Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 30.11.1987, Blaðsíða 1
27 Pétur Guðmundsson hefur leikiö frábærlega vel með San Antonio Spurs það sem af er þessu tímabili. Um helgina gerði hann 39 stig í tveimur leikjum liðsins. \ Kórfubolti - NBA Pétur Guðmunds átti stjörnuleiki Pétur Guðmundsson lék mjög vel með félagi sínu San Antonio Spurs í NBA-deildinni um helgina. Vex hann að styrk meö hverjum leik og stendur sig æ betur með liðinu. Félagið sjálft gerir það hins vegar ekki jafngott, tapaði báðum leikjum sínum um þessa helgi - þeim fyrri gegn Detroit Pistons. 143-111. og þeim síðari gegn Atlanta Havvks. 124-100. í viðureigninni við Pistons setti Pétur persónulegt met, skoraöi 18 stig og hirti 9 fráköst. Metið stóð þó ekki lengi því kemp- an lék frábærlega í leiknum við „Haukana" á laugardag og bætti þá um betur. Skoraði Pétur þá 21 stig og tók 11 fiáköst. San Antonio Spurs eru nú neðar- lega í mið-vestur riðli. eru í fimmta sæti af sex félögum sem þar spila. Liðið hefur unnið fjóra leiki. síðast New York Knicks fyrir fáeinum dög- um. -JÖG Bjami Friðriksson hreppti gullið - á opna skandinavíska meistaramótinu „Þetta er frábær árangur hjá Bjarna og j)aö er ljóst aö hann er að ná ser af meiðslum og er að komast í sitt gamla bardaga- form.“ Þetta sagði Hákon Orn Þor- steinsson, formaður júdósam- bandsins, 1 spjalli við DV í gærkvöldi. var Hákon að vonum ánægð- ur með nýjasta afrek júdókapp- ans Bjarna Friðrikssonar en hann vann um helgina gull- verðlaun á opna skandinaviska meistaramóunu. I fyrstu umferðinni mætti Bjarni Dananum Carsten Jens- • Bjarni Friðriksson. Stenmark enn í fremstu röð Gamla skíöakempan, lngemar Stenmark, er enn í allra fremstu röð. Um helgina lenti hann flestum á óvart í öðru sæti. Var keppt í stórsvigi og fékk Svíinn tímann 2.19,60 mínútur. ítalinn Alberto Tomba vann í annað sinn á sömu helginni, fór brautina í Sestriere á tímanum 2.19,51. í þriðja sæti varð síðan Joel Gaspos frá Sviss, hlaut tímann 2.19,77 mínútur. Sjá nánar um skíði á bls. 28. -JÖG en og sigraði á koka. I annarri umferð glímdi Bjarni síðan við Kummesis frá V-Þýskalandi og hafði betur eftir snarpa rimmu -.vann á yuko. I úrslitum atti okkar maður loks kappi við Finnann Petteri Sanden og vann fullnaðarsigur eða ippon á 21. sekúndu. Er pað „kjöidráttur“ eða yfirburðasig- ur í júdó-íþróttinni. Aðrir íslenskir keppendur á mótinu, þeir Halldór Hafsteins- son, Halldór Guðbjörnsson, Karl Erlingsson og Gmar Sig- urðsson, komust ekki í úrsli Viðtal við foreldra Gunnars og Atfreðs Gíslasona - sjá bis. 35 • Kristján Arason. Stjáni fórá kostum Sigurður Bjömsson, DV, Þýskalandi: Lið Kristjáns Arasonar, Gum- mersbach, tapaði sínu fyrsta stigi í Bundesligunni í vetur er liðið gerði jafntefli, 14-14, við Ðormag- en á utivelli um helgina. Leikur- inn var frekar jafn framan af en þegar skammt var til leiksloka náði Dormagen þriggja marka forystu, 14-11, en Gummersbach tókst að jafna, 14-14, á lokasek- úndunum. Kristján Arason skoraði fimm mörk í leiknum. • Sigurður Sveinsson og félag- ar hans í Lemgo töpuðu á heimavelli, 19-25, fyrir Kiel. Sig- urður Sveinsson gerði sex mörk. Essen sigraði Schawbing, 20-21, og skoraði Jochen Fraatz sigur- markið í leiknum tveimur sekúndum fyrir leikslok. Gross- waldstadt gerði jafntefli, 19-19, við Niirnberg.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.