Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.06.1989, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989. FÖSTUDAGUR 9. JÚNÍ 1989. 21 Messur Guðsþjónustur sunnudag 11. júní 1989 Árbæjarkirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guðmund- ur Þorsteinsson. Áskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Fermdur verður Jóhannes Karl Kárason, búsettur í Bandaríkjunvun, p.t. Holtagerði 56, Kópavogi. Sr. Ami Bergur Sigurbjöms- son. Breiðholtskirkja. Guðsþjónusta kl. 14. Organisti Sigríður Jónsdóttir. Ath. breyttan messutíma. Að guðsþjónustu lokínni verður haldinn aðalsafnaðar- fundur Breiðholtssóknar. Venjuleg aðal- fundarstörf. Sóknarnefndin. Bústaðakirkja. Guösþjónusta ki. 14. Sr. Ólafur Skúlason kveður söfnuðinn. Tón- listarflutningur hálfa klukkustund fyrir messu. Boðið er upp á veitingar í safnað- arsölum eftir guðsþjónustuna. Oragnisti er Guðni Þ. Guðmundsson og einsöngv- arar em Sigríður Jónsdóttir og Einar Óm Einarsson. Sóknamefndin. Dómkirkjan. Messa kl. 11. Sr. Lárus Halldórsson kveður söfnuðinn. Dómkór- inn syngur. Organleikari Marteinn H. Friðriksson. Landakotsspitali. Messa kl. 13. Organ- isti Sigurður ísólfsson. Sr. Kristján Ágúst Friðfinnson. Viðeyjarkirkja. Messa kl. 14. Sr. Hjalti Guðmundsson messar. Organleikari Marteinn H. Friðriksson dómorganisti. Sérstök ferð með kirkjugesti verður með Viðeyjarferju kl. 13.30 frá Klettsvör við Sundakaffi. Elliheimilið Grund. Guðsþjónusta kl. 10. Organisti Kjartan Ólafsson. Sr. Guð- mundur Óskar Ólafsson. Fella- og Hólakirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Prestur sr. Hreinn Hjartarson. Ritn- ingarlestur Ragnheiður Sverrisdóttir. Einleikari á gitar Hinrik B. Bjamason. Organisti Guðný Margrét Magnúsdóttir. Sóknarprestar. Grensáskirkja. Safnaðarferð Grensás- safnaðar. Farið frá kirkjunni kl. 10. Ekið um Hveragerði-Selfoss-Eyrarbakka til Þorlákshafnar. Staðurinn skoðaður með leiðsögn Gunnars Markússonar. Hádeg- isverður. Messa i Strandarkirkju kl. 14. Sr. Halldór S. Gröndal prédikar. Sr. Tóm- as Guðmundsson prófastur þjónar fyrir altari. Komið heim kl. 18. Prestamir. Hallgrímskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Þriðjudagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Miðvikudagur: Styrktar- tónleikar Mótettukórs Hallgrímskirkju kl. 20.30. Landspítalinn. Messa kl. 10. Sr. Ragnar Fjalar Lámsson. Háteigskirkja. Messa kl. 11. Sr. Am- grímur Jónsson. Kvöldbænir og fyrir- bænir em í kirkjunni á miðvikudögum kl. 18. Prestamir. Hjallaprestakall í Kópavogi. Almenn guðsþjónusta kl. 11 í messuheimili Hjalla- sóknar, Digranesskóla. Kór Hjailasóknar syngtir. Organisti David Knowles. Sr. Kristján Einar Þorvarðarson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 14. Sr. Þorbergur Kristjánsson. í safnaðarheim- ilinu Borgum verður samvera á vegum Samtakanna um sorg og sorgarviðbrögö nk. þriðjudag kl. 20-22. AUir velkomnir. Langholtskirkja. Kirkja Guðbrands biskups. Guðsþjónusta kl. 11. Stólræðu flytur Jón Stefánsson organisti og ræðir um messur. Prestur sr. Sigurður Haukur Guðjónsson. Kór kirkjunnar syngur und- ir stjóm Jóns Stefánssonar. Sóknar- nefndin. Laugarneskirkja. Laugardagur: Messa í Hátúni lOb, 9. hæð, ki. 11. Minni á guðs- þjónustur í Áskirkju. Sóknarprestur. Neskirkja. Guðsþjónusta kl. 11. Orgel- og kórstjóm Reynir Jónasson. Miðviku- dagur: Fyrirbænaguðsþjónusta kl. 18.20. Sr. Guðmundur Óskar Ólafsson. Seljakirkja. Laugardagur: Guösþjónusta í Seljahlið kl. 11. Guösþjónusta er í kirkj- urrni sunnudag kl. 20. Ath. breyttan tima. Steinar Magnússon einsöngvari syngur einsöng. Organisti Kjartan Siguijónsson. Sóknarprestur. Seltjarnarneskirkja. Messa kl. 11. Org- anisti Sighvatur Jónasson. Sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson. Kirkja Óháða safnaðarins. Farið verður í heimsókn að Hmna og messað þar. Sr. Þórsteinn Ragnarsson. Víðistaðasókn. Messa í Víðistaðakirkju kl. 11. Kór Víðistaðasóknar syngur. Org- anisti Kristín Jóhannesdóttir. Prestur sr. Ingólfur Guðmundsson. Sóknarprestur. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Guðsþjónusta kl. 11. Organisti Smári Ólafsson. Einar Eyjólfsson. Fríkirkjan i Reykjavik. Messa kl. 14.00. Nýkjörinn safnaðarprestur, séra Cecil Haraldsson, settur inn í embætti. Kaffi- veitingar að lokinni messu. Orgelleikari Pavel Smid. Safnaðarstjóm. Hafnarfjarðarkirkja. Messa kl. 11. Org- anisti Helgi Bragason. Prestar sr. Þór- hildur Ólafs og sr. Gunnþór Ingason. Aðalasafnaöarfundur í veitingahúsinu Gaflinum, Dalshrauni 13, að messu lok- inni. Kj arvalsstaðir: Sumarsýning á verkum Kjarvals Unnið að uppsetningu mynda á sumarsýningu á Kjarvalsverkum. Hin árlega sumarsýning á Kjarv- alsverkum verður opnuð að Kjarv- alsstöðum á laugardaginn, Að þessu sinni er yfirskrift sýningar- innar Uppstillingar. Þótt Jóhannes S. Kjarval sé lík- lega þekktastur fyrir tilkomumikil landslagsmálverk er drjúgur hluti æviverks hans kyrralífsmyndir sem hann vann af sömu natni og virðingu og önnur verk sín. Hlut- fall kyrralífsmynda í drjúgu safni Kjarvalsverka er hátt. Þar kemur einkum tvennt til. Annað er að Kjarval var gjöfull á slík verk við vini og velgjöröarmenn og hitt að íslenskt veöurfar hamlaði oft útimálun. Listasafni Reykjavíkurborgar þykir við hæfi að kynna þessar uppstillingar og kyrralífsmyndir á sumarsýningu Kjarvals 1989 sem mun standa til 20. ágúst. Kjarvals- staðir eru opnir daglega frá kl. 11.00 tU 18.00. Edda Jónsdóttir sýnir í Nýhöfn Edda Jónsdóttir opnar sýningu í Listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, laugardaginn 10. júní kl. 14-16. Á sýningunni eru myndir unnar með vatnslit, olíukrít og blýanti. Myndirnar eru flestar unnar á síð- astliönum vetri en þá dvaldi Edda í Kjarvalsstofu í París um tíma. Edda stundaði nám við Mynd- lista- og handíöaskóla íslands og Rijksakademie van Beeldende Kunsten 1968-78. Þetta er ellefta einkasýning Eddu en hún hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýn- inga og alþjóðlegra grafíksýninga hér heima og erlendis þar sem hún hefur unniö til verðlauna svo sem í Bradford 1982 og Fredrikstad 1984. Sýningin, sem er sölusýning, er opin virka daga frá kl. 10-18 og frá kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 21. júní. Edda Jónsdóttir. Nokkrir þeirra listamanna sem taka þátt í sumarsýningunni í Hatnarborg. Sumarsýning Hafnarborgar: Á tólfæringi Sumarsýning Hafnarborgar, menning- ar- og listastofnunar Hafnarfjarðar, hefur hlotið yfirskriftina Á tólfæringi. Sú nafn- gift vísar annars vegar til þeirra tólf lista- manna sem nú ýta úr vör allsérstæðri samsýningu á verkum sínum og hins veg- ar til sögu Hafnarfjarðar en þar hefur verið stunduð útgerð allt frá upphafi byggðar. Þeir listamenn sem fylla hópinn eru: Björg Örvar, Borghildur Óskarsdóttir, Jón Áxel Björnsson, Kristbergur Pétursson, Magnús Kjartansson, Margrét Jónsdóttir, Sigurður Örlygsson, Sóley Eiríksdóttir, Steinunn Þórarinsdóttir, Steinþór Stein- grímsson, Sverrir Ólafsson og Valgerður Bergsdóttir. Aðalsteinn Ingólfsson listfræðingur rit- ar inngang í sýningarskrá. Þar segir hann meðal annars að við fyrstu sýn virðist fátt sameiginlegt með þeim tólf hstamönnum sem hér leggist á árar nema það eitt að þeir hafi ahir markað sér sjálfstæða braut á listasviðinu. Hann segir einnig að ef menn vilji geti þeir litið á þessa sýningu sem svipmynd af þeirri fjölbreytni, því umburðarlyndi sem nú setji svip sinn á íslenska myndlist sem og erlenda. Og vissulega sé umburðarlyndi í listum af hinu góða. Sýningin verður opnuð laugardaginn 10. júní og mun standa til 7. ágúst. Opnunar- tími í Hafnarborg er frá kl. 14.00-19.00 alla daga nema þriðjudaga. Bókmenntaupplestur á Eyrarbakka Bókmenntaupplestur verður á sunnu- daginn í samkomuhúsinu Stað á Eyrar- bakka, þar sem Elfar Guöni Þórðarson sýnir um þessar mundir málverk og krít- armyndir. Þeir sem lesa úr verkum sínum eru Ein- ar Már Guömundsson, Gyrðir Elíasson, Geirlaugur Magnússon, Birgir Svan Sím- onarson, Kristján Kristjánsson Eyvindur Eiríksson, ísað Harðarson og að öllu for- fallalausu Guðmundur Daníelsson. Heiðurgestur verður sérhver samkomu- gestur sjálfur og eru allir þeir sem vettl- ingi geta valdið hvattir til að láta þetta einstaka tækifæri til að hlýða á vandaðan skáldskap við magnþrunginn undirleik hafsins ekki fram hjá sér fara. Aðgangur er ókeypis. Þjóðleikhúsið. Færeyskur gestaleikur Á htla sviöinu í Þjóðleikhúsinu var í gær sýnt færeyska leikritið Logi, Logi eldur mín og verður önnur sýning í kvöld. Leikverk þetta er leikgerð eftir „Gomlum Götum“ færeysku skáldkonunnar Jóhonnu Mariu Skylv Hansen í leikstjórn Eyðun Johannesen. Leikari er Laura Joensen. Leikritið var frumsýnt í Þórhöfn annan í jólum 1988 í tilefni 100 ára afmælis hins sögulega Jólafundar þegar Færeyingar komu saman og strengdu þess heit að hefja fær- eyska tungu og menningu til vegs og virðingar. Leikritið hefur verið sýnt í allan vetur út um allar Færeyjar og no- tið mikilla vinsælda. Það er einlæg, lifandi og falleg lýsing á lífi konu frá vöggu til grafar í htlu og ós- nortnu samfélagi sem lifir í sátt við sjálft sig. Ásgeir Lárusson sýnir í Ásmundarsal Ásgeir Lárusson opnar jiíundu einkasýningu sína í Ásmundarsal við Freyjugötu. Meðal einkasýn- inga hans hafa verið sýningar í Gallerí SÚM, Suðurgötu 7 og Gah- erí Grjóti. Ásgeir hefur tekiö þátt í nokkrum samsýningum. Má þar nefna nokkrar FÍM-sýningar og UM-sýninguna 1983. Sýning Asgeir stendur til 25. júní. Opið er frá kl. 13-14 virka daga og um helgar kl. 14-18. Meðal upplesara er Sjón. Hlaðvarpinn: Ljóöaupplestur Samtökin Next Stop Sovét standa fyrir ljóðaupplestri í Hlaðvarpan- um á sunnudaginn kl. 14.30. Fram koma mörg skáld og lesa úr verk- um sínum. Má þar nefna Sjón, Ragnar Sigurðar, Kára Tryggvason og Baldur A. Kristinsson. Aðgangs- eyrir verður í lágmarki og vonast er til aö kaffiveitingar verði. Ásgeir Lárusson við.tvö verk sín á sýningunni í Ásmundarsal. Útivistarferðir Sunnudagsferð 11. júní kl. 13 landnámsgangan. Létt ganga fyrir alla frá Elliðaárbrúm um Ártúnshöfða, Gull- inbrú, Gufunes og Eiðsvík í Blikastað- akró. Þetta er 2. ferð í landnámsgöngunni sem frestað var í janúar. Leggjabijóts og ÞingvaUaferð er frestað vegna óhagstæðs göngufæris til 3. sept. í haust. Sunnudags- ferðin er um fallega gönguleið. Mikið lif- ríki í Blikastaðakró. Tilvalin Qölskyldu- ferð. Verið með í landnámsgöngunni. Viðurkenning veitt fyrir góða þátttöku. Verð 500 kr., frítt f. böm m. fullorðnum. Brottfór frá BSÍ bensínsölu. Sjáumst. Leikhús Þjóðleikhúsið Á Litla sviðinu, Lindargötu 7, verður sýndur færeyski gestaleikurinn Logi, logi eldur mín í kvöld kl. 20.30. Gríniðjan hf. sýnir í Islensku óperunni, Gamla bíói Brávallagötuna í kvöld, föstudag, laug- ardags- og sunnudagskvöld kl. 20.30. Leikfélag Reykjavíkur sýnir Sveitasinfóníu í kvöld, föstudags- kvöld, og á laugardagskvöld kl. 20.30. Frú Emilía, Leikhús, Skeifunni 3c, sýnir Gregor í kvöld og á sunnudagskvöld kl. 20.30. Allra síðustu sýningar. Einþáttungar sýndir á Svalbarðsströnd Sunnudaginn 11. júni kl. 21 verða sýndir einþáttungamir þrír efdr dr. Jakob Jóns- son sem ganga undir nafninu „Sjáið manninn“. Leikstjóri sýningarinnar er Jakob S. Jónsson. Tónlist samdi Hörður Áskelsson og lýsingu annaðist Ámi J. Baldvinsson. Leikarar em fjórir, Erling- ur Gíslason, Þórunn Magnea Magnús- dóttir, Anna Kristín Amgrímsdóttir og Hákon Waage. Einþáttungarnir þrír heita Þögnin, Kossinn og Sjáið manninn. Sýningar Art-Hún Stangarhyl 7, Reykjavík Að Stangarhyl 7 er sýningarsalur og vinnustofur. Þar em til sýnis og sölu olíu- málverk, pastelmyndir, grafik og ýmsir leirmunir eftir myndlistarmennina Erlu B. Axelsdóttur, Helgu Armanns, Elín- borgu Guðmundsdóttur, Margréti Salome Gunnarsdóttur og Sigrúnu Gunnarsdóttur. Opið alla virka daga kl. 13-18. Árbæjarsafn, sími 84412 Opiö kl. 10-18 alla daga nema mánudaga. Leiðsögn um safnið laugardaga og sunnudaga kl. 15. Veitingar í Dillonshúsi. Einsöngstónleikar í Norræna húsinu Ingunn Ósk Sturludóttir mezzosópran mun halda einsöngstónleika í Norræna húsinu nk. laugardag 10. júni kl. 17. Með- leikari á tónleikunum er Dagný Björg- vinsdóttir píanóleikari. Á efnisskránni em antík-aríur, ljóðaflokkurinn Vier Laugardaginn 10. júní kl. 17 verða söng- tónleikar nemenda Ágústu Ágústsdóttur í félagsheimilinu Hvoli á Hvolsvelli. Þeir verða endurteknir í Hafnarborg, félags- miðstöð Hafnfirðinga, sunnudaginn 11. júní-kl. 20. Eftirtaldir nemendur koma fram: Aðalheiður Magnúsdóttir mezz- emste Gesánge eftir Brahms, lög eftir Mahler, spænsk og íslensk lög og ópem- aríur eftir Saint-Saens og Bizet. Ingunn Ósk er Reykvíkingur. Hún stundaöi nám við Söngskólann í Reykjavík og lauk það- an 8. stigi í söng árið 1987. Undanfarin 2 ár hefur Ingunn Ósk verið við fram- haldsnám í London. osópran, Kristín Lára Friöjónsdottir sópran, Ragnhildur Theodórsdóttir mezzosópran og Bjöm Bjömsson baríton. Á efnisskránni em íslensk, norræn og þýsk ljóð eftir Áma Thorsteinsson, Eyþór Stefánsson, Sigfús Einarsson, Sveinbjöm Sveinbjömsson, Edward Grieg, Jóhannes Brahms og Róbert Schumann. Píanóleik- arar em Guðbjörg Sigurjónsdóttir og séra Gunnar Bjömsson. Tilkyimingar Laugardagsganga Hana nú Vikuleg laugardagsganga Hana nú í Kópavogi verður á morgun, laugardag- inn 10. júní. Lagt af stað frá Digranesvegi 12 kl. 10. Samvera, súrefni og hreyfing er markmið göngunnar. Dustum rykið af gömlu slagorði „heilbrigð sál í hraust- um likama" í tílefni landsátaks heilbrigð- isyfirvalda á morgun. Allir velkomnir. Nýlagað molakaffi. Skógarskátamót við Úlfljótsvatn Skógræktarfélag Skáta við Úlfljótsvatn er nú að hefja sitt þriðja starfsár. Mark- mið félagsins er gróðurvemd, upp- græðsla og skógrækt í landi skáta viö Ulfljótsvatn. Sl. tvö ár hefur félagið stað- ið fyrir gróðursetningu á um 15 þúsund skógarplöntum auk þess sem unnið hefur verið að uppgræðslu örfoka svæða með lúpínu, grasfræi og áburöargjöf. Nú um helgina 10. og 11. júní ætlar félagið að standa fyrir skógarskátamóti við Úlfljóts- vatn. Dagskráin hefst kl. 14 á laugardegi með fræðslu um skógrækt og síöan verð- ur unnið við gróðursetningu og farið í stutta gönguferö. Fyrirhugað er að bjóða bömum í bátsferð og halda grillveislu og kvöldvöku. Dagskrá lýkur kl. 16 á sunnu- dag. Allir skógarskátar og velunnarar Úlfljótsvatns em velkomnir. Góð aðstaða er fyrir tjaldbúa, það má renna fyrir sil- ung í vatninu og náttúran skartar sínu fegursta við Úlfljótsvatn á þessum árs- tíma. Tónleikar Sinfóníuhljómsveitin heimsækir Norðurland Sinfóniuhljómsveit íslands er í tónleika- ferð um Norðurland. Tónleikar verða í íþróttahúsinu að Laugum í kvöld kl. 20.30, laugardaginn 10. júní kl. 17 í íþróttahúsinu á Dalvik, sunnudaginn 11. júni kl. 17 í Akureyrarkirkju, mánudag- inn 12. júní kl. 20.30 í Nýja bíói Siglufirði og í íþróttahúsinu á Sauðárkróki þriðju- daginn 13. júní kl. 20.30. Einleikarar em Guðný Guðmundsdóttir og Sigurður I. Snorrason. Hljómsveitarstjóri í ferðinni verður breski hljómsveitarstjórinn Ant- hony Hose. Ferðalög Ferðafélag íslands Dagsferðir Ferðafélagsins Laugardag 10. júni kl. 9 söguslóðir Njálu. í þessari ferð gefst tækifæri til þess að heimsækja þá staði sem koma við sögu í Njálu um leið og sagt verður frá atburöum. Verð 1.500. Fararstjóri: Gunnar Guðmundsson frá Heiðarbrún. Sunnudagur 11. júni: a. Kl. 10 Höskuldarvellir - Einihlíð - Straumsvik. Ekið að Höskuldarstöðum. Gengið meðfram Einihliðum að Mark- helluhóli en þaðan er stefnan tekin í Straumsvik. Verð 800 kr. b. Kl. 13 Gjásel - Straumsel - Straums- vík. Ekin Krýsuvíkurleið og gengiö að Gjáseli og Straumseli síðap til Straums- vikur. Verð kr. 800. Brottför frá Umferð- armiðstöðinni, austan megin. Farmiðar við bíl. Frítt fyrir unglinga og böm innan 15 ára. Miðvikudaginn 14. júní kl. 20: Heiðmörk - hugað að gróðri í reit Ferðafé- lagsins. Ókeypis ferð. Árbók FÍ er komin út. Tónleikar nemenda Ágústu LUKKUPOTTUR VERALDAR, DV 0G BYLGJUNNAR , LUKKUSEÐILL NR. 9 VINNINGUR: TVEGGJA VIKNA DVÖL Á EUROPA CENTER Á BENIDORM MEÐ FERÐAMIÐSTÖÐINNI VERÖLD Hlustaðu á Bylgjuna í dag, FERÐALÖGIN koma í þessari röð: 1. TÝNDA KYNSLÓÐIN - BJARTMAR GUÐLAUGSS0N 2. STUCK WITH Y0U - HUEY LEWIS & THE NEWS 3. SULTANS 0F SWING - DIRE STRAITS Ég heyrði ferðalögin leikin í ofangreindri röð áBylgjunni, FM98,9ídagkl. ____________ Nafn: _____________________,_____________1_________ Heimilisfang:________________________________ Sími: Vinsamlega látið seðilinn minn í Lukkupott- inn 1989 svo að ég fái tækifæri til að vinna tveggja vikna dvöl á Europa Center á Benid- orm, að verðmæti kr. 58.500, í Veraldarferð þann 27. júní næstkomandi. FIIIAMHISIðlllN Póstleggðu seðilinn strax í dag. Merktu umslagið: LUKKUPOTTURINN 1989 SN0RRABRAUT54 105 REYKJAVÍK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.