Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 12.02.1988, Blaðsíða 26
42 FÖSTUDAGUR 12. FEBRÚAR 1988. Menning Andlit í spegli Sjátfsmyndasýning að Kjarvalsstöðum Sjálfsmyndir heitir sýning sem nú hangir uppi að Kjarvalsstöðum. Þar hafa verið dregnar saman 70 myndir sem íslenskir myndlistar- menn hafa gert af sjálfum sér á þeim rúmlega 100 árum sem hðin eru síðan við eignuðumst atvinnu- menn í listinni. Hér er út af fyrir sig um ágæta uppátekt að ræða því í sjálfsmynd- um Ustamanna kristallast einatt hugmyndir þeirra, réttar og rang- ar, um sjálfa sig, stöðu í myndlist- arsögunni og samtímanum. Það er til dæmis óravegur frá blý- antsteikningu Amgríms Gíslason- ar, sem tekur góða og gilda ímynd ljósmyndavélarinnar, eða þeim myndum sem Þórarinn B. Þorláks- son dregur upp af sjálfum sér sem rómantískum gruflara af milhstétt, til sjálfsmyndar Vignis Jóhannes- sonar frá því á þessu ári þar sem Ustamaðurinn sýnir sig ekki sem „persónuleika" heldur sem villtan og lostafuhan skógarpúka, saman- safn af ástríðum fremur en vits- munum. Þetta segir svo auðvitað allt mögulegt um andrúmsloftið í Usta- íieiminum um þessar mundir. Ástæður þess, að myndUstar- menn gera myndir af sjálfum sér, eru ansi margar. Sumir eru í og með að ítreka þjóðfélagslega stöðu Þórarinn B. Þorláksson - Sjálfs- mynd. Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson sína (sjá myndir Þórarins B. og Jóns Stefánssonar), aðrir eru að leita að sínum innra manni (Ás- grímur, Júlíana), aðrir skrá tímann eins og hann birtist í eigin andlits- dráttum eða aðstæðum (Ásgrímur, Hreinn Friðfinnsson), enn aðrir nota andlit sitt sem hreina átyflu til formrænna ígrundana (Jón Stef- ánsson) eða velta fyrir sér Ukam- legu ástandi sínu (Guðrún Tryggvadóttir). Kveðja til Parísar Á endanum verður sá sem tekur saman svona sýningu aö gera upp við sig hvort allar myndir, sem bera heitið „sjálfsmynd", séu það í raun og veru. Og þá erum við auð- vitað, komin út í heimspekilegar pælingar. Harpa Bjömsdóttir málar til dæmis mynd af hálf-kúbískri fig- úru sem er kveðja hennar til Parísar („Au revoir“ hljóðar texti í myndinni). Hvers vegna er þetta mynd af henni sjálfri? Af hveiju er Árni Ingólfsson með poka yfir höfðinu í sinni mynd. Getum við verið viss um að mynd- in sé af honum sjálfum? Skiptir það máU? Og hvað er myndefni af gjörningi eftir Rúrí að gera þama þegar hún notar sjálfa sig aðeins sem „instrú- ment“ tU að myndgera viðtekin hegðunarmynstur í þjóðfélaginu? Að skýra og skoða AUt þetta, og meira tíl, hefði mátt skýra og skoða, jafnvel gera að pedagógískri upplifun, en það tæki- Jón Engilberts - Sjálfsmynd, 1965. færi hafa skipuleggjendur látið ganga úr greipum sér. Þetta heitir víst að „stikla í gegn- um íslenska Ustasögu" og reyna „eftir megni að velja margbreytileg og góð verk Ustunnendum tU skemmtunar og yndisauka" í stað þess að gera „sögulega eða fræði- lega úttekt á sjálfsmyndum ís- lenskra Ustamanna" (sjá sýningar- skrá) - eins og slík úttekt geti ekki verið til skemmtunar og yndis- auka, svo ekki sé horft fram hjá fróðleiknum. Er ekki bara verið að réttlæta handahófskenndan samtíning? í fljótu bragði gæti ég nefnt sjálfs- myndir eftir sex aöra Ustamenn sem alUr hefðu aukið á gildi þessar- ar sýningar: Sölva Helgason, Halldór Pétursson, Hörð Ágústs- son, Erró, Diter Rot og Leif Breið- fjörð. Verst er að þegar búið er að setja upp og klúðra einni sUkri sýningu er alltaf löng bið á því að önnur sýning með svipuðum markmiðum veröi sett upp á landinu. Heimild til verkfallsboðunar samþykkt á Dagsbrúnarfundi: Menn komnir á suðumark - segir Guðmundur J. Guðmundsson, formaður félagsins Fjölmennt var á Dagsbrúnarfundinum I gær og mikill stuðningur við heimild til verkfallsboðunar I atkvæðagreiðsl- unni. DV-mynd GVA Jarðarfarir Útför Eyþórs Hallssonar, fyrrver- andi skipstjóra, Sigluflrði, verður gerð frá Sigluíjarðarkirkju 13. febrú- ar kl. 14. Guðmundur Jósefsson, fyrrv. hús- vörður á Hallveigarstöðum, Hátúni 4, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju í dag; 12. febrúar, kl. 15. Ásdís Katrín Einarsdóttir, er lést sunnudaginn 7. febrúar, verður jarð- sungin frá ísafjaröarkapellu laugar- daginn 13. febrúar kl. 14. Ársæll Jóhannsson, bóndi, Ljótar- stöðum, Austur-Landeyjum, sem andaðist í Landspítalanúm 8. febrú- ar, verður jarðsunginn frá Akurey- jarkirkju laugardaginn 13. febrúar kl. 14. _ Minningarathöfn um Grétar Halld- órsson, Hábæ, Vestmannaeyjum, sem fórst í Bandaríkjunum þann 19. september 1987, verður haldin laug- ardaginn 13. febrúar kl. 14 í Landa- kirkju í Vestmannaeyjum. Jónfríður Jónsdóttir lést 5. febrúar sl. Hún fæddist að Tungu í Örlygs- höfn 22. september 1904. Foreldrar hennar voru Jón Einarsson og Ing- veldur Jónsdóttir. Eftirlifandi eigin- maður Jónfríðar er Konráð Júlíusson. Þeim hjónum varð ekki barna auðið. Útför Jónfríðar verður gerð frá kapellunni við Hafnarfjarð- arkirkjugarð í dag kl. 13.30. Jón I. Jónsson lést 5. febrúar sl. Hann fæddist að Hafnarhólmi 12. janúar 1917. Foreldrar hans voru Jón Konráðsson og Guðbjörg Gestsdóttir. Jón lærði múraraiðn við Iðnskólann í Reykjavík og lauk þaðan sveins- prófi árið 1955. Við iðn sína starfaði hann allt til haustsins 1981 er hann varð að láta af störfum vegna heilsu- brests. Eftirlifandi eiginkona hans er Helga Charlotte Klitch. Þeim hjón- um varð fimm barna auðið. Útfór Jóns verður gerð frá Bústaðakirkju í dag kl. 13.30. Sæmundur Dúason lést 4. febrúar sl. Hann fæddist í Langhúsum í Fljót- um 10. nóvember 1889. Foreldrar hans voru Eugenía Jónsdóttir Norð- mann og Dúi Kristján Grímsson. Sæmundur lauk námi frá Kennara- skóla íslands 1934. Hann kenndi fyrst í Fljótum, síðan í Grimsey og loks á Siglufirði. Hann kvæntist Guðrúnu Valdnýju Þorláksdóttur. Þau hjónin eignuðust sex börn og komust fjögur til fullorðinsára. Einnig ólu þau upp tvö fósturböm. Útför Sæmundar verður gerð frá Akureyrarkirkju í dag kl. 13.30. Fundir Félag áhugamanna um réttar- sögu Mánudaginn 15. febrúar nk. kl. 20.30 verður haldinn fræðafundur á vegum Félags áhugamanna um réttarsögu. Fundurinn verður haldinn í Lögbergi, húsi lagadeildar Háskóla íslands, stofu 103. Á fundinum mun Inga Huld Hákon- ardóttir, blaðamaður og rithöfundur, flytja erindi sem hún nefnir Uppruna stóra-dóms. Að loknu erindinu verður - gert stutt kaífihlé og síðan verða almenn- ar umræður um efni erindisins. Félags- „Það er rosalegur hugur í fólki, rosa- leg harka. Menn eru komnir á suðumark,“ sagði Guðmundur J. Guðmundsson, formaður Verka- mannafélagsins Dagsbrúnar, í samtali við DV, en á íjölmennum fundi Dagsbrúnar í gær var sam- þykkt tillaga um aö veita stjóm og trúnaðarmannaráði félagsins heim- ild til verkfallsboðunar. Var tillaga þess efnis samþykkt með nær öllum atkvæðum gegn tveimur. Fundurinn var haldinn í Austurbæjarbíói og var húsfyllir og taldi Guðmundur að þar hefðu verið um 800 manns. „Því var lýst yfir þama að menn myndu hyggja að veðri og veðurút- hti áður en verðfall yrði boðaö en það verður ekki setið í marga daga áður en verkfallsvopninu verður beitt," sagði Guðmundur. „Ef einhver sýnilegur árangur verður af viðræðunum munum við halda áfram en ef árengurinn verður lítill er stutt í að verkfallsvopninu verði beitt,“ sagði Guðmundur. menn og aðrir áhugamenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Fundurinn er öllum opinn. Tilkyrtningar Félag Eskfirðinga og Reyðfirðinga heldur þorrablót í Goðheimum, Sigtúni 3, í kvöld, 12. febrúar, og hefst það með borðhaldi kl. 20. Húsið opnað kl. 19.30. Neskirkja -félagstarf aldraðra Samverustund á morgun, laugardag, kl. 15 í safnaðarheimili kirkjunnar. Spilað verður bingó. Bókmenntakynning á Kjarvalsstöðum í úlefni af sýningunni Sjálfsmyndir efna Kjarvalsstaðir til bókmenntakynningar á sjálfsævisögum íslenskra rithöfunda. Þar verður lesið úr verkum Þórbergs Þórðar- sonar, Halldórs Laxness og Sigurðar Á. Magnússonar, auk þess sem rithöfund- amir Ami Bergmarm og Pétur Gunnars- Á fundinum var kjarabaráttunni undanfarið lýst og farið í gegnum kröfur Verkamannasambandsins Uð fyrir lið og síðan var lögð fram tillaga um heimild fil verkfallsboðunar. sön koma og lesa úr verkum sínum. Dagskráin hefst kl. 15 laugardaginn 13. febrúar að Kjarvalsstöðum. Tónleikar Tónleikar í Hallgrímskirkju Á morgun, laugardag 6. febr. kl. 14, verða haldnir tónleikar í Hallgrimskirkju þar sem fluttir verða tveir konsertar eftir Vivaldi fyrir tvö óbó, tvær klarínettur, 'strengi og sembal. Hvorugur þessara konserta hefur áður verið fluttur opin- beriega á tónleikum hér á landi. Námskeið Reykjavíkurdeild RKIjheldur námskeið í skyndihjálp. Það hefst þriðjudaginn 16. feb. að Ármúla 34 (Múlabæ) kl. 20 og stendur yfir 5 kvöld. Skráning í síma 28222. Námskeiðsgjald er kr. 1000. Leið- beinandi verður Guðlaugur Leósson. Öllum er heimil þátttaka. Á námskeiðinu verðrn- leitast við að veita sem almenn- Guömundur sagði að það hefði verið mikil stemning á fundinum og hugur í fólki. „Það var gifurleg harka í mönnum og á þessum fundi var mikið af ungu asta þekkingu um skyndihjálp. M.a. verða kennd viðbrögð við öndunarstoppi, beinbrotum, bruna og sýnd myndbönd um ýmsa þætti skyndihjálpar. Nú er gott tækifæri fyrir fólk til að læra fyrstu við- brögð við slysum eða endurbæta fyrri þekkingu. Taliö er nauðsynlegt að fólk fólki og þó að aðeins séu um hundrað konur í Dagsbrún þá voru þrjátíu eða fjörutíu mættar þarna,“ sagði Guð- fari í gegnum allt námskeiðið á 3 ára fresti til að halda þekkingunni við en fari á 2 kvölda upprifjunamámskeið einu sinni á ári. Boðið verður upp á slik nám- skeið á næstunni ef þátttaka fæst. Námskeiðinu lýkur með verkefni sem hægt er aö fá metið í ýmsum skólum. t Innilegar þakkir til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og hlýhug vegna fráfalls og útfarar SIGURÐAR STEINARS SIGURÐSSONAR OG JÓNÍNU GUÐRÚNAR SIGURÐARDÓTTUR GRUNDARBRAUT 12 ÓLAFSVÍK Sérstakar þakkir til allra sem veittu okkur aöstoö vegna minningarathafnar og jarðarfararinnar. Siguröur Valdimarsson Guörún Siguröardóttir Ragnhildur Guömundsdóttir mundur. -OJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.