Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 37

Dagblaðið Vísir - DV - 19.11.1987, Blaðsíða 37
FIMMTUDAGUR 19. NÓVEMBER 1987. 37 Merming Aköf skynsemistrú Pált Skúlason: Pælingar. Safn erinda og greina, 399 bls. Ergó, Reykjavík 1987. Rauði þráðurinn í hinu nýja greinasafni Páls Skúlasonar heim- spekiprófessors er, að heimspeki- leg samræða sé okkur lífsnauðsyn- leg. Maðurinn verði aö standa sjálfum sér og öðrum skil á því með einhveijum rökum, hver sé til- gangur'hans í tilverunni. Hugsun- arleysið sé versti óvinur hans. Maðurinn megi ekki týna sjálfum sér í skarkala heimsins. Þetta er allt gott og blessað. Og margt það, sem Páll leggur til samræðunnar, er ákaílega skynsamlegt og vel ígnmdað. En óneitanlega læddist að mér sá grunur, þegar ég fletti bók Páls, að hann ætti með sam- ræðunni stundum við einræðu sjálfs sín. Hann virðist ekki alltaf hlusta nægilega gaumgæfilega á aðra eða leitast við að skilja sjónar- mið þeirra. Hér skal ég nefna dæmi. Hvernig eigum við að skipta kostnaði? Menn geta iðkað heimspeki á eig- in kostnað eða annarra. Ef þeir gera það á eigin kostnað, þá þurfa aðrir ekki að kvarta. Ef þeir stunda heimspeki hins vegar á annarra kostnað, þá þurfa þeir að rökstyðja það fyrir þeim. Verið getur, að þeim takist það. En Páll virðist hins veg- ar alfarið hafna því, að hann þurfi að rökstyðja það (þótt hann sé ann- ars ákaflega hlynntur öllum rökræðum). Krafan um það, að menn geri sjálfum sér og öðrum grein fyrir kostnaðinum af því, sem þeir taka sér fyrir hendur, jafngild- ir þó að sjálfsögöu ekki þeirri skoðun, að markaðsgildi gæða sé eina gildi þeirra, þannig að þau séu því betri sem þau séu vinsælli með neytendum. Þá skoðun getur eng- inn upplýstur maður haft. Var íslenska þjóðveldið ríki? í greininni „Hvaö eru stjóm- mál?“, sem hefur áöur birst í sérstökum bæklingi, fullyrðir Páll Skúlason (bls. 357), að án ríkisins sé samfélagið óhugsandi sem stjómarfarsleg heild. Ég hef áður látið opinberlega í ljós efasemdir um þessa fullyrðingu Páls, en hann tekur - þrátt fyrir ofurást sína á heimspekilegri samræðu - ekkert tillit til þeirra. í fyrsta lagi era til stjórnleysingjar, sem halda því fram, að ríkið sé ónauðsynlegt, þar sem einstaklingamir geti hugsan- lega leyst úr öllum málum með fijálsum samningum á markaði. Þeir færa mörg og hugvitsamleg rök fyrir máli sínu. Einn þeirra er David Friedman, sem hefur haldiö fyrirlestra hér á landi. Ég er ekki sammála þeim, en engin ástæða er til að hafna kenningu þeirra um- hugsunarlaust. Þótt án ríkisins sé samfélagið ef til vill óframkvæm- anlegt sem stjómarfarsleg heild, merkir þáð ekki, að þaö sé óhugs- andi. í öðm lagi ber að minna á ís- lenska þjóöveldið frá 930 til 1262, sem er okkur íslendingum óneitan- lega nærtækt (þótt Eric Weil, sem Páll sækir margt til í þessari rit- Páll Skúlason prófessor.....virð- ist ofmeta þá skynsemi, sem býr í hverjum einstaklingi og laða má fram með heimspekilegri rök- ræðu“. Bó3rnienntir Hannes H. Gissurarson gerö, hafi líklega ekki frétt af því). Enginn vafi er á því, að það var stjómarfarsleg heild. En það var ekkert ríki í venjulegustu merk- ingu. Ég er sjálfur þeirra skoðunar, að íslenska þjóðveldið hafi verið ríki í skilningi Hegels, þar sem það var einingarafl og allir lutu sömu lögunum. En það var svo sannar- lega ekki ríki í skilningi Webers (sem Páll vísar einmitt til á einum stað í þessari ritgerð), því að hér var engin ein stofnun, sem haíði einkarétt á beitingu valds. Aðalat- riðið er þó, að þetta er álitamál, svo að Páll getur ekki slegið slíkri full- yröingu fram rakalaust, síst eftir að hún hefur verið vefengd opin- berlega. Heimspekin og skynsemin Þessar aðfmnslur era ekki stór- vægilegar, og ég er vissulega. sammála Páli Skúlasyni um margt. í mannvísindum getum við sjaldan vegið fyrirbærin og mælt meö sama hætti og í náttúruvísindum, heldur verðum við að leitast við að skilja þau. En við getum ekki skilið þau nema með því að öðlast vald á þeim hugtökum, sem hafa orðið til í ald- anna rás. Viö komumst þess vegna aldrei út úr hinni mannlegu vit- und. í vissum skilningi era öll viðfangsefni mannvísindanna vit- undarfyrirbæri. Þar á frekar við túlkun ólíkra kenninga en sann- prófun þeirra. Páll gerir mæta vel grein fyrir þessu. En ég skal játa, að ég er ekki eins eindreginn skyn- semistrúarmaður og hann er (að minnsta kosti sums staöar í þessari bók). Mér virðist, að hver einstakl- ingur ráði aðeins yfir mjög litlu broti sannleikans og að við kunn- um engin ráð til að ieggja öll þessi sannleiksbrot saman. Stórisann- leikur er af þeim sökum vart innan seilingar. Jafnframt því sem Páll virðist ofmeta þá skynsemi, sem býr í hverjum einstaklingi og laða má fram með heimspekilegri rökræðu, vanmetur hann aö mínum dómi þá skynsemi, sem kann að búa í siðum okkar og venjum og hafa má til marks um reynsluvit kynslóðanna. Slíkum siðum og venjum má líkja við troöninga, sem smám saman hafa myndast um óbyggðir og auð- velda okkur að rata um þær. Oft reynast slíkir troðningar miklu betur en sú daufa skynsemistýra, sem hveijum og einum okkar er gefin. Ég leyfi mér því að efast um þá kenningu, sem Páll heldur fram af miklu kappi (t.d. á bls. 67-92), að rangt sé aö trúa hlutum á ófull- nægjandi forsendum. Er ekki rétt að treysta arfhelgum reglum, þang- að til aðrar betri koma í ljós? Hér er Hume betri leiösögumaður en Descartes, hygg ég. Fengur að ritinu Páll Skúlason virðist halda, að þeir, sem hafna ákafri skynsemis- trú hans, neyðist til að hlaupa í hinn kalda faðm sjálfdæmishyggju og tómhyggju. Ég held af ofan- greindum ástæðum, að þetta sé rangt. Við höfum sögulega reynslu okkar við að styðjast. En hvað sem öllum heimspekilegum ágreiningi okkar Páls líöur, er fengur að þessu riti, þótt það sé greinasafn fremur en heildstætt heimspekiverk. Yfir bókinni er að mörgu leyti geöfelld- ur blær öfgaleysis og íhygli, og það verður enginn verri maður á að lesa hana. Lindgren - engum lík Rasmus fer á flakk. Höfundur: Astrid Lindgren. Þýðandi: Sigrún Árnadóttir. Útgefandi: Mál og menning, 1987. Út er komin ný þýðing á bók Astrid Lindgren, Rasmus pá luffen, sem kom út í Svíþjóð 1956 og í ís- lenskri þýðingu Jónínu Steinþórs- dóttur 1963 undir nafninu Strokudrengurinn (undirtitill: Ras- mus á flakki með Paradísar Óskari). Fyrir þessa bók hlaut Astrid Lindgren H.C. Andersens verðlaunin 1958 og var annar höf- undurinn sem var sæmdur þeim. Leit að samastað í þessari bók flallar Astrid Iind- gren sem oftar um hið umkomu- lausa, fátæka bam sem á allt undir að finna kærleika í kærleikslausri veröld. Rasmus er foreldralaus 9 ára drengur sem býr á munaðarleys- ingjaheimili, orðinn úrkula vonar um að verða valinn af tilvonandi fósturforeldram, fólk sem kemur að velja sér börn vill bara „hrokk- inhærðar stelpur". Og úrkula vonar um að öðlast nokkra sinni ástúð eða viðurkenningu. Yfirvof- andi hýðing fyllir mæh örvænting- ar hans, hann strýkur og slæst í fór með flakkara. Með Útigangs- Óskari lendir Rasmus í æsilegum ævintýram en eignast loks sama- stað í lokin og von um bjarta framtíð. Á vegferð sinni kynnist Rasmus miskunnarleysi heimsins en hann kemst líka að því að veröldin á sín- ar björtu hliðar. Tvær samstíga sálir Astrid Lindgren er engum höf- Astrid Lindgren. Bókmenntir: Hildur Hermóðsdóttir undi lík. Hlýja hennar og skilning- ur í garð barna og næmleiki á flölbreytileika mannlífsins og náttúrannar endurspeglast í þess- ari bók eins og svo mörgum bókum hennar öðrum. Einsemd 9 ára snáðans Rasmusar er átakanleg og hijúfi klunnalegi flakkarinn, Óskar, birtist sem andstæða htla, veikbyggða drengsins en um leið hhðstæða. Það er sama hversu stór og sterkur maður er, einsemd manns í veröldinni er söm og feg- urðar- og frelsisþráin óviðráðanleg. Hið eina sem getur haldið aftur af henni er kærleikur og vinátta. Þegar Óskar og Rasmus gerast félagar sameinast tvær samstíga sáhr og þá er ljúft að gefa eitthvað af sjáhum sér eins og kemur fram í prðum flakkarans óstöðvandi: „Ég ætla að biðja himnafóðurinn að losa mig við flökkunáttúrana og láta mig hafa leiguliðablóð í staðinn." (bls. 209) Sumarangan Maður og náttúra eru eitt í þess- ari sögu. Maðurinn er hluti af náttúrunni og náttúran vettvangur mannsins. Þessi samhljómun er alltaf sjálfsögð hjá Astrid Lindgren og kemst afar vel til skila í þýðingu Sigrúnar Ámadóttur. Rasmus kemst aö því að náttúran býður upp á annað og meira en kartöflu- og netlugarða. „Hann lá í blóðbergsbreiðu og þægilega kryddangan lagði að vit- um hans. Einiviðarrunnarnir ilmuðu líka þægilega þegar sólin vermdi þá. Úr öllum áttum barst sumarangan. Já, til æviloka yrði ilmur af blóðbergi og sólvermdum einiviðarrunnum samofmn sumri og flökkulífi í huga Rasmusar." (62) Það er sannarlega sumarilmur af þessum texta bæði frá hendi höfundar og þýðanda. Safaríkur er hann einnig og ber í sér ótal um- hugsunarefni. Því er mikill fengur aö þessari nýju þýðingu. Astrid Lindgren svíkur engan, hvorki bömin, sem vilja skemmtun og spennu, né foreldrana sem gefa sér tíma til að lesa með börnunum. Bókin er prýdd léttum teikning- um eftir myndlistarmanninnn Eric Palmquist og prentuð með góðu letri á vandaðan pappír. DV-mynd Brynjar Gauti Lýður Sigurðsson - Haena, 1987. ísbimir á hraða (h)ljóðsins Ungur og sjálfpienntaður listamaður frá Akureyri. Lýður Sigurðsson að nafni, sýnir sjaldséða myndlist á vesturgangi Kjarvalsstaða. nefnilega „handgerðar ljósmyndir". svo notuð sé skilgreining franskra súrrealista á verkum hinna „raunsærri" málara í þeirra hópi: Dali, Magritte, Delvaux. Nánar tiltekið eru þessar myndir Lýðs sambræðingur úr verkum Err- ós og Magritte en innihalda þar að auki drjúgan skammt af persónuleg- um gálgahúmor. Þessi húmor snýst aðallega um tvenns konar fyrirbæri, tæknivæð- ingu ýmiss konar og dýraríkið, jafnvel hvort tveggja í senn, sjá fræga mynd Lýðs af isbjörnum við stjórn- völ flugvélar. Raunar eru ísbirnir Lýði sérstaklega hugleiknir því þeir eru fyrirferðarmiklir í nokkrum öðr- um myndum hans. En það vantar kannski soldið á að húmor Lýðs hafi þá spaklegu vídd sem nægir til að gera verk hans ann- Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson að og meira en nákvæmlega útlistaða brandara. Okkur er alveg óhætt að dást að þeirri tækni sem hann hefur komið sér upp og háþróað en á hinn bóginn er ansi litla endurómun að finna í verkum hans við þriðja eða flórða „horf', svo notað sé mál flölmiðl- unga. Sjálfum þótti mér Lýður fyndnast- ur þar sem hann sníður niður nautið og matreiðir meðan þaö stendur við stabbann og naslar heyvisk. Sú mynd á hvergi heima nema í höfuðstöðvum SS. Mynd Lýðs af manninum með risa- hænu í bandi gæti svo hentað Félagi alifuglabænda. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.