Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Dagblašiš Vķsir - DV

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Dagblašiš Vķsir - DV

						MIÐVIKUDAGUR 1. JÚNÍ1988.
35
Fólkífréttum
Linda Pétursdóttir
Linda Pétursdóttir var kosin feg-
uröardrottning íslands 23. maí.
Linda fæddist 27. desember 1969 á
Húsavík og ólst þar upp til 1979 er
hún fluttist til Vopnafjarðar. Hún
er nú nemandi á öðru ári Fjöl-
brautaskólans við Ármúla í Rvík.
Bræður Lindu eru Sigurgeir, f. 16.
desember 1965, skipstjóri á Vopna-
firði, sambýliskona hans er Anna
Crotty, og Sævar, f. 19. desember
1974.
Foreldrar Lindu eru Pétur 01-
geirsson, framkvæmdastjóri Tanga
hf. á Vopnafirði, og kona hans,
Ásta Dagný Hólmgeirsdóttir. Föð-
urbræður Lindu eru skipstjórarnir
Sigurður og Heiöar á Húsavík,
Björn, málari á Húsavík, Kristján,
verkamaður á Húsavík, Jón, fisk-
verkandi á Húsavík, Aðalgeir, skip-
stjóri og útgerðamaður á Húsavik,
Skarphéðinn, vélsrjóri á Húsayík,
og Egill, tæknifræðingur og for-
maður Kaupfélags Þingeyinga á
Húsavík. Pétur er sonur Olgeirs,
útgerðarmanns á Húsavík, Sigur-
geirssonar, búsrjóra á Húsavik,
Péturssonar. Móðir Olgeirs var
Björg, systir Jakobínu, móður Guð-
mundar Bjarnasonar heilbrigðis-
ráðherra. Önnur systir Bjargar var
Sigfríður, móðir Guðlaugs Frið-
þórssonar, sundgarps í Vest-
mannaeyjum. Björg var dóttir
Jóns, b. á Höskuldsstöðum í
Reykjadal, Olgeirssonar á Hellu-
vaði í Mývatnssveit, bróður Jóns
skálds á Helluvaði, langafa Jóns
Múla og Jónasar Árnasona og lang-
afa Hólmfríðar, móður Helgu Jóns-
dóttur, aðstoðarmanns utanríkis-
ráðherra. Jón var einnig langafi
Höskulds, föður Sveins Skorra
prófessors. Olgeir var sonur Hin-
riks, b. í Heiðarbót í Reykjahverfi,
Hinrikssonar. Móðir Hinriks í
Heiðarbót var Katrín Sigurðardótt-
ir, b. á Litla-Vatnsskaröi, Ólafsson-
ar og Þórunnar Jónsdóttur harða-
bónda, b. í Mörk í Laxárdal, Jóns-
sonar, ættföður Harðabóndaættar-
innar.
Móðir Jóns var Guðbjörg Eiríks-
dóttir, móðir Jóhanns Geirs- Jó-
hannssonar, afa Hauks Halldórs-
sonar, b. í Sveinbjarnargerði á
Svalbarösströnd, formanns Stétt-
arsambands bænda. Móöir Péturs
er Ragnheiður Jónasdóttir, vega-
verkstjóra á Þórshöfn, bróður
Bjarna, fóður Matthíasar, fyrrv.
heilbrigðisráðherra og alþingis-
manns á ísafirði. Jónas var sonur
Bjarna, b. á Hraunshöfða í Öxna-
dal, Krákssonar, b. og landpósts á
Hólum í Öxnadal, bróður Guð-
bjargar, langömmu Björns Jóns-
sonar ráðherra. Krákur var sonur
Jóns, b. á Skjaldarstöðum, Bjarna-
sonar, bróður Sigríðar, langömmu
Guðríðar, langömmu Jóns Helga-
sonar ráðherra.
Móðir Bjarna var Sigríður, systir
Óskar, langömmu Sigfúsar Jóns-
sonar, bæjarstjóra á Akureyri. Sig-
ríður var dóttir Guðmundar, b. á
Brún í Svartárdal, Jónssonar. Móð-
ir Guðmundar var Ingiríður, systir
Ingibjargar, langömmu Jóns
Pálmasonar alþingisforseta, föður
Pálma á Akri. Ingibjörg var einnig
langamma Kristjáns, föður Jónas-
ar læknis, afa Jónasar Kristjáns-
sonar ritstjóra. Systir Ingiríöar var
Guðrún, larigamma Páls á Guð-
laugsstöðum, afa Páls Péturssonar,
alþingismanns á Höllustöðum, og
langafa Hannesar Hólmsteins Giss-
urarsonar. Ingiríður var dóttir
Guðmundar ríka, b. í Stóradal,
Jónssonar, b. á Skeggsstöðum,
Jónssonar, ættfóður Skeggsstaða-
ættarinnar.
Móðir Ragnheiðar var Kristjana
Þorsteinsdóttir, b. í Engimýri í
Öxnadal, Jónassonar, b. í Engi-
mýri, Magnússonar, bróður Kristj-
áns, fóður Magnúsar fjármálaráð-
herra.
Ásta Dagný er dóttir Hólmgeirs,
b. í Flatey, bróður Jónatans, föður
Gísla, kaupfélagsstjóra á Fáskrúðs-
firði. Annar bróðir Hólmgeirs var
Jón, afi togaraskipstjóranna Jóns
ívars og Krisrjáns Halldórssona á
Akureyri. Hólmgeir var sonur
Árna, b. á Knarrareyri á Flateyjar-
dal, Tómassonar, b. á Knarrareyri,
Guðmundssonar.
Móðir Hólmgeirs var Jóhanna,
systir Friðbjarnar, afa Þrastar Ól-
afssonar, hagfræðings og fram-
kvæmdastjóra Dagsbrúnar. Jó-
hanna var dóttir Jóns, b. á Eyvind-
ará á Flateyjardal, Eiríkssonar og
konu hans, Guðrúnar Jónatans-
dóttur, b. á Skriðulandi í Aðaldal,
Jónssonar.
Móðir Ástu er Sigríður Sigur-
björnsdóttir, b. á Vargsnesi á Tjör-
nesi, Sigurjónssonar, b. í Nausta-
vík, bróöur Steinunnar, ömmu
Gríms M. Helgasonar, forstöðu-
Linda Pétursdóttir.
manns handritadeildar Lands-
bókasafnsins, fóður Vigdísar rit-
höfundar. Sigurjón var sonur Jós-
efs, b. í Ytri-Skál, Arasonar, b. í
Sandvík, Árnasonár. Móðir Ara
var Hólmfríður Aradóttir, b. á
Skútustöðum, Ólafssonar, fóður
Kristjönu, móður Jóns Sigurðsson-
ar, alþingisforseta á Gautlöndum,
langafa Sigurðar, föður Jóns við-
skiptaráöherra. Móðir Sigurjóns
var Guðný, systir Bjöms, afa Stein-
grims Steinþórssonar forsætisráð-
herra. Guðný var dóttir Bjöms, b.
í Ytri-Skál, Nikulássonar Buchs,
ættfóður Buchsættarinnar.
Afmæli
Ólafur Ingibjörnsson
Ólafur Ingibjörnsson læknir, til
heimilis að Æsufelli 4, Reykjavík,
er sextugur í dag.
Ólafur fæddist á Flankastöðum á
Miðnesi og ólst þar upp í foreldra-
húsum. Hann lauk stúdentsprófi
frá MR 1949 og embættisprófi í
læknisfræði frá HÍ1959 en almennt
lækningaleyfi öðlaðist hann 1961.
Ólafur var námskandidat á Land-
spítalanum og Slysavarðstofunni í
-Réykjavík 1959-60, aðstoðarlæknir
héraðslæknis í Akraneshéraði
1960, héraðslæknir í Reykhólahér-
aði 1960-61, aðstoðarlæknir á Royal
Hospital for Sick Children í Glas-
gow 1961 og á Cumberland Infirm-
ary í Carlisle í Englandi 1961-62,
læknir á Ayr County Hospital í Ayr
í Skotlandi, á bæklunardeild og
slysadeild, 1962-63, læknir á Ade-
laide Hospital í Dyfhrini, á hand-
lækningadeild og bæklunardeild,
1963-64, og jafnframt aðstoðar-
kennari við Dyflinnarháskóla,
læknir í Keflavík og jafnframt að-
stoðarlæknir við sjúkrahúsið þar
1964-65, aðstoðarlæknir í bæklun-
ar- og slysalækningum við Ayr
County Hospital 1965-66.
Ólafur var sérfræðingur við
Slysavarðstofuna í Reykjavík og
Borgarspítalann, slysadeild, frá
1967-75. Hann var yfirlæknir við
St Fransiskusspítalann í Stykkís-
hólmi 1974. Ólafur hefur verið með
eigjn læknisstofu frá 1975.
Ólafur var kennari í handlæknis-
fræði^við Hjúkrunarskóla íslands
1968-69. Hann var með klíniska
Olafur Ingibjörnsson
kennslu fyrir læknanema í sam-
bandi við störf á Borgarspítalan-
um, slysadeild. Hann hefur verið
ráðgefandi sérfræðingur í bæklun-
ar- og slysalækningum við her-
sjúkrahúsið á Keflavíkurflugvelli.
Þá hefur hann haft umsjón með
námskeiðum í sjúkraflutningum
og skyndihjálp hjá Bmnahðinu í
Reykjavík og Flugbjörgunarsveit-
inni á starfstíma hjá Borgarspítal-
anum. Hann starfaði í ráðgefandi
nefrid fyrir Almannavamanefnd
Reykjavíkur 1968-69, í hópslysa-
nefrid Borgarspítalans 1969-74 og í
sjúkraflutninganefnd Reykjavíkur
1970-74.
Kona Ólafs er Helga Kristín,
lyfjatæknir, f. 18.12. 1955, dóttir
Jóns Sveinssonar, skrifstofumanns
í Reykjavík, og konu hans, Önnu
Guðrúnar Helgadóttur.
Ólafur og Helga Kristín eiga tvær
dætur. Þær eru: Lísa, f. 1979, og
Linda, f. 1981. Böm Ólafs af fyrri
hjónaböndum eru: Ingvar Bjöm, f.
18.1. 1950, Jón Árni, f. 4.12. 1951,
Gunnar Þórarinn, f. 18.10. 1961,
Ólafur Patrick, f. 6.10.1964, og Guð-
rún Mary, f. 5.7. 1968.
Ólafur á tvær systur. Þær eru
Halldóra, yfirkennari Grunnskól-
ans í Garði, f. 1923, og Sigríður,
yfirkennari Grunnskólans í Njarð-
víkum, f. 1926.
Foreldrar Ólafs: Ingibjörn Þórar-
inn Jónsson, b. á Flankastöðum, f.
24.4. 1895, d. 1973, og kona hans,
Guðrún Ingveldur Olafsdóttir, f.
25.5. 1898, d. 1962.    -
Föðurforeldrar Ólafs vora Jón,
útvegsbóndi á Flankastöðum, Þór-
arinsson, útvegsbónda þar, Andre-
assonar, og kona Jóns, Halldóra
Ásgrímsdóttir, af skaftfellskum
ættum.
Móðurforeldrar Ólafs voru Ólaf-
ur Einarsson í Flekkudal í Kjós og
kona hans, Sigríður Guðnadóttir,
Ólafur var sonur Einars í Flekku-
dal, Jónssonar, bróður Eysteins,
föður Björns, b. í Grímstungu, en
Bjöm var afl Björns á Löngumýri
og prófessoranna Björns Þorsteins-
sonar og Þorbjarnar Sigurgeirs-
sonar. Bjöm í Grímstungu var
einnig langafi Páls Péturssonar á
Höllustöðum. Systir Bjöms var
Ingibjörg, langamma Friðriks
Sophussonar.
Jón Trausti Kristjánsson
Jón Trausti Kristjánsson, til
heimilis að Brekkubyggð 4,
Blönduósi, er sextugur í dag.
Trausti fæddist að Sjávarborg í
Skagafirði en fór fimm ára í fóstur
að Efri-Mýrum í Húnavatnssýslu
til Ragnhildar Þórarinsdóttur og
Bjarna Frímannssonar.
Trausti var lengi bilstjóri á
Blönduósi, eða frá 1959-76, en síöan
landpóstur á Blönduósi. Hann slas-
aðist alvarlega í Öxnadalsbrekkum
haustið 1987 og hefur verið sjúkl-
ingur síðan.
Trausti kvæntist 1953 Önnu Jóns-
dóttur landpósti, f. 19.3.1926, dóttur
Jóns Einarssonar, verkamanns á
Blönduósi, og EUnborgar Guð-
mundsdóttur.
Jón Trausti Kristjánsson
Trausti og Anna eiga fimm börn.
Þau eru: Jón Stefnir, hárskeri í
Reykjavík, f. 15.5. 1949, kvæntur
Berglindi Freymóðsdóttur; Elín-
borg, húsmóðir, f. 29.9. 1954, gift
Elvari Berg Hjálmtýssyni, verslun-
armanni í Reykjavík; Ragnhildur,
viðskiptafræðinemi við HÍ, f. 3.12.
1960; Guömundur Einar, landpóst-
ur fyrir Austur-Húnavatnssýslu,
búsettur á Blönduósi, f. 24.3. 1964,
og Lísa Anna, húsmóðir, f. 7.9.1967,
en sambýlismaður hennar er Einar
Þór Ásgeirsson, smiður á Skaga-
strönd.
Foreldrar Trausta: Kristján Guð-
brandsson, b. á Sjávarborg, og kona
hans, Sigrún Jónsdóttir.
Elías Baldvinsson
Elías Baldvinsson, forstöðumaö-
ur Áhaldahúss Vestmannaeyja og
slökkviliðsstjóri í Vestmannaeyj-
um, til heimilis að Ásavegi 20, Vest-
mannaeyjum, er fimmtugur í dag.
Elías fæddist að Hárima í
Þykkvabæ og ólst upp í foreldra-
húsum í Vestmannaeyjum. Hann
byrjaði ungur til sjós og hefur
stundað nokkuð sjómennsku en
lærði bifvélavirkjun í Vestmanna-
eyjum, tók sveinspróf í iðninni 1959
og starfaði við hana um alllangt
skeið. Elías tók við forstöðu
Áhaldahússins í Vestmannaeyjum
1973 og hefur gegnt því staríi síðan.
Hann er slökkvistjóri í Vestmanna-
eyjum frá 1984.
Elías kvæntist 6.6. 1959, Höllu
Guðmundsdóttur, f. 4.12. 1939.
Halla er dóttir Guðmundar Guð-
jónssonar sem lengst af var verk-
stjóri við saltfiskverkun í Eyjum,
en hann er látinn, og Jórunnar
Guðjónsdóttur.
Elías og Halla eiga átta börn og
átta barnabörn. Börn þeirra eru:
Þórunn Lind, húsmóðir í Reykja-
vík, f. 1957; Unnur Lilja, húsmóöir
í Óðinsvéum í Danmörku, f. 1959;
Kristín Elfa, skrifstofustúlka hjá
Rafveitu Vestmannaeyja og hús-
móðir í Eyjum, f. 1960; Guðmund-
ur, tæknifræðingur í Vestmanna-
eyjum, f. 1962; Sigrún, húsmóðir í
Reykjavík, f. 1964; Eygló, húsmóðir
í Vestmannaeyjum, f. 1968; Elísa,
nemi í foreldrahúsum, f. 1971; og
Baldur, f. 1977.
Elías á níu systkini sem öll era á
lífi.
Foreldrar Elíasar eru Baldvin
Skæringsson, sem hefur verið hús-
vörður við íþróttahúsið á Varmá í
Mosfellsbæ, og kona hans Þórunn
Elíasdóttir.
Foreldrar Baldvins voru Skær-
ingur Sigurðsson b. á Raufarfelli
undir Eyjafjöllum og Kristin
Brandsdóttir. Móðurforeldrar El-
íasar voru Elías Nikulásson b. síð-
ast að Borgartúni í Þykkvabæ, og
kona hans Kristín Mensaldersdótt-
ir.
Elías er erlendis um þessar
mundir.
Til hamingju með daginn
80 ára
50 ára
Gísli Björnsson, Höföabrekku,
Mjóafjaröarhreppi, er áttræður í
dag.
75 ára
Guðmundur Björnsson, Hrafria-
björgum I, Hlíðarhreppi, er sjötíu
og fimm ára í dag.
70 ára
Ingibjörg Jóhannsdóttir, Blesa-
stöðum III, Skeiðahreppi, er sjötug
í dag.
Ingibjörg Bogadóttir, Laugavegi 23,
Siglufirði, er sjötug í dag.
60 ára
Sigríður Eiríksdóttir, Víðivangi 5,
Hafnarfirði, er sextug í dag.
Guðmundur  Márusson,  Noröur-
brún 3, Seiluhreppi, er sextugur í
dag.
Haraldur E. Logason, Reyrhaga 18,
Selfossi, er fimmtugur í dag.
Gunnsteinn  Gunnarsson,  Stóra-
hjalla 3, Kópavogi, er fimmtugur í
dag.
Sigurður Friðriksson, Vörðubrún
4, Keflavík, er fimmtugur í dag.
Þórhildur Vilhjálmsdóttir, Hálsi,
Ljósavatnshreppi, er fimmtug í
dag.
40 ára_________
Rafn Haraldsson, Bræðrabóli, Þor-
lákshöfn, er fertugur í dag.
Stephanie Scobie, Grenimel 27,
Reykjavik, er fertug í dag.
Ragnheiður Ebenezerdóttir, Laug-
arásvegi 37, Reykjavík, er fertug í
dag.
Árni Anton Þorvaldsson, Háalundi
8, Akureyri, er fertugur í dag.
Guðný Sigurbjörnsdóttir, Brekku-
seli 3, Reykjavík, er fertug í dag.
Dagný B. Sigurðardóttir, Noröur-
vangi 7, Hafnarfirði, er fertug í dag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40