fjölskylduna.
Frumsýning verður laugardaginn 14. mars. önnur sýning 15. mars og
þriðja og fjórða sýning verða 21. og 22. mars. Aðalhlutverkin fjögur eru
leikin af Magnúsi Geir Þórðarsyni. Tryggva Birni Davíðssyni. Hallgrími
Sævarssyni og Ingu Freyju Arnardóttur. Þátttakendur eru um 20 tals-
ins. Magnús Geir Þórðarson er leikstjóri verksins.
Leikritið verður sýnt í Galdraloftinu. Hafnarstræti 9. Miðaverð er 100
kr. með leikskrá. Eftir sýninguna verður farið í skemmtilega leiki með
áhorfendum. Miðasala er við innganginn. Nánari upplvsingar eru í síma
24650 milli kl. 15 og 19.
miðstöðinni, austanmegin. Karmiðar við
bíl. Frítt fyrir börn í fylgd fullorðinna.
Ath. Skiðagangan kl. 10.30 fellur niður
vegna snjóleysis.
Vetrarfagnaður Ferðafélagsins
Kerðafélagið efnir til vetrarfagnaðar í Ris-
inu. Hverfisgötu 105. föstudaginn 20. mars.
Kordrykkur verður borinn fram kl. 19.30.
Borðhald hefst kl. 20. Til skemmtunar
verður glens og grín sem félagsmenn sjá
um. Hljómsveit leikur fyrir dansi. Að-
göngumiðar eru um leið happdrættismið-
ar. Veislustjóri verður Árni Björnsson
þjóðháttafræðingur. Miðar seldir á skrif-
stofu félagsins. Öldugötu 3. Verð 1.500.
Utivistarferðjr
Góuferð í Þórsmörk 13.-15. mars.
Krábær gistiaðstaða í gistiskálum Útivist-
ar í Básum. Gönguferðir við allra hæfi.
verð kr. 2.500 fyrir utanfélagsmenn og kr.
2.250 fyrir félaga (innifalið í verði er gist-
ing, ferðir, fararstjórn og fl.) Kvöldvaka.
Kynnist Þórsmörk að vetri og fagnið sól-
komu í Bása, Uppl. og farmiðar á skrifstof-
unni, Grófinni 1, símar 14606 og 23732.
Sjáumst.
Útivistarferðir
Sunnudagur 15. mars.
Kl. 13. Botnsdalur - Glymur. Glymur.
hæsti foss landsins. skoðaður aö vetri.
Gengið um Glymsbrekkur og litið á
áhugaverð gil. Verð 600 kr.. frítt f. börn
m. fullorðnum. Gott að vera á stígvélum.
Engin skíðaferð vegna snjóleysis. Pantið
tímanlega á árshátíð Útivistar í Kóst-
bræðraheimilinu þann 4. apríl. Kerðaáætl-
un Útivistar 1987 er komin út. Öskjur fyrir
ársritin fást á skrifstofunni.
Mánudagur 16. mars.
kl. 20 Tunglskinsganga á Helgafell v/
Kaldársel. Gott útsýni yfir ljósadýrö
höfuðborgarsvæðisins. Verð 350 kr. Brott-
för í ferðirnar frá BSI, bensínsölu.
Tilkynningar
Tvímenningsmeistaramót í
pilukasti
Islenska pílukastfélagið efnir til Bósó -
tvimenningsmeistaramóts  í  pílukasti
(tvenndarkeppni) laugardaginn 14. mars
kl. 13 18 og sunnudaginn 15. mars kl.
13 17. keppnin verður haldin í félags-
heimilinu Kesti. Grindavik. Verðlaun fyrir
1. sæti kr. 15.000. 2. sæti kr. 7.500. 3. sæti
kr. 3.500. Auk þess fá vinningshafarnir
bikar og medalíur. Þetta er eitt fjölmenn-
asta pílukastmót hingað til. Þarna verða
samankomnir flestir sterkustu pilukastar-
ar landsins auk margra útlendinga. Allir
áhorfendur velkomnir.
Vatnslitamyndir í
Ingólfsbrunni
Nikulás Sigfússon synir vatnslitamyndir í
Ingólfsbrunni. Aðalstræti 9. Sýningin
stendur tit mánuðinn og er opin virka
daga frá kl. 8 18.
Borgfirðingafélagið
í Reykjavík
minnir á árshátíðina í Hótel Borgarnesi á
morgun. laugardag. Karið verður frá Um-
ferðarmiðstöðinni kl. 18.30.
Samtök Svarfdælinga i
Reykjavík
halda kökubasar sunnudaginn 15. mars
kl. 15 í safnaðarheimili Langholtskirkju.
Laugardagsganga Hana nú
Vikuleg laugai'dagsganga Krístunriahóps-
ins Hana nú í Kópavogi verður á morgun.
laugardaginn 14. mars. Lagt verður af stað
frá Digranesvegi 12 kl. 10. Vorið nálgast.
Sólin hækkar á lofti. Verið með í góðum
félagsskap. Markmið göngunnar er sam-
vera. súrefni. hreyfing. N'ýlagaö molakaffi.
Harmóníkutónleikar í
Garðabæ
Sænski harmóníkuleikarinn Lars Ek mun
leika í safnaðarheimilinu Kirkjuhvoli.
Garðabæ. laugardaginn 14. mars kl. 16.
Með honum leika Þorsteinn Þorsteins á
gítar og Þórður Högnason á bassa.
Kvenfélag Fríkirkjunnar i
Reykjavík
heldur spilakvöld fyrir safnaðarfólk og
gesti í Oddfellowhúsinu. Vonarstræti 10.
nk. sunnudagskvöld kl. 20. Skemmtiatriði
og veitingar.
Neskirkja
Kélagsstarf aldraðra á morgun. laugardag.
kl. 15. Sýndar verða myndir úr Skotlands-
ferðinni sl. sumar.
Stórdansleikur vegna
byggingar elliheimilis
íVíkíMýrdal
Laugardaginn 14. mars nk. verður efnt til
stórdansleiks í Leikskálum í Vík í Mýr-
dal. Þrjár hljómsveitir munu leika fyrir
dansi. Tónbræður og Barokk, sem áður
störfuðu og voru vinsælar í Mýrdalnum
og víðar, og Lögmenn sem nú starfa og
hafa víða leikið á dansleikjum. Gamanmál
verða flutt laust fyrir miðnætti en áður
en þau byrja verður dregið í happdrætti
með veglegum vinningum sem selt verður
með hverjum aðgöngumiða. Tilefni dans-
leiksins er nokkuð óvenjulegt þar sem
öllum ágóða verður varið óskiptum til
byggingar næsta áfanga elliheimilisins í
Vík í Mýrdal. Á síðustu árum hefur þörf
fyrir dvalarpláss aldraðra vaxið í Mýr-
dalnum og nærsveitum, líkt og annars
staðar á landinu. 1 ráði er að bæta úr því
sem allra fyrst og reynt verður að afla fjár
til þess með ýmsum aðferðum. Tekið skal
fram að allir þeir sem leggja fram vinnu
sína við dansleikinn gefa hana. Undirbún-^,
ingsnefnd væntir góðrar þátttöku til
stvrktar góðu málefni. Húsið verður opnað
kl. 22.30.
Fyrirlestur um
breska leikritun
Laugardaginn 14. mars nk. mun Martin
Regal flytja fyrirlestur um breska leikrit-
un frá 1956 til dagsins í dag hjá Félagi
áhugamanna um bókmenntir. Þar mun
hann fjalla um verk margra þekktra leik-
skálda. þar á meðal Becketts. Osbornes.
Bonds og Stoppards. Fyrirlesturinn verður
á ensku. Martin hefur verið búsettur hér
á landi síðastliðin ár og kennir við Há-
skóla Islands. Þessa stundina er hann að
ljúka doktorsritgerð sinni. Fundurinn
hefst kl. 14 og verður i Odda. hugvisinda-
húsi Háskóla íslands. Allir eru velkomnir.
Sýningar
Árbæjarsafn
Opið samkvæmt samkomulagi.
Ásgrimssafn,
Bergstaðastræti 74
Skólasýning Asgrímssafns hefur verið
opnuð. Sýningin er opin almenningi á
opnunartíma safnsins: sunnudaga. þriðju-
daga og fimmtudaga kl. 13.30-16. Aðgang-
ur er ókeypis.
Ásmundarsafn
við Sigtún                       ,
Opnunartími safnsins er á þriðjudögum.
fimmtudögum. laugardögum og sunnudög-
um frá kl. 14-17.
Gallerí Gangskör
Amtmannsstig 1
Sigurður Eyþórsson listmálari sýnir 25
myndir: olíumálverk. rauðkrítarmyndir.
eggtempera-olíumálverk og portrét og
.eikningar. Sýningin er opin virka daga
frá kl. 12-18 og um helgar kl. 14-18. Henni
lýkur sunnudaginn 15. mars.
Galleri Grjót,
Skólavörðustig 4A
Þar stendur yfir sýning á nokkrum skúlpt-
úrverkum eftir Sverri Ólafsson mynd-
höggvara. Xafn sýningarinnar. ..Andlit".
höfðar til viðfangsefnisins sem er andlits-
grimur unnar í hina ýmsu málma. svo sem
á málað stál. brons og pottjárn. Verkin
eru öll unnin á þessu ári og hinu síðasta >
og eru þau öll til sölu. Þetta er fjórða
einkasýning Sverris. auk þess hefur hann
tekið þátt í fiölda samsýninga hér heima
og erlendis. Sýningin er opin daglega frá
kl. 12-18 virka daga en kl. 14-18 um helg-
ar og stendur hún til 22. mars. Jafnframt
. syningu Sverris eru verk hinna aðstand-
enda gallerísins til sýnis í baksal sýningar-
húsnæðisins.
Gallerí Hallgerður,
Bókhlöðustig 2
Þar stendur yfir sýning Aslaugar
Sverrisdóttur á textíherkum úr handsp-
unnu togi. Sýningin er opin kl. 14-18
daglega til S. mars.
Galleri Svart á hvítu
við Óðinstorg
Þar stendur yfir sýning á verkum Sigurðar
Guðmundssonar. Sigurður sýnir grafík.
vatnslitamyndir og eina höggmynd. Sýn- (
ingin stendur til 15. mars og er opin alla
daga frá kl. 14-18.
Gallerí Langbrók, Textíl,
Bókhlöðustig 2
Eina textílgalleríið á landinu. Vefnaður.
tauþrykk. myndverk. fatnaður og ýmiss
konar listmunir. Opið þriðjudaga til föstu-
daga kl. 14-18 og laugardaga kl. 11-14.
0
STERKIR
TRAUSTIR
Vinnupallar
írá BRIMRÁS
BRIMMSHF
Kaplahrauni 7   65 19 60
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30